Þjóðviljinn - 11.06.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 11.06.1953, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. júni 1953 Handa þeim sem viija sfóra vasa f3) Ef maður er hrifinn af stór- um, útsaumuðum vösum, þá eru hérna ágætar fyrirmyndir, og þótt þér finnist svona vasar Ijótir, þi er þér óhætt að líta á kjólana samt, því að það er vei hægt að nota þá vasalausa. Á fyrsta kjóinum eru skemmtilegar skálínur, skakk- ur hliðarvasi og skásaumar í hlússunni. Kjóilinn fer sniðihn með háu hálsmáii og svo er brotið upp á brúnina, svo að húa myndar skakkt horn, sem fallegt væri að fóðra með fal- legum lit. Einnig er 'hægt að sauma hornið við á eftir og hafa kjólinn með sléttu háls- Hvað endist upp- þvottagrind iengi? Plasthúðu'ðu uppþvottagrind- urnar hafa náð mikilli út- breiðslu, en hvað skyldu slíkar grindur endast lengi með dag- legri notkun? Húsmæður, sem keyptu sér griadur, þegar þær komu fyrst á markaðinn, segja að grindurnar haldi sér prýði- lega í um það bil 1V2 ár, en svo fari þær að flagna þar sem mest reynir á þær, þótt hægt sé að nota þær eftir sem áður. En þær duga varia leng- ur en 3-4 ár, og í raunlnni er jþað of stuttur tími. Eldhús- áhöld ættu aö endast árum saman, svo að ekki þurfi allt- af að vera að endurnýja þau. Buffið og steikara- pannan Þegar maður þarf að steikja enskt buff, á eing og. kunnugt er að leggja kjötií á þurra heita pönnu. Övön húsmóðir er oft í vandræðum með að vita hvenær pannan er orðin mátu- Jega heit. Hér kémur ráð: Settu pönnuna á eldavélina ög kveiktu undir henni, og þegar þú heldur að hún sé nógu heit — óvanar húsmæður halda allt- af að hún hitni of fljótt — Framhald á 11. síðu. Rafmaqnstahmözkun K1 10.45-12.30 Flmmtudagur 11. júní Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnln, Teigarnir. íbúðar- hverfi við Laugarnesv. og Klepps- »egi og svrcðið þar 'norðaustur af. máli. Það er sjálfsagt hæg- ara að sauma þaö og hvort- tveggja er jafn fallegt. Ská- vasinn á annarri mjöðminni undirstrikar skálínurnar í kjóln- um, en það er vel hægt að nota kjólinn án hans. Næsti kjóll virðist næstum ofhlaðinn á teikningu, en haan er ljómandi fallegur í flík. Ef hanji er saumaður úr dökkbláu efni og skreyttur gráu og hvítu röndóttu efni, getur hann litið mjög vel út. Rendurnar snúa þversum í blússunni, slaufunni og vösunum og bezt er að velja efni sem ber sig vel. Taft væri til dæmis ágætt, en þáð er alls ekki nauðsyn’egt að ncta rönd- ótt efni. Heppilegast er að sauma kjólinn í mörgu lagi, svo að hægt sé að skipta um blúss- ur og nota pilsið sérstakt ef vill. Ennfremur er liægt að sleppa vösunum; annars eru þeir fallegir handa háum og grönnum konum. Þriðji kjóllinn getur sízt án vasanaa verið, þvi aö vasarnir eru aðalskrautið á honum. Á myndinni er hann líka skreytt ur röndóttu efni, en þar eru rendurnar látnar snúa á ská. Það er mjög grennandi og þeg- ar línurnar snúa svona inn að mittinu, virðist mittið ótrúlega mjótt. 