Þjóðviljinn - 08.09.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. september 1953 |91Óe¥BU8Nli Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Er íslenzka mjólkin éhæf Deyzlavara? Eftir rúmlega tveggja ára hernám unnu stjórnarvöldin mikió afrek. Þau höfðu barizt við' það frá upphafl her- nárnsins að selja herraþjóðinni mjólk, en Bandaríkja- mern neituðu að kaupa. Iléldu þeir því fram aö íslenzk mjólk væri óþverri sem sízt af öllu mætti koma ofan í verndara lýðræðis og frelsis, þótt hún væri eflaust full- góð handa þeim innbornu. Og þeir fluttu sína mjólk austur yfir hafið; jafnvel amerísk dósamjólk og þurr- mjóik væri betri en framleiðsla samsölunnar íslenzku. En eftir tveggja ára fórnfúsa baráttu hafa stjórnar- völdin loks fengið því framgengt að hernámsliðið er far- ið að kaupa íslenzka mjélk, allt aö tvö þúsund lítra á dag. Áður en að því kfomi ferðuðust bandarískir sér- fræðingar um nágrenni Reykjavíkur og völdu úr kýr setm hæfar væru til þess mikla sóma að starfa í þágu Banda- víkjanna. Voru gerðar á þeim hverskyns rannsóknir, og fjós þeirra voru athuguð á jafn gaumgæfilegan hátt. Þegar fundnar höfðu verið nægilega margar verðugar kýr var komið fyrir sérstökum eftirlitsmönnum í Mjólkur- rtöðinni Herraþjóðarmjóikin mátti sem sé ekki komast í neina snertingu við mjólic þeiri'a innbornu, hún fer um sérstakar vélar sem teknar hafa verið frá til þeirra þarfa oinna, og eftirlitsmennin.ir fylgjast meö hverjum dropa af þvílíkri gát að engu er líkara en 1 þeim kunni að dyljast rússneskar hersveitir. Og nú eru stjórnarvöldín ákaflega glöð. Morgunblaðið hefur skýrt frá þessu afreki dag eftir dag meö óhemju- Jegum fögnuöi: Mjólk fyrir dollara, hvílíkur frami. Og sérstaklega er blaðinu hugotætt að það sé „þroskandi fyr- ir íslenzka mjólkurframleiðendur“ að fá að vinna í þágu herraþjóðarinnar og „að þeir, sem vandví'rkir eru, fá/ v/ðurkenningu“. En í þessu „afreki“ felst óskemmtileg yfirlýsing ís- lenzkra stjórnarvalda. Með mjólkursamningunum við Bandaríkin taka þau undir þann dóm hernámsliðsins að íslenzka samsölumjólkin sé óhæf, þaö skorti mikið á um rétta meðferð og hreinlæti, Og síðan eru viðbrögðin þau að mjólk þeirra „sem vandvirkir eru“ er tekin frá íslend- ?.ngum og afhent herraþjóðinni — og þurfti þó til þess tveggja ára leit aö finna 2000 lítra sem þannig væru framleiddir, Og eftir að mjólkin var fundin þurfti að gera alveg sérstakar ráöstafanir í Mjólkurstöðinni til þess að mjólkinni væri ekki spillt þar! Þetta er harður dómur sem vert er að veita sérstaka athygli. Sé hann réttur eru viðbrögð íslenzkra stjórnar- valaa eins smánarleg og hugsazt getur. Menn sem hugs- uðu eins og íslendingar hefðu eftir slíka niðurstööu gert hinar víðtækustu og afdráttarlausustu ráðstafanir til aö stórbæta mjólkurframleiðsluna á sem skemmstum tíma, því hingað til hefur verið talið að mjólkursamisalan ætti í5Ö starfa í þágu íslendinga. Eftir að búiö væri að fram- leiða góða vöru handa landsmönnum hefði síðan verið nægt að selja mjólk þeim öðrum aðiium sem hug hefðu haft á að kaupa hana. Sé dómur íslenzkra stjórnarvalda nins vegar rangur, sprottinn af hótfyndni hins erlenda liðs og undirlægjuhætti íslenzkra ráðamanna, felst í hon- um slík móðgun að