Þjóðviljinn - 21.08.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.08.1953, Blaðsíða 4
— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 21. ágúst 1953 Helgi J. Halklórsson: Vatnsleysuströnd 1953 Síðastliði'ð mánudagskvöld flutti Helgi Hjörvar erindi í útvarpið um daginn og veginn og mæltist skörulega að vanda, enda má af máli hans kenna, að þar er enginn með- almaður á ferð. Þó varð hon- • um á sú skyssa, sem af hon- ' um var sízt von, þar sem hann er maður sögufróður, að sjá foma atburði í röngu nútíma- ljósi. Hann bar saman Ás- hildarmýrarsamþykkt frá 1496 og nýgerða samþykkt Borg- firðinga um var.nir gegn fricL spjöllum brennivínsberserlcja á skemmtisamkomum. Nú skal ■ ég ekki draga í efa, að Borg- firðingar séu aðþrengdir vegna óspekta ölvaðra manna, þó ég þekki það lítt af eig- i 3n raun, en hitt er mér kunn- ■ ugt, að Áshildarmýrarsam- þykkt var ekki gerð gegn ármötmum Bakkusar einum saman, heldur gegn yfirgangi umboðsmanna erlends kon- > ungsvalds og ofstopa inn- lendra höfðingja. Af þessu gefna tilefni skal hin forna samþykkt rifjuð 1 upp og um leið athugað, hvort nýgerð íslenzk samþykkt sé ekki til henni hliðstæðari en áði^rnefnd samþykkt Borg- firðinga. Skömmu fyr:r alþingi 1496 komu Árnesingar saman að 1 Áshildarmýri til að ræða um iandsins gagn og nauðsynjar. Þar voru samankomnir lög- réttumenn úr sýslunni, bænd- ' ur og alþýða manna. Varð 1 mönnum vtíðrætt um óstjórn þá sem ríkti í landinu og hversu illa væru efnd þau • heit, er konungur hafði geng- izt undir fyrir rúmum tve:m- ur öldum, er Islendingar ' gengu honum á hönd. Var ákveðið að senda bréf um ' þetta efni til alþdngis, þar sem æðstu menn landsins væru minntir á forn réttindi þjóðar- innar og á hvern hátt Árnes- ingar hygðust framfylgja rétti ■ sínum með almennum samtök- • um héraðsbúa. Bréf þétta, sem y síðar hefur verið kallað Ás- hildarmýrarsamþykkt, hljóð- ar svo: „Ölhim mönnum, þeim sem i þetta bréf sjá eður heyra, s.end- um vér lögréttumenn, Iandsbú- ar og allur almúgi í Árnesi i hirðstjórum. lögmönnum og lög- réttumönnum á alþingi Uveðju guðs og vora. Vitanlegt skal yður vera, að vér höfum séð og yfirlesið þann sáttmála og samþykkt, sem gjör var millum Hákonar kóngs hins kórónaða og al- múgans á fslandi, sem hann vottar og hér eftir skrifað stendur. 1 nafni föður og sonar og anda heilags. Var þetta játað og samþykkt af öllum aimúga á fslandi á Alþingi með lófataki, að vér bjóðum Hákoni lcóngi liinum kórónaða vora þjónustu undir þá grein laganna, er samþykkt var á millum kóngdómsins og þegnanna, er Iandið byggja. Er sú hin fyrsta grein, að vér viljum gjalda kóngi skatt og þirigfararkaup sem lögbók vottar og alla l*egn- skyldu, svo framt sem lialdið er við oss það móti var ját- að skattinum. f fyrstu: að utanstefnur vilj- um vér engar hafa utan þeir menn, sem dæmdir verða af vorum mönnum á þingi burt af Iandinu. Item (einnig) að íslenzkir séu lögmenn og sýslumenn hér í landinu af þeirra ættum, sem goðorðin hafa upp gefið að fornu. Item að sex hafskip gangi á hverju ári til Iandsins forfalla- laust með Iandsins nauðsynjar. Erfðir skulu upp gefast fyr- ir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu Iengi sem staðið hafa þegar réttur erfingi kemur til eður þeirra umboðsmenn. Eandaurar skulu og uppgef- ast. Item skulu íslenzklr menn slíkan rétt hafa í Noregi sem þelr haía beztan haft. Item að kóngur láti oss ná frlði og íslenzkum lögum eftir því sem lögbók vottar og hann hefur boðið i sínum bréfum, sem guð gefur honum fram- ast vit til. Item jarl viljum vér hafa yfir oss, á meðan hann held- ur trúnað við yður, en frið við oss. Haida skulum vér og vorir arfar allan trúnað við yður, meðan þér haldið trúnað við oss og yðrir arfar og þessar sáttagjörðir, en lausir, ef rofið verður af yðvarri hendi að beztu manna ýfirsýil. Nú fyrir þessa