Þjóðviljinn - 30.05.1953, Síða 10

Þjóðviljinn - 30.05.1953, Síða 10
10) — í>JÓÐyiLJINN — Laugardagur 30. maí 1953 Hva<S á að vera i heimilis- apótekinu? Það er sorgleg staðreynd að á ári hverju deyja allmörg iböm úr eitrun, vegna þess að foreldrar þeirra noita skrif- Sborðsskúffu, eldhúshillur og jafnvel búrið til þess að geyma lyf hússins, skrifar læknirinn Halfdan Lefevre nýlega í tíma- ritið ,,Hvernig“. Þar sem börn eru, þarf að g’eyma öll lyf í læstri hirzlu. Hægt er að útbúa heimilisapó- tekið á margan hátt, en ein bezta lausnin er rúmgóður veggskápur. Þar þurfa að vera að minnsta kosti tvær hillur og helzt stór skúffa. I lyfjaskápn- um eru bæði geymd þau lyf, sem læknar hafa ráðlagt eiei- stöku hctm'ilisfcl'.'ki og enn- fremur allt það sem nauðsyn- legt " er að hafa við hendina iþegar lítils háttar óhöpp ber jað höndum. Hér kemur upptalning á því, sem helzt á að vera í skápnum : Hitamælir, skæri, dropateljari, pinsetta, augnsprauta, eyma- sprauta og skolkanna eða sprauta, sem getur staðið uppi á skápnum rúmsins vegna. Auk þeirra sérstöku lyfja sem læknir hefur ráðlagt, þurfa að vera þarna venjulegar höf- uðverkjatöflur og eftirfarandi ]yf til að meðhöndla sár: GLYSEKIN er mesta þarfaþing á heimili. Ef það er borið á spegilinn í íbaðherberginu, kemur síður á hann móða. Og það er afbragí til að hreinsa hurt bletti eftir ávexti. Maður nuddar blettinn með dálitlu glycerini, lætur það síðan liggja á þeim í 10 min- útur, og þá eru þeir horfnir og hægt er að þvo glycerinið burt msð volgu vatni. Brintoverilte 3% til að hreinsa sár. Benzín, 300 gr til að hreinsa kringum sár. Joðspritt, 100 gr til að bera á húðina hringum sárið. Mer- curochrom 2%, 100 gr til að pensla með smærri sár og skeinur. Propylalkohol 35%, 200 gr til sótthreinsunar. Lucosil smyrsl, 50 gr til að bera á óhrein sár. Perubalsamvaselín, 80 gr til að nota á sár sem eru að gróa. Collodium, 20 gr á smærri sár og blandað bómu'l má nota það sem hlífðarlag. Euflavinsmyrsl, 100 gr á brunasár. Kloramintöflur, 200 stk. til að leysa upp í vatni og nota við umbúðir á óhrein sár. Á gólffatan að fylgj- ast með tízkunni? Sumir hlutir hafa verið ó- breyttir um aldaraðir og allir telja víst, að ,þeir g.eti ekki öðruvísi verið. En einn góðan veðurdag veríur breyting á. Tökum til dæmis leirskálam- ar, sem hafa verið til síðan á víkiagaöld eða allt að því og hafa haldizt óbreyttar allan þann tíma — þangað til einhver fann upp á því fyrir nökkrum árum að setja rauf í barminn, svo að hægara væri að hella úr þeim. Og nú eru Englendingar farn- ir að gera umbætur á gólfföt- uuni. 1 Englandi hefur verið búin til gólffata, sem er flöt öðrum megin. Fyrir bragðið er hægara að setja hana frá sé,r á þrep, þegar stigar eru þvegn- ir og ennfremur er auðveldara að bera hana. A® lite iaár Fyrir nokkru sátum við sam- an nokkrar konur og drukkum kaffi. 1 hópnum voru nokkrar rosknar konur, og það voru þær sem leiddu talið að upplitúðu eða aflituðu hári. Finnst ykkur það skrýtið ? Sannleikurinn er sá, að margar konur eru óánægcar með úlfgráa hárið sitt og eru þvi að ve’ta fyrir sér, hvort ekki sé hægt að upp- lita það, svo að það verði hvítt undir eins. Það lætur lika vel í eyrum. Hvíta hár- ið er alltaf fallegt, en úlf- grátt hár er ekki alltaf fal- legt. Á myndum virðist af- litaða hárið alltaf hvítt, en því miður er ógerningur að upplita hárið, svo að það verði alveg hvítt. Það verður alltaf gult, og það fer ekki vel við fullorðið andlit. Betty Grable sem sýnir á