Þjóðviljinn - 08.07.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.07.1953, Blaðsíða 6
S) _• ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. júlí 1953 JMÓOVIUINN Otgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíaliataflokkurinn. JUtstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 1». — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 1T annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane hf. V. ___________________________________________________ ' Malgögii nazismans Skyldi ekk: mörgum íslenzkum alþýðumanm verða flökurt af jesúítaskrifuum Tímans og Morgunblaðsins þessar vikurnar? Málgögn Thorsaranna og Kókakólabjörns, Vilhjálms Þórs og Eymdar-Eysteins mega ekki vatni halda vegna ástar á „verka- tnönnum", samúðar með „baráttu verkamanna“ sem „rísa gegn kúgun.“ Og Morgunblaðið sjálft, blaðið sem legið hefur hund- flatt fyrir dönsku auðmagni, brezku auðvaldi, þýzkum nazisma og bandarískum nýfasisma, er allt í einu farið' að skrifa sem máigagn „byltinga“, og það alveg sér í lagi byltingar „verka- manna“. Fyrr má nú rota en dauðrota! Æsingaskrif Morgunblaðsins sérstaklega undanfarna daga eru ljós vottur þess. hve verklega er nú gengíð að því, að gera Sjálfstæðisflokkinn að nýfasistaflokki. Með samskonar æs- ingum tókst Hitler og félögum hans að brjála mikinn hluta iþýzku þjóðarinnar, rugla dómgreind manna, ljúga þá fulla um það sem raunverulega var að gerast í heiminum, æsa fólkið og hræða þangað til ekkert annað varð eftir en formúlan: Baráttan pegn kommúnismanum! Um seinan sáu sósialdemókratar og frjálslyndir borgarar Þýzkalands, sem létu hafa sig til þess að taka þátt í „baráttunni gegn kommúnismanum“, að undir þessu vígorði nazisrnans voru falin þau ógnþrungnu áform, sem þýzku nazistarnir framkvæmdu stig af stigi. Um seinan sást, að það var ekki einungis „kommúnistarnir“ sem þeir áttu við, Hitler, Göbbels & Co, heldur allir vinningar alþýöustéttanna; „bar- utta gegn kommúnismanum" þýddi í raun baráttu gegn öllu því göfgasta sem mannkynið hefur áunnið á þroskabraut sinni, þýddi slíka villimennsku, að allar þjóðir heims hryllti við. Nú er það enn í fersku minni hvemig Morgunblaðið fagnaði þýzka nazismanum, allt frá byrjun. Sami ritstjórinn situr enn í stól sínum við Morgunblaðið og sá er tók lygar Göbbels um ríkisþinghúsbrunann eins og heilagan sannleika, og reyndi taf- arlaust að nota sér þá „fregn“ til að vega að innlendum stjórn- málaandstæðingum. Fá borgarablöð heimsins lögðust eins lágt og Morgunblaðið þá, er það dag eftir dag lapti lygaþvælu þýzku nazistanna um atburðina í Þýzkalandi. Þá var áreiðanlega f „byltingu" fagnað af heilum hug í skrifstofunum við Austur- Etræti, þegar „byltingin" var valdataka Hitlers & Co. Og á- kaflega fór lítið fyrir samúð með verkalýðshreyfingunni þýzku, sem barin var niður með blóðugum ofsóknum. Morgunblaðið átti ekkert samúðarorð hvað þá rosafyrirsagnir á forsíðu, með þeim tugþúsundum beztu sona og dætra þýzku verkalýðsstéttarinnar, sem myrt voru á hryllilegasta hátt af þýzkum vinum þess fclaðs. Og þetta var ekki neitt augnabliks brjálæði hjá Morgun- blaðinu. Dýrkunin á þýzka nazismanum hélt áfram, (og rit- stjórinn var sá sami og nú!). Þegar þýzkir kafbátar óðu inn í Heykjavíkurhöfn nokkrum vikum áður en stríðið hófst, var aðeins .,útvöldum“ boðið um borð, svo notað sé orðalag Morgunblaðsblaðamacinsins, sem var einn í hópi „útvaldra". Þjóðviljinn einn réðist á þessa „heimsókn“, enda munu íslending- 'ar hafa fengið að kenna á kunnugleika þýzkra kafbáta í Faxa- flóa. Morgunblaðið fagnaði henni. Þetta eru aðeins dæmi. íslenzku nazistunum var hrósað opin- fcerlega í Morgunblaðinu. Ýmsir helztu menn Sjálfstæðisflokks- ins hlýddu hvað eftir annað utanstefnum opinberra áróðurs- samtaka Göbbels, („Nordische Gesellschaft") og básúnuðu dýrðarríki Hitlers þegar heim kom. Skal það rakið með dæmum ef ritstjóri Morgunblaðsins (sami þá og nú) óskar eftir því. Og loks það, sem mikilvægast er til skilnings á því, hvers vegna Morgunblaðið tekur enn á ný að beita bardagaðferðum naz- istanna í tilraun að brjála fólk og ljúga að því um það sem er að gerast í