Þjóðviljinn - 17.09.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.09.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 17. septembeí- 1953 þJÓÐVIDINIð Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. S’réttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús 'íorfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Atliygiisvcrður áhugi Blöð stjórnarflokkaana hafa sýnt athyglisverö’an áhuga fyrir því að vara Alþýöuflokkinn við því aö taka jákvæða afstöðu til þess sam'vinnutilboös er Sósíalistafl. sendi honum aö afstöðnum alþingiskosningunum í sumar. Hafa Morgunblaðið, Vísir og Tíminn variö miklu rúmi til að skýra það út fyriir forustumönnum Alþýðuflokksins hve mikilsvert sé aö þeir gæti þess vandlega aö misstíga sig ckki, þar sem fullvíst sé aö samstarf verkalýösflokkanna beggja yrði til þess eins í reynd að „eyðileggja Alþýðu- flokkinn“ eins og koimizt tr að orði í Tímanum í gær. Þessi umhyggja stjórnarflokkanna fvrir velferö Alþýöu- fJokksin? er skiljanlegri en. ella þegar það er haft í huga, aö sjálfir hafa þessir atturhalds- og auðstéttarflokkar notfært sér til hins ýtrasta þá sundrungu sem verið hefur í rööum verkalýðsins og annarra vinstri sinnaðra manna í landinu. í skjóli hennar hefur verið gengið á hlut verka- manna og launþega yfirleitt á þann hátt sem alþjóð er kunnur og óþarfi er að rekja nánar. En að sama skapi hefur púki auðvalds og aíturhalds færzt svo í aukana aö hin vinnandi alþýða er að sligast undir þunga ófreskj- unnar. Fram að þessu hefur fíckkum og hagsmunasamtökum auðburgeisanna tekizt að virkja forkólfa Alþýðuflokksins i þjónustu sína. Samvinna Alþýðuflokksins og stjórnar- flokkanna í verkalýöshreyfingunni á höfuöþáttinn 1 þeim árangri sem auðstéttin hefur náð í gagnsókn sinni gegn verkalýöshreyfingunni síðan 1948. Fram aö þeim tíma var alþýöan í sókn, bætti kjör sín og aöstöðu alla ár frá ári og hafði tekizt aö afla sér einna beztu lífskjara sem nokk- urri verkalýðshreyfingu auðvaldsheiimsins hafði þá tekizt að knýja fram. Þetta gcrðist meðan sameiningarmenn höfðu á hendi forustu Alþýðusambandsins og stjórn stétt- ai'baráttunnar. Meö samfylkingarstjóm auöstéttarflokk- anna og Alþýðuflokks’ns hefur allt hins vegar sigið á ó- gæfuhliö og kjör verkafólksins verið stórlega rýrð. Engan imdrar þótt auðstéttin og stjórnmálasamtök hennar æski þess að halda þessari aðstööu óbreyttri. Sundrung verkalýðsins og samvinna Alþýöuflokksins við auðstéttina hefur vissulega fært henni mikilsveröa ár- angra. Og þessir árangrar hafa ekki aöeins náðst á sviði hagsmunabaráttunnar heldur og á vettvangi stjórnmál- anna. Síöustu alþingiskosningar sýndu svo ljóst sem veröa Tnátti að sundrung verkalýðsins í átökum stjórnmálabar- áttunnar hrindir vonsviknu alþýðufólki og millistéttar- fólki yfir 1 fang andstæðinganna. Úrslitin á ísafirði, í Hafnarfirði og Siglufirði voru talandi tákn um þessa í- skyggilegu þróun. Alveg á sama hátt og það er í saimræmi við hagsmuni auðstéttarinnar og flokka hennar að halda þessu ástandi óbreyttu er það beiniínis lifsspursmál fyrir verkalýösstétt- ina og aila albýðu að á þessu verði sem skjótust og gagn- geröust breyting. Og að því marki er ekki til nema ein leið: Aö verkalýðsflokkarnir, Alþýðuflokkurinn og Sósíal- istaflokkurinn, hefji samstarf í verkalýðshreyfingunni og í stjórnmálabaráttunni aö framgangi sameiginlegra hags- munamíJa alþýöustétíanna. Það er vissulega fagnaðarefni að formaður AlþýÖu- flokksins hefur fyrir skömmu