Þjóðviljinn - 11.08.1953, Side 6

Þjóðviljinn - 11.08.1953, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 11. ágúst 1953 þióoyiuiNN f*tyefandt: Sameiningarflokkur alþýOu — Hósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson. ITréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Augiýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: SkólavörðuBtlg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakrlftarverð kr. 20 á mánuðl I Reykjavlk og nágrennl; kr. lí annara staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklö. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. VanSéðan Framséknarfiokksins ' Þaö mun öllum ljóst sem fylgst ha.fa með þróun og gangi íslenzkra stjórnmála að ekkert var fjær forkólfum Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar í sum- ar en aö telia að nokkur vafi gæti á því legið að Framsókn og íhaldiö tæki höndum saman að þeim loknum. Forkólfar Framsóknarflokksins gengu lengra í því en jafnvel sjálft íhaldið að verja stefnu núverandi ríkis-i stjórnar og telja kiósendum trú um aö hún hefði sér flest til ágætis. Þetta geröu talsmenn Framsóknar þrátt fyrir allar þær staðreyndir sem fyrir lág-u um skaðsemi og bölvun stjórnarstefnunnar fyrir alþýðufólk landsins, iafnt til sjávar sem sveita, og þrátt fyrir það aö mikill iiöldi óbreyttra hðsmanna Framsóknar fordæmdi rikis- stjórnina og stefnu hennar og átti þá ósk heitasta að tilvera íhaldsstiórnarinnar tæki sem fyrst enda. Fi'amsóknarflokkurinn missti verulegt fylgi í alþingis- kosningunum og tveir þingmenn hans lágu eftir í valnum. En það sem boðaði þó alvarlegust tíðindi fyrir Framsókn var, aö v.íðast hvar í landinu fór fylgi flokksins hrakandi og sum örugg-ustu og grónustu kjördæmi hans reynd-* ust vera aö því komin að falla í hendur íhaldsins. Þessi þróun er ekki óeölileg. Með samvinnunni við íhald- ið og stjórnarstefhu sem ber öll emkenni íhaldsins og hagsmuna hinna ríku fælir Framsókn frá sér fyigi sem treyst hefur henni til einhverra skárri hluta en íhaldinu og hrindir um leið hægra fylgi sínu yfir á sterkari stjórn- arflokkinn, aðalflokk íslenzku auðstéttarinnar. Fólkið hættir að gera nokkurn greinarmun á þessum tveim aft- urhaldsflokkum. Þessar staðreyndir blasa nú við Framsóknarforkólfun- um og á þeim liggja ákveðnar kröfur frá mönnum innan flokksins, sem enn telja sig .,frjálslynda“ og óttast örlögin sem bíða hans, um að ekki verði á ný gengið 1 eina sæng •neð aðalflokki auðstéttarinnar. Skoðun þessara manna er, að verði svo gert sé ekkert framundan hjá Framsókn- arflokknum nema hrörnun og uppflosnun, sem á tiltölu- lega skömmum tima leiði til þess að Framsóknárflokkur- inn líði undir lok sem sjálfstæð stjórnmálasamtök. Vissulega hafa þessir menn rétt fyrir sér. En ályktunin sem forkólfarnir draga af viðvörunum þeirra er sú ein aö nauðsynlegt sé að draga Alþýöuflokkinn einnig á ný op- inberlega niður í fen íhaldsþjónustunnar. Hafa Framsókn- armenn sett þá hugmynd fram bréflega við íhaldið og bíða nú þess að íhaldið segi. til um afstöðu sína til máls- ins. Átti flokksráð íhaldsins að fjalla um hana á fundi í qærkvöld. Er varla að efa að þessi „björgunar“-hugmynd Framsóknar mæti velvild og skilningi hjá Ólafi Thors, Biarna Benediktssyni og liðsmönnum þeirra. íhaldið hef- ur ánæaiulega revnslu af að geta gert báða hjálparkokka rína ábyrga fyrir stefnu sinni og úrræðum, og er þá skemmst að minnast samstjórnar þeirra allra undir for- sæti Stefáns Jóhanns 1947—1949. Hitt er svo annað mál hvort slík fórn af hálfu Alþýðu- flokksins yrði Framsóknarflokknum til bjargar. Vafalaust mvndi hún í b;li draga úr mestu vanlíðan Framsóknar- forkólfanna sem nú sjá ekkert annað en hengiflugið framundan að óhrevttri stefnu. En þeaar frá liöi er h.