Þjóðviljinn - 25.08.1953, Side 6

Þjóðviljinn - 25.08.1953, Side 6
jg) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 25. ágúst 1953 lllÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb'.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Friðarhugsjónin ein er raunhæf ' Fátt hefur verið hernámsblöðunum íslenzku meira tilefni aðhláturs og spotts árum saman en friðarhug- Kjónin. Óteljandi eru háðgreinar þeirra blaða um bar- áttuna fyrir friði, fjölbreytileg fúkyrði þeirra, ekkert hef- tir þeim fundizt jafn hjákátlegt og „friðardúfurnar“, það fólk sem haldið hefur fram hugsjón friðarins í trylltu glamri vaxandi vopnaframleiðslu. Þessi áróður hefur verið svo magnaður aö margir hafa bognað fyrir honum hér á landi, þar sem hugsjón friðarins hefur þó átt að vera öllum í blóö borin. Því er það mikið fagnaðar- efni að sjá loks grein í íslenzku hernámsblaði, þar sem rætt er um þessi jmál af alvöru, en það mátti sjá í for- ustugrein Alþýðublaðsins í fyrradag. Forustugrein Aiþýðublaðsins nefnist: „Er friðarhug- Bjónin óraunhæf?“ og þótt þar komi fram ýms annarleg sjónarmið er niöurstaðan jákvæð. Þar er rakið hversu geigvænlegt er vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna og hversu hættulegt öllu mannkyni: „Tortiming menningar- verðmæta um aldaraðir — tortíming heilla þjóða — jafn- vel tortíming mannkynsins blasir við.“ Það er bent á hversu tilgangslaus er sú „vemd vopnanna" sem hefur verið hin opinbera stefna íslenzkra stjórnarvalda undan- farin ár: „Það er ekki annað sýnilegt í dag, en að víg- búnaður allra annarra þjóða en Rússa og Bandaríkja- maxma — svo mjög ,sem þessar þjóðir bera ægishjálm yfir allar áðrar þjóðir — sé vita tilgangslaus. Sé vonlaus sem varnartæki. Hlægileg í sóknarskyni. — Og hví þá að sveitast blóðinu í hervæddúm heimi og verja þriöja eða fjóröa part allra þeirra verðmæta sem vinnan skapar til vígbúnaðar og hernaðarþarfa í stað þess að hefja nýja þróttmikla sókn til æðri menningar og meiri fram- íara.‘! Og niðurstaða blaðsins er sú — dálítið óljóst oröuð að vísu — að þjóðunum beri aö ganga friðarhugsjóninni á hönd heilum huga, smáþjóðunum beri að ganga á undan, leggja fram alla orku sína til friðsamlegra samn- inga í stað vopnaviðræðna, leggja sig í líma til að brúa andstæðurnar og tryggja afvopnun. Þetta á ekki sízt við um íslendiinga sem eiga „engan óvin meðal allra þjóða heims“ eins og komizt er að oröi í forustugrein Alþýöu blaðsins saim lengi vel hefur þó aðstoðað við þá kenningu að Sovétríkin væru erkióvinur íslendinga og vildu um- fram allt leggja landið undir sig. En það er vissulega ástæða til að fagna þeim megin- sjónarmiðum sem birtast í þessari grein; þau eru í sam- tæmi við þá stefnu sem tryggt getur hagsmuni og fram- tíð íslenzku þjóðarinnar. ísland er nú hernumiö land, handarískur her býr hér um sig æ tryggilegar og hyggur á langdvalir, kallaður hingað af mönnum sem gerðu ís- land að þátttakanda í vígbúnaðaræöinu. Það er nú að skýrast fyrir æ fleirum aö sú „vernd vopnanna“ sem hernáimið átti að tryggja er engin og langtum verri en engin, að sú óvinaþjóö sem átti að verjast er ekki til. Það eitt hefur unnizt að ísland var gert að ósjálfstæðu peði í skák bandaríska auðvaldsins; allar þessar fram- kvæindir eru miðaðar við að stríðið skelli á og stuðla aö vaxandi hei-væðingu og úlfúð þjóðanna. Sú stefna ein er í samræmi við hagsmuni íslendinga og framtíð þjóðarinnar að berjast fyrir friöi. Þótt rödd íslands sé ekki steik myndi hún jx> öðlast skæran hljóm ef hún flytti boðskap friðar og sátta og afvopnunar í heiminum. Því yrði veitt athygli um allan heim ef ís- Iand hafnaði bandarísku hernámi og lýsti yfir óbifanlegri írú sinni á friö og vilja sínum til að stuðla að friði. Þessi stefna ein er raunhæf. Með slíkri stefnu myndu íslendingar öðlast þann stuðn- ing og öryggi sem mikilvægast er. Þeir myndu fá til fylgiis við sig friðsama alþýðu um allan heim. Sívaxandi sókn