Þjóðviljinn - 01.07.1953, Qupperneq 6
0) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 1. júlí 1953 -----—
þjóovmiNN
Ötgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
1». — Sími 7500 (3 línur).
Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 1T
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljane h.f.
Þótt úrslit kosninganna á sunnudaginn hafi ekki orðið með
þeim hætti sem ætla mátti eftr málefnaaðstöðu Sósíalista-
flokksins og þeirra sem með honum stóðu í kosningabaráttunni
ættu andstæðingarnir að fara varlega í það að fagna þeim
úrslitum. Allir töpuðu hernámsflokkarnir fylgi með þjóðinni
sé miðað við úrslit kosninganna 1949. Það eru framboð Þjóð-
vamarflokksins sem hafa orðið þess megnug að sundra and-
stæðingum hernámsstefnunnar og draga úr mætti þeirrar fylk-
ingar sém háð hefur baráttuna gegn hernámimi og skerðingu
lífskjaranna og sem ein er fær um að leiða þá baráttu til sig-
urs fyrir íslenzka þjóð.
Ætli íslenzka yfirstéttin og flokkar hennar sér þá dul, í
skjóli þess að fylkingunni hefur verið sundrað um stund, að
fylgja því eftir með nýjum stórárásum á lífskjör alþýðunnar
t.d. í formi nýrrar gengislækkunar eða annarra svipaðra ráð-
stafana mun hún mæta sameinaðri fylkingu alþýðustéttanna.
Verkalýðssamtökin eru þrátt fyrir sundrungarstarf afturhalds-
ins enn það afl með þjóðinni að þau munu ekki láta bjóða sér
slíkt. Þau eru nýkomin út úr harðvítugri deilu við atvinnurek-
endavaldið og ríkisstjórn þess og sýndu þá hvers þau eru megn-
ug. Sameinaðar unnu tuttugu þúsundir íslenzkra verkamanna og
verkakvenna sinn stóra sigur á dimmum desemberdögum síð-
astliðins veturs, vegna þess að þær stóðu saman og börðust
hetjubaráttu þrátt fyrir fátæktina sem svarf að heimilum þeirra.
ísleeizk alþýða er hert í reynslu baráttu sinnar á undanförn-
um árum og mun því ekki láta bjóða sér nýjar árásir á launa-
kjör sín eða lífskjör almennt án þess að snúast til varnar af
fullkominni hörku. En mikil nauðsyn er nú á því að verkalýð-
urinn líti skyggnum augum til allra veðrabrigða á himni stétta-
stakanna í þjóðfélaginu og sé á öllum vígstöðvum viðbúinn til að
hrinda af sér áhlaupum stéttarandstæðingsins, hvort sem þau
koma frá atvinnurekendavaldirfu og auðklíkunni eða reyílt verð-
ur að skipuleggja þau með ríkisstjórn afturhaldsins og flokka
þess sem foruStu og nota þingvald til óþurftarverkanna.
Þetta þýðir að efla verður starfið í verkalýðsfélögunum um
sllan helming og að öll verkalýðsstéttin verður að vera vakandi
á verði um hagsmuni sína. Hún verður að vera reiðubúin hve-
rær sem er. Og sameinaðri er henni sigur vís í hverri orustu.
En einnig á stjórnmálasviðinu bíða stórvaxin verkefni til þess
að vinna upp það sem glatazt hefur og undirbúa nú þegar
nýja sókn alþýðunnar og hinna þjóðlegu afla. Þetta verður
bezt gert með því að sósíalistar um allt land bregðist strax
við á þann eima hátt sem er stefnu þeirra og hugsjónum sam-
boðinn. Þýðingarmesta verkefnið sem framundan er á þessu
sviði er stórlega efld starfsemi Sósíalistafélaganna um allt land
cg aukið starf þeirra að útbreiðslu málgagna flokksins. Með
því að bregðast þannig við því áfalli sem flokkurinn hefur
crðið fyrir í þessum kosningum er næsta augljóst að auðvelt
er að bæta fyrir það tap sem varð í kosningunum og undirbúa
nýja sókn í þágu alþýðumálstaðarins og sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga.
