Þjóðviljinn - 21.08.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 21. ágúst 1953
Villigœsir
eftir MARTHA OSTENSO
1G. dagtir
Ný og falleg hálsmál
Vegna margumdeildu poka-
línunnar liggur við, að maður
taki ekki eftir mörgum nýjum,
ágætum línum og ,það er synd,
af því að margar þeirra eru
fyrirtak. Kjólarnir með djúpa
Annað snið, sem áreiðanlega
á eftir að sjást mikið á sumar-
kjólum, er bogadregna háls-
málið með kantinum. Hér er
það á dökkgráum kjól úr s'haa-
tung og kanturinn er hvítur.
Þetta er fallegt og skemmti-
legt snið fyrir ungar stúlkur,
sem eru að leita að fallegu
háismáli á sumarkjól. Þetta
hálsmál er líka mikið notað á
kjóla ,úr léttum ullarefnum og
mjúku jersey og klæða þeir
kjólar betur fullorðnar konur
en þeir úr léttu silkiefnunum.
Mvií dragt
úr ©i°l©s!
hálsmálinu eru bæði hentugir
og fallegir, og er ýmist hafð-
iir trefill, peysa eða lítil blússa
við hálsmálið. Hér er jersey-
kjóll frá Horvvitz & Duberman
úr nýju jerseyefni, sem búið
er til úr ull og lérefti. Jersey
er úr hreinni ull en með því
að blanda það rneð lérefti held-
ur það sér betur, án þess þó
að missa nokkuð af mýkt sinni.
Kjóllinn er með sléttu boga-
dregnu hálsmáli, sem undir-
strikast af hvítri tolxissu.
Nyloasokkair raed knipl-
ingakönfum
Margt vitlaust er fundið upp
í sambandi við nylonsokka. Það
nýjasta er keiiplingakantur efst
á sokkunum. Væri ekki skjm-
samlegra að reyna að fram-
leiða sterka sokka heldur en
einbeita sér að öllum þessum
vitleysum ?
Orlon er eitt af þeim efnum,
sem búast má við að ryðji sér
til rúms á næstunni. Það er
skylt nylon en er grófara og
sterkara og er þess vegna á-
gætt í pils, dragtir og vinnu-
fatnað. Einnig hefur iþað þá
kosti að blettir sjást lítð, það
hrukkast ekki, og auðvelt er að
Rafmagnstakmörkun
4Lv..jj Austurbærinn og mið-
« liVCIIl bærinn miili Snorra-
brautar og Aða’strætis, Tjarnar-
götu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbraut að sunnan.
þvo það. Þess vegna er tiltölu-
lega ekki erfitt að halda hvítri
dragt við, og svo er þessi líka
þannig í sniðinu, að það aflag-
ast ekki, þó að hún sé þvegin.
sóknarnefnd, þótt það tæki talsverðan tíma það var Bart og skýrslur hans um Mark
frá búskapnum. Harna naut þess að fylgjast sem hún óttaðist. Bart var eini tengiliðurinn
með því, hvort hinir sóknarnefndarmennirnir milli Calebs og umheimsins. Jafnvel þótt Amel-
væru verðir þess trausts sem þeim var sýnt.
Og vegna þess að hann liafði dálítið liugboð
í sambandi við Björn Aronsson, sem var gjald-
keri kirkjusjóðsins, fór hann á þennan fund.
Hann vírti vandlega fyrir sér yngsta bróður
Fúsa Aronssosnar meðan á fundinum stóð, en
þar var gengið að því sem vísu, að það fé
sem Birni hafði verið trúað fyrir, lægi í ör-
uggri geymslu í fjárhirzlunni heima hjá Birni.
Caleb sá enga ástæðu til þess, að Björn gæti
á þessum tíma árs keypt þrjár lireinræktaðar
Jerseykýr af heiðingjanum Klovacz. Caleb
hafði séð kýrnar í hjörðinni og þekkt þær und-
ir eins.
Eftir fundinn gekk hamn til Bjórns, sem
var að leysa hestana sína. ■
„Þú ert búinn að fá þér Jerseykýr", sagði
hann og klappaði unga manninum á herðarnar.
Björn hrökk við. Caleb brosti.
„Já, já“, sagði Björn.
„Fékkstu þær í Siding?“
„Nei. Ég keypti þær af Klovacz. Hann
þurfti á peningum að halda, áður en hann fer“,
sagði Björn. Hann horfði niður fyrir sig. Caleb
brosti aftur og tyllti sér á tá. Björn fór upp
í vagnimn, sló í hestana og ók af stað.
Björn var ólíkur bróður sínum, en vegna
þess að Fúsi var heiðarlegur töldu allir í Oe-
land víst, að sama heiðarlega blóðið rynni í
æðum allrar fjölskyldunnar. Þeim skjátlaðist
öllum, liugsaði Caleb og óskaði sjálfum sér til
hamingju fyiir að hafa fundið snöggan blett
á Aronsson heiðrinum. Nei, hann hafði lengi
vitað að Björn var ekki eins vandur að virð-
ingu sinni og bróoir hans. Björn hafði ekki
einu sinni hirt um að læra enskuna ems vand-
lega og Fúsi. Caleb ætlaði að fara i skyndi-
heimsókn til Fúsa í heimleiðinni.
Það var annað smáatriði, sem Caleb taldi
heppilegt að athuga. Hann fór upp í vagninn,
hottaði á hestinn og ók af stað áleiðis til
Klovacz búgarðsins. Veðrið var gott og Caleb
var í prýðilegu skapi. Þegar haan leit til
vesturs sá hann akrana síma, græna og blóm-
lega. Fyrir vestan hann var hrjóstrugt og
grýtt land Antons Klovacz, sem aðeins var
ræktað að örlitlu leyti.
