Þjóðviljinn - 17.07.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.07.1953, Blaðsíða 6
h — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. júlí 1953 þJÓOVIUINN (jtgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. EUtatjórar: Magnúe Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. ititstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 18. — Sími 7500 (3 línur). Áskrlftarverð kr. 20 ó múnuðl í Reykjavík og núgrenni; kr. IX annars staðar A landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. V—----------------------------------------------------------x Getur Framsókn gengið í endurnýjung lífdaganna? Þegar verk.alýður Lslands hugsar um með hverju móti stétt I.ans getur orðið sameinuð heild, er leiði alla alþýðu fram til sig- vrs yfir auðvaldi og afturhaldi, leiði þjóðina til sigurs yfir ame- risku auðvaldi í orustunni um ísland, þá kemur sú hugmynd stundum upp í kolli sumr.-i, sem muna stutt, að Framsóknar- flokkuiinn gæti átt samleið með'verkalýðmun í slíkri baráttu. Það er nauðsynlegt fyrir íslenzka verkalýðshreyfingu að gera þetta mál upp við sig, [»vi það er deilan um hvort ís- lenzkur verkalýður og samtök hans eigi að una því hlut- sldfti að vera taglhnýtingur Framsóknar til illra verka og ógæfu — eða að verða forustustétt allrar alþýðu og þjóðar- innar í frelsisbaráttu hennar. Hver er reynsla íslenzks verkalýðs- og alveg sérstaklega Al- þýðuflokksins af Framsókn og ekki sízt samstarfi við hana á niðustu 20 árum7 Það var Framsóknarflokkurinn, sem með afturlialdspólitík sinni eyðiiagði að miklu lejdi Alþýðuflokkinn og möguleika hans og þarmeð stjórnarsamstarfið 1937. Það var Framaóknarf 1 okkurinn,, sem eftir að hafa notað Al- þýðuflokkinn til myndunar þjóðstjórnar og gengislækkunar 1939, t.parkaði honum út úr stjórninni með setningu gerðardómslag- anna 1942 Það var Framsóknarflokkurinn, sem gerði allt, sem hann gat til þess, að hindra að Alþýðuflokkurinn yrði með í nýsköpun- arstjórninni og stigi þarmeð eitt gæfuríkasta spor, sem sá flokk- ur hefur stigið á ógæfubraut sinni síðasta áratuginn. Og það var Framsóknarflokkurinn, sem síðan barðist á móti mestu velferð- armálum verkalýðsins í þeirri stjórn, t.d. tryggingarmálunum. Og .úðan liefur keyrt um þverbak með afturhaldspólitílc Fram- sóknarflokksins. Vond er reynsla Alþýðuflokksins sem flokks af Framsókn. En margfallt verri er reynsla verkalýðsins sem stétt- ar. Og aldrei verri en nú. Frá gei'gislækkun og kaupráni, samfara vaxandi dýrtíð hefur sá flokkur nú stigið sporið til að heimta vopnaðan her gegn ís- Icnzkum verkalýð, til þess að brjóta verkalýðssamtökin undir ok íimerískra og reykvískra auðmanna. Og samferða kúgunarpólitík Framsóknar gagnvart alþýðu, hefur orð’ð svikapólitík hennar gagnvart þjóðinni og frelsi henn- zr. Framsókn, sem heimtaði ameríska herinn úr landi 1945 og greidd: hálf atkvæði gegn Keflavíkursamningnum þá, þegar hún var utan stjórnar, hefur svikið öll sín heit, þvi lengra sem hefur Jiðið, uns hún heimtaði öll hernámið 1951. „Hæg er leið til Hel- vítis, hallar undan fæti.“ Og af hverju er Framsókn orðin svona — þessi flokkur sem eitt sinn var róttækur flokkur fátækra bænda, sem börðust gegn auðvaldi með samvinnu að hugsjón, — flokkur sem stofnandi hans, Jónss frá Hriflu, lýsti svo 1917: að hann getur ,,engan veg- inn oroið agrar-flokkur. Þröngsýnir og smásálarlegir bændur og sveita\inir geta ekki átt þar heima‘“ ? Fiamsólcn er orðin svona af því útlent og innlent auðvald rg þröngsvnir og smásálarlegir valdabraskarar á vegum þess hafa náð valdinu yfir flokluium og S.