friðarhreyfingarinnar hefur sérstaklega einkennt þróunina í alþjóðamálum undanfarin ár, hinar óbrotnu kenningar henna.r hafa orðið sameign almennings allra landa og birtast nú í æ ríkara mæli í ræöum borgara- legra forustumanna um alla Vesturevrópu. Vaxandi fylgi iriðarstefnunnar eru lífshagsmunir íslands, en íslending- um ber þá einniig að leggja fram allt sem þeir mega henni til stuðnings. BRÉF fra hornafirði Og þó éta hundarmr mola falla af borðum húsbænda þá sem þeirra Undanfarnar vikur hefur ver- ið unnið að því að leggja for- láta góðan veg af þjóðveginum undir Almannaskarði og út að Horni, já og einnig út á Stokks- nes þar sem vitinn er. Á undan- förnum árum hefur nokkuð ver ið unnið að vegagerð á þessum slóðum, en vinnubrögðin gengu líkt 'og hjá Æra-Tobba forðum, þegar smátt vildi ganga smíðið á. Féð sem veitt var til þeirrar vegagerðar var jafnan lítið, og því var ekki von að hratt gengi. Á síðastliðnu hausti mátti þó segja að ekki Vantaði nema herzlumuninn á að bílfær vegur væri kominn út að Horni. En þessi vegur var gerður á sama hátt og margir þeir vegir á landi hér, sem af vanefnum eru gerð- ir; hann var þrælslega hlykkj- óttur sumsstaðar, hann var víða svo mjór að illmögulegt mátti teljast að mætast á honum. Honum var að því leyti líkt komið og sagt var um veginn „sem liggur í bugðum til lífsins heim, það þarf lag til að mætast á veginum þeim“. En þessi veg- ur var þó talinn forsvaranlegur til umferðar ekki göfugri mann- tegund en við íslendingar erum, það var vist ekki gert ráð fyrir^. að aðrir slæddust á þær slóðir. En svo kom hljóð úr horni. Úr- valslið mannkynsins taldi sig þurfa að geta með hægu móti komizt á þessar slóðir, og slík- um mönnum var Hornsvegurinn sannarlega ekki bjóðandi. Öll þau tæki til vegagerðar, sem hér eru í Hornafirði og allur sá liðskostur sem fáanlegur var, allt var þetta sett í að betrum- bæta Hornsveginn. Og nú var ekki verið að spyrja um hve , mikið hefði verið veitt til þessa vegar, úr því að herrar vorir þurfa að fara þennan veg, þá verður að sýna þeim þann sóma að hafa veginn í svo góðu lagi sem íslenzkt verkvit getur bezt í té látið. Allt annað má og verður að sitja á hakanum. T. d. var talsverð upphæð veitt til vegagerðar á Lónsheiði, en þar verður ekkert unnið í súmar, Hornsvegurinn sogar til sín all- an vinnukraft. Eg sé nú r^ynd- ar í Tímanum að fréttaritarinn á Djúpavogi hafi skrökvað því, að talsvert sé unnið á Lónsheiði, en trúlegt er að Eysteinn hafi skrökvað þessu að fréttaritar- anum. Það er nefnilega svo und- arlegt með suma menn í Álfta- firði og á Djúpavogi, að Ev- steinn getur skrökvað að þeim hverju sem hann vill og þeir trúa honum alveg formálalaust. Hann gæti t. d. sagt sumum þar að þeir væru grasbítir og gengju á fjórum fótum, og þeir mundu trúa honum. En þetta var nú út- úrdúr, og farinn til þess eins að finna ástæðu fyrir skröksög- unni um vegavinnu á Lóns- heiði. En þessi ágæti vegur að Horni, er sannarlega ekki það eina sem unnið verður að vega- bótum hér í sumar. Vegurinn af Höfn og að Almannaskarði skal líka lagfærður, hann þarf að verða breiðari en þeir inn- fæddu hafa notazt við að þessu, óg hann má ekki vera hlykkj- óttur. Sem dæmi má nefna það, að austur undir Almannaskarði er lækjarspræna; þar sem farið var yfir þann læk, var kröpp beygja á veginum. Þessi beygja var meinlaus áður en bílar komu, en eftir komu þeirra varð hún varasöm, einkum þó ef kom ið var að austan. Því var það, að bílstjórar óskuðu þess oft að þetta yrði lagfært, en alltaf var það talið nógu gott. Svo kom að því að renna var sett á þessa sprænu, þá bjuggust nú víst flestir við að hættunni yrði bægt frá, enda mun hafa verið farið fram á það, en enn var það nógu gott. Og svo komu í sumar fulltrúar frá húsbænd- unum og skoðuðu veginn, og nú skal líka hlykkurinn fara. — Annað dæmi má nefna. Á leið- inn út á Höfn, var á einum stað varasöm beygja. Þess var oft óskað að hún yrði lagfærð, og