Þjóðviljinn - 24.09.1953, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.09.1953, Qupperneq 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Finvmtudagur 24. september 1953 Stórfeílt rán í sambandi við kjötverzlunina Framhald af 1. síðu. Hvar er 4. ílokkur- inn? En sagan er ekkj öll sögð meö þessu. Eins cg getur i aug- lýsingu Framleiðslurá.ðs eru skráðir 4 verðflokkar á súpu- ■kjöti. Þessi verðflokkun grund- vallast á gæðaflokkun kjöts í sláturhúsunum, en gæðaflokk- unin fer eftir aldri fjár, holda- fari og ýmsu öðru. Ef við tökum til dæmis 4. verðflokk súpukjöts kostar hann frá heildsölum kr. 10,40, en smásöluverðið er skráð kr. 12,25. En hvar er þessi 4. flokkur í búðunum? Hann er ekki til sölu. En hvar er þá það kjöt sem kjötsalar •kaupa af heildsölum sem 4. flokks kjöt á 10,40 kr. kílóið Almenningur spyr: Kemur það til mála að þetta kjöt sé selt sem 1. flokks kjöt? Kemur það til mála að kjötsalar selji á 19 Ikr. úr búðum sínum það kjöt sem þeir kaupa af heildsölum á kr. 10,40 kílóið? Eða hvað verður um þetta kjöt? Þjóðviljinn skorar hér með opinberlega á kjötsala að upp- lýsa þetta mál undanbragða- laust. Hluíur framleiðenda —og kaupmanna Það stendur ekki á því að í reikningum bændanna séu þess- ir fjórir gæða. og verðflokkar skráðir nákvæmlega, eftir mati því sem fram fer í sláturhús- unum. Heildsalarnir, það er sláturleyfishafar, selja smásöl- um 4. flokks kjötið á kr. 10,40 kílóið. í reikningum til fram- leiðenda er dreginn frá síátur- kostnaður allur, 3 til 4 krónur á hvert kíló. Eftir eru þá 6 til 7 krónur sem framleiðendur fá fyrir 4. flokks kjötið. Þetta kjöt sést ekki á markaði hér í Reykjavík á sínu rétta verði, heldur virðist það vera selt jafnvel sem 1. flokks kjöt á 19 krónur, og jafnvel meira þegar hægt er að „sneiða" úr lærun- um og breyta síðunum í ,,kótelettur“. Sjá þá allir um hvílíkt rán er hér að ræða. Og er þe3S að vænta að almenning- ur sjálfur taki hér í taumana, ef ekki fást viðunandi skýring- ar frá þeim aðilum sem hér eiga hlut að máli. Auglýsing um varnir gegn útbreiðslu hníðurma í kartöflum 1. gr. Bannað er að flytja kartöflur af hinu sýkta svæði, sem talið er ná frá Mýrdalssandi um Suð- ur- og Suðvesturland að Skarðs- heiði, til annarra landshluta. 2. gr- Á hinu sýkta svæði er bannað að geyma útsæði með matarkart- öflum í félagsgeymslum, án þess það sé einangrað frá matarkart- öflunum. Ef útsæði er geymt í slíkum geymslum, skal því komið fyrir vandlega aðgreindu, enda sé geymslustaður sótthreinsaður áður en útsæðið er tekið til geymslu, ef geymslan hefur áður verið notuð til geymslu kartaflna. 3. gr. Menn eru alvarlega varaðir við að taka frá kartöflur til útsæðis, sem ræktaðar hafa verið á hinu sýkta svæði, nema full vissa sé fyrir hendi um, að kartöfluhnúð- orma hafi ekki orðið vart á þeim stað, þar sem kartöflurnar hafa verið ræktaðar. 4. gr. Búnaðardeild atvinnudeildar háskólans er falið að gefa út reglur og leiðbeiningar um varn- ir gegn kartöfluhnúðormum. 5. gr. Brot gegn ákvæðum þeim, sem sett eru með auglýsingu þessari varða sektum frá 100—5000 krónum. Auglýsing þessi er gefin út samkvæmt lögum nr. 17, 31. maí 1927, um varnir gegn sýkingu nytjajurta og birtist hér með til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Um leið eru úr gildi numin bráðabirgðafyrirmæli um varnir gegn útbreiðslu kartöfluhnúð- orma, sem út voru gefin 5. sept- ember 1953. Landbúnaðarráðuneytið, 19. september 1953. Steingrímur Steinþórsson. Ámi G. Eylands. liggur ifiðín --------gðfÓÐVIUINN----------------- Undirrit. .. óskar að gerast áskr/'fand/ að Þjóðviljanum Nafn........................ Heimili .................... ------- Skólavörðustíg 19Sínn 7500 ——-" ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON Svíar iurnu Ungverja 111:99 í frjálsum íþróttum Uagveijaí unnu kvennakeppnina raeð 57:49 Það kom nokkuð á óvænt er Svíþjóð sigraði Ungverjaland í frjálsum íþróttum í karlakeppn- inni. Svíar unnu 11 greinar en' Ungverjar 8. Tvöfalda sigra áttu Svíar 8 en Ungverjar 5. Samtals horfðu 87 þúsund manns á keppnina sem fór fram í Búdapest. Beztu árangrar urðu: 100 m. Goldovanyi U. 10.7 400 m. Bránnström S. 47.4 800 m. Ekfeldt S. 1.50.7 5000 m. Kovacs U. 14.15.4 400 m. grind Ylander S. 52.2 Stangarstökk Lundberg 4.30 Þrístökk Norman S. 15.15 Kringlukast Klics U. 49.66 fla M.s. Dronmng Alexandrine fer. frá Kaupmainnahöfn 26. sept., til Færeyja og Reykjavík- ur. Flutningur óskast tilkynnt- ur skrifstofu Sameinaða í Kaupmannahöfn sem fyrst. Skipið fer frá Reykjavík 3. október til Færeyja og Kaup- mannahafnar. Farþegar sæki farseðla í dag og á morgun. Tilkynningar um flutning ósk- ast sem fyrst. — Skipaaígreiðsla Jes Zimsen (Erlendur Pétursson). Spjótkast 3engtsson S. 71.11 4x190 m. U. 40.9 (Sveit Svía var dæmd úr leik). 200 m. Bránnström S. 21.8 1500 m. Eriksson S. 3.50.6 Kúluvarp Sönegárd S. 15.11 Langstökk Földessyk U. 7.66 110 m. grind Retezar U. 14.7 (Ungv. met) Sleggjukast Csermak U. 60.22 3000 in. hindr.hl. Apro U. 9.07.2 Hástökk Nilson S. 2.00 10.000 m. Kovacs U. 29.58.2 4 X40Ö m. Svíþjóð 3.15.2 Kvennakeppnln. Hástökk Larking S. 1.57 100 m. Mártensen S. 12.5 800 m. T. Kazi U. 2.12.7 Kúluvarp Feher U. 13.62 (U. met) Langstökk Gyarmati U. 5.83 80 m. grind. Gyarmati U. 11.5 Spjótkast Almkvist S. 43.81 (S. met) 200. m. Tilkovszky L'. 25.5 6 beztu lönd/n. Erlend blöð hafa kallað keppni þessa nokkurskonar und- anúrslit í röð þjóðanna í Ev- rópu, í frjálsum íþróttum, en þar verður Svíþjóð nr. 2 en Ungverjalaind nr. 3 en Sovét- rikin nr. 1. Keppmi milli Sovétríkjanna og Svíþjóðar mundu Sovétríkin vinna. Næstu þrjú lönd eru Þýzkaland, England og Fiein- land.. Frammistaða Svía hefur ver- ið mjög góð í sumar. Þeir hafa unnið jafn erfiða keppinauta og Þýzkalamd, England og Finn- land og svo Ungverjaland. Tal- ið er. að kalda veðrið sem var í Búdapest hafi verið álíka heppilegt fyrir Svía og það var slæmt fyrir Ungverja, sem vilja heldur hitann. Evrópiimet Skdbia í kúluvarpi Tékkneski kúluvarparinn Jiri Skobla setti fyrir nokikrum dög- um nýtt Evrópumet í kúluvarpi, varpaði 17.36. Eldra metið átti hann sjálfur og var 17.31 sett í júní í sumar. Á sama móti hljóp Jiri Jung- wirth 1 enska mílu á 4.12.4 sem er nýtt tékkneskt met. Malmö FF ueðst í Allsvenskan Það hefur skeð í sænsku keppninni, „All svenskan", að Malmö FF er neðst eftir 7 leiki með aðeins 3 stig, Malmö hef- ur um langan tíma skipað svip- aðan sess í sænsku keppninni og Arsenal í þeirri ensku, og bæði félögin höfðu það sam- eiginlegt að sigra í keppninni á síðasta keppnistímabili. Aftur á móti er annað liðið sem kom upp í All svenskan s.I. vor efst í keppninni en það er Kalmar FF. Annars er staðan í All svenskan þessi eftir 7 leiki: Kalmar FF 7 15-14 11 st. Helsingborg 7 14-6 10 — Norrköping 7 13-7 10 — Sandvikens IF 7 10-8 8 — GAIS .7*' 12-13 8 — Jönköping 7 16-10 7 — Degerfors 7 9rl0 7 — AIK 7 11-13 6 — Djurgárden 7 13-11 5 — Elfsborg 7 7-17 5 — Gutaborg 7 5-8 .4 — Malmö FF 7 6-14 3 — Félagar Málsog menningar afhugið: Allur ágóðí al bókabúð íélagsins íer til útgáfusiarfsemi þess. Veizlið því í BókabúS Máls og meimingai eg styrkið þannig ykknr að kosinaðailausu bókaútgáíu lélagsins. Auk allra fáanlegra íslenzkra bóka höfum við mikið af erlendum bókum og blöðum, Bókabúð Móis og menningar. Laugaveg 19 — Sími 5055.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.