Þjóðviljinn - 24.09.1953, Side 1
Hinir nheHhrigSu" verzlunarhœftir á íslandi:
Hversvegna skráir Framleiðsluráðið aðeins verð á „súpukjöti^ en
leyfir kjötsölum frjálsa álagningu allt upp í 56% á lærum,
„sneiðum úr læri“4, „hrygg^ og „kótelettiun66?
Fimmtudagur 24. septcmber 1953 — 18. árgangur — 214. tbl.
Jón Rafnsson.
Neytendur hér í Reykjavík og víðar um land hafa
stundum verið að velta þessum spurningum fyrir
sér: Ilversvegna er kjöt jafndýr vara og raun ber
vitni? Hversvegna fæst í kjötverzlunum yfirleitt
ekki annað en svonefnt fyrsta flokks kjöt, dýrasta
tegund? Þjóðviljinn leitaði sér í gær upplýsinga í
kjötverzlunum hér í Reykjavík um verðlag á kinda-
kjöti, og virðist ljóst af þeim upplýsingum að kjöt-
verzlunin sé vettvangur stórfellds ráns bæði aí neyt-
endum og framleiðendum. Verður ekki betur séð en
Framleiðsluráð landbúnaðarins, er lögum sam-
kvæmt ber að' ákveða kjötverð, hafi gert sig sekt
um vítaverða vanrækslu í starfi sínu, eins og nú
skal greint.
^ Aðeins „súpukjöt”
er verðskráð.
í „Auglýsingu frá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins um
haustverð á kindakjöti" frá 17.
september um daginn segir svo
m.a.:
„Smásöluverð á súpukjöti.
1. verðflokkur kr. 19.00 pr kg.
2. verðflokkur kr.16.05 pr. kg.
3. verðflokkur kr. 15.20 pr. kg
4. verðfl. kr. 12.25 pr.kg.
í sömu auglýsingu er birt
heildsöluverð á „kindakjöti'
(Nýju og freðnu)“, og er það
18% lægra í öllum flokkum.
Það er að segja: Kjötsalar hafa
viðurkennt leyfi til að leggja
18% á „súpukjöti“. Lengra nær
verðskráning Framleiðsluráðs
ekki. Eftir þessu að dæma
kaupa kjötsalar allt kjöt sem
súpukjöt. En — þeir selja það
í fjórinn flokkum að auki: sem
læri, kótelettur, sneiðar úr læri,
og hrygg. Þessar tegundir eru
hvergi verðskráðar, heldur á-
kveða kjötsalar sjálfir eða fé-
lag þeirra verðio, og þar með á-
lagninguna. Og það lítur þann-
ig út:
^ Álagning udp í 56
prósent.
Lærið er selt á 22,05 kr.
kilóið, eða með 37% álagningu
miðað við heildsöluverð á súpu-
kjöti. Kótelettur kosta 24,15 kr
kílóið, álagning 50%. Sneiðar
■ úr læri kosta 25,15 kr. kílóið,
álagning 56%. Hryggur er seld-
ur á 23,05 kr. kílóið, álagning
42%.
^ Hversvegna er verðið
ekki skráð?
Það sjá allir að hér er um
hreint okur að ræða, þótt ekki
sé óeðlilegt að t.d. kótelettur
kosti ofurlítið meira en síða í
súpu, þar sem slögin eiga ekki
að fyigja kótelettunum. Hins-
vegar er reynslan sú að hús-
mæðrunum gengur illa að fá
gott súpukjöt. Þeim er einmitt
boðinn bringukollurinn — og
auk þess slögin og fremstu
hálsliðirnir: þeir hlutar hryggs
og síðu sem af ganga þegar
búið er að selja kótelettumar
og hrygginn sem „hrygg“. Hér
væri því ekki um mikið tap að
ræða þótt hryggurinn væri seld
ur á sama verði sem súpukjöt
og „hryggur". En aðalatriðið
er þetta: Kversvegna skráir
Framleiðsluráð landbúnaðarins
ekki verð á þessum fjórum
flokkum kjöts? Hvað veldur
því að kjötsölum er í sjálfsvald
sett álagningin á þessa vöru?
Þjóðviljinn skorar hér með
opinberlega á Framleisiui’áð
landbúnaðarins að svara þess-
um spurningum undanbragða-
laust.
Framhald á 8. síðu.
S@x rriilijónir ítala
í verkfalii
í morgun hófst verkfall í öllum verksmiðjum og iðn-
fyrirtækjum um gervalla Ítalíu.
Fyrri fréttir hermdu að fjór-
ar mjlljónir verkamanna myndu
taka þátt í verkfallinu en í gær
var sagt að það myndi ná til
sex milljóna. Öll þrjú verkalýðs-
sambönd ítaliu, almenna sam-
bandið, samband hægrikrata og
samband kaþólskra, standa að
verkfallinu í sameiningu.