grein, að oss þykir þessi sáttmáli ei svo haldinn vera sem játað var fyrir sakir lagaleysi, ofsóknar og griðrofa, ómögulegar árcið- ir og nóglegra fjárupptekta og manna, sem nú gjört hefur ver- ið um tíma í fyrrgreindri sýslu, Árnesi, og hér fyrir lögðum vér greindir Ámeslngar, al- mennilega samkomu á Áshild- armýri á Skeiðum eftir göml- um landsins vana. — I>ví vilj- um vér með engu móti þessar óvenjur lengur þola hafa né undirganga. Item samtökum vér að hafa engan lénsmann, utan islenzkan yfir greindu takmarkl, Ámesi, og ríða ei fjöimennari en við fimmta mann, því viljum vér gjarna styrkja hann með Iög og rétt lcóngdómsins vegna, þann sem það má með lögum hafa og landsins rétti vill fylgja. En ef sýslumaður hef- ur greinda sýslu, Árnes, þá ríði ekki fjölmennari en við tí- unda mann, sem bók vottar. Item samtökum vér, að eng- inn maður í sögðu takmarkl taki sér húsbónda utan sveitar, þó þeir búi á ann^rra manna jörðum. Item ef nokkur uppsteitur byrjast í vorri sveit, Árnesi, af utansveitarmönnum með nokkr- um órétt, hvort sem gjört er við ungum eður gömlum, rík- um eður fátækum, þá skulu allir skyldir eftir að fara þeim, er vanhlutgjörðu, og eigi fyrri við hann skiljast en sá liefur fulla sæmd, sem fyrir vanvirð- ingu varð. Iíann svo til að bera, að hefndin verði melri í eftirförinni en tilverknaðurlnn, þá sktilu aSIir skattbændu,r jafnmiklu bítala. En þeir, sem minna eiga, gjaldi sem hrepp- stjórar gjöra ráð fyrir. Item skulu tveir menn vera tilkjörnir í hrepp hverjum að skoða og fyrir að -sjá, að þessi vor skipan og samþyklti sé haldin. Og ef til alþingis þarf að ríða sveitarinnar vegna, þá skal hver skattbóndi gjalda átta álnir í þingtoll, en fjórar álnir, sem minna eiga, þeim kost skulu lialda. Item viljum vér ei hér hafa innan héraðs þann, er ei fylg- ir vorum samtökum. Skul- um vér eiga samkomu vora á Áshildarmýri á Bartholome- usmessudag á haustið, en I aim- sem eitt af þessum samtökum rýfur og áöur hefur undlrgeng- ið, sekur þrem mörkum og talri innanhreppsmenn til jafnaðar. Og til sanninda og fullrar samþykktar hér um setti Hall- dór Brynjólísson, 1‘áll Teits- son, Ólafur Þorbjarnarson, Pét- ur Sveinsson, Gvendur Einars- son, Gísli Valdason, Ari Narfa- son, lögréttumenn; Jón Áma- son, Sigurður Egllsson, Einar Hallsson, Þorvaldur Jónsson, Þórður Sighvatsson, bændur í Ámesi, sín innsigli með fyrr- nefndra lögréttumanna innsigl- um fyrir þetta samþykktarbréf með almúgans. samþykkl, leikra og læiðrat, með jáyrði og handabandi“. Áshildarmýrarsamþykkt var gerð 230 árum eftir að ís- lendingar gengu Noregskon- ungi á hönd, og eins og hún ber með sér, er hún fyrst og fremst upprifjun á Gamla sáttmála og kvörtun um van- efndir á ákvæðum hans af hálfu konungsvaldsins, þess vegna taka þeir hann upp í samþýkktina. Þegar hér vár komið, var ágtandið á íslandi líít bæri- legt iandsmönnum. Þegar á næstu áratugum eftir að land- ið gekk undir konug, voru öll merkustu ákvæði Gamla sáttmála þverbrotin af hálfu konungsvaldsins. Með sam- þykkt Jónsbókar 1281 náði konungur í sínar hendur þrem- ur megi.nþáttum valdsins, ým- ist aö nokkru leyti eða að fullu: Hann öðlaðist dómsvald í málum íslenzkra manna með því að dóm; lögmanna mátti skjóta til hans. Jafnframt eignaðist konungur sakeyri, þte. bætur fyrir víg og aðrar meiri háttar misgerðir. Þann- ig eignaðist hann mik'ar jarð- eignir hér á land'. Ennfrem- ur gat konungur með áöstoð valdsman.na ráðið mestu um skipan lögréttun.nar og haft þamng mikil áhrif á löggjaf- arvaldið. Með framkvæmdar- valdið fóru í umboði konungs hirðstjórar og sýslumenn. — Þegar fram liðu stundir, varð æ algengara, að útlend'r menn gegndu hirðstjóraembættinu, jafnframt því sem útléndir gerðust biskupar bæði í iSkái- holti og á Hólum. Þessir hirð- stjórar og biskupar voru margir hverjir misindismenn og notuðu vald sitt til að