Þannig bíða verkefnin á öllum sviðum framundan, bíða þess
að alþýðan sameinist, skipi sér í eina öfluga fylkingu um hags-
muni sína. Vettvangur hennar er verkalýðssamtökin og þau þarf
r.ú að gera að enn sterkara og áhrifaríkara afli í baráttunni við
auðstéttaröfliu og ríkisvald þess. Ekkert annað en samfylking
fjöldans, hvar sem hann hingað til hefur skipað sér í flokk,
getur hindrað fyrirætlanir auðklíkunnar um aukinn gróða sér
til handa en féfleLtingu verkalýðs og millistétta. Að þessari
samfylkingu þarf því að vinna af meiri bjartsýni og þrótti en
nokkru sinni fyrr.
Og samtímis þarf alþýðan til sjávar og sveita og millistéttir
þjóðfélagsins að efla stjórnmálasamtök sín og stjórnmálaþátt-
töku. Ekkert annað afl í þjóðfélaginu er þess megnugt að hafa
forustuna í átökunum við óþjóðholla auðstétt og stjórnmála-
spekúlanta sem verzla með það sem þjóðinni er dýrmætast og
helgast, frelsi hennar og sjálfstæði. Og vissulega þarf enginn
að efast um að þannig munu allir beztu kraftar íslenzkrar al-
þýðu bregðast við vanda kosningaúrslitanna nú. Hann mun
^erða þeim hvatning til enn öflugra starfs fyrir Sósíalistaflokk-
inn — fyrir málstað Islands.
Kosningaúrslitin Reykjavík
í kosningunum á sunnudaginn
töpuðu hemámsflokkarnir allir
fylgi hlutfaillslega. Árið 1949
fengu þeir um 80,5% kjósend-
anna, en nú fengu iþeir um 74,5%.
Um 6% íslenzkra kjósenda hafa
þannig snúíð við þeim bakinu.
Virkri andstöðu við hernámið
lýstu nú 17.659 kjósendur, cg ef
þeir hefðu staðið saman í einni
fylkingu, hefðu þeir orðið næst-
stærsti flokkur landsins. Siík
úrslit hefðu orðið verulegur sig-
ur andstæðinga hernámsins, ef
ekki hefði verið sundrur.gin —
en einmitt henna'r vegna teija
hernámsflokkarnir lúrslitin sér
hagstæð, og aðeins hennar
veigna.
Það má segja að það hafi ver-
ið tilviliun ein sem réði því að
Þjóðvarnarflokkurinn fékk þimg-
sæti. Framsóknarflokkurinn í
Reykjavík fékk 2624 atkvæði, en
Þjóðvarnarflokkurinn 2730. Mun
urinn var þannig aðeins 106 at-
kvæði. Ef tiiviljunin hefði verið
Rannveigu hagstæð, hefðu hátt
á fimmta þúsund atkvæði Þjóð-
varnarfíokksins fallið dauð og
ómerk. Öllu gleggra dæmi um
hið glsepsamlega giæfraspil
þeirra :sem að klofningnum stóðu
er ekki hægt að fá.
Rússagrýlan hefur frá upphafi
verið eina vopn afturhaldsflokk-
ianna gegn sósíalistum. Þeir hafa
v-art borið við að gagnrýna störf
og stefnu Sósíalistaflokksins,
heldur flúið til útlanda. Rússa-
grýlan hefur allt fram til þess^
ekki megnað að veikja Sósíal-
istaflokkinn, þótt hún hafi stífl-
að fyrir aðstrejTnið til hans að
verulegu leyti, en í þessum kosn-
ingum tókst loks að nota Rússa-
grýluna með árangri, Allt til
þessa hafa fylgiendurnir skilið
að Rússagrýlan var aðeins á-
róðursvopn auðmannastéttar-
innar, en nú reis upp flokkur
manna sem fdutti ah'ar kenningar
sósía'lista — og Rússagrýluna að
auki! Þetta bragð hreif, óheiðar-
legasti áróður íslenzkra stjórn-
mála náð; loks árangri.
eru mjög alvarlegt áfall fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, sem frá
upphafi hefur haft forustu í
bæjarstjóminni. Flokkurinn fé'kk
nú 12.'245 atkvæði. en laðrir
flokkar samtals 18.964. Þannig
hefur 6.719 kjósenda meirihluti
■lýst yfir andstöðu við íhaldið,
þótt af mjög mismunandi ástæð-
um og skilningi sé. íhaldið fær
nú 39,2% atkvæða í bænum en
hafði í síðustu alþingiskosning-
um 45,5% og í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum yfir 50%.
