Þjóðviljinn - 17.07.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.07.1953, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17 júlí 1953 Þjóðareining gegn her í landi Bréi til scgmh@?i€gimca Nú er komið að því að við köllum ykkur til starfa, heiðru'ðu samherjar, hvern á sínum vettvangi til sjávar og sveita, í bæjunum og úti um land allt. Framkvæmda- nefnd andspyrnulireyfingar- innar hefur ákveðið að hef ja nú viðtæka skipulagningu starfsias og stofna Þveræ- ingafélög allsstaðar þar sem því verður við komið. Mark- mið félaganna er að sam- eina alla andstæðinga hers á Islandi og veita þoim tækifæri til þess að beita sameinuðum áhrifum og vinna að því takmarki, sem þjóðarráðstefnan setti með samþykktum sinum í vor. Við köllum til starfs og sam virwnu alla þá, sem iýsa sig andvíga hersetu á Islandi, erlendrar ásælni og stofnun innlends hers, hvar í flokki sem þeir annars standa eða hverjar sem skoðanir þeirra kunna að vera í öðrum mál- um. Jafnframt andstöounni gegn hernum styðjum við hvért það málefni, sem til heilla má verða fyrir þjó5 okkar, svo sem rétt okkar í landhelgismálinu, uppbygg- ing atvinnumálanna til hags- bóta fyrir vinnandi sté( tir, verndun þjóðlegra verðmæta og sjálfstæði landsins. Framkvæmdancfndin hef- ur samþykkt starfsgrundvöll fyrir félögin. Þeir áhuga- menn, gem vilja taka að sér félagsstofnanir eru því vin- samlega beðnir að snúa sér sem fyrst til framkvæmda- nefndarinnar til þess að fá upplýsingar og leiðbeiningar um stofnun félaganna. Við höfum látið fjölrita bréf með leiðbeiningum og fyrstu verk efnum. Tekin verða strax til méðferðar ýmis mál, sem ekki verða rædd hér, en lögð bréflega fyrir hvert fé- lag. En fyrsta verkefni fé- laganna verður að hefja npp- hafsstarf að uppsögn her- verndarsamningsins. Það er í anda þjóðarráðstefnunnar 5.—7. maí s. 1., er setti sem takmark uppsögn hervernd- arsamningsins og „að skapa þjóðareiningu með baudalagi allra samtaka íslenzku þjóð- arinnar, sem vilja berjast fyrir sjálfstæði hermar án tillits til alls skoðaraágrein- ings að öðru leyti.“ I framhaldi af þessu hefur framkvæmdanefndin sam- þykkt eftirfarandi verkefni: Andspyrnuhreyfingin 4- kveður að hefja nú þegar baráttu fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um uppsögn her- vemdarsamningsms og skor- ar á alla íslendinga og öll samtök, sem fylgjandi eru uppsögn samningsins, að taka höndum saman til að vinna að framgangi þessa máls. Þeir, sem þegar hafa stofn að félög, fá nú send ýmis ,, gögn frá framkv'"mdanefnd. Áhugamenn, sem hafa i ,, hyggju að ganga til sam- .. starfs við okkur og vilja <■ beita sér fyrir st::fnun Þver- <- æingafélaga, eru beðnir að skrifa okkur sem allra fyrst. " Munum við samstundis senda leiðbeitiingir og cnr.ur gögn. Við þurfum að nota vel tím- ' ann fram á haustið og hefja < > vetrarstarfið með miklum < > myndarbrag. He'ðruðu sam- herjar, kallið góða félaga , ykkar til fundar um mál- ,, efnið, myndið félög í sveit- um ykkar, á vinnustöðvum, allsstaðar þar sem grundvöll .. ur er. Á döfinni er nú prentun ■■ fyrstu rita andspyrnuhreyf- •• ingarinnar, og ti; umræðu að " við eignumst okkar eigið " m'álgagn. Frétti” af starfinu og tilkynningar verða birtar öðru hverju. V ð þö’rkum þeim, sem þegar hafa lagt hönd á plóginn og fögnum hverium nýjum liðsmanni og liverju nýju félagi. Með vinsaml. kveðju. G. M. M. Pósthólf 1063, —*—*—♦—*—♦—♦—*—*.