Þjóðviljinn - 30.05.1953, Page 7

Þjóðviljinn - 30.05.1953, Page 7
Laugardagur 30. maí 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Jóhann Marteinsson kemur til Reykjavíknr Það hefur verið viðurkennd staðreynd í verki, að undir- staða efnalegrar velmegunar, og þá að vísu andlegrar reisn- ar með íslenzkri þjóð, byggist á afla úr sjó, ef veitt er at- hygli þeim mikla tilflutningi fólks að sjávarsíðunni og sjó- sóknarplássunum síðasta manns aldur. — >að má því ekki undur heita þótt athygli fólks- ins festi augu á öllum nýjung- um sem að ber um bætta tækni og aðstöðu til öflunar og nýtingar fiskifangs. Enda virtist svo á sjálfan páskadag að slík nýjung hefði tilborið, að nokkur hundruð Reykjavíkurbúa hafi talið vert að gefa henni gaum. Mér varð gengið niður á Löngulínu í góða veðrinu. Var Fossum Eimskipafélagsins þétt skipað við bakkann að sunnan og eins í króknum meðfram kolakrananum, þar lá Tröllinn og girti landbrú hans næstum iyrir umferð.ina norður á bryggjuna. En þangað stefndu toæjarbúar för sinni. Eg barst með fólksstraumnum. Við oss blasti sjálfur Activity frá Lon- don að sækia lýsi og hálf subbulegur ásýndum og lau^ við allan hátíðarblæ utan tvo, þrjá vai-ðmenn í ötuðum föt- um. Eigi virtust menn gefa gaum þessum fulltrúa frá drottnara hafanna, heldur skip- uðu sér svo sem rúm leyfði frameftir hinni löngu bryggju. — Það sem dró að sér athygli fólksins var nýr gestur hingað kominn til kaldra hafa frá heimi suðrænnar sólar þar sem náttúran tilreiðir sígrænt vor, á vorn mælikvárða, um allar árs- tíðir. Þessi gestur var senjor Joáo Martins de Lisboa (herra Jóhann* Marteinsson frá Lisa- boh), stærsti togari, sem hing- að hefur komið, að ég veit, sem þarna gnæfði með háreista stafna og möstur upp yfir bryggjuna. Nokkur tími ■ leið áður en kost.ur gæfist fyrir mannþrönginni að skyggnast yfir borðstokka þessa mikla skips. En loks tókst það. Og blasti þá við víðáttumikið þil- far, þar sem ýmsum hlutum var fyrir komið á all frábrugð- inn hátt við það sem vér eig- um að venjast um borð r ís- lenzkum togurum. Var þá fyrst fýrir að aftast var háreistur stjórnpallur með bátaþilfari yfir báðum göngum og þremur bátauglum hvoru megin og skipsbátum í þeim flestum. Togvinda af risavaxinni gerð framan við stjórnpall, en þar framan- við rimlapallur mikill úr plönkum. Síðan tók við af- stíaður 'gangur miðskips fyrir togstrengi svo sem á íslenzku togurunum, sá var þó munur á að hann virtist ekki ætlað- tir fyrir uppþvott, heldur lá vatnsleiðslupípa mikil bakborðs megin við hann með nokkrum krönum, þar sem stórir stamp- ar voru reyrðir fastir undir. Stjórnborðsmegin var stillt upp háum fiskikössum og þó opinn gangur meðfram þeim út við öldustokk. Þarna um borð var á ýmsu þysi eða dútli mikill hópur manna með öðru yfirbragði en hér er vant að sjást. Þéttir menn og hraustlegir, ekki ýkja háir, en þó ekki lágvaxnir, með gulleitan hörundsblæ en kol- svart hár, sem á tinnu saei. Tilburðir þeirra virtust rólegir og asalausir utan handsláttar til málsáherzlu, svo sem gerist með suðrænum þjóðum. Mál- hreimur þeirra virtist skýr og hljómmikill með óbeyglað tungutak en áherzlu svipaða og hjá Frökkum. Að öðru leyti minntu þeir á islenzka sjómenn, sem vanizt hafa hafinu og eru ekki lengur uppnæmir fyrir smáum hrlutum. En hið dökka yfirbragð þeirra og andlitsfall kom manni til að minnast lýsinga af hinum fornu Rómverjum sem eitt sinn voru drottnarar heimsins, og þá ■minntist maður þess að eitt sinn voru forfeður þessara manna víðförlir um ókennd höf og færðu mannkyninu nýja þekkingu um víðerni jarðar. Og hingað norður í höf leituðu áar þeirra vísdóms um upp- fundna vegu til óþekktra landa. Og sögn lifir um íslendinginn Joáo Scolus (Jóhann Skúlason) sem eitt sinn veitti þeim leið- sögu