Þjóðviljinn - 19.05.1953, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 19.05.1953, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. niaí 1953 þlÓiVIUiNN Útgefapdi: Samelnlngarflokkur alþýjju — Sðsíallstaflokkurinn. Ritatjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sígurður Guðmunds&on. Préttaatjórl: Jón Bjamason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur \rigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Síml 7B00 (3 linur). Áakrlftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 ínnars staðar á IandlðtL — Laus&söluverð 1 kr. eintakið, Prentsmiðja Þjóðviljane hj. Þakkarávörp hernámsflokkanna I tilefni af því að marsjall-,,hjálpinni“ er formlega lokið hófu öll málgögn hernámsflokkanna mikinn dýrðaróð um veglyndi og rausn Bandaríkjanna nú um helgina. Auk þess flutti Stein- grímur Steinþórsson forsætisráðherra bandaríska sendiherran- um sérstakt þakkarávarp á fundi ríkisstjómarinnar á föstudag- inn fyrir þá gjafmildi og rausn sem bandaríska auðvaldið hefði sýnt þeim leppstjórnum sem hér hafa setið að völdum síðan 1947. Hér þarf ekki að rifja upp hvers eðlis marsjall-„hjálpin“ er í raun og sannleika. Flestum heilskyggnum mönnum er nú orðið Ijóst að með henni hefur ríkisstjórn og auðvaldi Bandaríkjanna te'kizt að þrælbinda mörg lönd Vestur-Evrópu á klafa sinn. Fáar eða engar ríkisstjómir hafa l>ó lagzt eins hundflatar fyrir banda- rísku auðvaldi eins og þær sem setið hafa að völdum á íslandi á þessu tímabili. Eru slitin á verzlunarviðskiptununm við Sovét- ríkin og hemámssamningurinn órækustu sannanirnar í þessu efni. En það er fróðlegt að rifja það upp við þessi timamót i við- skiptum ríkisstjórnarinnar og Bandaríkjanaa hvernig helztu valdamenn auðstéttarinnar íslenzku litu á málið þegar marsjall- „hjálpin" var fyrst á döfinni. Þá lýsti Bjarni Benediktsson yfir því, að það væri von sín að íslendingar gætu orðið veitendur en ekki þiggjendur í marsjallsamstarfinu, eins og það var nefnt. Hann benti á þá staðreynd, að þau lönd önnur í Vestur-Evrópu sem um var rætt sem þátttakendur væru nýkomin út úr langri og erfiðri styrjöld, atvinnuvegir þeirra lamaðir og borgir þeirra i rústum. Um ísland var það hinsýegar að segja að í þess hlut hafði fallið mikil auðlegð á þessum sömu árum, atvinnuvegir all- ir í uppgangi og almenn velmeguti ríkjandi. Vitanlega var þessi lýsing Bjarna Benediktssonar rétt. En fljótlega rak að því að Bjarni Benediktsson og félagar hans tóku aðra stefnu. Þeir sigldu hraðbyri með Island inn í marsjallkerfið, e'kki sem „veitanda“, eins og Bjanni Benediktsson hafði reiknað með, heldur sem „þiggjanda“, og það í stórum stíl. Það sem gerst liafði var það, að samstjóm „lýðræðisflokkanna“, fyrsta stjórn Alþýðuflokksins á íslandi, gerðist auðsveip fótaþurrka banda- ríska auðvaldsins; snúið var af braut framfara og nýsköpunar og inn á þan« ógæfuveg hnignunar og afsals íslenzkra réttinda sem fylgt hefur verið síðan. Með því að halda sér við yfirlýsingu Bjama Benediktssonar um þær ólíku aðstæður sem riktu á íslandi annarsvegar og hinna stríðshrjáðu Evrópulanda hinsvegar mátti með sanni segja að Bjarna Benediktssyni og félögum hans hefði á einu .ári tekizt að afreka það á Islandi í niðurrifsstarfi sem sex ára stórstyrjöld skildi eftir sig í hinum marsjalllöndunum. Marsjall-„hjálpin“ hefur orðið Islandi dýr. Hún liefur svift oss fjárhagslegu sjálfsforræði og bundið efnahagslíf þjóðarinnar á klafa erlends valds. Bandaríkjamenn hafa í skjóli hennar og með aðstoð erindreka sinna í hemámsflokkunum seilzt til sí- fellt augljósari yfirráða í fjármálum landsins. Nýjasta sönnunin fyrir þessu er stofnun og starfræksla Framlívæmdabankans und- ir stjórn Benjamins Eiríkssonar, eftirlitsmanns Bandaríkjanna á Islandi, en með henni er Bandaríkjastjóm fengið í hendur vald- ið yfir fjárfestingunni í landinu. Og með síendurteknum árásum á lífskjör fólksins í landinu, sem gerðar hafa verið af leppstjómunum eftir fyrirskipunum