Þjóðviljinn - 24.09.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 24.09.1953, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. september 1953 eimiiig JfáéÉMi* ViSEigœsir eftir MARTHA OSTENSO 46. dagur 10 mafarœSisböSorS í dálitlum pésa sem danska ríkið hefur gefið út eru tíu svo hljóðandí boðorð um mataræði: 1. Bezta byrjunin á degin-um er góð morgunmáltíð í friði og ró. Flegin blússa Flegna bogahálsmálið, sem svo mjög bar á í sumartízkunni, er enn mjög útbreitt og virðist ætla að verða áberandi í vetrartízk- unni líka. Margar léttar ullar- peysur sem ætlaðar eru sem .sparipeysur eru með þessu háls- máli. Hversdagspilsið verður strax sparilegra, þegar við það er notuð peysa af þessu tagi. Emm við öll með vanskapaða fætur Enskur læknir hefur rannsak- að fætur fullorðins fólks og kom- izt að þeirri óhugnanlegu niður- stöðu að sá maður sé vandfund- inn sem hafi ekki fætur, sem eru aflagaðir á einhvern hátt. Hann segir að nú sé farið að framleiða barnaskó, sem eyðileggi ekki fætur barnanna, en það sé lítil bót í því þegar skór fullorðna fólksins séu skaðlegir. Læknirinn hefur athugað þær skótegundir sem eru á boðstólum í verzlunum og hann segist ekki hafa fundið eitt einasta skópar, sem fari ekki illa með tærnar. Hann tekur sannarlega upp í sig. Enski lækn- irinn spyr eftir skóm, þar sem gert er ráð fyrir að tærnar kom- íst fyrir án þess að kreppast, en flest fullorðið fólk hefur kreppt- ar tær. Læknirinn bætir því við að tærnar á honum sjálfum séu ekki hótinu betri en annarra, af því að hann gengur líka í verk- smiðjuskóm og hefur ekki efni á að láta sauma handa sér skó sem ætla tánum rúm. Rafmagnstakmörkun Ki 10.45-12.30 Fimmtudagur 24. september 3LVAr|j Hlíðarnar og Norður- ílvClll mýr^ Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðarhverfi við Laugarnesveg að Kleppsvegi og •væðið þar norðaust"- it 2. Borðið eins reglulega og ykkur er frekast unnt. Þegar börnin koma úr skólanum skuluð þið gefa þeim mjólkurbolla og brauðsneið en ekki sætar kök- ur. 3. Mjólk er mjög næringarrík; öll börn, unglingar o;g bamshaf- andi konur ættu að drekka þrjá pela og upp í pott á dag. Úr mjólkinni fáum við kalk. ■ 4. Flestír borða kartöflur á hverjum degi og úr þeim fáum við C. vítamín. 5. Notið grænmetj og ávexti daglega, ef þess er nokkur kost- ur. Notið það einnig hrátt. Á vorin og þangað til nj'ju kart- öflurnar koma á markaðinn er þýðingarmikið að borða mikið kál, (einkum :grænkál), stein- selju og annað grænmeti. 6. Börn verða að fá kjöt, fisk, innmat og baunir. 7. Einn vel samansettur réttur er betri en margir eir.hæfir rétt- ir og auk þess auðtiloúnari fyrir húsmóðurina. 8. Til þess að vemda og nýta bætiefnin sem allr.a bezt, má ekki sjóða matinn of lengi. Grænmeti er láíið í sjóðandi vatn, eins lítið magn og hægt er og nýtið suðuvatnið. Búið hrá- salatið ekki til fyrr en rétt áð- ur en á að nota það. 9. Ef nauðsynlegt er að hita matinn upp, er bezt að snögghita hann rétt áður en á að borða hann. Ef maturinn stendur lengi yfir hita eyðileggst bæð; bragð og bætiefni. 10. Frá áramótum og fram að Jónsmessu er erfitt 'að fá nægi- legt af bætiefnum. Þeim mun þýðingarmeira er að velja rétta matinn. Auk þess Þurfa böm að fá lýsi og aðra A og iD víta- míngjafa, og C-vítamíngjafa á þessu tímabili. Sportsokkar til vetrarnota Köflóttir vetrarsportsokkar handa kvenfólki eru að verða mjög vinsælir. Til þess að geta notað þá þarf granna og fallega fætur, en þá geta þeir verið mjög skemmtilegir- Þær sem fótkald- ar eru en geta ekki hugsað sér að ganga í köflóttum sportsokk- um, geta fengið sér einlita ullar- sportsokka. Sokkarnir ná upp undir hné og eru fallegir með hné buxum en