í slíkri för. Nú vaknaði forvitni manns um nánari þekkingu á þessu skipi. Hver hafði byggt það? Skilti framan á stjórnpalli upp- lýsti að skipasmiðastöð nokkur í borg einni, de Costello í Portugal hafði byggt það árið 1952. — En þá var að reyna að bera fyrir sig spuminga- mál, en ekki leizt mér á það, því ég heyrði að landar mínir reyndu að bera fyrir sig banda- risku, en hún virtist ekki gjald- geng til skilningsauka og virt- ist handapat heppiíegra. ®g lét berast aftur eftir skip- inu og að dyrum vélarrúmsins ásamt manni, sem - með mér, var. Þar kom út maður og gerðum við honum skiljanlegt ■að okkur langað að sjá vélina og kinkaði hann kolli við því, og fórum við inn og sáum nið- ur í vélarrúmið. Var þar allt hreinlegt, svo sem í skemmti- sal væri. Sýndist þama vera um 8 strokka dieselvél að ræða. Sá sem með mér var vissi að ég gat beitt fyrir mig alþjóða- málinu Esperanto og spurði hvort ég vildi ekki reyna það. Eg taldi ekki miklar likur á því að það tækist, því á sínum tíma hefði landsfaðir Portúgala bannað þegnum sínum að læra það mál vegna hættunnar, sem fylgir því að kynnast öðrum þjóðum. En aftur á móti er Portúgölum það auðveldara en ýmsum öðrum þjóðum vegna hinna rómönsku stofna sem bæði málin nota svo mikið. Nú sem við héldum lengra komum við að salsdyrum nokkrum aftar en vélarrúmið og voru þar leðurfóðruð hæg- indi inni og skrautlegt borð. Á þili fyrir miðjum sal hékk mynd af Jesú Kristi í hvítum kyrtli, en til hliðar við hann önnur af búralegum herforingja með axlaskúfa og þakið brjóst- ið af orðum og fígúruverki. — Þarna voru menn í ganginum og lagði ég þá spurningu fyrir hann hvort hann talaði Espe- ranto (ég heyrði að aðrir reyndu ensku við hann án ár- angurs). Hann hristi höfuðið en sagði svo: Non! Esperanto! Lingve intei-natsia. Pólitík! non, non! Bött bröððer min parle Esperante, og varð honum ekki haggað frá því kunnáttu- leysi. Svo gaf hann okkur síga- rettur þvengmjóar, sem hann benti okkur á, að þær væru poi'túgalskar, og sagði: „bon“ (góðar), sem þær og voru. Við sýndum honum amerískar og sögðum líka: „bon“, en hann ldeip í hálsinn á sér og gretti sig og sagði: „non ameríkan“. Svona geta menn verið þjóð- ræknir. Síðan gengum við upp á stjórnpall. Þar var lítill maður í bláum einkennisbúningi, sem reyndi að leysa úr forvitni fólks ins viðvíkjandi skipinu. Hann bjargaðist við ensku en veittist erfitt að bögla tunguna eftir kröfum hennar: „Idd is an ordinari kampass, bödd dís is átogíro abparat". 'Hvað stórt er skipið? 1200 farmlestir, en 2100 rúmlestir. En hvað eru margir menn á því? „Seventin tú“ (sautián tveir) og við horf- um vantrúuð á hann. Og hann flettir í orðasafni heila sins og segir aftur: „Seventín tú“, en þegar h,ann sér að v:ð trúum ekki að heldur, gengur hann að töflu þar á þilinu og skrifar töluna 72. Þá urðum við að trúa, því það leit sennilega út eftir stærð skipsins og mergð þeirra afkomenda hinna fornu rómversku þegna, sem við sá- um bregða þar fyrir. Þess er ógetið að allan tím- ann dunaði glymjandi hljóm- list gegnum hátalara á stjórn- klefa út yfir þiifar skipsins og mannþröngina. Og þar var sungið með suðrænum hita i rómnum í samræmi við hljóð- færaleikinn á hljóðskýru máli, sem varla þarf að skæla munn- inn mikið til að bera fram. — Og íslendingai'nir sem hlust- uðu hugfangnir á, hafa þarna fundið með eigin eyrum að til er annað en háalvarleg fyrir- mannamúsík eða breimigól, þar sem maður næstum sér, með þvi að hlusta, hvernig söngfólkið geyflar gúlinn til að tæpa á skrækjunum. En sleppum því. Það var eng- in furða þótt Reykvíkingar yrðu hugfangnir .af að horfa á þetta glæsilega skip. Svo mjög hefur almenningur á tilfinning- unni að afkoma hans og lífs- kjör byggist á þeii'ri þróun, sem sjávai'útvegsmálin taka