Þjóðviljinn - 17.07.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞjÓÐVILJINN — Föstudagur 17. júlí 1953
j ,,Sir}úkum"
Við vorum í samkvæmi og
allt í einu var farið að tala
um frágang á þvotti. Húsmæð-
urtiar voru allar sammála um
að það væri hræðilega leiðin-
leg og seinleg vinna að strjúka
þvott og þær kvörtuöu sáran.
Við vorum að vorkenna hver
annarri hástöfum, þegar einn
eiginmannanna greip fram í og
sagði að við gætum sjálfurr
okkur um kennt. Við þyrftam
alls ekki að strjúka allan þenn-
ati þvott. Hávær ' mótmæli
kváðu við. En hann stóð fast
á sínu og sagði að hann hefði
komið því til leiðar á sínu heim-
ili, að ekki væri snert við að
strjúka það sem ástæðulaust
væri að strjúka. Hann sagði til
dæmis að alger óþarfi væri að
strjúka vasaklúta sem vöðtað
.væri strax niður í vasa. Og
hann lagði þá spurningu fyrir
viðstadda, livort þeir væru ekki
allir með krypp’aða vasaklúta i
vasanum. Það reyndist réti og
allir urðu að viðurkenna að
það hefði ekkert gert til þótt
þeir hefðu verið jafnkryppláo-
ir frá því að þeir voru þvegnir.
Og hvað um náttföt og nátt-
kjóla? hélt maðurinn áfram.
Hversvegna er verið að str júka
það ? Það er ekki sanað en
tímaeyðsla, því að það kryppl-
ast undir eins aftur.
Og eigin'ega hafði þessi eig-
inmaður nokkuð til síns máls.
Stunduni strjúkum við af ein-
um saman vana og sumt get-
um við hætt að strjúka. Það er
óþarfi að ganga eins langt og
þessi eiginmaður, sem vildi
helzt ekki láta strjúka neitt, en
það eru áreiðanlega margar
konur sem strjúka flíkur
aðeins vegna þess að aðrir
eru vanir því. Og strýkurðu
vegna þín eða vegna nágran.n-
ans?
Mikið er unnið við það að
nota efni sem ekki krypplast í
nýjar flíkur, því að þær
&aímagns!akmörkun
1 dajf verSur stiaumuriim tckinn
af sem hér segir:
Kl. 9.30—11.00:
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hverfi við Laugarnesv. að Kiepps-
vegi og svæðið þar norðaustur af
Kl. 10.45-12.15
Austurbærinn og miðbærinn milli
Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar-
götu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbrautar að sunnan.
Kl. 11.00-12.30
Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn-
argötu og Bjarkargötu. Melarnir,
Grímsstaðaholtið með fiugvallar-
evæðinu, Vesturhöfnin með Örfir-
isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes
fram eftír.
KL 12.30-14.30
Hafnarfjörður og nágr. Reykjanes.
Kl. 14.30-16.30
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
eund, vestur að Hlíðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthólsvík í
Fossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur.
vi 5 of mikið
er óþarfi aö strjúka. Ef slík
efni eru notuð í undirfatnað,
blússur og barnaföt, minnkar
hlaðinn sem þarf áð strjúka
og það er hreint ekki lítils
virði.
Um aS snúa
(P o • n
fofum vsS
Það er komið í tízku að snúa
fötunum sínum við. Fyrst var
byrjað að snúa við kápum, síð-
ar regnkápum og nú eru treyj-
urnar komnar í hópinn. Á mynd
inni er falleg treyja, dökkblá
og hvít, á fyrri myndinni snýr
dökkbláa hlifiin ut og á hinni
sú hvíta með bláu dropunum.
Stroffið er eins báðum megin
og treyjurnar eru hafðar í sam
ræmi við litla blússu úr sama
efni og innra borð peysunnar.
Það er tvenns konar efni í treyj
unni, öðrum megin er einlitt,
þykkt alpakka, hinum megin
gervisilki.
TiJ
liggiir leiðin
71.
A.J.CRONIN:
Á annarlegri strönd
t«=' ---- ■■■ ----
ar sukku niður í leðjuna og forin slettist upp
á fötin hennar. Volgir, stingandi regndroparn-
ir límdu hárið við enni hennar. Henni stóð á
sama. Hún æddi áfram, gekk yfir brúna yfir
uppbólginn lækinn, og komst loks út á aðal-
þjóðveginn.
