Þjóðviljinn - 19.05.1953, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.05.1953, Síða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. maí 1953 Þjóðareining gegn her í landi nlstndur okluir Tileinkaö og gefíö andspyrnuhreyfingunni gcgn her á íslandi. glyngi? HvaS mun dreyma dögg á grasi og Vel að svala sœlum gráðri, sóley bjartri, fjólu bljóSri, öllu lífi að yrkja þrótt. Engan her, — ekkert Ijótt dreymir morgundögg á grasi og lyngi. HvaS mun dreyma geisla sumarsólar? Frjálsa menn á miSi og velli, móSurgleSi, hæga elli, barnaavsl og œskuljóS. Engin vopn, — ekkert blóS dreymir hlýja geisla sumarsólar. HvaS mun dreyma brúSi elds og ísa? Börn, sem gullna hlekki hata, heill og rétti aldrei glata, trúa á lífsins lausnarorS. Ekkert stál, — engin morS dreymir hvita brúSi elds og ísa. HvaS mun dreyma barn meS bros í augum? MóSurhönd, sem vonum vaggar, veróld sólar, gróSurs, daggar. Barnsins draumi leggjum liS. Ekkert stríS, — aSeins friS dreymir saklaust barn meS bros í augum. Jakobína Sigurðardóttir. Af hinum mörgu ljóðum til andspyrnuhreyfingarinnar, sem mér hafa borizt, ætla ég nú að birta það, sem mér barst síðast í hendur, en það er yndisljóðið, sem unga skáld- konan í Mývatnssveit sendi mér. Ég þakka öllum skáldun- um og öllum bréfriturum, sem ' hafa veitt skilning á starfi okkar og lýst sig reiðubúna til þess að gerast samherjar okkar og vinna að málstað íslands í anda Þveræings. Inn- an skamms hefjum við útgáfu ýmissa rita, sem nauðsynlega þurfa að berast út til þjóðar- innar. Hið fyrsta kemur vænt- anlega út skömmu eftir hvíta- sunnu. En okkur langar til að gefa út ljóð andspyrnuhreyf- ingarinnar, fyrsta hefti, þann 17. júní n. k. Ég segi fyrsta hefti, því að það er sannfær- ing mín og vissa að Ijóðin halda áfram að streyma fram eins og tærar lindir landsins, þau eru innlegg í baráttu okk- ar fyrir endurheimt sjálfstæðis landsins og boðskapur til nú- tíðar og framtíðar. Sú þjóðar- vakning um málstað íslands, sem nú fer eldi um landið og þá allra helzt um hugi unga fólksins, leiðir fram í dags- ljósið allt það bezta, sem til er í þjóðlífinu. Þetta ljóð, sem í senn er ein- stætt í fegurð og látleysi, en þó háleit og sterk skírskotun til hins göfugasta sem með hverjum manni býr, er dýr- gripur til þjóðarinnar, sem jafnframt sannar, að okkur hefur hlotnazt sú hamingja að helga okkur hugsjón sem stefnir til farsældar fyrir land og lýð og ber fram til sigurs. Þó að þetta ljóð sé í ástúð sinni rammíslenzkt og muni vinna ómetanlegt gagn í ís- lenzku þjóðlífi, þá er það í rauninni hafið yfir eitt land og eina þjóð og á erindi til sem flestra jarðarbúa, enda mun ég gera ráðstafanir til þess að Ijóðið verði mjög bráðlega þýtt á erlendar tungur og sent út um lönd til þess að vinna á hinum víða vettvangi. Kæru samherjar, þetta ljóð eigum við að læra og flytja hverjum þeim, sem vill veita okkur tómstund til að hlusta á okk- ur. Þegar þetta ljóð er orðin eign alþýðufólksins, — hafið það til marks, þá er sigur okk- ar skammt undan. G.M.M. Það mun þykja fara vel á því, að andlegleiki Útvarps- ins koðni að sama skapi og vorið endurfæðir yfirborð, loft og liti fósturjarðarinnar. Þætt irnir um íslenzkt mál og Hver veit? hafa lagzt í sumardval- ann hvort sem þeir eiga það- an báðir afurkvæmt með næstu vetumóttum eða ei. Bn á vordögum líta íslendingar björtum