loks var það gert. Á beygjunni var vegurinn breikkaður svo vel, að ef bílstjórar gæta þess að halda sig á réttum kanti, þá er ekki minnsta hætta á árekstri. En húsbændum vorum er þetta ekki nóg, þeir vilja að beygjan verði látin hverfa og vegurinn gerður beinn þarna. Og beinn skal hann verða, því orð hús- bændanna eru lög í landi. En er nú ekki þetta allt sam- an gott og blessað? Er það ekki gott fyrir alla sem um vegina fara að brautimar séu gerðar beinar? Er það ekki gott fyrir Hornsmenn að fá góðan veg heim til sín í staðinn fyrir vondan? Og er það ekki gott fyrir vitavörðinn á Horni að hafa nú þennan indælis veg út á Stokksnes, í stað þess að vasla yfir leiruna þegar fara þarf í vitann? Já, megum við ekki verða guðsfegnir öllum þessum umbótum, sem við nú verðum aðnjótandi? Og svo öll vinnan, er hún ekki líka nokk- urs virði? Sjálfsagt munu margir fús- lega svara þessu öllu saman Framliald á 11. síðu. Hvor fór með rangf mál í út- varpinu, Jón eða Benedikt? Blaðinu barst fyrir helgina svohljóðandi bréf frá „Hlust- anda“: Tveir fyrirlesarar útvarpsins hafa nýlega rætt um verkföll- in í Frakklandi, — Benedikt Gröndal fyrir nokkrum dögum í þættinum frá útlöndurn og Jón Magnússon í fyrrakvöld í erindinu frá útlötidum. Mokkuð ber á milli í einu atriði, sem hér er borið fyrir hlustendur, og ættu þó báðir, Benedikt og Jón, að geta aflað sér réttra lieimilda í því efai. Jón sagði, að verkalýðssamböndin, sem standa að verkföllunum væru verkalýðssamband kommíinista sem hefði um 2 rmlljónir fé- lagsmanna, sambana kaþólskra með 800 þusund og Sambaad jafnaðarmanna með álíka fjö’.da. Be-aedikt sagí'í, að verkalýðssamb., sem væru aðil- ar að verkföllunum væru kaþólskra, kommúaista og jafn- aðarmanna, og af þeim cr sam- band jafnaðarmanna lang- stærst, sagoi hann, og le; adi sér eéki áherzlan. Vilja nú ekki Jón og Benedikt ræða saman um þetta og birta út- varpshlustendum hið rétta í þessu máli, þ.e. réttu töluna í verkalýðssámböndunum, sem þe.ir ræddu báðir um. Jcn segir verkalýðssamband kommúnista langstærst með 2 millj. félags- mánna. en samband jafaaðar- maiina urn 800 þús., en það samband segir Benedikt lang- stærst. Annarhvor fer með rangt mál. Er hér um áróður að ræða frá annars hendi? Útvarpinu ber skylda til að leiðrétta þetta samstundis. Því miður hefur Þjóðviljanum ekki tekizt að afla sér upplýs- inga um, hvaða heimildir Benedikt ,S. Gröndal þykist hafa fyrir því, að vcrkalýðssamhand franskra sósíaldemókrata, Force Ouvriere, sé „langstærsta" verkalýðssam- bandið þar í landi. Slíkt er þvílík fjarstæða, að maður á bágt með að trúa því, að B.S.G. hafi komizt þannig að orði. Klofningssam- bandið FO, sem var stofnað árið 1947, hefur aldrei haft nema lít- inn hluta fransks verkalýðs innan sinna vébanda og hann hefur þó frekar minnkað en vaxið. Sam- kvæmt brezku uppslátta^bókinni Europa, var talið að fé’agatala FO væri á að gizka 1,500,000 um mitt ár 1951. Á sama tíma voru taldir um 4,000 000 félaga í CGT, en um 1,000,000 í kaþó’ska sambandinu, CFTC. Þessum töium ber þó að taka með nokkurri varúð, þær sýna ekki raunverulegt fylgi :sam- bandanna meðal verkalýðsins. 1 kosningum til trúnaðarmannaráða á vinnustöðvum um gervallt Frakkland, sem frarn fóru á þessu ári, hlutu frambjóðéndur CGT um 90% alira greiddra at- kvæða. Jón Magnússon, fréttastjóri Rík- isútvarpsins, upp'ýsti í símtali i gær, að heimild hans fyrir fjölda félaga í frönsku verkaiýðssambönd unum hefði vorið bandaríska blað- ið New York Times. Enda þótt þær tölur komi ekki heim við upplýsingar Europa, eru h'utföll- in milli sambanda.nna þó mjög svipuð og' þar segir. Það er því augljóst, að sé rétt hermt eftir B.SiG., þá hefur hann í þetta skipti, eins og reyndar oft áður, brugðizt þeim kröfum, sem útvarpshlustendur hljóta að gera til manna, sem veljast til að skýra eðli þeirra atburða, sem gerast á erlendum vettvangi. — ás.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.