manna. Eftir miðja 14. öld byrjáði konungur að selja landið á leigu, og urðu hirð- stjórarnir þá hálfu frekari í fjárkröfum sínum og yfir- gangi, jafnt innlendir sem er- lendir. Jafnframt því sem konungs- valdið þannig efld'st, varð enn meiri röskun á efnahagi lands- manna. Á 14. og þó einkum 15. öld urðu til óhemju auð- ugir einstaklingar og ættir. Þá varð viðurnefnið „hinn ríki“ algengast í íslenzku máli. Auði þessum náðu ættir þess- ar í senn með því að svæla undir sig vaxandi sjávarútveg og hagnast á því að vera um- boðsmenn konu.ngs. Á 15. öld ríkti hér lénsskipulag. Á síðari hluta 15. aldar gerðist svo róstursamt í land- inu, að aldrei hefur orðið verra 1 því efni, síðan á Sturlungaöld. Áðfarir að mönn um, ránskapur og vígaferli Framhald á 11. síðu. an tíma á vorið föstudaginn, þá mánuður er af sumri, og koma þar ailir forfallalaust. En liver auðgast á kostnað lands- Nei sko! Þeir eru liíandi! HEILSUVERNDARSTÖÐ. Já, það er verið að vinna að henni. Reyndar eru nokkur ár siðan byrjað var á henni og maður er oft búinn að ganga um Barónsstíginn og spyrja: Hvað á að verða úr þessu? Og tíminn hefur liðið og svarið liefur haldið áfram að vera hul ið þoku og mistri, en nú hlýt- ur að fara að rofa til og svar- ið að letrast skýrum stöfum á himin þessa bæjar, því að bráðum á að kjósa í bæjar- stjórn. Mér finnst eðlilegt að Sjálf- stæðisflokkurinn vilji hafa eitthvað áþreifanlegt að benda á, þegar farið verður að kjósa í bæjarstjórn. Þá væri ágætt að hafa heilsu- vemdarstöðina. Lítið á þetta stóra og glæsi- lega hús. Sjáið hvað við höfum geit , fvric iveinn. Heilsuverndarstöð. Já, það væri ágætt. En ég er hræddur um að herða verði á spöðunum, ef á að lánast að nota heilsuverndarstöð þessa í kosningabardaganum, svo að gagni komi, því að enn sýnist byggingin ekki vera það langt komin að vel mætti dmida við hana í nokkur ár ennþá. En hvað er ekki hægt að gera, iþegar kosningar eru í að- sigi? Dæmiri sanna, að f>ófct venjulega sé ekki hægt að ýta ráðamönnum þessa bæjar til að drepa hendi við nokkrum hlut sem gera þarf, þá er eins og þeir fái flog, þegar líða tekur að þeim degi, 'þegar íbú- ar bæjarins fá vald til að á- kveða hverjir skuli stjórna basnum næsta kjörtímabil. Þá er eins og komi einhver skjálfti í stjórnendur bæjar- ins, samvizkan rjúki upp með andfælum, teygi úr sér og slái um sig nokkra stund, þar til hún leggst aftur til svefns að loknum kosningum. En meðan á floginu stóð hef- ur .einhverju nauðsynjamáii miðað í áttina. Gallinn er að- eins sá við þessi flog, að þau eru of stutt. En hvernig er það, mínir elskulegu, ætlið þið ekki að fara að fá flog? Ekki lítil- fjörlega aðketiningu sem eng- inn tekur eftir, heldur reglu- lega stórt og mikið flog, sem allir hljóta að talta eftir. Þið verðið að athuga það, að borg in okkar eru orðin það stór, að þótt verið sé að einhverju smá skitlegu dundri hér og þar um bæinn, þá tekur enginn eftir því. Það er sem sé greinilegt að ekkert kemur að gagni lengur nema froðufellandi berserksgangur. Þá reka bæjar.búar upp stór augu og segja: Nei sko! Þeir eru lifandi ! jOg allir sjá að stjómend- ur þessa bæjar eru lifandi, og þegar einhver er lifandi, þá er alltaf einhver von um að úr honum verði maður, en iþegar einhver er dauður, þá er of seint að reyna að gera úr honum mann. Hann getur í mesta lagi orðið fallegt lík. Þessvegna er ekki óhugs- andi að bæjarbúar kjósi rol- urnar aftur í næstu bæjar- stjórnarkosningum, ef þeir spjara sig nú og fá rækilegt flog, því að þá trúir fólk því að enn sé nokkur von um að úr þeim rætist, en enginn fær flog ef hann er dauður. Bíðum við nú með öndina í hálsinum eftir að heyra þann ógurlega brest sem hlýt- ur að verða, þegar berserks- gangurinn rennur á ráðamenn Reykjavíkur og þeir sprengja af sér deyfðarfjötrana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.