Þjóðviljinn - 19.05.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.05.1953, Qupperneq 10
20) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 19. mai 1953 3Í efmilisþáftnp Rendur hér og rendur þar Það eru sjálfsagt margar konur sem eru að velta því fyrir sér hvort þær eigi að fá sér röndóttan sumarkjól. OEf þið eruð meðal þeirra ættuð þið a'ð líta á þessar myndir, þvi að þar sjást ljósiega hvers ber að gæta í vali röndóttra kjóla. Þverrendur eru mest í tízku og þær geta verið mjög fallegar, þegar þær eru notað- ár á réttan hátt, en flegni kjóllinn er engan veginn gott dæmi um rétta notkun á rönd- óttu efni. Sá kjóll hefði verið margfalt faþegri einlitur eða dropóttur. Kjóllinn er iíka of síður, en það þarf áð varast á röndóttum kjólum. Og ekki bætir það úr skák að önnur hver rönd er upphleypt dúska- röð. Þetta er í alla staði gall- Vorskór Fyrir skemmstu var haldin sýning á vor- og sumarskóm í Kaupmannahöfn. Mest var sýnt af kvenskóm. Mikið bar á vinrauðum og rúbínrauðum skóm og auk þess voru sýndir brúnir skór í öllum blæbrigð- um. Áhrif fúá París og Róm koma fram í svörtum striga- skóm, sem einnig er hægt að fá í bláum og rauðum litum. Nælon er einnig notað í sum- arskióna, einkum fléttað og nælonskórnir voru í öllum hugs- anlegum litum, og þeir verða eins og nýir þegar búið er að þvo þá úr vatni og sápu. Herra- skómir hafa einnig orðið fyrir ítölskum áhrifum. Þeir eru lit- skrúðugir og f jölbreyttir í snið- Framhald á 11. síðu. Rafmagnstakmörkun Kl. ] 0.45-12.30 ÞrlSjudagur 19. mai Veáturbærinn frá Aðalst.r., Tjarn- argötu oir B.iarkargötu. Melarnir, Grimsstaðaholtið með flugvallar- Bvæðinu, Vesturhöfnin með örfir- isey, Kaplaekjól og Seltjamáriies fram eftir. aður kjóll. Af þessu má sjá að jafnvel frönsku tízkuhúsin geta gert skyssur. Dökkbláj kjói.Iinn með hvitu röndunum er aftur á móti gott dæmi um vel heppnaðan randa- kjól. Kjóllinn e’r sniðinn fyrir röndótt efni og heildarsvipur- iim miðaður við það. Pilsið er slétt og þröngt, bíússa og erm- ar í einu lagi, svo að rendurn- ar fái að njóta sín sem bezt. I hálsinn er lítill hvítur kragi og á blússunni dá’ítill brjóst- vasi með hvítri bryddingu. Rog- er Jean-Claude liefur gert kjól- inn. HkiöasSu giape ávöjít? Það eru skiptar skoðanir um grapeávöxtinn. Sumum finnst hann afbragðs góöur, öðrum finnst hann óætu.r. Það er líka dálítið einkennilegt bragð af grapeávextinum og vel má vera að einmitt þú getir aldrei van- izt honum, en það getur líka verið að þú hafir ekki fram- reitt hann á réttan hátt. Hér er ágæt aðferð. Ávöxturinn er skorinn sundur í tvo hluta nokkrum k’ukkustundum á'ður en á að borða hann. Þegar bú- ið er að helminga ávöxtinn, er kjötið losað frá berkinum með hníf ailt í kring, skerðu djúpf niður, því að bezt er áð kjöt- ið losni alveg frá. Stráðu svo sykurlagi ofan á ávöxtinn og láttu hann standa um stund. Sykurinn síast niður í ávöxt- inn og safinn streymir fram af því að kjötið hefur verið losað og þegar ávöxturinn er framreiddur er lnpnn sætur og safamikiil og ijúfengur öðrum en þeim sem iiafa andstyggð á honum. í safanum er svipað magn af c-vítamíni og í sítrón- um og það er því góð hugmynd að gefa heimilisfóikinu háifan grape-ávöxt til uppbótar þegar upphitaður eða vitamínsnauður matur er á