lýst því yfir í blaöi sínu, aö tilboð Sósíaiistaflokksins um samstarf verði lagt fyrir félög Alþýðuflokksins og rætt innan þeirra á þessu hausti. Eru þetta aðrar og vænlegri undirtektir en fyrri sam- starfstilraunir sósíalista hafa hlotiö af hálfu forráða- manna Alþýöuflokksins. Og það eru án efa þessir vax- andi möguleikar á samstarfi verkalýðsflokkanna í staö innbyröisátaka og sundrungar sem er orsök þess óróa og uggs sem gætir í skrifum málgagna stjórnarflokkanna. Á bak við aðvaranir og heilræðin til Alþýðuflokksins býr ótti auðstéttarinnar og flokka hemiar um aö sá tími kunni brátt að vsra liöinn að íhaldspúkanum takizt að fita sig á sundrungu alþýöunnar og vinstri aflanna. Gisfl þrlsvar fcmgelsi Bretci, er xiá í forsæti á þingi S1 Fru Vijaya Lakshmi Pandif gegnir œSsfa embœffi, sem kona hefir hlofiS á alþjóS- legum veffvangi VIJAYA LAKSHMI PANDIT Þegar gengið var til kosn- ingar þingforseta á fyrsta fundi áttunda allsherýarþings Sameinuðu þjóðanna í fyrra- kvöld, var vitað að fulltrúar tveggja Asiuríkia komu einir til grein.a að ná kosningu. Annar þeirra var Wan Wait- hayakon prins frá Thaiandi, hinn indverska konan frú Vijaya Lakshmi Pandit. Að lokinnj •leynilegri .atkvæða- greiðslu kom á daginn að frú- in hafði orðið hlutskarpari, hún var kjörin þingforseti með 27 atkvæðum en prinsinn fékk 22. Vijaya Lakshmi er löngu víðkunn fyrir einarðan málflutning fyrir land sitt á mörgum þingum SÞ en prins- inn frá Thailandi er þekktast- ur fyrir fylgispekt við Banda- ríkin. Fulltrúar auðsveipustu fylgiríkja Bandaríkjanna, sem einn'g eru flest i hópi þeirra ríkja þar sem réttindamál kvenna eru skemmst á veg komin, má-ttu ekki til þess hugsa að kona, kunn fyrir ó- amerískar skoðanir sínar á al- þjóðamálum, ætt,j að sitja i forsæti yfir þeim á þingi þjóð- anna. Kosning Vijaya Lakshmi er því mikjil sigur fyrir híut- leysisstefnu Indverja í heims- átökunum og fyrir jafnrétti kvenna við karla. Vijaya Lakshmi er systir Jawaharial Nehru, forsæt- isráðherra Indlands. Faðir þeirra var auðugur lögfræðing- ur af stétt brahmína, sem er ein hin æðsta meðal hindúa. Börnin fengu beztu menntun sem völ var á bæði í Ind’andi og Bretland; og lifðu við alls- nægtir. En þegar Vijaya Lakshm; var ívítug kynntist fjölsky'dap Mahaíma Ganöbi, sem þá hafði um nokkur ár fiutt boðskap sinn um baráttu gegn Bretum fvrir sjálfstæði Indlands. Það skipíi engum togum að systkinin og faðir þeirra köstuðu sér út í stjóm- málabaráttuna og komust þar brátt í fremsu röð sakir ó- venjulegra hæfileika. Gagngerð breyting varð á lifi Vijaya Lakshmi. Öll menntun hennar og þjálfun hafði beinzt að því að gera hana eftirsóknarverð- an kvenkosit á forna vísu, góða og auðsveipa eiginkonu, scm alla ævi yrðj nokkurs konar sjálfviljugur fangi á heimili bónda síns. Vijava Lakshmi hafnaði þvi hlutverki eftir- minnilega með þvj að strjúka að heiman með stúdent, sem ofan á al!t annað var mú- Erlend tíðindi hameðstrúarmaður. Hjónaband þeirra fór þó brátt út um þúfur. Strokið að heiman var merki þess, að Vijaya Lakshmi hafði fyrir fullt og allt brotið af sér hlekki aldagamallar hefðar og trúarlegra hlevpi- dóma. Eftir ferð til Evrópu giftist hún manni af sinni eig- in stétt en lét ekki loka sig inni bak við hlekki í dyragætt- um eins og tíðkaðist hjá brahm- Inum, Hún eignaðist þrjár dæt- ur en lé>t ekkí heimilisstörfin hindra sig i þáíttöku í opin- beru Kfi. Daginn eftir að hún haíði í fvrsta skipti fengið móð- ur sína til að hætta sér á fund Þjoðþmgsf'.okksins, sem haldinn var til stuðnings v:ð chlýðnis- baráttu Gandhis gegn Bretum árið 1932, handtók brezka lög- reg’an hana ásamt yngri systur hennar c.g varpaði þeirn í farig- elsi. Bróðir heirra o? faðir áttu þá laiíga vist í tugthúsum Breta að baki. í betta skipti sat Vijaya Lakshmi ár i fang- elsi en hún áttj aftir að kynn- ast dýflissum Breta betur. .