—»—♦—♦—♦ gátu ekki frætt mig um það, nema bara, að þau höfðu lært þetta af fullorðna fólkinu. En gleðin yfir komu sumars og sólar var svo djúp og einlæg í þessum einfalda texta, að ég gat ekki annað en hrifizt af því. Og nú langar mig til að biðja þá, sem kunnugir eru þjóðlögum okkar og söngvum að gefa mér nánari upplýsing- ar um þennan sólskinssöng, ef þær skyldu vera til; t. d. hvort hann er eða hefur verið sunginn víðar en norður í Strandasýslu, o. s. frv. Sömu- leiðis vil ég biðja sömu aðilja að senda mér textann réttan, ef hann skyldi vera rangt með farin hér, Okkur veitir sannarlega ekki af að halda til haga öllu sem á einhvern hátt hefur á sér þjóðlegan blæ, og mér fannst söngur og dans skólabarnanna nyrðra i/úlka í .<öllai sínuí láD.eysi innilegá og rammíslenzka sól- skinsgleði. — Og úr því ég er að tala um sólina og sumarið langar mig til að minnast lít- ið eitt á hann vin minn einn, sem nýlega varð fjögurra ára og miklaðist talsvert af því. Hann vinur minn er mikill sól- dýrkandi og kemur varlá inn allan daginn, þegar veðrið er gott. 1 gær var hann t d. cnn- um kafinn við að hjálpa afa sínum að gera við bílinn hans og mér er ekki grunlaust um, að hann hugsi gott til að fá að sitja í hjá afa, þegar bíll- inn er kominn í lag. Hann var a. m. k. orðinn alveg liræði- Framh. á 11. síðu. /.Allir út á völl" — (/Við heilsum sumarsól" „Elsku sólin" og vinur minn „ALLIR ÚT Á VÖLL,“ segir oftlega í auglýsingum íþrótta- félaganna og vissulega fara margir á „Völlinn,“ (þ. e. íþróttavöllinn) þegar eitthvað er um að vera þar. Nú orðið virðist þessi stutta og laggóða auglýsingasetning vera að heimfærast upp á annan Völl, þar sem aðrir og fyrirferðar- meiri aðiljar ráða; nefnilega Kefiavíkurflugvöll. Það er engu líkara en forráðamenn atvinnumála á Islandi starfi eftir kjörorðinu: „Allir út á Völl,“ þ. e. Keflavíkurfiug- völl. Og fólk þyrpist á Völlinn. Ungar stúlkur láta vega sig og meta frá öllum hliðum, í þeirri von, að þær verði ekki léttvægar fundnar og komizt á Völlinn. Þar er svo gott kaup. Nokkra kennara þekki ég, sem biðu þess meö óþreyju að losna frá skólanum í vor, svo að þeir gætu farið að þéna mikinn pening suður á Velli í þriggja mánaða fríinu sínu. Þess eru og dayni, að menn hafa sagt upp því, sem kallað er föst atvinna og farið suö- ur á Völl, þar sem kaupið er svo hátt. Það er vitanlega gott og blessað, að fólk skuli fá „landvarnarvinnuna“ á Véllin- um vel borgaða, en þó finnst mér hugsunarhátturinn, sem á bak við liggur, a. m. k. í sum- um tilfellum, næsta varhuga- veröur. Það er óhugnanleg staðreynd, að sú skoðun er að verða æ meira ráðandi hjá alltof mörgum, að engu máli skipti, hvað látið sé af hendi, aðeins ef peningar (helzt mikl ir peningar) eru í boöi. Jafn- vel svívirðingin þykir hrein- asta gersemi, ef það fást pen- ingar út á hana. — Þess verð- ur áreiðanlega langt að bíða, að sigur vinnist í 'hinni nýju sjálfstæðisbaráttu okkar, með- an hún er háð undir kjörorð- inu: „Allir út á Völl“, þ. e. Keflavíkurflugvöll. ,,VH) HEILSUM SUMARSÓL.“ — Fyrir nokkru síðan var ég norður i landi, nánar tilgreint, norður í Stranda- sýslu og horfði þar á leik skólabarna. Þau dönsuðu eins- konar hringdans og sungu eftirfarandi texta: „Við heilsum sumarsól, við heilsum sumarsól, sól sól, við heilsum sumarsól." Eg kannaðist hvorki við lagið, textann né dansinn, og börnin Atburðir síðustu mánaða hafa sannfært þjóðirnar nm að hægt sé að ná sanikomulagi mn öll alþjóðleg deilumál á friðsamlegan liátt. X Þjóðunum er orðið ljóst að friðinn má vinna með þolin- móðu og látlausu starfi af þeirra hálfu. Heimsfriðarráðið, saman komið á fund í Bódapest dag- ana 15.