Bandaríkjamanna, hefur tekizt að lækka svo raunveralegan kaup mátt íslenzkra vinnulauna að íslenzkur hafnarver'kamaður sem 1947 hafði sama kaup og bandarískur verkamaður hefur nú að- eins 89 cent á klukkustund meðan bandariskur stéttarbróðir hans hefur 2.10 dollara. Þannig innheimta hinir bandarísku ,,gjafarar“ marsjall-,,hjálpina“ með stórlega lækkuðu kaupi þess verkalýðs sem vinnur að framkvæmdum á vegum hernámsliðins. * . Og svo eiga marsjallblöðin ekki nægilega fögur orð til að þakka örlætið, og íslenzka ríkisstjórain krýpur fyrir framan sendiherra Bandaríkjanna í auðmýkt og undirgefni. En ísleridingar hafa vissulega ekkert að þakka. Takmark þeirra er að brjóta af sér hina bandarísku hlekki og öðlast fullt efnahagslegt sjálfstæði að nýju. Hlutverk konunnar í hersetnu landl Eriudi haldið á Þjóðarráðstefnunni 5. maí s.l. Hlutverk konunnar er fjöl- þætt. Móðurhlutveríkið ihefur af flestum verið talið mikilvægast og konunni í blóð 'borið. Góð- sfcáld allra tíma hafa sungið móðurinni lof og ódauðleg listaverk af 'henni skreyta kirkjur, hallir og hreysi. iMynd móðu'rinnar hefir ver- ið mótuð af högum höndum í margskonar efni. Móðurkær- leikurinn, mildin og ástríkið hefir verið óafmáanlega greipt í svip iþessara listaverka. Lista- mennirnir hafa í flestum tilfell- um sýnt sterkustu og fegurstu sálar- og líkamseinkenni göf- ugrar móður með bamið í fanginu, móðurgleðina, móður- sorgina og móðurverndina. Það þykir mörgum go.tt að fá betri mynd af sér en hann á raun- veruleg.a skilið. Konur er.u víst jafnar körlum að æskja þe'ss. En Iheilbrigð móðir þráir innilega að vera en ekki sýnast, og fórnar öllu fyrir velferð barna sinna, jafnvel lífinu hafa mæður fómað til vemdar af- fcvæmi sinu. Það er móðurverndin, sem ég vildi ræða nokkuð á þessari ráðstefnu. Við þekkjum víst mörg dæmi þess að mæður hafa offrað miklu ,til verndar börnum sín- uni, ég hefi mörgum kvenhetj- um kynnzt og fýsir mig að segja lítið brot úr 'hetjusögu einnar fátækrar merkiskonu. Það voru íá þægmdi á heim- ili hennar. Prí-mus var eina eldfærið og vatnsbólið var drjúgan spöl frá húsinu. Húsbóndinn lá sjúkur í rúm- inu um þessar mundir, cn kon- an varð fyrir því að eldur læsti sig í föt hennar og telpu á öðru árinu. Elíkert vatn var lí húsinu, en móðirin vafði bam- ið að brjósti 'sér til iþess að ■kaefa eldinn í fötum þess og hljóp með það að vatnstunnu, sem stóð við næsta hús. Barn- ið lét hun ofan í vatnstunn- una iti.1 að slökkva eldinn í föt- um þess, og það sak.aðj ekki. En þar sem móðirin stóð við tojörgunarstarfið hrundu fötin tomnnin utan af henni, og hræðileg brunasár blöstu við. Margra mánaða sjúkrahúsvist og ólýsanlegar þjáningar biðu hennar, og líkamslýti hafði hún alla ævi. En baminu hafði hún bjargað, og það yljaði á þján- ingsstund, að hún hefði megn- að að bjarga þvi og vernda það frá kvöl og líkamslýti. Mörg afrek þessu lík eru unnin meðal vór, iþó að þau séu ekki eins um töluð og vert væri. Kvæðið „Móðurást“ eftir Jónas Hallgrimsson lýsir þreki og fórn hinnar snauðu móður. af svo miklum skilningi á móð- ureðli og fómarlund göfugrar sálar, að lengra verður vart komizí. Það er steinrunnin kona sem ekki fyllist lotningu við þa sýn, er ber fyrir augu er við lesum kvæðið. Móðirin örsnauð, er igekk um nótt í .s’tormi og frosti c<g kaf- aldsby.l .1 stokfcfreðnum fötum með ungan svein í fanginu, hún hrnktist undan ofviðrinu, lét líf- ið en biargaði Hfi bamsins, vafði það móðurfaðrninum og fátæklegum flíkum sínum. í dag ættu allar íslenzkar konur að spyrja: Höfum við það sál- arþrek að vinna að hliðstæðu starfi og hér hefur verið rætt um? Erum við nægilega sterk- ar til að sýna hugrekki í því að vernda böm oklcar? Getum við borið þau út úr eldi tortún- ingarinnar? 'Höfum við !þol til að ganga um hjam í gerningarhrið stríðs- æsinganna? Getum við þolað aðkast það, er friðarvinir verða fyrír af haustsálum íslands? Ef við ekki 'getum svarað ját- andi þeirri spurningu: Vilt þú vernda barn þitt frá illu? þá Viktoría Ha’ldórsdóttir. er úrkynjun íslenzkra mæðra hafin. 