Yfirlýst marknrð \erka-
manna með verkfallinu er að
vara atvinnurekendur við
og gera þeim Ijóst, á hverju
þeir mega eiga von ef þeir
þverskallast öllu lengur við
að taka til greina kröfur
verkalýðssamtakanna um
Nýjar tröllasögur
Sögurnar um Lavrenti Bería,
himi brottvikna innanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, verða sí-
fellt fáránlegri. Sú nýjasta er
að harui hafi svifið til jarðar í
fallhlíf á Spáni og sé þar í fel-
um. Æsifréttablöð hafa einnig
sagt hann dvelja í Bandaríkj-
unum, Sviss, Argentínu og
Mexíkó. Nixon, varaforseti
Bandaríkjanna, segir stjórn
sína vera að rannsaka, hvort
nokkur fótur sé fyrir þessum
sögusögnum.
hælíkað kaup verkafólki tsl
handa.
Verkfallið á morgun nær að-
eins til iðnverkamanna en því
verður fylgt eftir 5. október
með sólarhrings allsherjarverk-
falli landbúnaðarverkamanna.
Þeir eru tvær milljónir talsins.
Haína þýzkrí
krvæðingu
Miústjórn Verkamannaílokks-
ins brezka samþykkti í gær
stefnuyfirCýsingu í utanríkismál-
um. Þar er lýst yfir algerri and-
stöðu við liervæðingu Vestur-
Þýzkalands og aðild þess að
Vestur-Evrópuher meðan ekki
hefur verið haldin váðstefna
Sovétríkjanna og Vesturveld-
anna til að reyna að ná sam-
komulagi um sameiningu Þýzka
lanðs. Þá leggur flokkurinn t'l
að Kórea og kínverska eyjan
Taivan, þar sem stjórn Sjang
Kaiséks situr, verði gerð hlut-
Iaus svæði. Yfirlýsingin öll
verður birt á laugardaginn en
daginn eftir hefst þing Verka
mannaflokks'ns.
Þorva'ídur Þórarinsson.
Sösalistafélag Reykjavíkur
hefur vetrarstarfið með alnienn-
um félagsfundi sem lialdinn
verður í kvöld í Iðnó. Hefst
fundurinn kl. 8.30 stundvíslega.
Aðalmál fundarins verður fé-
lagsstarfið á vetri komanda og
hefur Jón Rafnsson formaður
fél-agsins fr.amsögu. Að ræðui
hans lokinni verða frjálsar um-
ræður.
Að loknum umræðunum un
félagsstarfið flytur Þorvaldur
Þórarinsson lögfræðingur erimdl
frá för sinni til Rúmeniu.
í félagsstarfinu í vetur eru
framundan mörg og stór verk-
efni og því brýn nauðsyn á að
allir flokksfélagar taki virkart
þátt í umræðum um þau og
undirbúningi öllum frá byrjun.
Fjölmennið því á fundinn í
kvöld og takið með ykkur nýja
meðlimi.
Verkczlýðssamtökizi gera gagnráðstaf-
anir sé desembergrundvellinum haggað
Dagsbrún seitiir fulltrúa á 1 þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaganna
„Vegna þeirra hækkunar sem nú heíur verið á*
kveðin á verði innlendra landbúnaðarvara, vill
íunaurinn vekja athygli á því, að allar ráðstaíanir
tii verðhækkana írá þeim grundvelli, sem ákveðinn
var með desembersamkomulaginu 1852, hljóta að
leiða til gagnráðstaíana af hálfu verkalýðshreyíing-
arinnar. Fundurinn mófmælir sérstaklega öllum ráð-
stöfunum hins opinbera, er verða til þess að lengja
að nýju bilið milli verðlags og kaupgjalds og minnka
kaupmátt launanna, og er hér átt við hvortveggja:
beinar verðhækkanir og niðu^greiðslur úr ríkissjóði
á einstökum vörum, sem viðheldur og þyngir hinar
óþolandi tolla- og skattabyrðar á alþýðu manna.”
Framanskráð ályktun var
einróma samþykkt á Dagsbrún-
arfundinum í Iðnó í gærkvöldi-
Eðvarð S:gurðsson ritarí
Dagsbrúnar flutti ýtarlega
framsöguræðu um kaupgjalds-
og verðlagsmál, en sem hér
er ekki rúm til að rekja.
Þá samþykkti fundurinn með
öllum atkvæðum gegn 5 eftir-
farandi tillögu um að Dagsbrún
sendi fulltrúa á 3. þing Al-
þjóðasambands verklýðsfélag-
anna.
„Fundur í Vcrkamannafé-
laginu Dagsbrún, haldinn 23.
september 1953, samþykkir
þá ákvörðun stjórnar og
trúnaðarráðs að félagið taki
boði Alþjóðasambands verk-
lýðsfélagaima um að senda
fulltrúa á III. heimsþing'
þess í Vínarborg í næsta
mánuði'.
Frá fundinum verður nánai'
sagt síðar.