Þjóðviljinn - 25.08.1953, Qupperneq 12
Mannvirkin við írafoss og vatnið fyrir ofan st'flugarðinn. Myndin var tekin þegar vatninu var
hleypt á fyrir nokkrum dögum til reynslu. Þannig kemur vatnið til með að líta út þegar stöðin
er komnn í gang. (Ljósmyndari Sig. Norðdahl).
IÞegar haítið í Sogitiu par sprengt:
Boraðar 50 hoEur og nofuð
500-600 kg. af sprengiefni
Nýja háspennulinan gefur einnig flutf raf-
magn frá vœntanlegri virkjun Efri fossa
Haftið milli farvegsins og arinnar í nýju Sogs-
virkjuninni var sprengt aðfaranótt s.l. fimmtudags.
Hafði verið gert ráð fyrir að verkið tæki tvær nætur,
þ.e. fimmtudags- og föstudagsnótt en sprengingin
og sú vinna sem framkvæma þurfti í sambandi við
hana gekk það vel að verkinu varð lokið á fimmtu-
dagsnóttina.
Boraðar voru 50 holur í haft-
ið og notuð 500-600 kg. af
sprengiefni. Sprcngt var með
stuttu millibili en ekk) í öll-
um holum í senn. Reyndist
haftið 400 teningsmetrar. Þeg-
ar sprengingunum var lokið
komu tvær stórar jarðýtur og
ruddu burt mold og grjóti.
Talið er mögulegt að
sprengja þurfi eitthvað í ánni
sjálfri en ekki hefur enn verið
gengið fyllilega úr skugga um
það.
Vatnið stendur nú í göng-
unum eins og það verður þegar
stöðin tekur til starfa, sem
gert er ráð fyrir að verði seint
í september. Búið er að reyna
stíflulokurnar og hefur ekkert
athugavert komið fram í sam-
bandi við þær.
i'f'iuIJ'
það miðaður að hún geti flutt
til vðbótar rafmagn frá vænt-
anlegri virkjun efri fossanna.
Kvað rafmagnsstjóri þetta á
misskilningi byggt. Nýja línan
gæti flutt 96 þúsund kilóvött
og því gert ráð fyrir að hún
taki auðveldlega allt Sogið.
Stjórn Pella
f ékk traust
Rikisstjóm Giuseppe Pella úr
kaþólska flokknum fékk í gær
traustsyfirlýsingu neðri deildar
ítalska þingsins. Með stjórninni
greiddu atkvæði kaþólskir, tveir
smáflokkar og konungssinnar, á
móti kommúni'star og Nennisós-
íalistar en hjó sátu nýfasistar og
sósíaldemókratar. Pélla hefir
skuldbundið sig til að biðjast
lausnar fyrir stjóm sína strax
og hann hefir komið fjárlögun-
um í gegnum þingið.
IMmílím í sL viku að-
efns 1462 tunnur
15 skíp bæitu við sig smáslöttum —
HeildaraHiim orðinn 272 þúsud tunnur
Vikuna 16.-22. ágúst hömluðu ógæftir síldveiðum við Norður
land. Vikuafliuii varð aðeins 1462 uppsaltaðar tunnur, 105 má
síld og 50 mál ufsi I bræðslu og 92 tunnur voru frystar.
Línan gerð fyrir 96 þúsund
kílóvött.
Þegar blaðið fékk þessar upp-
lýsingar hjá Steingrími Jóns-
syni rafmagnsstjóra notaði það
tækifærið og spurðist fyrir um
hvað hæft væri í þeim orðrómi
að styrkleiki nýju Sogslínunn-
ar, sem verið er að leggja
hingað til bæjarins, sé ekki við
íslendingi boðin
skólavist í
Danmörku
Danska ríkið hefur ákveðið að
veita einum íslendingi ókeypis
skólavtst við danskan lýðháskóla
í vetur.