borðum. A.J.CRONÍN: Á sumarlegri strönd þó, Mary litla. Hver dró okkur á þennan and- styggðar stað ? Hver afþakkaði boð Cairs? Hver heimtaði að hann kæmi hingað að borða hádegisverð ? Honum var alls ekki um það, skal ég segja þér. Þú helsærðir hégómagirnd hans“. Svo gróf hún holu í s'andkm með vísi- fingrinum og jarðsetti logandi sígarettuna með mikilli natni. „Mér er illa við íburðarmikil veitingahús", tautaði Mary í afsökunarskyni. „Þarna er allt svo stirðlegt og leiðinlegt. Þess vegna vildi ég koma hingað. Hér er allt svo yndislega nýstár- legt. Og herra Carr stendur á sama. Hann þarf ekki að koma ef hann vill það ekki.“ „Iíann kemur,“ sagði Elissa hirðuleysislega. , ,Hann slefar þegar hann herfir á þig.“ Einhver óþægindakennd greip Mary — eins og auri hefði verið slett á hana. Hún hristi höfuðið til að reyna að losna við þessa kennd. „Ég ætla að synda dálítið," sagði hún fyrir- varalaust, reis á fætur og stöklt út í freyðandi vatnið. Handan við froðuna sem gældi við lík- ama hennar, var'sjóririn sléttur, blár og furðu- lega loftkenndur. Hún botnaði ekki lengur og nú synti hún kappsamlega í áttina að flekanum sem lá við a'kkeri skammt undan landi. Nú var hún íuftur orðin hrein, hressaudi saitvatnið lék um hana og rafmagnað loftið örvaði blóðrás hennar. Hún synti og synti og loks snerti hún'fleka- brúnina með fagnaðarópi og lae sig fimiega upp á hann. Þar lagðist hún fyrir með útrétta handleggi. Nú fannst henni hún véra í órafjar- lægð frá ósvífnishjali Elissu. Stundarkorn leið, svo fann hún alit í einu að hún var ekki ein. Hún sneri höfðinu við með hægð. Harvey Leith lá hinum megin á fiekanum. Þau liorfðu hvort á annað drykklanga stund. Harvey hafði kastað af sér tötrunum og líkami hans var glæsilegur: axlirnar breiðar og vel lagaðar, fæturnir vöðvastæltir og fallegir. Loks varð hún vandræðaleg og leit niður fyrir sig. „Ég þélt ekki, ég vissi ekki,“ sagði hún 'kyn- legri röddu, ,,að þér væruð hér.“ ,.Ég vissi það ekki sjálfur," svaraði hann með hægð. „En hingað er ég kominn.“ „Og ég líka,“ sagði hún og hló við. „Við er- um á floti á öðru skipi. Er það ekki gamán?“ Þetta voni ósköp hversdagsleg orð, en um. leið fann hún eirðarleysið koma, yfir sig aftur, blandið einhverri óskiljanlegri þrá. Það var eins og eitthvað mikilvægt, eitthvað fyrirfram ákveðið biði hennar. Það setti svip sinn á um- hverfið, gerði þetta aadartak að draumsýn, fyllti hana magnlausri eftirvæntingu. Aldrei fyrr hafði hún fundið þvílíkar tilfinningar með sér; aldrei fyrr hafði hún fundið svo sælu- blandna kvöl. Hún s'kildi þetta ekki, hún streitt ist ekki á móti. Iíún fitlaði vandræðalega við hornið á dýnunni; hún treysti sér ek'ki til að horfa á hann. „Það er svo dásamlegt héma.“ sagði hún loks næstum því feimnislega. „Sjórinn — sól- skinið — snjórinn á ti'ndinum. Dásamlegt. Mér finnst ég alltaf hafa þekkt þetta.