Þjóðviljinn - 30.05.1953, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.05.1953, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugatdag'ur 30. niaí 1S53 -—— ■■■ ; - t ' • . Við flytjum ekki út stjórn- málaskoðanir okkar — en við flytjMin gjarnan út timbor, kornvömr og fóð- , orvörar til Iivers þess lands sem vilt skipta við okkur r-00••••ooooee•••••••»••••••••••••• • Á kynningarfuníli MIB • ; 1 Gamla bioi 1 fyrra- • « kvöld fluttu rithöfund- ; • urinn Boris Polevoj og ; jurtafræðingurinn Núz- ; • din ræður. Hér er birt • O O ; ræða Boris Polevoj, en ; S á morgun verður greint J • frá ræðu Núzdíns. • • • • • CI* *Ontt*IMIðð*ðM«« ••••••••••••• Háttvirti formaður, kæru gestir! Ég vil hefja mál mitt á því að flytja ykkur sem hér eruð, og fyrir ykkar milligöngu, allri hinni fámennu en ágætu, at- orkusömu, stoltu og frjáls- huga íslenzku þjóð innilegustu kveðjur Sovétþjóðanna. Lönd okkar eru fjarlæg hvort öðru, en þið Norðurlandaþúár eigið málshátt, sem ég heyrði í Svíþjóð og Noregi: „Vináttan þekkir engar fjarlægðir og veit ekki af landamærum". Þannig er þessu varið, kæru áheyrend- ur. Ljóst dæmi um sannindi þessa máltækis er einmitt það hvernig vinátta íslenzku þjóð- arinnar og sovétþjóðanna, sem eru aðskildar af fjöllum, ám, úthafi og landamærum margra annarra ríkja, hefur vaxið fyr- ir tilstuðlan ykkar. Við þekktum til íslenzku þjóðarinnar áður en við kom- um hér. I toarnaskólanum lás- um við um hina hrikalegu og stórbrotnu náttúru íslands, eld- fjöll og hveri eylandsins ykkar, og við urðum gagntekin virð- ingu fyrir hinni ötulu íslenzku þjóð, sem háði .harða baráttu við óbliða náttúru fyrir lífs- gæðum sínum. Þegar við á æskuárunum lás- nm hinar dásamlegu sögur ykk- ar, sem voru gefnar út á rúss- nesku þegar fyrir þyltinguna, og kynntumst stórbrotnu efni þeirra og lifandi framsetningu, fylltumst við ást til þeirrar þjóðar, sem hafði skapað svo frábær og fullkomin listaverk á morgni sögu sinnar. Og nú um síðir, þegar bein- um kynnum hefur verið komið á með þjóðum okkar, þegar sendinefndaskipti og gagn- kvæm kynning hefur hafizt, styrkist þessi vinátta með hverju ári, sem líður og tekur á sig æ fastari mynd. Þær tvær sovétsendinefnd- ir, sem hafa heimsótt ykkur, skoðað sig um í landi ykkar og kynnzt hinni ágætu þjóð sem Boris Polevoj. hér býr, hafa skrifað margar greinar í blöð okkar og tíma- rit am ferðir Sínar hingað og sagt frá þeim í fjölmörgum ræðum og samtölum í verk- smiðjum og vinnustöðum, í klúbbum rithöfunda, vísinda- manna, listamanna, og fleiri, og allir hvöttu þeir til eflingar vináttu þjóða okkar. O.g í öll- um ræðum sínum og skrifum hafa þeir sagt frá hinu árang- ursríka og göfuga starfi fé- lagsins . .MÍR, frá starfi ykkar, áheyrendur góðir. Nöfn stofnenda og forvígis- manna þessa félagsskapar njóta óskoraðrar virðingar hjá okkur sovétborgurum. Og ég hygg að viðstaddir meðlimir í íslenzku sendinefndinni sem nú er ný- komin heim frá Moskvu muni eftir því, þegar drukkin var skál Halldórs Laxness, Þór- bergs Þórðarsonar, Kristins Andréssonar og konu hans og annarra meðlima félagsins MÍR í veizlunni-fyrir erlendar sendi- nefndir, sem haldin var á hó- telinu Metropol í Moskvu. Vin- átta þjóða okkar eflist og tek- ur á sig æ fastari mynd. Ég gladdist yfir að sjá í gluggum bókabúða hér í Reykjavík bæk- ur sovétrithöfunda. Og mér er ánægja að segja ykkur frá því að bráðlega koma út hjá okk- ur í nýrri þýðingu beztu sovét- rithöfundanna safnrit íslend- ingasagna og Eddanna. Það er ,mér einnig ánægju- efni að skýra ykkur frá því, að innan skamms koma út hjá einu bezta útgáfufyrirtæki Sov- étríkjanna bækur hins ágæta íslenzka starfsbróður míns Halldórs Laxness, toækurnar „Sjálfstætt fólk“ og „Salka Valka“. Og þetta er aðeins byrj- unin, áheyrendur góðir. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að þessi vinátta okkar sem byggist á jafnrétti og gagn- kvæmum skilningi, sívax- andi skilningi, meg; styrkjast dag frá degi í fr.amtíðinni. Við sovétborgarar elskum ættjörð vora framar öllu. En ein af þýðingarmestu grund- vallarreglum okkar er tak- markalaus virðing fyrir rétti þjóðanna að mynda sér skoð- anir og velja sér stjórnarfyrir- komulag. Við flytjum ekki út stjóm- .málaskoðanir okkar, en við .flytjum gjarnan út timbur, kornvörur og fóðurvörur til hvers þess lands, sem vill eiga viðskipti við okkur. Við erum ekki á þönum í Pramhald á 9. síöu Hanrs v< hann er Bergur Sigurbjörnsson, for- ingi Frjálsrar þjóðar,' játar í gær að hann hafi 1951 þegið fjögur „rís“ af pappír, að verð- mæti samt. 112 kr., af birgðum Sigurðar Jónassonar, „og hef- ur mér aldrei komið til hugar að sýna Sigurði Jónassyni þá ókurteisi að greiða þann papp- ir“. Er þá þetta litla mál skýrt af hálfu Bergs, og fagnaðar- efni að hann greip ekki til þess ráðs og sverja við áru sína. E.n þetta litla mál var aðeins tekið sem skopleg dæmisaga hér í tolaðinu til að varpa ljósi á stærra svið: Hverjir eru hinir raunverulegu ráðamenn Frjálsr ar þjóðar? Hefur verið bent á að þetta skelegga blað lét al- gerlega hjá líða að skýra frá olíuhneyksli Vilhjálms Þórs og félaga hans, þótt það mál spegli í sér alla hernámsspill- inguna, eh sú þögn er mjög skýrt dæmj þess hverjum öflum Bergur Sigurbjörnsson og fé- lagar hans þjóna. En nú þarf rausiar ekki að draga ályktanir af olíumeng- uðum pappír og lærdómsríkri þögn; staðreyndirnar blasa við hverjum manni. Framboð Frjálsrar þjóðar eiga sér einn og aðeins einn tilgang: að sundra andstöðunni geg«i her- náminu, og hafa verið sérstak- lega valin úr þau kjördæmi þar sem andstæðingar hernámsins standa nærri því að vinna ný þingsæti. Hver maður veit að Þjóðvarnarflokkurinn svonefndi getur hvergi fengið nema ör- lítið brot af því sem þarf til þess að tryggja sér sæti á þingi, -og því fara öll þau at- kvæði sem á hann falla til ónýt- is að iþví leyti. En þau gera hernámsflokktnuun þremur fyllsta gagn — og til þess eins hafa Bergur og félagar haas verið spanaðir upp í klofninginn af valdamiklum baktjaldamönn- um. Í!g veit að ýmsir heiðariegir menn hafa laðazt að Frjálsri 'þjóð í góðri trú, en aðstæðurn- ar eru nú óðum að skýrast fyr- ir þeim. Ég hitti einn af flokks- mönnum Þjóðvarnarflokksing á götu fyrir nokkrum dögum, ein- iægan og drengiiegan andstað- ing hernámsins. Hann kom með þá skýringu á óheillaþróun Þjóðvarnarflokksin,s að Bergur Sigurbjörasson væri heltekinn mikilmennskubrjálæði. Ekki skal ég draga í efa að sú sjúk- dómslýsing sé rétt, enda bera skrif hans það með sér en þó hrekkur hún ekki til sem skýr- ing. Bergi Sigurbjörnssyni er teflt fram af hernámsflokkun- um og erlendum yfirboðurum þeirra til þess að reyna að sundra íslendingum, einmitt þegar þjóðareining gegn her í landi er brýnust . nauðsyn, og hann veit hvað hann er að gera. M.K. Hinn svonefndl Pjóðvarnar- flokltur býður fram tvo menn í Vestmannaeyjuni. Annar er fyrsti stofnandi flolcksins, Arthúr nokk- ur Alexander, og fer hann fram fyrir L,ýðveldisflokkinn! Hlnn er Alþýðufloisksmaðuriim Hrólfur Ingóifsson og er talinn frambjóð- andi Þjóðvarnarfiokkslns! Virðist þetta vera framkvæmd á því ný- stárlega stefnuatriði flokksins, að koma ölium fylgismönnunum í framboð. ★ Vísir bivti í gær bæði hljóm- listardóm og leiðara um sovét- listamennina, og á ekki til nægi- lega fögur orð til að lýsa sniiid þeirra, þótt sýnu orðvarari um- sagnir Þjóðviljans séu raunar kall- aðar „tilbeiðsla“. — En eflaust hafa einhverjir lesendur blaðslns rifjað upp, þegai- þeir sáu þetta í gær, að áður en fyrsta sovét- sendinefndin kom liingað lýsti Vís- ir yfir því að frá því landi gætu engir listamenn komið; list