hjá okkur, að ekki fara fram hjá fólkinu þeir ínöguleikar sem til eru eða hægt væri að skapa í þeim efnum. Jafnvel ljómi herverndarinnar banda- rísku og hugsanleg bitlinga- vinna í sambandi við hana virtist rokinn út í veður og vind við birtingu þessa skips. Svo glæsilegar vonir tengir at- vinnukúgaður almúginn við skrautbúin skip fyrir-landi sem geti dregið auð úr Ægisdjúpi handa fólkinu í landinu. Nokkrir tindilfættir „vernd- arar“ með afturreist andlit og smalahúfuna á skakk voru að tiplast þarna innan um fólkið, en hurfu brátt því enginn virt- ist gefa þeim gaum eða taka þá frain yfir hina þéttvöxnu og fasstilltu suðrænu sjómenn. Jafnvel „nappararnir" virtust ekki veita þessum vinum sín- um neina athygli, svo þeir drógu sig burtu í einmanaleik. Þó var þama einn þybbinn kai'l, sem minnti mig á roskinn bónda sem kemur á ungmenna- félagsskemmtun í sveit í von úm að geta farið í hestaprang. Hann ,var iklæddur heljarmik- illi kuldaúlpu til að bægja burtu nepju þessa sólhlýja ís- lenzka páskadags. Engin tign- armerki sáust undan úlpunni utan búralegt andlitið. Hann stjáklaði um stund á bryggj- unni að horfa á .aðdáun ís- lendinganna á hinu stói'a skipi, byggðu til friðsamlegrar at- vinnu. Svo gafst hann upp á því, langaði sjálfsagt að tala við einhvem. En enginn hafði gefið sig að honum. Þó var ég nærri fai'inn að ávai'pa hann, því ,ég hélt hann væri hesta- prangari. Það er svo gaman hvað þeir eru di-júgir með sig. En hann beið ekki eftir því og labbaði sig upp að þeim „aktiva“ frá London. Þar stanzaði hann gegnt skut skips- ins og virti fyrir sér vörðinn, þegn hinnar hásælu drottning- ar, sem bráðum verður kórón- uð. — „Moming!“ sagði hann ’síðan með reffilegri röddu til þess brezka. „Góðan daginn!“ svaraði sá brezki með kui'teis- legri mýkt í rómnum og leit upp, þótt samfestingurinn hans virtist hafa komizt í of nána snertingu við feitmetisvamað. Síðan tóku þeir tal saman um skip og góss og almenn efni. Þar til sá brezki segir með spurnar hreim: „Þú ei't ame- rískur?“ „Ó, yes! I am. Eg er frá Bandaríkjunum. From Wyo- ming“. „Nú, hvar er það?“ Sá ameríski varð að útskýra það. Nú, hvað hann starfaði hér, spurði sá brezki. „Naw! I am working for the defending ■army“, upplýsti hestaprangar- inn minn og var nú búinn að öðlast þá reisn í rómnum að auðsjáanlegt var að allir portú- galskir togarar voru gleymdir og sömuleiðis áhugi íslendinga fyrir friðsamlegum fiskiskipum, Siðan töluðu þeir saman án þess að Bi'etanum virtist vaxa manngildi „vemdarans" i aug- um. ,En íslendingarnir héldu á- fram að skoða þetta vandaða skip. — Og seinna frétti ég að útgerðarfélagið sem átti hann ætti 9 slíka togára, sem það gerði út á fjarlæg mið. Og út- gerð svona skipa þætti' gefast úgætlega (reyndar miðað við minni skip aðeins) ef þau kæmu með 6—700 lestir af salt- fiski eftir misseri, hvað þá heldur fullfermi, svo mikið sælgæti þykir suður'andabú- um saltaður fiskur sóttur norð- ur í heimsskautshöf. — Ótrú- legt er að til lengdar sé hægt að stunda svona útgerð ef það cr bar,a gert að gamni sinu. — En hér kemur fyrir að bannað er að salta fisk vegna sölu- tregðu að okkur er sagt í þess- um löndum, sem svona mikið leggja á sig til að ná í þetta sælgæti. — Enda höfum við íslendingar skipað þessum mál- um svo vel að við eigum „Sölu- s'"uband íslenzkra fiskfram- leiðenda“ til að sjá um mark- aðsöflun fyrir okkur og fyrir- tæki eins og „Bjarnason og Marabotti" til að greiða götu þess, meðan óseldar fiskafurð- mr ir okkar hrugast upp her heima. Siðan höfum við elskaða ríkis- stjórn til að greiða fram úr Jleiri vandamálum hins fi'jálsa Framhald á 11. síðu. Einn skipverjanna á Jólianni Marteinssyni hengir upp þvott í blíðviðrinu á páskatlag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.