Þjóðviljinn - 21.08.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.08.1953, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Það hefur heyrzt í útvarpi og verið sagt í blöðum, að búið sé að smala þingmönnum aftur- haldsins saman í Reykjavík, eins og hernámsvorið 1951 sæll- ar minningar, til að láta þá taka ákvarðanir utn örlög íslands sem prívatmenn á leynifundum. Og þjóðin spyr: Hvað stendur til? Á framboðsfundum fyrir nýafstaðnar kosningar fengu Þingeyingar að heyra frá munni ábyrgs aðila um dálítið af því sem stendur til, og virðist mér tímabært að ræða það nú ri'okkru nánar í málgagni okkar sósíalista. Á fundum þessum sagði Karl vinur minn Kristjánsson frá komu norska hershöíðingjans Öens hingað til lands í vetur leið, hver hefði verið tilgang- urinn með henni, og hverjar orðið niðurstöður af dvöl hans hér. Vildi Kax-1 láta svo heita sem ríkisstjórnin hefði • beðið hann að koma hingað til ráð- gjafar sér í svonefndum „her- varnarmálum“, og valið í þessu augnamiði norskan mann með sérstöku tilliti til þess að Norð- menn væru frændur og vinir ís- lendinga, og því mætti reiða sig á að maður af þeirra þjóð réði okkur heilt í þessum efnum. Eg JÖNAS ÁRNASON: Bjarnl Benediktsson tekur á móti Eisenhower 25. janúar 1951. Síðan lýsti Karl því yfir — og lét sér hvergi bregða — að þessi norski hershöfðingi, hollvinur okkar og frændi, hefði sagt, að hinn bandaríski hernaðarviðbún aður hér væri, einn fyrir sig, ófullnægjandi til að verja land- ið, en hinsvegar bráðnauðsyn- legt að hafa lierlið hér, vegna þeirrar upplýsingaþjónustu sem fyi-ir nærveru þessara manna var okkar litla þjóð, sem var að því komin að glata frelsi sínu þann 6. maí, orðin örugglega frjáls þann 7.? Og hvernig kem- ur þetta heim við nafn það sem liðinu hefur verið valið: varn- arlið. Mér skilst, .að samkvæmt þessari nýju kenningu sé það bara grín að kalla það varnar- veit ekki hvort Karl trúði þess- ari fullyrðingu sinni sjálfur, en hætt er við að einhverjir muni draga í efa sannleiksgildi henn- ar, enda hefur yfirleitt lítið á því borið að Bandaríkjamenn teldu þörf á að leita um það álits hjá öðru fólki, hvort held- ur íslendingum eða Norðmönn- um, hvað rétt væri að þeir gerðu á þessu landi. Auðvitað voru það Bandaríkjamenn sem sendu Öen hingað, og höfðu fyrirfram ákveðið niðurstöðurnar af svo- nefndri athugun hans, en af klókindum velja þeir norskan mann til að leggja fyrir okkur kröfur sínar um aukin ítök hér- lendis, ef ske kynni takast mætti að telja okkur trú um að hinn bandaríski vilji þeirra, ásælni þeirra og yfirgangur, væri fram- kvæmd á hollráðum vina vorra og frænda Norðmanna. En hver var þá niðurstaðan af svonefndri athugun hins norska hei'shöfðingja? Karl sagði, að ríkisstjórnin hefði spurt: Hvaða þýðingu tel- ur þú (því að ríkisstjórnin var auðvitað strax orðin dús við frændann), að viðbúnaður Bandaríkjanna hér mundi hafa til varnar landinu, ef til árásar kæmi af hálfu Rússa?; og: Hvað telur þú að gera þui'fi frekar í þessum ef num, ef eitthvað skort ir á? það veitti Atlantshafsbandalag- inu í heild. Ef Rússar gerðu árás, þá mundi þetta lið, skildist manni, senda skeyti um það til aðal- stöðva Atlantshafsbandalagsins, og þær síðan gera einhverjar ráðstafanir í málinu, þ. á m. sennilega senda aukið lið til að taka hér land og berja á þeim rauðu. Hlýtur þetta að