ætt við að afleiðingin yrði sú ein að Alþýðuflokkurinn hefði ásamt Framsókn gengið fyrir pólitískan ætternis- stapa. Gæti það út af fyrir sig orðið Framsókn nokkur fróun í raunum hennar að vita AlþýÖuflokkinn fylgja sér í. þá pólitísku gröf sem bíður hennar vegna þer'rrar órjúfandi somstööu sem ráöamenn flokksins eiga orðið með auðstéttaröflum landsins. Fyrir raunverulega auðvaldsandstæðinga og vinstri- menn landsins er brautin hins vegar glöggt mörkuð. Þeirra skylda er að þjappa sér saman í eina sterka og öfl- uga samstarfsheild, hvaö sem líður samningabraski auð- stéttarinnar oq- bess hækjuliðs sem hún styðst við í Fram- sókn og Alþýðuflokknum. Þar hefur Sósíalistaflokkurinn þegar varðað veginn með samstarfstilboði sínu til Alþýðu- flokksins. Sú stefna sem þar er mörkuð á vaxandi fylgi að fagna meðal heiðarlegs alþýðufólks um land allt, sem skilur að sundrungin er aðeins vatn á myllu auðstéttar- innar og íhaldsins. L_ 3 Ú K A. R -K S T Þ Æ T T 1 R Og við ókum suður löndln Búkarest 3. ágúst. Við fórum frá Bad Schan- dau að morgni 30. júlí, eftir rúmra 3ja sólarhringa dvöl sem ekkert okkar mun nokkru sinni gleyma. Leystu Þjóðverj- arnir okkur út með gjöfum, kvöddu okkur með söng — og sumir með hryggð, enda hafði verið fest trú viciátta í Elfar- dal þessa daga. Það var barna- kór sem söng ættjarðar- og þjóðlög, og stjómaði honum 15—16 ára stúlka. Eg veif- aði til hennar i þakklætisskyni eftir klappið. Hún brá við á samri stund og batt bláa þrí- hyrnu itm háls mér. Svona er fólkið þar sem það fær að vera sjálfu sér trútt. Látil stúlka kom af sjálfsdáðum til félaga míns, rétti honum kort með nafni sínu og heimilisfangi, og 'þessum texta að auki; Freundschaft — sem þýðir virátta. Það var táknræn at- höfn — og þessi stúlka hlaut að minnsta kosti ævinlega vináttu okkar Islendinga er dvöldumst i Bad Schandau. Við vorum um 700 manns í lestínni: 193 íslendingar, um 170 Svíar, 340 Hollendingar. Skyldi nú ekið dagfari og náttfari til ákvörðunarstaðar, og mundi það vera 51 tíma ferð. Leiðin lá um Tékkó- slóvakíu, Ungverjaland . og Rúmeníu — hin kúguðu lönd undir járnhæl kommúnism- ans. Þetta hlyti að verða erf- ið ferð. Svo var lestin von bráðar komin á hundrað kílómetra hraða. Og við ókum suður löndin og hrópuðum til þjóð- aima. Pratelstvi, Béke-Sabad- sa, Paci si prietenie — sem út- leggst: Vinátta, friður-vin- átta, friður og vinátta. Og þetta voru orð sem þjóðir landanna kunnu að meta. Það var að vísu stórrigning um alla Tékkóslóvakiu, en það kom í sama stað niður. 1 hverju þorpi sem við ókum nm stóð fólkið fyrir dyrum úti og tók undir kveðju okkar sömu orðum og við kölluðum til þess. Á hverri stöð þar sem lestin dokaði við beið okk- ar múgur og margmenni — syngjandi, dansandi, hlaðið matgjöfum, með fangið fullt af blómum. Á sömu leið fór í hinu sólbjarta Ungverjalandi og hinni lífsglöðu Rúmeníu. Það var nýr heimur, nýtt líf. Af ferðalagi þvert yfir þrjú þjóðlönd sósíalismans eru okk ur bömin minnisstæðust. Þau eru fullkomlega frjáls i allri framkomu og fasi, feimnislaus án frekju, glöð án ærsla. Okk- ur mun ekki gleymast það er tvær litlar stúlkur, 8-9 ára, fóru að dansa einkennilegan þjóðdans á stéttinni fyrir lest- ina þar sem við námum i ungverska bænum Békebcsaba. Við sáum ekki hvaðan þær komu, en allt í einu voru þær farnar að dansa utan við vagninn okkar, en tvær aðrar sungu undir. Meðan þær döns- uðu virtust þær ekki hafa hug mynd um tilvist okkar, en um ieið og þær lulcu dansinum litu þær brosandi til okkar, sveip- uðu hárinu frá augunum og voru á braut. Þeim leið sýni- lega mjög vel. Og með þessu fasi voru börnin í öllum lönd- unum þremur, jafnt í Kolis i Tékkóslóvakíu, þar sem barna kór er stjórnaði sér sjálfur’ söng fyrir okkur, og í Brutine í Karpataf jöllum þar sem drengur á fermingaráldri varp aði blómvendi inn um glugg- ann til okkar er við þutum framhjá, og lét, bréf fylgja með þar sem hann óskaði að 'heyra frá íslandi við fyrsta tækifæri. Við námum hvergi staðar til að borða, heldur sá fólkið í löndunum okkur fyrir fæði í lestina. Var það svo