1 breiðu hornunum eru einnig skárendur, sem undir- strika skökku axlarlínuna, sem nú er mjög í tízku og getur verið snotur, ef hún er notuð í hófi. Bezt er að hafa kjólinn í tvennu lagi; þá má nota hann sem göngubúning á sumrin.. Það má nota hann með blússu eða lán eftir vild. Þær sem kæra sig ekki um röndótt efni geta valið sér smáköflótt efni, einlitt efni eða samskonar efni og er í kjólnum' sjálfum. Þá má lífga upp á kjólinn með því að hafa skartgrip í kragan- um eða hominu. A. J.CRONIN: Á annarlegrf strönd „Allt í iagi. En engaa asa, annars fæ ég flog. Og farðu ekki án mín, annars gæturðu villzt". Hún deplaði augunum, drap í vindlingn- um á diski og reis á fætur. Hún gekk á undan fram á stigapallinn, niður lágan, topplagaðan stiga og stikaði síðan ian eftir þröngum gangi. Það var eitthvað notalegt við þennan stað. Neðan að heyrðist glamur í eldhúsáhöldum og hláturssköll; háværar kvenraddir. Svo lauk mamma Hemmingway upp hurð að stóru, skrautlegu svefnherbergi. I miðju her- berginu stóð stórt, gyllt rúm. Og í miðju rúrn- inu var Corcoran. Hann var klæddur blá- og rauðröndóttri skyrtu, hallaði sér upp að kodd- unum með rólegan og áhyggjulausan svip á andlitiau. Hann var með reifaðan handlegg; á nefinu var hann með gleraugu og á hnjám hans lá slitið og þvælt eintak af Plato. Hann bærði varirnar; hann heyrði ekki þegar þau komu inn. ,,Vaknaðu kelli mín“, hrópaði mamma Hemm- ingway hárri röddu. „Frændi litli er komina af finna þig. Geturðu ekki brosað ? Þú sem út- hellir blóði yfir bezta gclfteppið í húsinu“. Jimmy leit yfir gleraugun á Harvey. Svo rak hann upp ýkt undrunaróp. „Nei, nú er heima“, hrópaði hann. „Ég er öldungis hlessa. Ég var handviss um að þú hefðir farið án þess að kveðja mig. En leystu frá skjóðunni maður. Af hverju ertu ekki um borð?“ „Skipið er farið. Það skildi mig eftir“. „Ja, hérna“, sagði Corcoran. „Tarna var ljóta greyið". „Þeygiðu“, sagði Harvey. „Þú vissir vel að skipið fór á undan mér“. „Nú þykir mér týra!“ sagði Corcoran og deplaði augunum glettnislega til mömmu Hemmingway. „Og ,ég sem er nýbúinn að ‘bjarga honum úr feikna klípu. Honum ferst! En skítt með það —“ Hann sneri scr að Har- vey. „Það er gott að vita að þú ert liérna. Og það er ánægjulegt að sjá þig uppréttan aftur“ Harvey gekk að rúminu og fór að leysa um umbúðirnar. „Finnurðu tll“? spurði hann og beygði sig yfir sárið, „Ekki vitund. Fyrir mann eins og mig sem hefur fengið og gefið mörg kjaftshögg um dag- ana, er þetta ekki aonað en smáskeina. Ég vona bara að ég eigi eftir að finna delann í fjöru“. „Hafðu þig hægan í nokkra daga meðan þetta er að jafna sig“, sagði Harvey. Hann lagfærði umbúðirnar og stóð upp. Svo varð hann alvarlegur í bragði. „Og ég er á leið til Laguna. Ég ætla að líta á sjúklingana þar“. Jimmy strauk órakaðan kjálkann meðan hann var að átta sig á þessum orðum. ,,Jæja“, sagði hann loks. „Það er ágætt. En hvað um mig? Áætlanir mínar eru farnar út um þúfur í bili. Ég er óráðinn í því hvað gera skal. Ætli ég komi ekki með þér“. „Það kemur ekki til m.ála. Þú mátt ekki fara á fætur fyrr en eftir nokkra daga“. „Þá kem ég eftir nokkra daga. Sem ég er lifandi, þú losnar ekki svona auðveldlega við mig. Ég elti þig uppi um leið og ég kemst á lapþir aftur“. „Það þýðir ekkert", sagði Harvey. ,Ji!g vil ekki sjá þig“. ,,Það er bara betra“, svar-aði Jimmy og hló við. „Ég kem til að skaprauna þér“. Og hann fálmaði með betri hendinni undir koddann og tók í nefið hátíðlegur á svip. XVII. Síðlá dags, þegar sólin var að hverfa bak við tindinn, lagði Harvey af stað til Hermosa — þorpsins fyrir