-20. júní 1953, beinir þeirri áskorun til allra þjóða að þær tvícfli átök sín til að flýta fyrir viðræðum um al- þjóðlegt samlíomulag. Hver þjóð hefur rétt til að velja af frjálsum vilja um lífshætti sína, og skyldu til að virða það fyrirkomulag sem aðrar þjóðir kjósa sér frjálslega. Ef fylgt er þessu grundvallarlögmáli geta þjóðir með ó- líku stjórnarfari svo sem nauðsyn ber ti! búið saman í friði og viðskipti milli þjóða orðið öllum til blessunar. Slík sambúð heimtar að allar deilur og öll ágreinings- mál séu leyst með samningum. Vopnahléssanmingana í Kóréu, sem leiði þar til friðar, verður að undirrita tafarlaust á grundvelli þess sam- komulags er þegar hefur náðst. Hver ný töf eykur manntjónið, eyðilegginguna, þjáningarnar. Allar styrjajdir aðrar sem nú eru háðar og árásarað- gerðir gegn sjálfstæði þjóða verða á sama hátt að talia enda. Beiting vopua gegn frelsishreyfingu nokkurrar þjcðar getur orðfð tilefni alþjóðlegra árekstra og þar skapazt víghreiður er breiði styrjöld út frá sér. Þýzka þjóðin hefui rótt til að sameinast á ný og öðl- ast þjóðarsjálfstæði að því íilskildu að hún virði öryggi grannþjóða sinna og hindri ^ndurvakning hernaðarstefn- unnar og uppræti hjá sér hefndarhug. Japan verður að öðlast aftur fiillt sjálfstæði á grund- velli frið'arsamninga er allar hlutaðeigandi þjóðir viður- kenna og eru til að tryggja öryggi þjóðanna í Asíu og í Kyrrahafslöndum. Með því að halda uppi virðingu fyrir sjálfstæði sínu, mótmæla erlendri íhlutun um innanlandsmál sín, með því að neita að leyfa herstöðvar í landi sínu, eða erlent her- nám í annarri mynd, geta þjóðirnar tryggt öryggi sitt og varðveizlu friðarins. Með auknum öryggisráðstöfunum stig af stigi verður fært að stöðva hervæðingarkapiVið, að hefja niðurskurð vopna með samningum og hagnýta þau auðsöfl sem hing- að til hafa unnið að dauða og eyðileggingu til að bæta með lífskjör allra. Koma verður á verzlunarviðskiptum og menningar- tengslum milli allra þjóða á fullum jafnréttisgrundvelli, öllum til ávinnings. Sanmingsviðræður muuu breyta frá grunni rás heims- viðburðanna. Sameinuðu þjóðirnar geta. orðið tæki þess- arar breyttu aðstöðu, ef þær halda sér af trúmennsku við anda stefnuskrár sinnar. Þær verða að Icyfa inngöngu ríkjum þeim er sótt hafa um upptöku. Kína sem önnur lönd verður að fá þar fidltrúa, af háifu þeirrar ríkis- stjórnar sem þjóðin hefur kosið sér. Á grundvelli þessa hefur heimsfriðarráðið ákveðið að taka upp baráttu um öll lönd fyrir því að setzt verði að samningsborði. Með þessu átaki munu þjóðirnar á margvíslega skipu- lagðan hátt bera fram kröfur sínar um að allar deilur og ÖH ágreiningsatriði verði leyst á friðsamlegan hátt. Eingöngu þjóðirngr sjálfar geía með viðstöðulausum aðgerðum tryggt viðræðufundi, samkomuíag og frið. (Samþykkt í einu hljóði á fundi heimsfriðarráðsins í Búdapest 20. júní 1953). fiem hafa í hyggju að sækja um garðvist næsta Vetur eru minntir á að umsóknir þeirra þurfa í ð vera komnar í hendur Garðstjórnar fyrir 15. ágúst næstkomandi. Stjórn Stúdentagarðanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.