“ Hún talaði lágt og í eyrum' hennar sjálfrar virtist röddin hljómlaus; háls hesmar herptist sarnan svo að blæbrigðin í röddinni hurfu henni. Hann lá hreyfingarlaus á flekanum, sem vaggaðist mjú'k lega milli hafs og himins, og hann svaraði ekki. Hann drakk í sig fegurð hennar og liaan virtist vera að brjóta heilann um svar. Dásam- legt hafði hún sagt. Hjartaslög haus urðu tíðari. Dásamlegt! Hann hafði aldrei hugsað mn neitt dásamlegt né gefið sér tíma til að staldra við fegurðina. Líf hans hafði verið hart eins og steinn, lotið ósveigjanlegum lögmálum. Já, hann hafði aðeins ieitað sannleikans. Og hver var tiigangurinn með þeirri leit? Hann hafði ekki leitazt við að lijálpa mannkyninu. Hann hafði aðeins leitað að rökum — tilfinningalaus og s'keytingarlaus. En nú var e'ns og eitthvað nýtt og framandi kviknaði í sál hans. „Þ'essi eyja er kölluð Gran Canaria,“ sagði hún Iágt. „Stóra Kanaríeyjan. Það er fallegt nafn. Þegar ég hugsa um þéssa ferð mun ég ávallt minnast nafnsins — Gran Canaria! Það hljómar yndislega.“ Orð hennar bárust til hans eins og úr óra- fjarlægð. Og hann spurði: „Farið þér af skipinu á morgun ?“ „Já, við ætlum að dveljast í Orotava." Það virtist óumflýjanlegt. Hún var að fara. I kvöld færi Aureol af stað til annarrar eyju og næsta morgun yrði hún farin. „Það er kyrrlátt í Orotava," hélt hún áfram. „Þar er friðsældin eðlileg, og það líkar mér allra bezt. Herra Carr hefur búið í haginn fyr- ir okkur á gistihúsinu — San Jorge. Hann er umboðsmaður manhsins mins á þessum eyjum.“ „Ég skii“y sagði hann; og ljósið í huga hans slo'kknaði skyndilega. Eitthvað hvarf jafn- óvænt og það hafði komið. Hann beit á vörina; hann neyddi sjálfan sig til að líta á hana ró- legum augnm. „Ég er viss um að yður á eftir að líða vel.“ „Þér haidið auðvitað áfram með skipimi ?“ spurði hún og augu hennar voru mjög skær. „Ég held áfram. Og fer með því til baka.“ Það varð þögn; hvorugt vissi hugsanir hins. Allt í einu sveiflaði liún hendinni. „Viljið þér borða hádegisverð með okkur í dag? Jú, gerið þér það. 1 litla veitingahúsinu. Það er svo vistlegt þar. Herra Carr kemur. Og mig langar til að þér komið líka.“ Hann var feginn því að þurfa að afþakka þetta boð. „Ég er ekki einn,“ svaraði hami. „Corcoran kom með mér hingað.“ Hann benti á sjóinn og þar sást grilla í Jimmy innanum öldurnar eins og gamlan gljáandi sel. „Hann verður að koma líka," flýtti hún sér að segja. „Þið verðið báðir að koma.“ „Hann þarf að fara inn í bæinn í viðskipta- erindum." „En þér — þér hugsið ékki uffl viðskipti?" Á skipinu hafði hann verið önugur; hann minntist þess allt í einu og afsvarið dó á vör- um hans. „Það er gott,“ hrópaði hún gleðirómi. „Þér ætKð að koma. Þér ætlið að borða hádegisverð með mér.“ Orð hennar komu honum til að brosa og um leið spratt hún á fætur, teygði upp granna handleggina með gleðibragði og steypti sér aft- ur út í vatnið. Flekinn ruggaði óvænt við þetta stökk hennar, og hann valt út af honum og í kaf. Hann opnaði augun undir yfirborðinu. I GlfMf OC CAMWi ■ Eg votta þér samúð mína út af brunanum á verksmiðjunni þinni. —- HVað framleiddirðu dínnars? Slökkviteeki. Það má kannski segja að synir auðkýfing-a verði að byrja í neðsta stigaþrepinu, eins og aðrir menn, og vinna sig smám saman upp. Aðeins er munurinn sá að þeirra stigi byrjar á þriðju hæð. Dómari: Hvernig gátuð þér fengið af yður að leika, svona á fó’k sem trúði yður eins og nýju neti? Ákærði: Já, en það er ekki hægt að lcika á fólk sem ekki trúir mannj. Það er heitt hér í skrifstofunni yðar eins og í bakarofni. Þannig á það lika að Véra, hér vinn ég fyrir brauði mínu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.