Í.S. Eldnr sam- vinnuliugsjónarinnar er fallinn í fölskva „umboðslaun og gróði“ verstu auðhringa heims eru orðin leiðarljós Sam- bandsins, þjónusta við harðsvíraðasta auðvald veraldar ófrávíkjanleg trúarsetning Framsóknar. Er furða þó slíkur jlokkur sé orðinn fjandsamlegur íslenzkum verkalýð ? Og hvernig getur nokkrum manni með ábyrgðartilfinningu gagnvart alþýðu Islands og nokkurnveginn heilbrigðri skynsemi óottið í liug að þessi flokkur geti gengið í endurnýjungu lífdag- rnna ? ÖII sókn alþýðunnar kostar baráttu. Alþýða sveitanna á samleiff með alþýðu bæjanna í lífsbaráttu sinni. Baráttuna fyrir því að sú sameiginlega leið sé farin mun alþýða sveit- anna verða að heyja'gegn Framsóknar- jaínt sem Ihalds- valuinu. En eining verkalýðsins í bæjunum þannig að hann se afl, sem treysta má til forustu og samstarfs, er skilyrðið tjl þess að sveitaalþýffan rísi upp og hristi af sér alturhald Framsóknar. — I*á einingu verkalýðsins þarf að skapa og það fljótt. Með bnndið fyrir angun Mönnum er í fersku minni vikurnar fyrir kosningar þeg- ar allt í einu birtust í 'Morg- unblaðinu greinar eftir Krist- ján Albertsson, dagsettar í Rómaborg, með hlemmifyrir- sögnum: Eigum við að hleypa Rússum inn í landið? Krist.ján á sem kunnugt er aðsetur í heimsborginni París. Nú hafði hann brugðið sér fiá París til Róm til að hrista af sér vetrarmókið og láta skína á sig hærri sól. Kristján er maður hámenntaður, heims- borgari, fagrar listir eru and- rúmsloft hans og mætti kveða svo að orði að hann sé ímynd vestrænnar siðfágunar. En menn lifa ekki á einu saman brauði, ekki heldur á einskæru sólarljósi. Lífið heimtar and- stæður ef nautn þess á að vera alfullkomin. Og því mun svo að livorki hin ítalska list né sólarljósið þessa vordaga fullnægði þrá Kristjáns. Hann varð að finna þá andstæðu er gæfi dögunum dýpri lit. Hann vantaði skuggann í myndina, þann hroll í sálina er gerði siðfágunina að nógu upphaf- inni dyggð. En þá vill honum til happs að fyrir dyrum standa kosningar á Italíu, eins og hér heima, og stuðnings- menn De Gasperis liafa aug- lýst hrollvekjandi sýningu frá Rússlandi af þrælahaldi í fangabúðum, og Kristján kemst allur í uppnám, anda- giftin hressist við, sköpunar- gáfan tendrast og nautnin er alfullkomin. Og því er það að íslenzkir lesendur sem þekkja fegurðardýrkun Krist- jáns og bjuggust við er þeir sáu ferðapistla eftir hann frá Róm að þar yrðu lýsingar á sóldögum og nýjustu tízku í listum og klæðaburði eru í staðinn leiddir ciiður í myrk- ustu draugagöng eins og í Tí- volí þar sem glyttir í skinin bein,' holar augnatættur og limlesta skrokka. Þessi sýning hefur eflaust gert heimsborg- aranum sitt gagn, hefur veitt honum þá alnautn er hann þráði, og hún hefur líka vafa- laust gert Mcrgunblaðinu sitt gagn. En þó er eitt dálítið leiðinlegt í þessu sambandi fyrir jafn veraldarvanan mann: Krist ján hafði látið pl9.ta sig, hann tók sjónleikinn fyrir alvöru. Það komst upp um sýninguna. Ljósmyndirn- ar voru ekki teknar í Rúss- landi, heldur á Italiu, og fólk sem stolið hafði verið af mynd um þekktist og fór að gefa sig fram, meðal annars kaþólskur prestur ítalskur er sá þar mynd af sér bak við fanga- grindur sem rússneskum presti. Og sýning'n varð að- hlátursefni um alla Italíu, og flokki De Gasperis mistókst að vinna á henni kosningam- ar. En Kristján hefur gleymt að skýra frá því í Morgunblað- inu að hann var gabbaður og að hann ritaði hina nytsömu hugvekju til landa sinna á röngum forsendum. En undanfarnar vikur hef- ur verið meira í húfi en kosn- ingar á Italíu. Auðvaldsöflin sem tendrað hafa kalda stríð- ið, millirikjahatur, hótað með atómsprengjum, haldið uppi heita stríðið í Kóreu, Viet Nam og á Malakkaskaga fyllt- ust ótta um að ö!l þessi borg væri að hrynja og það væri yfirvofandi hætta á friði. Það væri hætta á friði í Kóreu, hæt'ta á samkomulagi og ein- ingu í Þýzkalandi. Voru því góð ráð dýr að setja stærri hluti á svið en á ítaliu, ekki einungis ljósmyndir heldur lif- andi fólk. Þá er blásið lofti í Syngman Rhee sem legið hafði sem skorpinn belgur í stól sínum. Þá er blásið upp kröfugöngu stúdenta í Suður- Kóreu sem leigðir eru