Þjóðviljinn - 30.05.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 30.05.1953, Page 6
G) —- JÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 30. taaí 1953 JUÓOVIUINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 10. — Sími 7600 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 «nnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. ' Þegar hjúin deila Þaö er sagt aö margt komi upp þegar hjúin deila. Þetta sannast nú á stjórnarflokkunum báöum, Framsókn- arflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir innilega samvinnu beggja flokka um stjórn landsins, sameiginlegar árásir þeirra á lífskjör íslenzkrar alþýöu allt síðasta kjör- tímabil, samábyrgö þeirra beggja og Alþýðuflokksins í hemámsmálunum, telja þessir flokkar ekki sigurvænlegt r.S ganga til kosninga án þess áö segja örlítið brot af sann- Jeikanum hvor um annan. Þetta er gert í þeim tilgangi að reyna aö telja kjósendum trú um aö þessir samvöxnu tvíburar. Framsókn og Sjálfstæöisflokkurinn eigi ekki allt sameiginlegt heldur sé milli þeix’ra verulegur ágreiningur. Þetta mun fáa biekkja eftir reynslu undanfarinna ára. jslenzkir kjósendur fylgjast þaö vel méð og eru það þrosk- aðir að Iþeim er vel ljóst að Framsókn og Sjálfstæðisflokk- urinn eru sammála um öll meginatriði stjórnmálanna. Síðasta kjörtímabi! sannar þetta bezt. Á því hafa Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkurinn staöið saman sem einn flokkur væri og bera sameiginlega ábyrgö á þeirri stefnu sem fylgt hefur verið, stefnu linnulausra árása á lífskjör fólksins, skipulagningu atvinnuleysis í atvinnulífi þjóö- arinnar sem nú er að lykta méð því aö vaxandi fjöldi vinnufærra íslendinga er hrakinn frá framleið’slu lands- manna sjálfra og í niðurlægjandi og þjóðhættulega hern- aðarvinnu á vegum bandaríska hemámsliösins. Eigi aö síður er fróðlegt aö athuga hvað upp kemur þegar þessi hjú hinnar sameiginlegu stjórnarstefnu, Framsóknar og Sjálfstæöisflokks fara aö deila innbyrðis, þótt í blekkingaskyni: sé. Þannig hefur nú Morgunblaöiö ekki komizt hjá því að skýra frá nýjasta afreki Vilhjálms Þór í olíumálunum, þar sem Sambantl íslenzkra sam- vinnufélaga hiröir ranglega á einum olíufarmi 700 þús- undir króna, en neýðist svo til að skila ránsfengnum þegar upp kemst um svindlið og vill þar með vera hvítþvegiö af þessari tilraun til féflettingar á útvegsmönnum og sjó- mönnum og öðrum viöskiptamönnum Olíufélagsins. En Tíminn á einnig sitt’af hverju í pokahorninu um gróðabrask og fjársvindl þeirra fyrirtækja sem lúta for- sión Sjálfstæðisforsprakkanna. Hefur Tíminn skýrt frá því að Eimskip hafi: grætt 51.5 milljónir á ánmurn 1942- 1951 á flutningum til landsins með leiguskipum og í gær lætur bláöið liggja orð aö því aö Eimskip hafi af bændum 700 þús. kr. í of háum gjöldum fyrir flutning á áburði til íandsins. Þannig kemur sitt af hverju fram þegar þessi hjú aft- urhaldsstjórnarinnar eru komin í hár saman og neyðast til að segja nokkurn sannleika vegna kosningabaráttunn- ar. En það er eftirtektarvert aö af hálfu beggja ríkir algjör þögn um stærstu fjámiálahneykslin og -stærstu þjófnað- ina sem skipulagðir eru af báöum flokkum sameiginlega undir forustu braskfélaganna Vilhjálms Þór og Björns Ólafssonar. . Morgunblaöið og Tíminn eru sammála um að láta sem mesta þögn ríkja um þá fyrirætlun flokka sinna aö ræna Áburðarverksmiðjunni frá þjóðinni og afhenda