Þjóðviljinn - 30.05.1953, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 30.05.1953, Qupperneq 8
8) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 30. maí 1953 Tiikyniiing um LÓBAHREINSUN Með’ tilvísun til auglýsinga í dagblöoum bæjarins 10. þ.m. eru lóðaeigendur (umráðendur) hér með áminntir' um að flytja burtu af lóöum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því fyr- ir 1. júní næstkomandi. Hreinsunin verður aö öðr- um kosti framkvæmd á kostnað þeirra. Hlutir þeir, sem þannig kunna að verða fjar- lægðir á vegum heilbrigðisnefndar og eitthvert verðmæti hafa að dómi þeirra, sem framkvæma hreinsunina, verða geymdir til 1. sept. n.k., á á- byrgð eigenda. Að þeim tíma liðnum má vænta þess, að hlutir þessir verði seldir fyrir áföllnum kosnaði. Upplýsingar í skrifstofu borgarlæknis, símar: 3210 og 80201. Reykjavík, 29. maí 1953 .. Heilbrigð'isnefnd. S ™ A 99 hleður timbur í Kotka seinast í júnímánuði, ef nægur flutningur fæst. Þeir, sem óska að fá fluttar vörur með skipinu, eru beðnir að hafa samband við oss fyrir 6. júní n. k. Saiéaftd ís9 samvissHnfélaga SKIPADEILD IðllgSlíiI halda skemmti- og kynningarkvöld í barnaskóla Kópavogs í kvöld klukkan 9. \ Til skemmtunar veröur: 1. Erindi: Ásgeir Bl. Magnússon 2. Ræða: Pinnbogi R. Valdhnarsson 3. Upplestur: Halldór Kiljan Laxness 4. Gestur Þorgrímsson skemmtir 5. Söngfélag verkalýðssamtakanna syngur, einsöngvari Jón Múli Árnason. Sameiginleg kaffidrykkja. Aðgöngumiöar við innganginn. RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON 60 ára í dag: Fyrir réttum 60 árum fæddist í Vesturbænum í Reykjavík piltbarn sem skírt var Erlendur Ólafur. Aðeins 6 árum síðar fæddist félag í Vesturbænum, sem látið var heita K. R. Með þessum tveimur sambæingum tókst svo mikil vinátta og tryggð að báðir hafa keppzt um að gera hvorn annan stærri og stærri, betri og betri allan þenn- an tíma, og nú er ,svo komið að K. R. er eitt mesta íþrótta- stórveldið í landi voru og Er- lend þekkja allir íslendingar að manndómi, drenglyndi o.g krafti. Að sjálfsögðu mundi Erlendur sjálfur telia að sá jarðvegur sem þeir uxu upp úr, — Vest- urbærinn, — eigi sinn drjúga þátt í þvií hvernig vel hefur til tekizt. Slíkt mannval vaskra sjósóknara með hetjubrag í hverju brjósti, hlaut að hafa góð áhrif á þessa unglinga sem uxu upp meðal þeirra, hvetja þá til dáða í hverju verki, hvort sem það er unnið sem áhugastarf eða á hinum tilskilda vinnutíma Þessir tveir Vesturbæingar eru því svo nátegndir að varla er nægt að geta annars nema hins sé líka minnzt.' Með starfi sínu í KR hefur E. Ó. P. síuðlað meira en flestir aðrir að því að æska Reykja víkur hafi á undanförnum ára, tugum haft möguleika til að komast í kynni vio íþróttir og leik og í KR munu flestir hafa komið, því félagið .hefur fleiri íþróttagreinar á stefnuskrá sinni en nokkurt annað félá'g. Þó að við hlið Erlendar hafi alltaf staðið góðir og duglegir menn, hefur hann alltaf verið hvetj- and; og eggjandi, öruggur í trúnni á gott málefni og fyrir það hefur hann fórnað nær öll- um frítíma sínum í öll þessi ár, ef ekki við stjórnar- eða