ríkulega úti látið að haft var orð á því undir lokin að lestin væri að verða matvælalest; og mætti þetta máski verða til huggun- unar Morgmiblaði voru i á- hyggjum þess um líf og heilsu austrænna þjóða. Átt- um við að þessu leyti ágæta daga í lestinni, en hinsvegar urðu næturnar öllu erfiðari þar sem menn urðu að sitja uppréttir þétt saman hlið við hlið — nema, þeir sem tóku gólfin framyfir sætin. Varð ýmsum lítið svefnsamt á þess- ari löngu leið. Og þótt okkur þætti vindurinn af lestinni í- skyggilega heitur er kom suð- ur um Plóestí urðu allir fegn- ir að stíga út úr henni klukku- tíma síðar í Búkarest. En væri vindurinn við Plóestí heit ur, þá voru það smámunir ein ir hjá logninu í Búkarest. Hitt mun þó lengst munað hve Ijúf ar mótttökur við hlutum. Það er eins og allir eigi í manni hvert bein. Þannig er mannlegt bróðerni. Bjarni. Uti oc inni Búkarest 5. ágúst. Islendingar í Búkarest búa allir saman og einir sér í gömlu hóteli nær miðbiki borg arinnar. Búa hjón í upphæð- um, slyppar konur í neðra, einhleypir karlar á 2. og 3. hæð. Það eru flest 2ja manna herbergi, allmörg eins manns, nokkur 3ja og 4ra manna. Það er enginn lykill í öllu húsinu, útidyrnar standa opnar allan sólarhringinn. En það er frið- ardúfa yfir hverri hvílu, og sjö í glugganum handan göt- unnar. Við borðum á veitingastað skammt frá hótelinu, tvær máltíðir á dag, en morgun- matur er sendur lieim til okk- ar. Miðdegisseytli og kvöld- dreitli verðum við að sjá okk- ur fyrir sjálf. Er hver máltíð þríréttuð, auk ávaxta — og miklar gnægðir alls. Muti meðalþungaaukning Búkarest- fara um það bil 2 kíló það sem af er ferðinni. Sumum finnst dálítið heitt á nóttunum, ekki síður en á daginn, en engin kvikindi eru hér til að ónáða okkur — nema einn hani sem vaknar fremur snemma. í stórum dráttum rísum við árla úr rekkju og göngum síðla til sængur, og virðist það koma allvel heim við háttu borgar- búa sjálfra. En öll óregla hef- ur vitaskuld verið bönnuð stranglega. Það bann er virt. Víð höfum 4 stóra strætis- vagna til afnota. Stöadum við í allmiklum ferðalögum milli skemmtistaða borgarinnar, þar sem dagskráratriði heims- mótsins fara fram. En 'þess á milli standa vagnarnir hér á götunni fyrir utan, og dorma 'bílstjórarnir hóglega í sætun- um milli ökuferða. Mun láta nærri að 600 strætisvagna- stjórar í Búkarest lifi sama lífi og fjórmenninganiir okk- ar. Væri fróðlegt að vita hvað hin frjálslynda borgarstjórn Reykjavíkur segði um þvílík vinnubrögð. Það skyldi þó aldrei vera að bílstjórarnir liérna séu þrælar? Ekki býst ég við að fólkið •hér í Rúmeníu sé forvitnara en til dæmis heima. En hitt er öklungis víst að það er eftir- látara forvitni sinni en víða annarstaðar. Það fer ekki eins vel með lmna — en hvíslar kannski þeim mun færra í fel- unum. 1 hvert sinn sem við landarnir erum að safnast saman í bílana til brottfarar út x bæinn safnast að okkur stórir hópar manna, masandi og brosandi og bandandi. Það fer inn í miðjan hópinn hjá okkur einsog ekkert sé. Þegar við erum að halda fundí hér í anddyrinu koma þeir til okk- ar og fylgjast vandlega með öllu sem fram fer. Stundum. greiða þeir atkvæði. —: Hvað erum við að gera hcr í borginni ? 1 fyrsta lagi eru menn algerlega frjálsir ferða sinna og geta gert allt sem venjulegir ferðalangar temja sér i stórborg. En sem þátt- takendum í heimsmótinu er okkur séð fyrir ógrynni skemmtana af hverju tagi. Hér fer á eftir plaggið sem hengt var upp á gamginn hjá okkur í fyrramorgun. „I kvöld (3. ágúst) hefur hópurinn fengið miða á eftir- taldar dagskrár: Rúmenskt bnxðuleikhús, 19 miðar. Þjóðleg dagskrá, Ungverja- land, 24 miðar. Þjóðleg dagski-á, Pólland, 24 miðar. Þjóðleg dagskrá, Rúmenía, 34 miðar. Sameiginleg dagskrá: Búlg- aría, Grikkland, Kyprus og Rúmenia, 39 miðar. Sameiginleg dagskrá: Frakk land, Rúmenía, Kórea, 49 miðar. Hátíðadagskrá, Austurríki, Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.