hana braskfyrirtæki gæðinga stjórnarflokkanna. Þennan stór- þjófnað tókst Sósíalistaflokknum að hindra í bili meö því að afjúpa fyrirætlanir ríkisstjómarinnar og liðs hennar á síöasta Alþingi. Það eru þannig hinir smærri einkaþjófnaöir hvors flokksins um sig sem eru umræöuefni flokksblaöanna i hita kosningabaráttunnar. Fyrirhugaö rán 120 millj. kr. fyrirtækis þjóöarinna/ eins og Áburóai'verksmiðj unnar er þagaö um af báðum, af því að þar eru báðir flokkar sam- sekir. En þess má þjóðin vera viss að Vilhjálmur Þór og Björn Ólaísson eru ekki af baki dottnir í þessu efni. Þeir munu eftir koningar heimta verksmiðjuna í hendur brask- fyrirtækis síns — nema þjóðin taki nægilega ákveöiö í laumanaog veiti flokkum ríkisstjórnarinnar veröskuldaöa ráöningxi á kjördegi. Stjórn USA afsannar sjálf fullyrðingar sínar um árásarhæftu ur austri AndstaSa magnast um alla V-Evrópu gegn hernámi og hervœSingu '-flyfikið gekk á í öldungadeild f’-*-Bandaríkjaþings dagana eftir umræðurnar um utanrík- ismál á brezka þinginu um dag- inn. Winston Churchill er haf- inn yfir ýmsa gagnrýni í Bandaríkjunum og því var tek- ið mjúkum höndum á kröfu hans um fund forystumanna ■Sovétríkjanna og Vesturveld- anna þegar í stað og dylgjum hans um að Bandarikjastjóm óttist slíkan fund og því hafi Eisenhower forseti sett óað- gengileg skilyrði fyrir banda- rískri þátttöku í fjórveldafundi. Hinsvegar á Clement Attlee, fyrrverandi forsætisráðherra Verkamannaflokksins ekk; upp á pallborðið hjá bandarískum þingskörungum. Þeir hafa löng- um átt erfitt með að sjá mun á hógværri, sósíaldemókrat- ískri stefnu hans og blóðrauð- um bolsévisma. A ttlee komst svo að orði í ræðu _ sinni um utanríkis- málin, að sterk öfl í Banda- ríkjunum reyndu með öllu móti að hindra að friður komist á í Kóreu, „og eru sólgin i alls- herjar styrjöld við Kína og gegn kommúnismanum allstað- ar“. Hann kvað það óhjá- kvæmilegt skilyrði fyrir trvgg- um friði i Austur-Asíu að al- þýðustjórn Kína tæki sæti hjá SÞ og sagði að stundum væri erfitt að sjá hvor meiru réði um stefnu Bandaríkjanna í al- þjóðamálum, Eisenhower for- seti eða McCarthy öldunga- deildarmaður. Tveim dögum eftir þessa ræðu Attlees brast óveðrið á í öldungadeildinni. Knowland, öldungadeildarmað- ur frá Kaliforníu, sagði að Bretar væri að reyna að neyða Cliarles Wilson, lanclvarnaráðlierra Bandaríkjanna, segir herbúnað Sovétríkjanna miðaðan við varnir en ekki sókn. Bandarikjamenn til að fremja Miinchensvik í Asíu og því væri ekki annars kostur en að Bandarikjamenn færu þar sínu fram án fillits til vilja Breta eða annarra bandamanna. Er Knowland hafði þetta mælt stóð upp Joseph McCarthy. ItJfcCarthy væri þá illa brugð- ið ef hann léti sér úr greip- um ganga annað eins tækifæri til að komast á forsíður banda- rísku blaðanna og það sem um- mæli Attlees veittu honum. Öldungadeildarmaðurinn frá Wisconsin lét ekki slíkt um sig spyrjast. Hann talaði um „fé- laga Attlee“ og veifaði fram- an í þingmenn mynd af þess- um fyrrverandi forsætisráð- Erlend tíðindi herra Bretlands þar sem hann stóð og heiisaði brezkum sjálf- boðaliðum í borgarastyrjöld- inni á Spáni með krepptum hnefa. Hann kvað Breta ekki hugsa um annað en að græða á verzlun við Kinverja sam- timis því að þeir brvtjuðu nið- ur bandaríska hermenn í Kór- eu. í lok ræðu sinnar æpti McCarthy út yfir þingsalinn: „Séu Bretar að reyna að kúga okkur til að sætta okkur