augum til framtíðar- innar. Sturla í Vogum er kom inn í stað þáttamia um ísl. mál, og mun það vera gert til að undirstrika byltingareðli vorsins, svona geta hlutirnir gersamléga endasteypzt. Góð- gjarnir menn telja, að Út- varpsráð leggi nú áherzlu á að koma þessu óféti sem mest frá, meðan fæstir hafa tíma til að hlusta, bændur við sauðburðinn og bæjarbúar öll kvöld í görðum sínum. Auk þess er Andrés nú farinn að sleppa úr heilum köflum, og til þess velur hann þá sóða- legustu, þó að þeir séu eigin- lega heilsteyptustu kaflar bók arinnar. En með þessum að- gerðum mætti vænta að enda- leysa þessi tæki einhvern tíma enda, og er það vel. Þriðju- dagskvöldið var undarlega skemmtilegt. Þá hélt Jónas Jónsson áfram hugleiðingum sínum um skólamál. Þótt er- indið væri frá upphafi til enda ergelsismas gamals manns, sem kominn er úr öll- um tengslum við þróutiina, hættur að skilja þær geysi- legu breytingar, sem orðið hafa í þjóðfélaginu og hefur því enga möguleika til að skilja erfiðleika, sem þær breytingar valda á ýmsum sviðum þjóðlífsins og ekki sízt í uppeldismálunum, þá tel ég alveg rétt af Útvarpinu áð gefa svona mönnum kost á að koma að hljóðnemanum. Jónas á það skilið fyrir merki legt starf í skólamálum þjóð- arinnar, þótt einhliða væri og af seyrnum rótum runnið, og það gerir enginn framar kröfu til þess, að liann fari rétt með staðreyndir, og hvorki Útvarp ið né aðrir geta tekið ábyrgð á. því, hvað hann kann að segja. Síðan kom Júlíus Hav- steen með hvali í búri. Frá- sagnargleðin hjá Júlíusi, þeg- ar hann segir frá merkileg- um og sjaldséðum hlutum gefur máli hans alltaf við- felldinn blæ, þrátt fyrir all- mikið af óþarfa málalenging- um, sem spilla í Útvarpi, þótt skemmtilegar geti verið í sam- kvæmigleðskap. Miðvikudagur- inn var valinn til hins lög- skipaða hneykslis. Fyrst var það * Sturla, svo kom Pétur Sigurðsson. Það er aldeilis furðulegt, hvað sá maður get- ur verið leiðinlegur, og alveg sérstaklega átakanlegt, þeg- ár hann tekur til að flytja á- róður fyrir málum, sem manni eru hjartfólgin. Og svo kom Ólafur sálfræðingur og fer ört versnandi. Það var aldrei von á góðu i sambandi við Arnulf Överland. Það var nokkur vandi að ræða um Öv- erland sem merkan samtiðar- mann yfir okkur Islendingum, — manninn, sem sagði okkur, að okkur bæri heilög skylda til að láta land okkar af hendi sem vighreiður og mætt- um ekki mannkynsins vegtia horfa í það, þótt það kostaði líf og tilveru þjóðarinnar. Þó hefði verið hægt að ræða um þann mikilhæfa mann á við- eigandi hátt, hefði til þess verið fenginn hæfileikamaður um mannasiði. Ólafur hefur aftur á móti þann skepnulega kæk pólitískra beinatíka að draga inn í mál sín alþjóðleg deiluefni í því Ijósi, er fjendur mannkynsins hafa yfir þau varpað. Slíkir starfshættir eru alveg öruggir með að gereyði- leggja þennan útvarpsþátt, sem sannarlega var þó ástæða til að gera sér miklar vonir um. — En svo kom blessun- inn hann Ámi Friðriksson og fór með mann til Brazilíu, og á þeim ferðum getur maður aldrei þreytzt. — Fimmtudag- urinn fór líka stígandi. Séra Magnús Runólfsson ræddi’ um konungdóm Krists. Fádæma finnst mér það mikill óþarfi, þegar útvarpað er messum, oftast tveim, á hverjum ein- asta helgidegi, að verið sé að Framh. á 11. síðu. VEGFARANDI skrifar: — „Ó- líkan blæ setja vorið og sum- arið á bæinn þeim, sem