neðan Laguna. Þetta var tals- verð vegalengd og allt á fótinn — vegurinn var krókóttur og torfær — en hann var stað- ráðinn í að fara þetta fótgangandi. Honuni varð rórra í skapi við líkamsáreynsluna; og' því sveittari sem hann varð og því rykugri sem skórnir hans urðu, þeim mun betur leiö honum. Hann gekk beint í áttina til sólarlags- ins. Yfir tindinum var dálítið ský sem líktist gufuhnoðra. Á himninum leiftruðu ótal lit,- brigði og jörðin endurspeglaði þau. Sitt til hvorrar handar voru krónumikil drúpandi ban- anatré, og kringlóttir geymar, fullir af vatni, gulleitu og gulls ígildi, sáust gegnum lauf- skrúðið. Við einn pollinn stóðu þrjár fjalla- geitur og drukku. Hann gekk hærra og hærra og loks voru trén að baki og fyrir aftan sig' sá hann víðáttumikla höfnina, rólega og fjar- læga, og það var eins og á henni lægju leik- fangaskip. Kringum víkina var borgin, húsin lítil og nett og svalirnar eins og litlir munnar sem teygðu sig eftir fersku lofti. En við næstu bugðu á veginum hvarf borgin sýnum og hann sá aðeins gráleit, kuldaleg klettabelti. Hann hafði verið á göngu í klukkutíma. Skömmu seinna fór hann gegnum þorpið La Cuesta: nokkur hús umhverfis hvítmálaða kirkju. Það virtist mannautt eða í svefni. Hann gekk út úr þorpinu og áfram eftir þröngum, toröttum vegi. Svo kom liann auga á stúlku framundan með vatnskrukku á höfðinu. Hann herti gönguna og náði henni. „Senjóríta“, sagði hann á óþjálli spönsku. ,,Er þetta leiðin til Hermosa? Þorpsins fyrir neðan Laguna". ' Hún hélt áfram, virti hann fyrir sér án þess að hreyfa höfuðið sem bar þunga krukkuna. Augu hennar voru skær, blússan hennar upp- lituð, rauð og rifin. Hún var beinvaxin, mjaðm- ir hennar vögguðust með eðlilegum ymdisþokka. Milli óhreinna fingra vinstri handar hélt hún á gulleitu blómi. Hún var varla eldri en fimmtán ára. „San Cristóbal de la Laguna“, sagði hún loks og bætti síðan við: „La Laguna“. „Já. Er ég á réttri leið?“ „Leið? Þetta er Kóngsgatan". ,,Kóagsgatan?“ „Gamla gatan. Það er ágæt leið“. „En er það rétta leiðin til Laguna?" ■Hún virtist hafa gaman af þessu: bros henn- ar sýndi mjallahvítar tennur, en hún hló ekki af ótta við að missa krukkuna. „Ay de mí“, hrópaði hún. „En hvað ég er orðin þreytt á að sækja vatn“. Svo var eins og hún gleymdi honum alveg. Þau gengu áfram þegjandi. Hún beið þangað til þau voru komin framhjá dálitlum trjálundi. Þá lyfti hún gula. blóminu letilega. og benti. Hann leit upp. Framundan sáust skuggalegir tumar gamals kastala. „De la Laguna", endurtók hún. „San Cristo- ibal de la Laguna“. mnr oc camww Nýi úrsmiðurinn við fyrsta vtðskiptavininn: Jæja, hérna kemur þá úrið, viðgert og í gangi. Viðskiptamaður: Þakk fyrir, en hvað or í þess- um öskjum? Úrsmiðurinn: Það eru hjólin sem gengu af, gjör- ið þér svo vel. Ráðsmaður: Við verðum að fá fleiri kýr, mykj- an endist ekki á túnið. Bóndi: En ef við keyptum heldur dálitlar birgð- ir af laxerolíu? Jón (á vakningarsamkomu): Ef drottinn hefði viljað að menn reyktu, þá hefði hann sannar- lega gert gat í hnakkann á þeini til að hleypa. reyknum út. Hvernig gengur verzlunin? Guðsorðabókasalinn: O, minnstu ekki á það, við og við koma cinhverjir djöflar og kaupa eina og eina sálmabók.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.