(JViPÍnber störf tóku nú að ‘LPhiaeast á hana. Hún var kjör.'n i borgarstjúrn Aliaha- bad árið 1936. Næsta ár varð hún fyrst kvenna til að gegna ráðberrastöðu á Indiandi. Fór hún með heilbrigðismál og sveitarstjórnarmál í ráðuneyti Þjóþingsflokksins 'í Samein- uðu fylkiunum. Bretar ráku hana frá störfum eins og aðra ráðherra Þjóðþingsflokksins ög’ árið 1940 fangelsuðu þeir hana í annað sinn fyrir að mótmæla því að Bretar lýstu yfir striðs- aðiid Indlands að Indverjum forspurðum. Enn var henni varpiað í fangelsi 1942. Bretar sópuðu þá öllum leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar sem þeir náðu til i fangelsin. I þetta skipti stóð tugthúsvist Vijaya Lakshmi í þrettán mán- uði. Og nú létu Bretar sér ekkj nægja að taka Þau systkinin úr umferð, dætur Vijaya Lakshmi fengu nú einnig að kynnast fangaklefum nýlendustjórnarinnar. Á stríðs- árunum dó maður hennar. Að stríðinu loknu fékk Ind- land sjálfstæði og Nehru for sætisráðherra skipaði systur sína formann indversku sendi- nefndarinnar á fyrsta þing SÞ. Hún vakti Þar strax athygli, fyrst fyrir útlit sitt, það sópaði að þessari silfurhærðu fríðu konu, sveipaðri í litskrúðugt sarí, skikkju indverskra kvenna innan um dökkklædda dipló- maíana. Ekki þótti minna til málflutnings hennar koma, fulltrúar Suður-Afríku á þing- um SÞ hafa .aldrei borið sitt bar eftir þá ráðningu sem Vijaya Lakshmi veitti þeim á þessu fyrsta þingi fyrir með- ferðina á þeldökku fólki í Sið- ur-Afríku. Meira að segja Jan heitinn Smuts taldi sér ekki ráðlegt að ciga orðastað við þessa indversku ekkju. Hún iagði gi'undvöllinn að þeirri. forystu fyrir hlutlau.su ríkjun- um, sem Indland hefur jafnan hafit á þingum SÞ. Strax i fyrstu ræðum sínum benti hún á, að aldrei gæti verið um tryggan frið að ræða í heim- inum fyrr en Vesturveldin hafa gefið frelsþ nýlenduþjóðunum, sem þau ráða nú yíir. 4rið 1947 varð Vijaya Lak- shmi sendiherra Indlands í Moskva og gegndi því embætti. þangað til 1949. Frá Moskva fór hún beina leið til Wash- ington og var sendiherra Ind- lands hjá Bandiarikjastjórn þangað til 1951. 1 fj'rra veitti. hún forystu fjölmennri, ind- verskr: menntamannasendi- nefnd, sem ferðaðst víða um Kina í boði stjórnarinnar þar. Hún hef'ý þvi víðtæka reynslu af m.illirikjamálum og persónu- leg kynni af ö’lum helztu rikj- um jarðar að bakhjarli i æðsta embætti, sem n'okkur kona hefir gegnt i aiþjóðastofnun. Ekki mun henni veita af því á þinginu sem nú er að hefjast, deilumálin sem koma til kasta þess eru mörg og flókin. Meiri athygli mun beinast að störf- um ihennar en forscta nokk- urs annars allsherjarþings. Þeir fulltrúar, sem greiddu atkvæði gcgn lienni að einhverju eða öMu leyti vegna þess að hún er kona, rnunu vart leggja sig í lima til að auðvelda störf for- setans. Ef d®ma má af ferli hennar hingað til mun þó Vi- jaya Lakshmi skiia af sér fund- arstjórahömrunum, smíðisgrip- um Ásmundar Sveinssonar og’ Ríkarðar Jónssonar, enn virt- arf og viðurkenndari sem ein hinna fremstu skörimga á þingi þjóðanna, en hún tók við þeim. M. T. Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.