nefnd- arstörf, þá hefur hann setið heima og samið leikþætti og oft- ast leikið aðalhlutverkið sjálfur er til sýninga kom. Þetta er meira en aðrir leiðtogar íþrótta- íélaga geta sagt. Erlendi hefur alla tíð verið lióst, að engir sigrar vinnast nema með bar- áttu. Enginn árangur næst nema með stöðugrj vinnu. Þess vegna iðar alltaf líf f kringum Erlend, og árangur af því lífi er alltaf að koma í Ijós í hinum og þess- um myndum. Hann er því fag- urt fordæmi, ékki aðeins í fé- lagi sínu og trúr niðii hinna starfsömu og vösku Vesturbæ- inga, heldur öllum þeim sem hafæ trú á starfi og hugsjón íþróttanna fyrir æsku ’lanösins, Það reynir meira á viljastyrk- inn og trúna á málefnið ef gengið e'r til verks án endur- gjalds, en þegar greidd er að fullu hver mínúta sem unnin er, og það er spurning hvort þetta er nokkurn tíma fullþakk- að af þeim, er þess njóta. Senni- lega eru Erlendi þær þakkir kærastar sem felast í því góða sem unnizt hefur, vitundinni um þá gleði sem æskan hefur not- ið fyrir hans atbeina beint og óbeint, og að sjá drauma rætast er vegleg íþróttamannvirki rísa á landi óskabarnsins KR og á landi annarra félaga er vinna að sömu hugsjón. Erlendur hefur verið formað- ur KR í nær 20 ár og í stjórn félagsins um það bil hálfu leng- ur. Það yrði of langt að telja upp hér öll þau störf sem hann hefur tekið þátt í fyrir félag sitt og íþróttahreyfinguna. Þeg- ar saga hennar verður skráð er víst að E. Ó. P.-þátturinn verð- ur óbrotgjarn minnisvarði um einn bezta íþróttaleiðtoga fyrri hluta 20. aldarinnar. Annað kvöld halda vinir o.g fé- lagar Erlendar honum veglegt hóf í Sjálfstæðishúsinu, og víst er, að Þar. verður ekki leyfður neinn doðj eða drungi, en hvort þar verður E. Ó. P.-„revýa“ er ekki vitað. Til hamingju með daginn,. Er- lendur, og starf þitt, og heill þér um öll ókomin æviár. Þórsgötu 1 — Sími 7510 Skrifstofan gefur allar upplýsingar varðandi kosningarnar Iíjörskrá liggur frammi Flokksfélagar og aðrir, sem þurfa upplýsingar varðandi kosningarn- ar, eru beðnir að hafa sem fyrst samband við skrifstofuna. SkrilsSofan er opin daglega frá kl. 10 til 10. sími7510 Myndin sýnir Guanar Huseby í hinni frægu kaststöðu sinni. Hann tekur þátt í kuluvarpi á E.Ó.P.-móíinu sem hefst á íþrótta- vellinum í dag. Hann er eins og kunnugt er manna vinsælastur á vellinum, enda ihefur hann lengi sett á haan meiri svip en aðrir menn. Keflavík Á síðustu helgi l'ór fram íþróttamót í Kefiavík á vegum Ungmennafélags Keflavíkur. Keppt'u KR-ingar þar sem gest- Ir. Úrslit urðu sem hcr segir: Kúluvarp: Gunnar Huseby KR 15,15, Guðmundur Her- mannsson KR 14,29t Skúli Thoroddsen UMFK 13,77. Kringlukast: Huseby KR 45, Framhald á 11. síðu. 2.300.000 kr. boðið í Puskas hirni ung- verska — Sagði: „nei, takk“ Eftir leik Ítalíu við Ungverja- land, segir ungverskt blað, að ítalskir knattsp.vrnumannakaup- menn hafi boðið um 2.3 rnillj. íslenzkra króna í innherjann Puskas fyrir ítalskt lið. Eiga. þeir að hafa, þegar eftir leikinn, rætt við hann, en hann hafi svaraði algerlega neitandi að taka því.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.