íslenzkir bændur ættu seint að gieyma bví. Það er skylda forráöamanna Mjóikursamsölunnar að skýra frá því úndanbragðalaust hvor niðurstaðan sé rétt, og það hlýtur að verða sameiginleg krafa framleiðenda og neytenda. Þó værii þaö eftir ööru að áfram yrði haldið að selja herraþjóðinni úrvalamjólk og hafa vöruna sem íslendingar fá þeim mun lakari. Kostnaðurinn sem stafar af hinu mikla eftirliti sem fylgir þessum tveim þúsund- um lítra verður svo cflaust lagður á íslendinga í hækk- uðu afurðaverði í haust. Hann lifði ©g dé lyrir sésíal- ismann ©g freisi þjéðar sinnar í júnílok árið 1940 var tékk- neskur lögreglumaður sendur tii Chotimer, eftir skipun Gestapós til að taka Fucik fastan. Eftir langa samræðu tókst Fucik að sannfæra lögreglumanninn um að tékkneskur iborgari ætti ekki að fangelsa annan tékk- neskan borgara fyrir Gestapó, í dag eru liðin 10 ár síðan nazistar myrtu þjóðhetju Tékkósló- vakíu, Julius Fucik. Af því tilefni birtir Þjóðviljinn stuttan útdrátt úr ævisögu hans er kona hans, Gusta Fucikova hef- ur ritað. ___________!_________________y og fyrir iþessar fortölur slapp hann við fangelsun að því sinni. Eftir þetta fólst hiann í Prag, á heimilum verkamanna og kennara, hjá óbrotnu fólki sem opnaði honum hús sín þótt dauðarefsing lægi við ef það vitnaðist. ■Er fyrsta leynimiðstjóm tékkneska kommúnistaflokks- ins var 'handtekin vorið 1941 átti Fucik þátt lí að skipu- leggja ®ðra miðstjórnina, en í henni voru Juiius Fucik, Jan. Zika og Jan Cerney. Fucik gerðist ábyrgur fyrir ihinni pólitísku stefnu og opimberum áróðri. Árið 1941 og lí ibyrjun ársins 1942 voru verksmiðjur og aðrir vinnustaðir yfirfylltir ólöglegum blöðum og flugritum er efldu 'þjóð vora til baráttu gegn fasismanum og kveikti vináttuþel gagnvart Ráðstjóm- arlýðveldunum og hinum .hrausta her þeirra. í ólöglegu flugriti, „1. maí 1941“, skrifaði Julius Fucik: „Já, við erum neöanjarðar- fólk. En við erum ekki dauðir fyrir það. Við erum grósku- fullt sáðkom í ihinum sósíal- istiska garði, og munum vaxa upp 1 vorsólina hvarvetna um heiminn. Fyrsti maí faoðar Iþetta vor— vor hins frjálsa manns, vor hróðernisins, vor mannkynsins. Einnig við, sem í felum búum, göngum fram mót þessu vori. Fyrir sigri frelsisins, fvrir sigri lífsins, fyrir djörfustu draumum mannlegs anda! Fyr- ir sigri sósíalismans!" Gestapó leitaði ákaflega að leiðtogum kommúnistaflokksins er börðust svo hetjulega í banu inu. Þúsundir kommúnista, þúsundir tékkneskra föður- landsvina voru handteknir, píndir til dauðs. hálshöggnir — þúsundir hinna beztu manna, nafnlausar hetjur sem unnu iandi sínu og börðust fyrir frelsi Þess. Julius Fucik var handtekinn 24. aprál 1942 ,í Prag. Hann var geymdur í Pankracfangelsinu, á klefa nr. 267, fram á vorið 1943. 'Hann ihefur lýst fangelsun sinni i bók sinni „Með snöruna um háls- inn“. Á þessum tima þekkti enginn Iþær staðreyndir sem upp komu í málaferlunum gegn samsærismönnunum 1952. f iþeim yfirheyrslum kom það í Ijós að einn samsærismaður- inn, er hafði fengið inngöngu í kommúnistaflokkinn, starfað þar árum samah og naut því fyllsta trúnaðar. Fuciks, hafði í raun og veru svikið félaga sína er Gestapó fangelsaði hann 1939, en fyrir þau svik hafði honum einmitt verið sleppt lausum. Upp