gæti ekki skapazt í ófrjálsu þjóðfélagl. Má telja fullvíst að ráðamenn Vísis liafi nú endurskoðað afstöðu sína til Sovétríkjanna eftir þá reynslu sem þeir liafa öölazt af þjóðfélaginu gegnum listina. A-X skrifar: „Enihverntíma hefði þótt ótrúlegt að hér á landi væri hægt að flytja heila óperu við þau skilyrði sem til þarf, og með þeim glæsibrag, sem vera ber. En nú hefur þetta gerzt og er að gerast. Fyrsta flokks listamenn eru fúsir að koma hingað og lofa okkur að njóta listar sinnar, ekki hvað sízt síðan Þjóðleik- húsið komst upp. Hér er nú staddur einhver bezti söngvari Evrópu, Armeníumaðurinn Lís- itsían. Fjölmargir Reykvíkingar hafa þegar heyrt hann og hínn ágæta píanóleikara, Krav- tsenko, o.g mun seint gleymast þeim, sem þess hafa notið. En hvernig væri nú, að Þjóðleik- húsið og þeir, sem að óperunni þar standa, bjóði Lísítsían að syngja eitt eða tvö kvöld í „La Traviata"? — Með því móti gsefist okkur kostur á að heyra a. m. k. enn einu sinni í þessum dásamlega söngvara Lísítsían í Þjóðleikhúsið! — Nöín sendanda á bréfum — Herliðið í leikhúsinu. — Hversvegna er skál í Snæfellsjökli? — og vlð þau skilyrði, sem hæfa honum öllu betur en pallur í kvikmyndahúsi. — Það eru vinsamleg tilmæli mín, að, þetta verði athugað sem allra fyrst, því tími sá er takmark- aður, sem söngvarinn má vera að því að dveljast hér, og tæki- færið gengur okkur óðfluga úr greipum, ef við notum það ekki. — Sem sagt: Lísítsían á svið Þjóðleikhússins! — A-X“- ★ PÓSTMAÐUR hefur sent eftir- farandi: „Rvk. 28. maí. — Eg sá hjá kollega mínum, Bæjar- póstinum, nýlega þá áskorun til fólks að setja upp nafn- spjöld sín á dyrnar. — Það voru orð í tíma töluð, og óg er ekki frá því, að þetta hafi borið .nokkurn árangur. En nú lang- ar mig að bæta öðru við, sem eiginlega er nauðsynlegt, að fólk taki upp. Það er .að setja nafn sitt (sendandans) aftan á þau sendibréf, sem það skrif- ar. Það ætti að vera föst regla manna, þegar þeir skrifa sendi- bréf, .að setja nöfn sín aftan á umslagið, ásamt heimilisfangi, þvi að oft e.r erfitt að koma bréfum til réttra hlutaðeigenda ýmissa hluta vegna. Þetta gild- ir einkum um þau bréf, sem send eru til útlanda, en einnig um innanbæjar- og önnur inn- anlandsbréf. — Póstmaður“. * FRÁ LEIKHÚSGESTI: „Síðast- liðið fimmtudagskvöld fór ég í Þjóðleikhúsið sem oftar. — Þar var sýnd La Traviata, og hvert sæti skipað. Brátt varð ég þess var, að mikið var um herlið í húsinu,. margir óein- kennisklæddir, en einnig nokk- uð margir í einkennisbúningum. Það er hvimleið sjón á göng- unum í hléinu, þar sem þetta flækist fyrir manni. Mér er .spurn: Eru ekki fyrirmæli um það, að hermenn séu utanhæj- ar eftir yissan tíma á kvöldin? — Nærvera þessara ógæf u- sömu manna minnir mann ó- þægilega á það, í sjálfu Þjóð- leikhúsinu, hversu tilgangslaus, óþörf og óholl hingaðkoma þeirra er. iOg ég held — án þess mér sé nokkuð illa við þessa pilta persónulega — fið bezt væri, að þeim væri haldið í sæmilegri fjarlægð frá leik- húsi þjóðarinnar. Þeir eru þar eins og illa gerðir hlutir. Þetta hljóta þeir líka að finna sjálf- ir, ef þeir eru ekki gjörsneydd- ir mannþekkingu og sjálfsvirð- ingu. — Leikhúsgestur". it VITIÐ þið af hverju ,,skálin“ er í Snæfellsjökli? Um það má lesa í Þórðar sögu Geirmundar- sonar eftir Ben. Gröndal, en þar stendur: — „Leið svo fram undir kvöld; þá vaknar Þórður og segir sér sé batnað, „vil ég nú halda áfram til höfuðborg- arinnar; er eg ekki verr til fara en þá er eg var heima hjá mér, og hirði eg ekkert um hvernig eg lít út er eg kem til borgar þessarar“. „Þá vil eg ekki fara með þér“, mælti Egg- ert og tók á sig arnarham og flaug yfir á Snæfellsjökul og hlassaðist þar niður; er þar skál' í jöklinum síðan, og sést hún vel frá Reykjavík".

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.