Fram að þessu hafa Svíar,
Norðmenn og Finnar veitt
nokkra slí'ka nómsstyrki; fyrir
milligöngu Norræna félagsins, en
iþetta er fyrsta sinn, sem nárns-
manni er boðið til dvalar í dönsk
um lýðhóskóla.
Umsóknir um skólavistina í
Danmörku ber að senda til Nor-
ræna félagsins í Reykjavík fyrir
5. september n. k. ósamt próf-
skírteinum og meðmælum.
Heildaraflinn í vikulokin var
þessi. (í svigum er getið aflans
á sama tíma í fyrra).
Saltsíld 148.201 tunna, upp-
saltað (32.177).
Soffía og Gestur
skemntfa norðanlands
og ausfan
Hin vinsæla dægurlaga- og
gamanvísnasöngkona Soffía
Karlsdóttir og hinn þjóðkunni
listamaður Gestur Þorgrímsson
fara í dag til norður- og aust-
urlands og munu heimsækja þar
helztu staði, eftir því sem tími
vinnst til.
Með aðstoð Lofts Guðmunds-
sonar blaðamanns ofl. hafa þau
byggt upp samfellda dagskrá,
sem vænta má að þyki all ný-
stárleg. M.a. flytja þau skop-
stælingu á óperu, útvarpsdag-
skrá, sem öll en sungin, þátt
frá sameinuðu þjóðunum, skop-
stælingu úr Rómeó og Júlíu,
og sitthvað fleira. Með í förinni
er hinn kunni tónlistarmaður
Páll Kr. Pálsson, sem annast
píanóleik.
'Bræðslusíld 117.138 mál
(27.417).
Fryst síld 6.616 tunnur
(7.766).
Þar sem aðeins 15 þieirra
skipa, sem tekin voru upp í
síðustu skýrslu, bættu við sig
smáslöttum í vikunni, þykir
ekki ástæða til þess að birta
veiðiskýrsluna í heild að þessu
sinni, en þess skal getið', a'ð
röð fjögurra aflahæstu skip-
anna er óbreytt.
ViMiptastefna
Framhald af 1. siðu.
að þeirri niðurstöðu að ekki sé
hægt að eiga viðskipti við
Bandaríkin og samtök Vestur-
veldanna því splundrast af
efnahagslegum ástæðum.
Eisenhower hefur látið birta.
skýrslu Douglas án nokkurrar
umsagnar frá eigin brjósti.
Forsetinn hefur heitið því að
vinna að lækkun bandarískra
tolla en þeir tveir menn, sem
hann hefur skipað í tollanefnd
ríkisins eru kunnir fyrir fyjgi
við hátollastefnuna.
JÓÐVIUINN
Þriðjudagur 25. ágúst 1953 — 18. árgangur — 139. töluhlað
Hetdur ríklssfgértw að
Það er orðinn háttur ríkisstjórnarinnar og einokunar-
herra hennar að reka upp mikil gól í hvert sldpti sem
Þjóðviljinn flettir ofan af nýjum dæmum um stjórn-
afurðarsölumálanna. Er því haldið fram að það sé þjóð-
hættulegt að skýra frá lineykslunum opinberlega. Þeir
sem skipti við okkur heiðarlega megi fyrir engan mun
fá að vita, hversu grátt við erum leiknir af öðrum;
ríldsstjórnin sé eins og pókerspilari og sldpti mestu að
engimi fáí að vita hvað hún hefur á hendi. Gengur þetta
jafnvel svo langt að Morgunblaðið heklur því fram í
fyrradag, að það skipti engu máli þótt hin stórfelldustu
afglöp séu unnin vitandi vits, aðeins of enginn fær að
vita það.