eftir því sem New Statesman and Nation segir fyrir einn dollara á dag til áð hrópa: Niður með Norður-Kóreu, við heimtum að stríðinu haldi áfram! Sam- tímis er hinn margboðaði X- dagur (þegar upphlaup skyldu gerð sem undanfari innrásar í Austur-Þýzkaland) settur á svið í Berlín og sendir inn á hernámssvæði Rússa upp- hlaupsmenn úr nazistasveitum til íkveikju og skemmdarverka undir forústu bandarískra liðsforingja. En upphlaupið mistókst, og það komst upp um sýninguna líkt og á Italíu. Og þeir að vestan urðu ofsa- reiðir, og hafa leitazt við sem óðir menn að vinna það upp í áróðri og hatursblástri sem þeim mistókst í her- kænsku og byltingarfram- kvæmd. Og nú er stofnað til stórfenglegra sýninga í Vest- ur-Berlín, jafnt á Ijósmyndum sem lifandi fólki, og allt sagt komið að austan. Og enn hefur Moi’gunblaðið sent mann út af örkinni, ekki þó sendiherra sinn í París heldur unglingspilt sem það hefur verið að ala sér upp síð- ustu mánuði. Hann fékk sömu ástriðu og Kristján og hann kom í stórborgina, hann vildi sjá eitthvað hrollvekjandi. Og hann varð miklu heppnari. Hann komst á lifandi manna sýningu, venilegt show, og lionum er sagt: sjá hér eru flóttamenn! — Þarna stóðu ekki stúdentar fyrir einn doil- ara á dag og hrópuðu: Við viljum meira stríð! Þarna húktu menn í stellingum, ves- aldarlegir og tærðir, hrópuðu ekki heldur sátu og biðu að vinnudeginum lyki, sátu í örvinlun eins og á miðilsfundi, ekki í myrkri heldur með bundlð fyrir augun. En Matthías er ungur og ó- harðnaður. Hann varð ekki uppnæmur af hrifningu eins og Kristján, heldur viknaði.. Og fregn hans af sjónleikn- um fyllti í fyrradag lieila síðu i Morgunblaðinu. Og það fylgdu myndir af fundargest- Framh. á 11. síðu. VERKALtÐSÞING 3. þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaganna er haldið verður í Vín 10.—21. okt. n. k. verður með nokkuð öðrum hætti en venja er um slík þing sambanda eða félaga. Það er skilur það frá, er að öllum samtökum verkalýðsins livar sem er í heiminum er lieimilt að senda þangaS fulltrúa án tillits til þess livort þau eru meðlimir Sambands'ns eða ekki. Hafa allir kjörnir fulltrú- ar full þingréttindi i öllum málum er rædd verða á þihg- inu :að undanteknum fjármálum sambandsins og kosningu stjórnar. Eins og dagskrá þingsins ber með sér, en hún hefur áður verið birt i þessum dálki, tek- ur þingið til meðferðar öll helztu vandamál verkalýðsins, hvar í heiminum sem er, þjóð- ernisleg, efnahags- og menning- arleg. Verkalýðúrinn, hv.arvetna fylgist af miklum áhuga með undirbúningnum. Daglega berast bréf þúsundum saman til aðal- stöðva Sambandsims með fyrir- spurnum um skilyrði til þátt- töku eða annað er þingið varð- ar. Má vænta mjög mikillar þátttöku, nú þegar er 1 jóst að fulltrúar verða vart undir 1500, og hafa þó eins og vænta má ekki nær allir tekið - ákvörðun. enn, Þess setti .að mega vænta að íslenzkur verkalýður sæi ekki síður en stéttarsvstkini hans í öðrum iöndum hversu gífurlega þýðingu þetta þing ' gebur komið til með að hafa fyrir framgang hagsmunamála verkalýðsins." Hversu mikilvægt það er fyrir verkalýð Utillar þjóðar, sem stríðsbrjálað stór- veldi er að revna að gleypa, að tengjast traustum böndum verkalýð annarra landa í bar- áttu sinni fvrir frelsi og þjóð- legu sjálfstæði. Enn eykur það þörf okkar á þátttöku í þessu þingi að hin einu alþjóðlegu skipulagstengsl okkar eru við hið svokaúaða Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélagá er hefur bað að meg- inverkefni að sundra verka- lýðnum í stað þess að sameina hann, og hafði þau ein verkefni á nýafstöðnu þingi sínu í Stoklc hólmi, að ræða um baráttuna gegn kommúnismanum og á hvem hátt framleiðslugeta verkalýðsins yrði bezt nothæfð í þágu styrjaldarundirbúnings- ins, sbr. dagskrá þessa þings er ibirt var hér í blöðum og út- varpi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.