lieiminum:Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblað hans þjónar nú bandaríska nýtasismanum undir sama vígorði og þýzka nazismanum áður: „Barátta gegn kommúnismanum". Og enn sem fyrii er þetta kjörorð aðeins skjálkaskjól spilltustu arð- ránsklíkna og afturhalds gegn fólkinu. Með valdatöku Bjarna toingó í Sjálfstæðisflokknum hefur hann fengið aðstöðu til að raða aðalsprautum íslenzku nazistanna, Birgi Kjaran, Sigurjóni Sigurðssyni og öðrum ámóta í áhrifastöður, og er áberandi hve Bjarni með hjálp þessara og annarra fylgisveina er að gegnsýra flokkinn, og sérstaklega áróður hans, með nazistaaðferðunum, niótandi til þess innilegrar velþóknunar bandarísku húsbænd- anna, sem eru að brjála bandarísku þjóðina með sömu vígorðum, vígorðum Göbbels og heimsauðvaldsins um „baráttu gegn komm- rúnismanum.“ Þorvaldur Þórarinsson: ítján ára kosningaréttur og kjérgengi íslenzkrar æsku Þegar góðir lýðræðissinnar tala um löggjafarþing hafa þeir í huga samkomur þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar stjórna ýmsum málum hennar. Til þess er þá um leið ætlazt að kosningaréttur og kjörgengi sé mjög rúmt og aðeins bundið við einstaklinga, konur jafnt sem karla, en ekki við eign, stétt eða stöðu, og að hver borgari hafi aðeins eitt atkvæði, og sem allra flestir menn at- kvæðisréttinn. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að þjóðin hafi sjálf æðsta valdið, að þingmenn séu aðeins starfsmenn hennar og þjónar, en ekk; herrar, og þaðan af síður öðrum háðir. Nú er þó skemmst af að segja að þessu fer oft á aðra lund í auðvaldstþjóðfélagi og öðrum stéttarþjóðfélögum þar sem þó eiga að heita löggjafarþing. Við þekkjum að nokkru héðan af alþingj hvernig reyndin vill verða, Valdið er ekki í höndum þjóðarinnar nema rétt á papp- írnum: eigendur atvinnutækj- anna og fjármagnsins ráða nær öllu og taka flestar ákvarðanir sem máli skipta. Leggi ríkis- stjórnin eitthver.t af slíkum málum fyrir alþingi er það venjulega aðeins ger-t til að . sýnast, til að gefa afgreiðslunni einskonar þingræðis- eða lýð- ræðisblæ, en atkvæðavélar rík- isstjórnarinnar rétta í hlýðni og blindni upp hendurnar í sam- ræmi fyrir fyrirfram gerða á- kvörðun þeirrar auðkliku, er- lendrar eða innlendrar, sem „á málið“ í það skiptið. Þetta er kallað í 48. grein stjórnarskrár okkar að alþingismenn séu „eingöngu bundnir við sann- færingu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Þesskonar alþingi er aðeins skripaleikur, grímudansleikur, þar sem þingmenn stjóniar- innar, málaliðsmenn og at- kvæðavélar valdsins, eru látnir koma fram j ýmiskonar aðlað- ■andi gerfi, en fulltrúum and- stöðunnar er leyft að svala for- dild sinn; með því að „tala sig dauða“ i ræðum sem fáir hlusta á og enn færri sinna. En úti fyrir dyrum hússins stendur þjóðin sem þjóðskáldið nefnir „alþingi torgsins" og minnir stundum á sig með þvi að syngja eitt og eitt œttjarðar- kvæði þegar mest liggur við og sannar enn sitt „afl til að þjást“ með því að þola möglun- artaust bæði kylfur og táragas í ábæti á aðrar veitingar vald- hafanna. Á hana hlustar enginn úr ihópi valdamanna. iEf nefna ætti þá tvo aldurs- flokka íslenzku þjóðarinnar sem eru réttindasnauðastir fer ekki á milli mála að það eru gamalmennj og æskufólk. Gam- almenni hafa að vísu þau póli- tísk réttindi sem hér tíðkast, en harla lítil efnahagsleg; fjár- hagslegt athvarf þeirra er smán almannatryggingalaganna. En þó er æskulýðurinn ennþá ver settur: hann skortir bæði póli- tísk og efnahagsleg réttindi; hann er ofurseldur atvinnuleysi og annarri eymd auðvaldsþjóð- félagsins, skattskvldur fjand- samlegu rikisvaldi við hvert fótrnál, en atkvæðalaus um all- ar álögur og réttarskerðingar. Hann hefur í stuttu máli hvorki kosningarétt né kjörgengi. Þetta greinarkorn er skrífað til þess að mlnna æskufólk á það í sínu eigin málgagni að eitthvert helzta réttlætismálið sem stendur er að lækka kosn- ingaréttar- og kjörgengisaldur ofan í 18 ár. Með starfi sínu í verkalýðsfélögum og öðrum al- þýðusamtökum getur æskulýð- urinn auðveldlega séð svo um að þessi réttarbót verði tekin upp í nafrstu stjórnarskrá. 