Hún andvarpaði af feginleik og gekk hratt
af stað niður breiðan, auðan veginn. Það var
sama leiðin og Harvey hafði gengið, kvöldið
sem hann kom til Los Cisnes í fyrsta skipti —
en mikið hafði hún breytzt! Nú lék enginn
mildur bjarmi um stilltar, þöglar trjákrónur.
Nú æddi '’eljandi vindur um skóginn, sleit burt
greinar og lauf, kramdi, eyðilagði, hvein og
næddi. Þó hindraði regnið för hennar enn meira
en vindurinn. Hún hafði aldrei verið úti í ann-
arri eins iigningu. Hún helltist yfir hana, heit
og ofboðsleg. Fötin límdust við liana eins og
drukknaða konu. Pollar mynduðust við fætur
hennar. Á regnmettuðum himninum brá öðru
hverju fyrir bjarma af eldingum, sem líktist
ekki neimm þeim eldingum sem hún hafði áð-
ur séð.
Hún héit áfram og það var viljinn einn sem
raka hana áfram. Hún gekk gegnum þorpið La
Cuesta, fram hjá vatnsgeymunum sem nú
flóði út úr. meðfram þverhníptum basaltklett-
uuum. En þrátt fyrir einbeitnina var hún farin
að lýjast Þótt vindurinn væri nú í bakið og
leiðin lægi niður í móti, var hún orð:a örmagna
af þreytu. Hún riðaði í spori og var komin að
niðurlotum.
En þá — til þess að sýna að guð væri ekki
búinn að gleyma henni! — kom vagn skröltandi
niður hlíðma.
Hún heyrði hófaskellina, sneri sér við og
veifaði ljoskerinu. Ökumaðurinn stöðvaði múl-
dýrið og virti hana fyrir sér gegnum pokann
sem huldi andlit haas og skrokk.
Það var undarlegt að sjá hana þar sem hún
stóð og hrópaði gegn vindinum og gerði sitt
ýtrasta til að reyna að gera sig skiljanlega.
,,Má ég sitja í.“
,,Pero yo no entiendo."
„Þú ve'ður að leyfa mér að sitja í. — I guðs
bænum, ieyfðu mér að sitja í vagninum til
borgarinnar."
Hverjar sem hugsanir hans voru, þá var
honum ljós neyð hennar. Og veðrið var óskap-
legt. Hann gaf henni merki með svipuani. Um
leið var hún komin upp í vagninn, setzt við
hlið hans og þau voru komin af stað, þutu
skröltandi gegnum æðandi myrkrið.
Ökumaourian var frá Santa Cruz og óveðrið
hafði náð honum handan við Laguna. Nú ók
hann til borgarinnar með ofsalegum hraða, af
ótta við að verða veðurtepptur í liæðunum.
Hann sagði ekki orð, en öðru hverju skotraði
hann aug mum til hennar. Hún mælti ekki orð
heldur. Hún sat eins og stirðnuð á hörðu sæti-
inu, gagntekin óviðráðanlegri óþolinmæði.
Henni fannst ekki nógu hratt ekið, þótt ekið
væri í loítinu. Ferðin virtist óendanleg.
En loks sást daufum ljósunum í Santa Cruz
bregða fyrr. Strætin voru auð, engin lifandi
vera á torginu, þegar þau óku skröltandi í
áttina að markaðnum. En gegnum þessa auðn
og tóm heyrðist drjnjandi niður: það var ekki
regnið, ekki vindurinn; hún vissi ekki hvað
það var sem drundi í eyrum hennar. En allt í
einu varð henni ljóst að þetta var árniður.
Það var Barranca Almeida, — sem ruddist
barmafull gegnum borgina í áttina til sjáv-
ar.