'Ef aítur á móti allar konur sem hafa kosningarétt ssegja nei við stofnun íslenzks hers, verður hann aldrei stofnaður. Það er alveg sama hvaða stjórn- málaflakki við fylgjum, við höfum meiri skyldur við bömin okkar en þann stjórn- málamann, sem viJl innleiða hernaðaranda á okkar kæru ættjörð. Við ko-nur erum helmingur kjósenda, og við höfum kær- leikann að vopni, og sann- lei'kurinn er okkar skjöldur, móðureðlið okkar herkænska. Þessvegna geturii við sigrað hverja þraut, aðeins með því móti að standa saman með opin augun fyrir þeirri þjóðarsmán, sem stofnun áslenzks hers yrði um aldur og ævi. Við verðum að skilia þá óvirðing sem böm- um okkar er sýnd með því að bjóða þeim 'böðulsstarf her- mennskunnar. Smályndar eru" konur þær, er igætu gefið þeim manni atikvæði silt sem hefir óvirf íslenzkan æskulýð með slífcu herkóngahjali. Þeir stjórnmálamenn, sem toafa birt alþjóð toergmál- aí sfcálaræðum stórlaxanna um að láta áslenzkan æskulýð troða illsakir við saklaust fó.lk, skrýdda ‘herkæðum með morð- vopn í toönd, ættu að kenna á. þvi andans valdi, sem hver ó- spiltt móðir hefir yfir að ráða. ef toún sér bam sitrt í hættu. Ekki erum við konur svo fá- •vísar, að við trúum beim mönn- um fyrir bömum okkar ,í fram- tíðinni, sem leigja. land vort undir herstöð. Við verðum að sýna djörfung og krefjast þess að ættjörðin verði- bráðlega hrelnsuð af þeirri smán að vera víghreiður, hlaðið morðtækjum. Við verðum að krefjast þess’- að allt þetta óhugnanlega drasl sé flutt burt til síns heima- lands. Og að henmennirnir' fylgi tþar með, því að öllumi landsmönnum er það fullkom- lega ljóst, að allt þetta hafur- task er enganveginn okkur til varnar, heldur þvert á móti tili glötunar. Hlutverk konunnar,. móðurinnar er því hin ljúfa. iskylda, að vemda barnið sitt,. vernda fegurð landsins og frelsi með því að segja nei við stofnun islenzks hers, og bægja.. hættunum frá dyrum íslend- inga með skeleggri baráttu íyr- ir því að herinn verið fluttur úr landi. Það er vitað mál að hann er ekki hér til annars. •en að afmanna þjóðina og valda öUum sönnum íslending- um ólýsanlegu hugarangri. Það er þv:í aðeins skýlaus krafa allra sannra íslendinga, að þeir sem tóku landið í óleyfi þjóðar- innar skili því aftur svo aðvið verðum á ný frjáls þjóð i. frjálsu landi. ísl-enzka móðir, þú sem hefur hlotið lof og prís végna kyngi- magnaðra krafta þinna á rauna stundum liðinna alda, þú þold- ir aldrei að sjá barn þitt í háska án þess að veita því li5>- til síðasta kraftar þíns. Nú kallar skyldan þig, íslandi og: börnum Iþess .til hjálpar. Þú átt leik á borði, þú getur ráðið miklu um það hvernig sága þín verður og hvernig myndir verða af þér gerðar á komandi árum. Verða það myndir af frjálsri: móður í likingu við fjallkon- una með hreinan fald, eða beygð og’ smáð hermannskona. eða tæld og spiilt kona, sem toefir orðið leiksoppur setuliðs; á seldri grund íslands. Til þess að íslenzkar konur verði í framtíðinni trúar sinu hlutverki, verða þær að sam- s.tilla andlega orku sína og haldast i toendur við það göf- uga ístarf að varðveita dslenzka tungu og- þjóðerni. Þær verða. að bera börnin út úr eldi tor- tímingarinnar, yfir hjambreiðu kærleiksleysisins og haturs stríðsdýrkenda, svo að framtíð þeirra megi vera böðuð sól kærleika og friðar milli allra manna og þjóða. Viktoría Halldórsdóttir Borg sMrð eftir M»rx Nú hefur þýzka þjóðin irrinnzt eins af sínum beztu son- um með því að kalla eina elztu borg Þýzkalands í liöfuð hon- um. Borgin Chemnitz hefur verið skírð upp og heitir nú Karl Marxstadt. Jafnframt því hefur háskólinn í Leipzig verið kennd ur við þennan farsælasta frteði- mann, sem þýzka þjóðin hefur eignazt. Önnur þýzk borg hefur vérið skírð upp og nefnd e-ftír arf- taka. Marx( Stalín. Það er Fiirstenberg an der Oder, sem nú hefur fengið nafnið Stalín- stadt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.