myndinni aflitaö hár eftir öllum kúnst- arinnar reglum, er alls ekki Raímagnsfakmörkun Kl. 10.45-12.30 l-augttrdagur 30. maí Hafnarfj. oet nágrenni, Reykjanes. hvíthærð, heldur er hún með hörgult hár og þuð er alls ekki eftirsóknarvert, hvoi'ki fyrir ungar né gamlar. konur. Gráhærðu konurnar verða að hugga sig við, að hárið verð- ur smám saman hvítt af sjálfu sér og auk þess skiptir hár- greiðslan miklu máli. Það er alveg hægt að leyna fyrstu gráu rákunum og síðar meir er hægt að beina athyglinni að hvíta hárinu, svo að gráu blæ- brigðin verði ekki eins áber- andi. A. J. CRONIN : Á annarlegri strorarö hef aldrei verið ástfangin. Aldrei nokkurn tíma. Ég hef reynt það — en ég get það ekki. Það er eins og ég hafi verið svipt þeim eigin- leika fyrir löngu“. Marg**.r mínútur liðu. Hvorugt þeirra mælti orð. Skipið hélt áfram að rugga mjúklega, sjór- inn að gjálfra. Andvörp hafsins stigu upp og sameinuðust titrandi næturloftinu. Stjörnurn- ar glitruðu á himninum eins og nýfægðir glugg- ar. Þau stóðu þarna saman í rökkrinu. Ekkert annað skipti máli. Þeim hvarf tími og rúm. Samband þeirra varð undarlega náið. Skipið var ekki lengur skip, heldur eitthvert dular- fullt afl sem tengdi þau nánum böaidum, þótt bil væri á milli þeirra. Já, þau voru saman; fjötruð saman á einhvern óskiljanlegan hátt. Fortíðin — framtíðin tengdu þau saman á dularfullan en raunverulegan hátt. Hana hafði ákafan hjartslátt. Andrúmgloftið' várð þrungið fagnandi sælu sem beið þess að ná tökum á honum. Hann óskaði einskis annars en að vita hvort 'hún elskaði hann. En hann þagði — hann vildi ekki vanhelga þessa stund með því að tala. Loks hringdi bjalla að baki þeim. Hún andvarpaði. ,,Nú verð ég að fara. Já, ég verð að fara“. Hann sneri sér þegjandi við og varð henni samferða. Hver einasta hreyfing hennar var dýrmæt og innihaldsrík. Þau námu • staðar í ganginum og án þess að líta hvort á annað gengu þau hvort inn í sinn klefa. Hann þorði ekki að líta á hacia. Þau buðu ekki einu sinni góða nótt. Enn var eins og allt liljóðnaði. Og þessi djúpa kyrrð eftir fagran sólskinsdag virtist ó- endanlega hrein og ósnortin. Spilafólkið var loks farið að hátta. Það var eins og skipið væri í svefni. En af efra þilfarinu heyrðist hratt fótatak Róberts Tranters. Hann hefði átt að vera far- ina inn í klefa sinn. Hann hafði farið niður; cg sem betur fór hafði Súsanna séð til hans. En hann hafði farið út aftur. Það var svo heitt, að hann gat varla náð andanum. Ham- ingjan góða, það var líklegg. leyfilegt að fá sér ferskt loft. Og nú var hann þarna á efra þilfarinu um- kringdur fegurð —- já, fegurð skaparaas — og hann stikaði eirðarlaus fram og aftur, aftur og' fram. Og skelfing var heitt. Hann fálmaði við flibbann siiin. Það var ekki hægt að ætlast til að neinn væri inni á svona kvöldi. Og þó þurfti hann sjálfsagt að fara niður; já, vissu- lega; hana gat ekki verið úti alla nóttina. Hann brosti við tilhugsunina um að hann Róbert Tranter hagað sér eins og Don Juan. Svo dofnaði brosið og svipur hans varð hálfhræðslu legur. En hvað hann vildi óska að hann hefði hitt frú Baynham eftir kvöldverð! Hún liafði lofað; já, íari það kolað, hún liafði lofað því. Það var ólíkt Elissu — já, vissulega mátti liaan kalla hana Elissu, hún hét það — iþað var ólíkt henni að svíkja gefið loforð. Hann vissi að hún var kona, sem stóð við orð sín. Hamingjan góða, hvílíkur hiti. Honum var heitt og honum leið illa. Hann þurrkaði sér um ennið með vasaklútnum og reyndi eftir mætti að