Vagninn nam staðar við hesthús í hliðar-
götu, skammt frá markaðstorginu. Hún steig
stirðlega niður úr vagninum, þreifaði niður í
vasa simi og rétti piltinum pening. Svo leit
hún í kring um sig. Það var ekkert hik á
henni. Eftir fimm mínútur var hún komin í
Calle de la Tuna og stóð við húsið, sem bar
númerið, sem hún leitaði að. Það var ekkert
útiljós yfir dyrunum, en gegnum basttjöldin
sá hún að það var Ijós fyrir innan. Hún beið
ekki boðanna heldur tók í húninn. Hurðin var
ólæst. Hún dró andann djúpt og gekk inn i and-
dyrið. Það var langt anddyri, gólfið lagt tigla-
skrauti og til hliðanna stóðu rytjulegir pálmar.
Á einum veggnum héngu smámyndir af skip-
um, saumaðar úr ullargarni. Til vinstri voru
bogmyndaðar dyr með tjaldi fyrir, og þaðan
barst ljós, mannamál og hlátur. í ljósbjarm-
anum sást að loftið var þrimgið tóbaksreyk.
Og þegar hún lagði eyrun við heyrði hún kæru-
leysislega samhljóma leikna á mandólín.
Súsanna stóð grafkyrr. Þarna var ekkert
sérstakt tem vakti óhug. En samt sem áður
hafði hún hræðilegt hugboð urn ógn og skelf-
ingu. Hún kreppti hnefana og gekk lengra inn
í anddyrið. Um leið lcom kona framfyrir tjald-<
ið. |
Það var mamma Hemmingway.
Regnvotar kinnar Súsönnu urðu eldrauðar
sem snöggvast. Hún beið þess að svívirðing-<
arnar dyndu á sér.
En hin konan þagði. Það var engu líkara en
henni yrði orðfall, aldrei þessu vant. Loks geklc
hún að Súsönnu og virti hana nákvæmlega fyr-
ir sér. Það kom undrunarsvipur á svipljótt
andiit hennar. Svo sagði hún:
,,Hvað í ósköpunum ertu að gera út í þessu
veðri? Svei mér ef ég hélt ekki að þetta væri
svipurinn þinn. Þú ert blaut — alveg holdvot.
Nú lízt mér á það. Þú ert meira að segja regn-
hlífarlaus. Veiztu ekki, að það er ekki hundi
út sigandi?"
Það var engu líkara en það vottaði fyrir!
samúð í rödd hennar.
Og Súsönnu var vorkunn. Það var ekki þurr
þráður á henni, rennblautt hárið límdist við
andlit hennar, skórnir fullir af vatni og vatn-
ið streymdi úr fötum hennar niður á gólfið. En
það var eins og hún yrði þess ekki vör. Húu
hrópaði: '
„Bróðir minn — er hanci hérna?“
Mamma Hemmingvvay lét eins og hún heyrði
ekki hvað hún sagði. Skyndilegur dugnaður
gagntók nana. Hún greip um handlegg Sús-
önnu og sagði einbeitt:
„Aldrei hef ég vitað annað eins og þvílíkt
-— að æða út í svona vitlaust veður. Hélztu að
þetta væri sólskinsskúr, eða hvað? Þú sál-
ast úr kvefi, lungnabólgu og guð má vita
hverju. Svei mér þá — ég get ekki horft upp
á þessi ósköp. Komdu hérna inn fyrir og
þurrkaðu af þér tuskurnar.“
Og áður en Súsanna gat áttað sig, hafði hún
teymt har:a með sér inn í litla setustofu hinu-
megin í ganginum. Þar ýtti hún henni niður í
stól, talaði án afláts og fór að róta í kommóðu
sem stóð fyrir neðan byrgðan glugga.
OLIHS OC CAM^N
Svo þér notið þreim gleraugu, prófessor?
Já, eín til að sjá frá mér, önnur til að sjá það
sem nær er, og þau þrlðju til að leita að hin-
um tvennum.
Konan: Manstu að í dag eru 25 ár Iiðin siðan
við trúlofuðumst?
Prófessor: I>ú hefðir átt að minna mig á þetta
fyrr — það er sannarlega kominn tími til að
við giftum okkur.
Betlari: Áttu fyrir kaffisopa?
Stúdent: Nel, en ég vona að klóra mig ein-
hvernveginn fram úr þv'í.
Mér finnst ég ekki vera eldri en tveggja ára.
Tveggja ára fill éða tveggja ára egg?
Hún: 1 guðs bænum, hafðu báðar hendurnar á
stýrinu.
Hann: Ja, ég lærði þetta nú svona. j