Caíeb beygði inn á mjóa, fáfarna götuna
sem lá framhjá útihúsum Antons Klovacz. Hann
ók hægt og reyndi að gera sem m'nnstan
hávaða. Hann teygði úr sér til þess að sjá sem
toezt í kringum sig.
-Hann hafði eklci talað við Anton í marga
mánuði, en í Yellow Post hafði hann heyrt að
heilsu hans færi síhrakandi og hann færi inn-
an skamms til borgarinnar til að láta sér-
fræðinga rannsaka sig. En þær fréttir stað-
festu aðeins það sem Bart Nugent hafði skrif-
að honum, að Mark Jordan væri farinn til að
annast búgarð Klovacz í fjárveru hans. Bart
var duglegur maður og hann hafði verið
dyggur þjcnn Calebs í áratugi, án þess að
hann grunaði afleiðingarnar af því. Bart hafði
talið víst að Caleto hefði áhuga á Mark
vegna Amelíu. Sem gamall herlæknir og stall-
vörður hafði Bart haldið kunningsskap við
Mark Jordan eftir stríðið og hann hafði gefið
samvizkusamlega skýrslu um allt sem ungi
maðurinn hafði tekið sér fyrir hendur. Caleb
hló með sjálfum sér við tilhugsunina. Bart
hafði verið ómetanlegur. En nú —
Caleb tók síðasta bréfið upp úr vestisvasa
sínum ásamt bréfinu frá spítalanum. Hann
hristi 'höfuðið og það var óvenjulegur blær á
augnaráði hans. Það var svipur gamals mamis,
er heyrir lát gamals manns. Amelía mátti aldrei
fá að vita, að Bart Nugent var dáinn. Því að
ía frétti af dvöld Marks á búgarði Klovaez, mátti
hún aldrei frétta að Nugent væri látinn. Mark
Jordan færi aftur til borgarinnar og Caleb
missti sjónar á honum, en það fengi Amelía
aldrei að vita. Því að þá væri ótti Amelíu
úr sögunni.
Caleb hristist áfram .í vagninum framhjá
elrirunnunum sem uxu milli götunnar og bú-
garðsias. Hann heyiði raddir tveggja manna,
sem voru hinum megin við gerðið. Önnur
röddin var hvell og skerandi eins og í barni;
hin var djúp og hljómmikil. Caleto fékk þegar
í stað óbeit á öryggi þeirrar raddar. Hann
fann á sér að þetta var Mark Jordan. Hitt var
rödd Antons Klovacz, sem var að deyja úr
tæringu á rikislandi.
Gegnum runnana gat Caleb óljóst greint
mennina tvo. Jordan var hár og svaraði sér
vel, Anton Klovacz var enn hærri og magur
og tálgaður eins og spýta. Axlir hans slúttu
fram og andlit hans var ekkert nema bein
og skinn. „Ósköp er að sjá hann“, sagði
Caleb við sjálfati sig. Hann óttaðist sjúk-
dóma — eyðingu — allt það sem mannlegur
máttur gat ekki við ráðið.
Þegar Caleb ók framhjá sneri hanei sér við
og horfði aftur fyrir sig á Mark Jordan þang-
að til hann fékk verk í augun. Uss, hvað hann
var líkur föður sínum — gekk um eins og
hann væri guð almáttugur. Gamla ofsalega
afbrýðisemin ruddist fram í huga Calebs eins
og óstöðvandi flóðbylgja. Hann sat berhöfðað-
ur í vagnieium, teygði langa handleggina stirð-
lega frá sér og kreppti hnefana. Taumarnir
hengu lausir, hesturinn stappaði óþolinmóð-
lega. Dálítill fugl kvakaði inn í ciæsta elri-
runna. En Caleb sat kyrr. Hann var ekki
sonur hans, þessi gervilegi maður. Hamn var
sonur Amelíu og Dels Jordans, sem naut hafði
stangað til bana. Synir Calebs — börn Calebs,
hvernig voru þau ? Vissulega voru þau vel
ættuð og getin í hjónabandi. Ea þau voru
undin og kræklótt eins og kjarrið á landar-
eign hans, ófrjó eins og akrar hans höfðu
verið áður en hann vökvaði þá með lífsblóði
sinu. Caleb lét höfuðið siga, þangað til hakan
hvíldi á brjósti hans. Andvarinn lék um úfið
hár hans og í hinni ósýnilegu snertingu var
óendanleg meðaumkun.
5
Caleb beygði inn á landareign Fúsa Arons-
sonar. Það voru hæðnisdrættir kringum rnunn
hans. Hann kom í skemmtilegum erindum.
Stórvaxni íslendingurinn gekk til móts við
hann og kastaði þurrlega á hann kveðju.
„Mér er sagt að Björa hafi keypt naut-
gripi af Klovacz", sagði Caleb tolíðlega um
leið og hann steig niður úr vagninum. „Hann
hlýtur að vera vel stæður í vor“.
„Hann tók þá upp í gamla skuld“, svaraði
Fúsi stuttur í spuna.
■ Otaif OC CAMfrN
{ Kennari: Hvað er kóngsriki?
x Nemandi: Ríki, sem er stjórnað af kóngi.
J Kennari: Hver stjórnar ríkinu, ef kóngur fellur
ý frá?
A Nemandi: Dixjttning.
í Kennari: Og ef drottningin deyr?
/ Nemandi: Gosinn.
)
ý Enskur lögfræðingur iá veikur, gerði erfðaskrá ►
ý sina og skipaði svo fyrir, að allar eigur hans
\ skyldu renna til fábjána og fifla. Þegar hann
t var spurður um ástæðuna fyrlr þessari ráðstöf-
/ un sagði hann: Prá þeim komu eigurnar og
'' þangað skulu þær aftur renna.