liarka af sér. En það var tilgaagslaust. Hún hafði sagt, að hún ætlaði að þiggja bókina. Eftir kvöldverð. Og samt hafði hún farið beint inn í klefa sinn. Það fór hrollur um hami þegar hann hugsaði um, hve oft hún hafði lítil- lækkað hann. Hún hlaut að hafa átt við það, að hann kæmi í klefasm til hennar og afhenti henni hókina. Já, það hlaut að vera. Og hvað var á móti þvi? Hann kyngdi og þurrkaði sér enn einu sinni um ennið. Já, því ekki það ? Klukkan var ekki nema rúmlega tíu. Og á morgun færi hún af skipinu. ,,Fer af skipinu á morgun“. Einhver rödd ef til vill hacis eigin rödd, hvíslaði þessum orð- um í sífellu í eyra hans. Nei, hann gat ekki skilið við Elissu á iþennan hátt. Nei, nei. Hún gæti haldið að hann hefði glejunt þessu — það væri skemmtilegt. Nei, hann mátti ekki ganga á bak orða sinna. Allt í einu nam hann staðar. Augu hans voru eins og í dáleiddum manni; hann sneri við og gekk hægt niður stigann. Hægt og gætilega gekk hann að klefadyrum hennar. Hana barði var- lega að dyrum, fálmaði við húninn og opnaði dyrnar. Húii var ekki í rúminu, heldur sat hún liálf- klædd á stólnum. Honum varð litið á föt hennar á víð og dreif; en það var hún sjálf —- á þess- um stað — sem kom honum úr jafnvægi. „Jæja“, sagði hún ofurrólega. ,,Þér hafið ver- ið lengi að hugsa yður um“. Hann sagði ekki neitt. Það kom aulasvipur á óttaslegið andiit hans. Hann starði á hana, hár Ihennar, hörund hennar, boglínur mjaðmanna. Hann varð þurr í kverkunum. Hann glejundi öHu. Hann slagaði inn í klefann. Svo lokaði hann d>Tunum. XIII. En nóttin varð að víkja fyrir, morgninum og hlýja og fegurð rökkursins hvarf í djúpið. Aft- ureldingin var köld og miskunnarlaus og teygði ljósleita fingur eftir himninum. Aureola hafði legið við akkeri um stund og nú vaggaoi hún á gráum öldum umlukt gráleitu mistri. Sama mistrið lá yfir strcndinni, borginni og tindinum háa eins og gráleit hula, sem gloppur voru í á stöku stað og gegnum þær sást glitta í gult húsþak, græna pálma, rauðar blómabreiður — sem hurfu svo aftur bakvið gráa hjúpinn. Ó- Ijóst brimhljóð heyrðist í fjarska og garg sjáv- arfuglanna umhverfis skipið var dapurlegt og óheillavænlegt. Herra minn trúr“, sagði Corcoran, sem stóð á efra þilfarinu og virti fyrir sér útsýnið með mömmu Hemmingway. „Ekki finnst mér þetta lofa góðu. Það litla sem scst er heldur ó- skemmtilegt“. „Svei attan“, sagði hún fyrirlitlega. „Svei attaa. Hvaða vit ætli þú hafir á því? Þegar mistrið hverfur eru hvergi fallegri litir ea ein- mitt þarna. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir alls konar blómum. Manstu hvað George Lash- wod sagði á leiksviðinu: „Á hverjum morgni kaupi ég fjólur handa þér“. Georgie var prýð- ispiltur. En hann hefði ekki þurft að kaupa fjólur hérna. Og þú ekki heldur. Þær spretta alls staðar og maður rekur alls staðar í þær augun. En mér stendur sossum rétt á sama hvort þær vaxa þar eða ekki. Svona er ég, karl minn. Skilurðu það?" i ) Hann kom að húsinu hennar, g-ekk upp úti- ) tröppurnar og mætti bróður hennar í dyrunum. i Ha’ló, vinur, sagði hann. ) Hei, sagði snáðinn. 1 Á systir þin nokkuð von á mér? spurði hann \ upprifinn. I Já já. \ Hvernig veiztu það? ( Hún er nýfarin út. ( Hversvegna kallarðu bréfberann alltaf prófes- ( sor ? ( Það er vegna þess að ég er í bréfaskóla. ( Segðu að þú elskir mig. Segðu það! Segðu það! ( I guðs nafni, segðu þáð! / Það. ( Allt sem þú segir um konu mun verða notað gegn þér.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.