frá þvá sendi hann Gestapó reglulega upplýsing- ar, og það var eftir tilvísan hans sem Julius Fucik var handtekinn. Meira en heilt ár píndi Gestapó Julius Fucik, er svik- ararnir höfðu ljóstrað upp um dva’.arstað hans. Gestapó von- aði árangurslaust að ’hann mundi skýria frá sambandi sínu við yfirstjórn kommún- istaf’.okksins, við yfirstjórn byltingarbaráttunnar gegn hinu nazistíska hernámsliði. sem gerðu Julius Fucik að hetju, í mann’egum einfaldleik hans og heiðarleik, I ibrosi hans og glöðu skapi, á ást hans fil Ráðstjórnarríkjanna og fullvissu hans um sigurinn yf- ir fasismanum. Vissan um að hann tilheyrði þessum sigrand; herskara léði Julius Fucik hetjumóð fyrir nazistadómstólnum 1 OBerlin 25. ágúst 1943. Um framgöngu hans þessa síðustu daga æv- innar segir J. Reznik svo í bók sinni „Lokabarátta Juliusar Fuciks“: „í dóms^alnum spurði Freisler dómsforseti Julius Fuci'k þessarar spurningar: „Viðurkennið þér að hafa í verki stutt óvin ríkisins, Bolsé- víkarússiand?“ Og Julius Fucik svaraði stoltur hinum nazistísku faöðlum: ,,Já, ég hjálpaði Ráðstjómarrikjunum, ég hjálpaði Rauðahernum, og Julius Fucik barðist og gugn- aði ekki i fangelsi fasistanna. Hann vissi að hann mundi ekki sleppa lifandi, en hann vissi líka að þjóð hans mundi öðlast frelsi sitt að nýju. Er hann vissi að fasistarnir mundu lífláta hann, eftir misk- unnarlausar pyndingar, skrif- aði hann Þetta !í Pankracfang- elsinu, í skugga dauðans: „Eg kvarta ekki. iFg iðrast ekki neins. Eg faer þetta sakir styrk- leika mins, og ég geri það glöðum huga“. Og á dögum þungbærrar reynslu yfirheyrs’u og pínsla sagði ihann við mig lí Petsehek- höllinni þar sem við hittumst, hinum myrku aðaistöðvum Gestap5s: ,JEg veit að ég geng móti dauða mínum. Það þyrfti kraftaverk til að freisa líf mitt. En það gerist ckkert krafta- verk. En samt sem áðar: trúðu mér er ég nú segi þér að ég hugsa ails ekk; um dauðann“. Síðasta verk ihpns, „Með snöruna um hálsinn", er sönn- un þessa; en það var skrifað í leyndum í fangaklefanum í Pankrac; en fangavörðurinn Kolinsky smyglaði þvlí síðu fyrir síðu út úr fangelsinu. Þessi bók speglar ií skæru Ijósi þá stórbrotnu eiginleika það er 'það bezta sem óg hef ■gert þessi 40 ár sem ég hef -- lifað“. Og Julius Fucik ihélt áfram: „Eg varð kommúnisti í’ Tékkneska lýðveldinu, því að ég gat ekki og vildi ekki sætta mig við 'hið kapítalíska stjórn- arfar. Eg er sannfærður um að það koma aðrir tlímar eftir stríðið. Eg byrjaði að vinna 1 leynum til að hjálpa þjóð minni iað reka hemámsliðið af höndum sér ásamt svikurunum i leppstjórn’nni. En ég hafðl meira en þetta í huga. Öll barátta okkar mundj missa marks ef þeir sem leiddu hörmungarnar yfir þjóð m.ína, ef þeir sem hétu okkur trún- aði en bvrjuðu þegar fyrir 1938 að undirbúa svikin — ef þeir kæmust aftur íil valda eftir frelsunina. Það væri and- stætt allri skynsemj ef sömu ■blindingjarnir yrðu aftur æðstu stjórnarar landsins. Með öðrum orðum: bylt’ngarkennd leynistarfsemi mín beindist að því eð afla bjóðinni raunveru- legs frelsis, undirbúa sigur hins verðandi sósíalisma ií Tékkcslóvakíu“. Frélsjer fák að titra, varð eldrauður, stappaði niður fæt- inum, en tókst ekki að stöðva Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.