Þessar afsakanir sýna bezt hversu varnarlaus ríkis-
stjórnin er. Enda er sú kenning eins fávísleg og hugsazt
getur að hægt sé að stunda viðskiptasamninga eins og
pókerspil, að halda því fram að viðskiptaþjóðir okkar
fylgist ekki með því hvernig samninga við gerum í
heild! Ef ríkisstjórnin lætur eina þjóð traðka á rétti
Islendinga er hún að bjóða öðrumi að gera slíkt hið
sama; það er verknaðurinn en ekki umtalið sem máli
skipttr, og þjóðarnauðsyn að fylgzt sé sérstaklega með
afurðasölumálunum og framkvæmd þeirra, svo endem-
isleg sem hún hefur verið árum saman.
En þá tekur fyrst í hnúkana, þegar lélegir samningar
eru látnir hindra það að unnið sé að því aS framkvæma
þá sem hagstæðir eru. Þannig er ástatt um karfavið-
skiptin eins og raldð var í síðasta blaði. Iíarfinn liefur
verið seldur langt undir framleiðsluverði til Bandaríkj-
anna, og togararnir hafa fengið svo lágt verð fyrir
karfann að við stöðvun hefur legið af þcim sökum. Og
nú hefur það verið hindrað vikum saman að togararnir
veiddu karfa upp í mjög hagstæða samninga við Sovét-
ríkin — vegna þess að einokunarherrarnir krefjast þess
að hagnaðurinn af þeim sé notaður til að bæta upp hall-
ann af Bandaríkjaviðskiptunum. Er hægt að komast
öilu lengra í endileysunni?
Flugvélin lenti í grjóturð
og brann til ösku
Eirnt maður lét lífið en 9 björguðust
meira og minna slasaðir
Um kl. 1.45 aðfaranótt lijugardagsins, varð það slys á Kefla-
víkurflugvelli, að bandarísk herflugvél af gerðinni Boeing C-S7
Stratofreighter fórst í lendingu. Með flugvélinni voru 10 manns
og sluppu 9 lifandi úr flugvélinni en einn lét lífið.
Þeir sem björguðust munu
allir hafa verið meira eða
minna brendir og slasaðir. Sér-
stök rannsóknarnefnd var skip-
uð til að rannsaka tildrög slyss-
ins.
Samkvæmt þeim fregnum
sem Þjóðviljanum hefur tekizt
að afla sér af atburði þessum,
varð slysið með þeim hætti, að
flugvélin sem var af stærstu
gerð herflutningaflugvéla, lenti
í grjóturð um 30 metra frá
flugbrautinni sem hún hugðist
að taka. Mun flugmaðurinn
hafa gefið henni inn benzín
og ætlað að ná henni þannig
upp úr urðinni, Tók vclin við
það tvær eða þrjár veltur og
varð fljótlega alelda. Er það
álit kunnugra að ef vélin hefði
verið stöðvuð þegar í stað hefði
verið unnt að afstýra því að í
henni kviknaði og þar með
koma í veg fyrir manntjón.
Við inngjöfina og velturnar
sean henni fylgdi kviknaði strax
í benzíngeymum flugvélarinnar
og stóð hún þegar í björtu báli
með þeim afleiðingum er fyrr
getur. Flugvélin var að koma
frá Bandaríkjunum.
Sjú Enlæ uro
Kóreuráðstefnuna
Útvarpið í Peking flutti í gær
yfirlýsingu frá Sjú Enlæ, forsæt-
isráðherra Kína, um fyrirhugaða
Kóreuráðstefnu. Sagði hann að
þar yrði fyrst af öllu að ræða
■ um brottför iaills erlends herliðs
frá Kóreu og sameiningu lands-
ins.
Þing SÞ ræddi ráðstefnuna enn
í gær. Engir nema fultrúar Suð-
ur-Ameríkuríkja hafa stutt l>á af-
stöðu Bandaríkjastjórniar að
meina Inctlandi aðild að ráðstefn-
unni, en talið er að það muní
nægja til að tillagan tim aðild
Indlands nái ekki þeim tveim
þriðju atkvæða, sem þarf til
gildrar afgreiðslu mála á þing-
inu.