'En iþá verður æskan að láta til sin taka þegar í stað. Hér á landj eru starfandi samtök og jafnve.l heilir stjórnmálaflokkar semvilja láta breyta svo stjórn- arskránni að hér verði komið á einhverskonar fasisma. í þess- konar þjóðfélagi yrði hlutur æskunnar enn verri en nú, því að þá fengju æskumenn að 'híma kauplausir í herþjónustu nokkur ár áður en þeim yrði kastað út á gadd atvinnuleysis- ins. Allir hugsandi menn hljóta að sjá og viðurkenna hvers- konar framtíð þetta skapar. Hver á að stofna hin íslenzku heimili ef engir æskumenn hafa hér auraráð nema fáeinir auð- kýfingasynir og útlendir her- menn? Enginn getur svo öruggt sé komið í veg fyrir svo hörmu- lega þróun nema æskufólkið sjálft, piltar og stúlkur. En t'il þess þarf það að fá full póli- tisk og efnahagsleg réttindi. Og þegar unga fólkið er búið að öðlast pólitísku réttindin mun reynast auðveldara að afla sér hinna, og spoma við yfirgangi valdhafanna. Sumir vilja halda því fram að átján ára gamalt fólk muni skorta þekkingu, reynslu og á- byrgðartilfinningu til þess að fara að taka beinan þátt í síjórn landsins sem frambjóð- endur og kjósendur, alþingis- menn og ráðherrar. Sérstaklega eru sumir hræddir við þennan ímyndaða skort á áb.vrgðartil- finningu. Við þetta er ég ó- hræddur. Ég man það glöggt að talsvert var einu sinni um það rætt hér hvort þorandi væri að af-nema 35 ára aldurstak- markið sem hafði verið og þótti sjálfsagt við landskjörið, og all- mikið vafamál var talið að lækka hinn almenna kosninga- réttaraldur úr 25 árum í 21 ár. Ekki verður séð að þessar breytingar hafi orkað neinu ill'u í íslenzkum •stjómmálum, eða að þær hafi lamað þjóðlíf- ið. Og eitt má fullyrða: ekki er að sjá að 18 ára kosningaréttar og kjörgengisaldur hafi slaðið Sovétríkjunum fyrir þrifum. Röksemdir i þessa átt hafa ekki bitið á mig síðan árfð 1930 er ég las. <68 gr., í stjórnarskrá 'Ráðstjórnar-Rússlands um þetta efni. En því má bæta við um ábyrgðartilfinninguna að æsku- fólk er yfirleitt mjög samvizku- samt og orðheldið. Það rækir nám sitt og önnur störf yfirleitt mjög vel. Því miður verður ekki fullyrt af neinni vissu eða sannfæringu að hinir æfðu og ,,ábyrgu“ stjórnmálamenn reiði slíkar dyggðir í þverpok- um. Um þekkingu æskulýðsins er það að segja að hún er auð- vitað miklu meiri en fullorðið fólk gat dreymt um til skamms itíma. Margir menn eru orðnir stúdentar 18 ára. Samkvæmt landslögum hafa allir æsku- menn lokið gagnfræðaprófi fyrir 18 ára aldur. Um reynsl- una og rétt og skyldur á öðr- um sviðum má geta þess að sextán ára gamalt fer þetta fólk áð greiða alla þá nef- skatta sem hinurn „reyndu“ hefur tekizt að finna upp af 'hugviti s'ínu. Og 16 ára gamalt fó,lk á rétt á sömu launum og aðrir ef vinnu er að fá. Það getur gengið í verkalýðsfélög og notið þar fullra réttinda, og enginn neitar því að Verka- mannafélagið Dagsbrún í Reykjavík er ólíkt virðulegri og þýðingarmeiri stofnun held- ur en „alþingi" hernámsflokk- anna var 30. marz 1949, svo að alkunnugt dæmi sé tekið. Það er bæði meiri vandi og vegsemd að vera meðlimur i verkalýðsfélagi heldur en venju legur alþingiskjósandi. Allir vita líka vel að krafan um 18 ára kosningaréttar- og kjör- gengisaldur þarfnast ekki neinn ar lögfræðilegrar eða sögulegr- ar rétt'.ætingar. Nóg er að geta þess að síðustu að 18 ára gam- alt fólk er nú miklu betur að sér um þjóðfélagsmál hverskon- ar en þrítugir Samvinnuskóla- piltar voru fyrir svo sem tveim áratugum. Ef satt skal segja er allt of mikið til af ■svokölluðum „á- byrgum“ mönnum; mönnum sem þora i hvorugan fótinn að stiga fyrir ábyrgðarti’.finningu og halda að gólf auðvaldsins svigni ■ eða jafnvel brotni við hvert skref, sem stigið er fram á við. Ménn geta' ekki þverfót- að fyrir svona körlum til 'hægri og vinstri. Þeir minna mig allt- af á igrátittlinginn sem Jónas Hallgrimsson segir frá i ibréf- inu til Stéénstrup. Þessi fugl svaf alltaf á bakið með annan fótinn upp í loftið af einskærri varúð, svo að himinninn dytti ekki ofah á hann á meðan hann svæfi. En hver.su ending- argóð mun sú varúð reynast þegar æskulýðurinn fer að Framh. á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.