hafa komið sem næsta nýstárlegur fróðleikur yfir okkar ágætu rík- isstjórn, þá sömu ríkisstjórn sem gaf út tilkynninguna fi-ægu á hernámsdaginn 7- maí 1951, þar sem sagði meðal annars, að ekki hefði verið talið óhætt að gera uppskátt um hernámssamn- inginn, eða láta Alþingi fjalla um hann, fyrr en hann var kom- inn til framkvæmda, vegna þess að yfirvofandi hefði verið árás Rússa á landið, og því allar líkur lil að þeir hefðu orðið á undan Bandarikjamönnum hingað, ef leyndin um hernámssamninginn hefði vei'ið rofin, og framkvæmd hans dregizt. Mátti þá ekki öll- um vera ljóst það álit í'íkis- stjórnarinnar, að hið bandai'íska herlið — þessir 2—300 syfjuðu dátar sem tóku hér land að moi'gni þess 7. maí 1951 — hefði þegar tryggt okkur alla þá vernd sem okkur vanhagaði um? Lék þá nokkur vafi á því, að Urn borð í Straumey, 6. ágúst. ÞAÐ er bræla á nilöun- um núna, og við liggjum í varl við „útskei'** það norður aí Islandl sem Grímsey nefnist. — Síld- voiðiflotinn liefur streymt hingað í kvöid, og skammt frá okkur llgg- ur bátur, sem heitir Ein- ar Þveræingur. Þetta eru sögurík nöfn, og maður fer að hugsa um fleira en síld. Enda er nú næði til að hugsa; og næði til að slirifa kannski svo- lítið á blað. lið; hið rétta nafn þess er miklu frekar: Starfslið Upplýsinga- skrifstofu Atlantshafsbandalags- ins á íslandi, til hagræðis skammstafað: S.U.S.A.B.Í. Varn arlið okkar er einhversstaðar úti í heimi. Um hitt gat Karl auðvitað ekki, hvaða tryggingu Öen hefði sagt vera fyrir því, — ef til árás- ar kæmi á þetta land sem nú hefur verið viðurkennt að er, þrátt fyrir allt, varnarlaust —• hvaða trygging væri þá fyrir því að varnai'lið okkar, þetta sem er einhvei'sstaðar úti í heimi, kæmi hingað í tæka tíð til að bægja árásaraðiljanum frá; og enn síður fékk maður að vita hvernig hann hugsaði sér að líf og eignir ísl^ndinga yrðu verndaðar eftir að farið væri að berjast um landið og jafnvel i þvi sjálfu; enda er trúlegt að sú hlið málsins mundi hafa bögglazt eitthvað, jafnvel fyrir svo vitrum manni. Hann áleit, sagði Kai'l, nauð- synlegt að hér yrði gerður ann- ar hernaðarflugvöllur til við- bótar við Keflavíkurflugvöll, vegna þess að einn Ixernaðar- flugvöllur byði meiri hættu heim en tveir. Þarna hafið þið það. Sú ríkisstjórn sem afhenti Bandaríkjunum Keflavíkui'flug- völl sem opinbei-a herstöð, og þóttist gera það til að bægja frá okkur árásarhættu, hún verður nú að viðurkenna, að þessi ráð- stöfun hennar hafi þvert á móti kallað yfir okkur árásarhættu. Hún verður sem sé að viður- kenna, að sósíalistar hafa alltaf haft á réttu að standa í þessum efnum. En þá er bara gripið til nýrra og áður óþekktra stærð- fræðikenninga; ríkisstjóx'nin er búin að uppgötva leyndardóm hernaðarmatimatíkkurinnar: Til að minnka hættu þá, sem stafar af einum hei'naðarflugvelli, skal bæta við öðrum hei'naðar- flugvelli. Tvisvar tveir eru sem sé hættir að vera fjórir. Tvisvar tveir eru miklu nær því að vera núll. Og hvað þýðir okkur þá að tala í anda þeirrar gamaldags stærðfræði, sem við lærðum í skóla, og segja til dæmis, að ef einhver hætta stafi af einum hernaðarflugvelli, þá megi benda á einfalt ráð til að losna alveg við hana: að hafa bara engan hernaðai-flugvöll? En fyrst þeir eru núna fai-nir að segja, að tveir hernaðarflug- vellir bjóði minni lxættu heim heldur en einn, hvað verður