Sama þróun yerður í öðrum
bæjum þar sem einn borgara-
flokkur hefur haft meirihluta-
vald, ísafirði og Hafnarfirði. Á
þessum stöðum snerist kosningin
að heita má einvörðungu um
innanbæjarmálefni, og varð að
harðvítugum átökum. I Hafnar-
firði var t- d. kosið með eða
rnóti Emil, og önnur atriði kom-
ust vart að! Eru úrslitin á báð-
um þessum stöðum mjög a'lvar-
legt áfai'l fyrir AJþýðuflokkinn
og raunalegt dæmi um feril þess
flokks; þar sem hann hefur und-
irtökin elur hann upp kjósendur
handa íhaldinu! Það var t. d.
mjög athyglisvert á báðum þess-
um stöðum að flokkurinn fékk
unga fóilkið mjög eindregið á
móti sér.
Á ísafirði gerðust einnig þeir
atburðir sem sýna glöggt ástand-
ið innan Alþýðuflokksins. Samið
hafði verið við Framsóknarflckk-
inn um stuðning við Hanníbál,
og þótt Framsóknarkjósendurnir
láti ekki senda sig hvert sem
leiðtogunum sýnist. er talið 1 k-
legt að meirihlutj þeir.ra hafi
kosið iHann'ibal. Enigu að síður
tapar hann 50 atkvæðum frá
siðasta sumri. Skýringin er aug-
djóslega sú að hægriklíkan hefur
kosið íhaldið, og er ekki að efa
að fyr.irskipun um það heíur
komið frá valdamönnum í
Reykjavík.
Annars er það auglióst að
yfir’ýsingar Hanníbals um vænt-
anlega samstjórn Framsóknar og
ALþýðuflokks hefur orkað sem
grýla á mikinn fjölda fó'lks, enda
greip íhaldið þá kenningu á lofti
og átiti henn; mikið að þakka
gen.gi sitt í ýmsum kjördæmum.
Vonin um samvinnu þessa var
komín frá sambandsdeildinni í
Alþýðuflokknum, en Benedikt
Gröndal var einn helztj forsvars-
maður hennar. Einn liðurinn í
samstarfinu var að reyna að
tryggía Framsókn báða þing-
mennina í Suðurmúlasýslu, enda
hafa yfir hundrað Alþýðuflokks-
menn kosið Eystein þar miðað
við úrslitin síðast. En það að
Lúðvík Jósepsson varð ekki kjör-
dæmakosinn í sýslunni varð til
þess að Alþýðuflokkurinn fékk
einum þingmanni færra. Sá upp-
bótaþingmaður hét Benedikt
Gröndal! Þetta heitir að falla á
sjálfs sín bragði.
Framsóknarflokkurinn beið nú
hliðstæðan kosningaósigur og
Alþýðuflokkurinn 1949. Ástæðan
er laugljósiega sú að Framsókn
hefur haft fomstu ríkisstjómar-
innar, og andstaða admennings
við ríkisstjórnina birtist á þenn-
an hátt. Enda er vart ’hægt að
hugsa sér algerari andstæður en
milli stjórnarstefnunnar og
iþeirr,a kenninga sem Tíminn
flíkaði fyrir kosningarnar 1949.
Sjaldan hefur þingm.aður fallið á
máklegri hátt en Rannveig Þor-
'siteinsdóttir, þótt Tíminn komist
þannig að orði í harmagráti sín-
um í gær: „Rannveig Þorsteins-
dóttir hefur rang'lega verið svipt
þvr mikla persónufylgi er hún
n*aut við seinustu kosningar11!!
En það er athyglisvert að
Framsókn edur kjósendur handa
íhaldinu á sama 'hátt og Alþýðu-
flokkurinn. íhaldið vinnur Vest-
urskaftafellssýslu, og er að því
komið að vinna Vesturhúnavatns
sýsLu, Vesturísafjarðarsýsdu og
'Mýrasýslu. Enda er þessi þróun
'Oifur skiljanleg. Þegar Alþýðu-
flokksforustan og Framsókn
koma inn íhaldsafstöðu hjá kjós-
endum sínum, fara þeir senn að
hugsa: Er þá ekki hreinlegr.a að
kjósa ihaldið sjálft?
I lok þessa árs mun þessi vatnsaflstöð við Kura-fljótið í Kákasus standa fullgerð sem einn mátt.
arstólpinn í nýju fimm ára áætliminni.