vet- urino. setur. Öll þekkjum við þann mun. Einnig utanveltu- böm bæjarfélagsins taka að ýmsu leyti upp aðra lifnaðar- hætti, og myndi ég þó alls ekki hafa farið að skrifa um það ógæfusama fólk hér, ef ég hefði ekki haldið, að búið væri að „hreinsa" miðbæiem af þeirri stétt, sem kallast rónar. Mig minnir, að ein- hvemtíma í fyrra hafi veriö látið í veðri vaka, að þeir hefðu verið fjarlægðir og séð fyrir mannsæmandi samastað og umönnun. En því er ekki að heilsa. Minna ber á þeim yfir veturrnn. En þegar vorar og hlýna tekur í veári, eru þeir vanir að láta sjá sig mjög á almannafæri, sér og öðrum til minnkunar og leið- inda. — Þegar ég átti um dag inn leið þvert yfir Arnarhól, naætti ég þeim reikandi norð- Bætast nýir menn í hópinn við bárujárnið? — Sæl- gætisát barna ur undir bárujárnsgirðinguna, sem kölluð hefur verið ýmsum nöfnum, svo sem Grand Hótel. o. s. frv. — Þar sátu nokkr- ir fyrir og staupuðu sig. Eða voru þetta kannske ekki menn, sem hægt er að kalla róna? Voru þetta einhverskon ar nýliðar? Eg veit það ekki. En sé svo, þá er það þjóð- félagsins að sjá svo um, að ekki bætist fleiri í þann hóp en þegar er. Það er alltaf auðnuleysislegt — og hlýtur að vera leiðinlegt — að drekka brennivín úti undir bárujámsgirðingu. Þáð er eitt hvað meira en lítið bogið við menníngarástand og drykkju- fyrirkomulag í því landi, þar sem menn neyðast til að neyta víns á slíkum stöðum. En hvað um rómantíkina? spyrja menn. —- Já, ef það er „róm- antik“ áð staupa sig af stút á almannafæri, þá veit ég ekki hvað rómantík er. — Vegfarandi". ★ HÚSMÓÐIR skrifar: — „Kæri Bæjarpóstur. Mig langar til að biðja þig um að minnast á það, hvað óhollt er fyrir börn að leggja í vana sinn að borða sælgæti. Allt er bezt í hófi. En ég er þeirrar skoðunar, áð flest sælgæti, sem selt er í búðum og ,,sjoppum“ hér sé óhollt, að jafnvel lítil neyzla þess geti skaðað heilsuna. Ekki hvað sízt veldur það tannskemmdum í bömunum og svo magakvillum, og hef ég hvao eftir annað tekið eft- ir iþessu. — Allt þetta sælgæt- isát barnanna er að miklu leyti foreldrunum að kenna. Þeir „KAUPA“ börnin með loforði um sælgæti til að skreppa eitthvað fyrir sig eða gera annað það sem hvert gott og hlýð- ið bana gerir fyrir enga borgun. — Nú er meira sæl- gæti á boðstólnum en nokkru sinni fyrr, og þótt kaupgeta fólksins sé áð sama skapi lít- il, þegar nóg er til af vör- um, eins og oft vill verða, þá er eins og furðu mörg börn, jafnvel frá fátækum heimil- um, hafi ráð á þvi að ná sér i sælgæti. Lakkrísinn er aftur kominn til sögunnar, en af honum sást ekki snefill árum saman, sem betur fer. Svo eru það gosdrykkirnir. Eg hef séð fullorðið fólk koma með lítil böm inn á veitingahús og rétta að þeim kókakólaflöskur méð ,,strái“ upp úr til að sjúga, rétt ehis og mæðurr.ar rétta pelana að börnum sin- um í vöggu. Og krakkaang- arnir taka þessu fegins hendi, því þetta er svalandi og ekki sem verst á bragðið. En hvé'r er næringin? Og væri ekki eins gott að verja peningun- um í þarflegri og hollari fæðu tegundir? — Eg beini orðum mínum til þess fólks, sem ekki hefur mikil auraráð: Leggið með öllu niður þann vana að láta bamið fá sælgæti fyrir að vera gott og þægt. Og fái bamið peninga í hendur, þá sjáið svo um, að það verji þeim til annars en sælgætis- kaupa. — Húsmóðir."

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.