þess þá langt aö bíða að þeir segi, að fjórir hei’naðarflugvell- ii' bjóði minni hættu heim held- rr en tveir? Og hvað verður þess þá langt að bíða að þeir segi, að átta hernaðarflugvellir bióöi minni hættu.heim heldur en fjórir? Og erum við þá ekki k.omnir að lausn málsins? Er þá ekki loksins fundið ráðið til að tryggja þessu landi okkar full- komið öryggi: að gera það bara allt að einum samfelldum hern- aðarflugvelli? Þá sagði Karl, að Öen hefði látið í ljós það álit sitt, að reisa þyrfti fjórar í-adarstöðvar á landshornunum. En það væri óþai-fi að hafa neitt herlið við þessar stöðvar, hið tæknilærða starfslið mundi alveg nægja. Það er sem sé með þetta eins og annað: Varnirnar sjáifar auka- atriði; upplýsingaþjónustan að- alatriðið. Loks sagði Karl, að norski hei'shöfðinginn hefði lagt til, að gerð yrði herskipahöfn í Njarð- víkunum, og er þetta staðfesting á því sem sósíalistar hafa löngu sagt: að fyrii’huguð væri bygg- ing slíkrar hafnar þar suður- frá. Öen hefði ráðlagt þetta til að bægja frá Reýkvíkingum þeirri hættu sem þeim stafaði af uppskipun hergagna um höfn þeirra. En það er ekki verið að setja fyrir sig hættuna sem Njarðvíkingum stafar auðvitað af þessu slíkt hið sama. Hér gef- ur semsé að líta yfir það hrotta- iega tafl sem örlög íslendinga hafa verið ofui'seld. Það er við- ui'kennt, að verið er að tefla ís- lendingum í lífsháska. Það er viðurkennt, að hver leikur í þessu tafli kunni að tákna dauða svo og svo margi’a ís- lendinga. En það á að hugga þá með því að reynt sé að spara líf þeirra eftir megni; það eigi að gera herskipahöfn í Njai'ð- vík, en ekki Reykjavík, vegna þess að í Njai'ðvík sé færra fólk til að deyja heldur en í Reykjavík. í rauninni er þó alls ekki verið að hugsa um það hvoi't nokkrum þúsundum ís- lenzkra mannslífa fleiri eða færri er stefnt í hættu, heldur , velja Bandaríkjamenn Njarð- víkurnar auðvitað eingöngu af hagkvæmnisástæðum, vegna þess að þær liggja alveg við að- alherstöð þeirra, Keflavikurflug völl. En af þessu dæmi geta íslend- ingar dregið sér gagnlegan lær- dóm um siðfræði bandaríska kapítalismans, þá siðfræði sem hann hefur gert að sérstöku verzlunarfyrirtæki og nefnir Atlantshafsbandalag. Afstaða bandariska kapítalismans til okkar og annarra Atlantshafs- bandalagsríkja er í i-auninni al- yeg sú sama og hann virðist álíta að Reykvíkingar hafi gagn- vart Njarðvíkingum. Hann virð- ist álíta, að Reykvíkingar muni fagna því fyrir sitt eigið líf, að hættan af hernaðaruppskipun sé færð úr höfn þeirra og suður í Njarðvík, og hirði þá ekkert um líf Njarðvíkinga. Bandaríski kaptalisminn notar Atlantshafs- bandalagið til að flytja út frá sér hættuna sem fylgja mundi styrjöld þeirri er hann stefnir að. Þetta fyrirtæki hans annast útflutning frá Bandaríkjunum, útflutning á lífshættu til Vest- urevi'ópuþjóða, og hann fær hana greidda með freisi og sjálf- stæði þessara þjóða. En sá hugsunai'háttur, sem að baki þessu felst, er algjörlega andstæður íslenzkum hugsunar- hætti. Það brýtur í bága við ís- lenzka siðfræði að hrinda öði'- um útí dauðann til að bjai-ga sjálfum sér. íslendingur, sem býr í Reykjavík, kærir sig venju lega ekkert um að deyja fyrir annarlegt stríðsæsingafólk, ert það er sízt fallið til að di'aga úr andstyggð hans á þessu fólki Framh. á 11. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.