við kommúnistiskan frið með því að hóta að ella fari þeir með lið sitt, þá- segi ég: „Farið þið bölvaðir ... Og síðan ... skul- um við sökkva öllum þeim bölvuðu brezku skipum, sem flytja til óvinanna vörur, sem gera þeim fært að drepa nið- ur bandaríska pilta“. Orðaskipti þessi yfir Atlanz- hafið milli neðri deildar brezka þingsins og öldunga- deildar hins bandaríska eru eins dæmi á þeim tveim ára- tugum sem liðnir eru síðan „Big Bill“ Thompson vann hverja borgarstjórakosninguna eftir aðra í Chicago með því að lofa því að „reka Georg kon- ungi einn á trýnið“ ef hann sýndi ásjónu sína í höfuðborg Miðvesturríkjanrja. En það eru ekki Bretar einir sem eiga í útistöðum við Bandaríkin. Flest A-bandalagsríkin í Vest- ur-Evrópu eiga þar óskilið mál. Það er ekki gegn Bretum ein- um heldur einnig Norðmönn- um, ítölum, Hollendingum, Grikkjum og Dönum, sem Mc- Carthy öldungadeildarmaður og ■bandaríska utanríkisráðuneytið reka tangarsókn sína til að reyna að knýia þau til að hætta siglingum til sósíalistískra landa og þá fyrst og fremst Kína. Svo langt gengur þetta að brezki sendiherrann í Was- hington er farinn að saka ut- anríkisráðuneytið bandaríska um að ljúga því að Brgtar láti skip sín annast herflutn- inga fyrir iKínastjórn. A llt frá því stjórn Eisenhow- ers tók við völdum i Bandaríkjunum hefur sigið á þessa hlið í sambúð Banda- rikjanna og Vestur-Evrópu. Republikanar tóku við stjórn- artaúmurium skuldbundnir til þess að binda endi á viðskipti bandamannaríkja Bandaríkj- anriá við „övinina" én jafn- framt höfðu þeir lofað því að skera niður ríkisútgjöld Banda- ríkjanna og vemda bandaríska framleiðendur fyrir erlendri samkeppni. Afleiðingin af því, þegar tekið var að reyna að framkvæma þessi sundurleitu markmið, var að grundvöllur- inn undir samvinnu Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra tók að gliðna ískyggilega. Ár eftir ár hefur framleiðendum í Vestur-Evrópu verið talin trú um að éf þeir biðu þolinmóðir í nokkra mánuði enn myndi langlundargeð þeirra launað með hruni bandarísku tollmúr- anna. Allar þær vonir hafa brugðizt. Þegar svo er í pott- inn búið rennur vesalings fram- leiðendunum að vonum í skap Matthew Ridgway, sem sat vpizlu að Bessastöðum í gær. Myndin er frá hendi franska teiknarans Mitelbergs. þegar reynt er að bæta gráu ofan á svart með því að gera þeim ómögulegt að skipta við Bandaríkin og banna þeim auk þess ,að selja til sósíalistísku landanna þær vörur, sem Bandaríkjamenn eru ófáanleg- ir til að kaupa. Skýrslur Efna- hagsnefndar SÞ fyrir Evrópu sýna að framleiðsla í Vestur- Evrópu hefur staðið í stað í þrjú misseri meðan stórfelld framleiðsluaukning hefur átt sér stað bæði í Austur-Evrópu og Bandaríkjunum. Slík þróun getur ekki leitt til annars en hruns ef ekkert er. að gert. ÍT'n fleira kemur til greina þegar raktar eru orsakir að versnandi sambúð Bandaríkj- anna og ríkjanna i Vestur-Ev- rópu. Það er ekki bara efna- hagsaðstoðin úr ríkissjóði Bandaríkjanna, sem skorin hef- ur verið niður, heldur einnig hernaðaraðstoðin. Þjóðum Vest- ur-Evrópu var sagt fyrir fjór- um árum, þegar A-bandalagið var stofnað, að þær yrðu að ieggja sig allar fram við her- væðinguna ef þær vildu ekki eiga yfir höfði isér að vakna við það einhvemt góðan veður- dag að rússneskur her hefði lagt þær undir sig. og stæði á Fralnhald á 11. síðj^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.