vitanlega má líka nota þá undir síðbuxur. Þá þarf mað- ur ekki að nota magabelti. „Ég gerði það“, sagði Marteinn. „Nú“, sagði Caleb. „Mér datt í hug að Júdit hefði gert það“. Hann fór að athuga hvernig nýfæddu grís- unum liði og sá að þeir tottuðu fóstrur sínar með ákefð. Síðan fór hamn aftur til Marteins og gaf honum fyrinnæli um hvað gera ætti við skrokkinn af gyltunni. „Farðu með hana út í hagann og grafðu hana þar“, sagði hann stuttur í spuna. Rétt eins og Marteinn vissi ekki hvað gera þyrfti. Næstú þrjá daga yrti Caleb ekki á nokkurn mann og var ekki ávarpaður nema þegar mikið lá við. Hann svaraði aðeins einsatkvæðisorðum og iðulega heyrði hann alls ekki hvað við hann var sagt. „Heldurðu að þú hafir látið hana liggja of lengi í sólinni?" spurði Amelía. „Hún kom alls ekki út allan daginn nema til þess að deyja“, sagði Marteinn. Amelía andvarpaði og hélt áfram starfi sínu. Á hverju kvöldi eftir mjaltir var Elín að dunda við blómabeðið sem var undir vestur- glugganum. Þegar hún leit við gat hún séð bugðuna á veginum undir viðitrjánum — þar sem reiðmann bæri eins og skuggamynd við vesturloftið. Reiðmaður, sem kæmi frá Bjaima- sonfjölskyldunni hlyti að fara þá leið — um aðra leið var ekki að ræða. Blómabeð Elínar var svo vel hirt, að blómin voru farin að fá á sig yfirlætissvip. Eitt kvöldið yfir borðum sagði Karl fréttirn- ar, sem Elín hafði lengi átt von á. Hann hafði farið til Yellow Post fyrr um daginn.' „Malcolm hefur lokið vinnu sinni fyrir (Bjama- son og heldur norður á bógiim í kvöld. Hann fer yfir mýrarnar — framhjá Brundbýlinu. Hann fer héma framhjá. Geitaglámur fær að- sjá þig enn einu sinni“ sagði drengurinn og hló framan í hana. Caleb sagði ekki neitt drykklanga stund. Svo sagði hann: „Ég á erindi til Skúla Eiríkissonar í 'kvöld. Hafðu vagninn tilbúkm, Karl. Ég fer snemma". „Ég sá nokkur börn fyrir utan skólann í dag. Mér sýndist þau vera að norðan. Mér datt í hug að þau gætu brotizt inn og gert einhvem ó- skunda“, sagði Elín við Lindu. Linda svaraði einhverju, en Elín heyrði ekki hvað hún sagði. Ef til vill yrði Caleb farinn áður en Malcolm kæmi framhjá — hann var svo ömggur um að hún gerði ekki neitt af sér. Hún Iijálpaði Amelíu að þvo upp og fór síðan út á stöðulinn. Hún sat á mjaltastólnum og skotraði augunum til Calebs, sem var á rölti kringum húsið og hlöðuna. Prins var spenntur fyrir vagninn og beið. En Caleb leit ekki á hestinn. Hann hvarf inn í hlöðuna og þar dvald- ist honum lengi. Var hann búinn að skipta um skoðun? Var hann hættur við að fara? Elín leit út á þjóðveginn, þar sem hann bugðaðist undir víðitrjánum. Síðan beygði hún sig áfram og hélt áfram að mjólka. Skömmu síðar heyrði hún f jarlægt hófatak. Um leið 'kom Caleb út úr hlöðunni, leysti Prins og steig upp í vagninn. Elín vonaði að reiðmaðurinn að vestan hægði á sér. Síðan fór Caleb aftur niður úr vagnimun og fór inn í húsið. Þaðan kom hann eftir asidartak og hélt á bursta. En hófatakið handan við víðitrén færðist óð- um nær. Caleb klifraði aftur upp í vagninn og ók út að hliðinu. Elín heyrði Malcolm kasta kveðju á Caleb, en hún sá hann ekki þaðan sem hún sat. Hún spratt á fætur og hljóp út að girðingunni. Svo leit hún flóttalega í kringum sig til þess að sjá hvort nokkur gæfi henni gaum. Hún sá Malcolm sitja teinréttan á hesti sínum og kvöldbjarminn féll á höfuð lians og herðar. Nú reið hann af stað og Caleb ók við hlið hans. Skúli Eiríksson bjó skammt frá Brundhjónunum, svo að þeir áttu sanileið. Linda og Mark höfðu riðið út eftir kvöldverð að heimsækja Fúsa Aronsson og á heimleiðinni riðu þau eftir stígnum sem lá þvert á þjóðveg- inn framhjá Brundhjónunum og Skúla Eiríks- syni. Þau fóru sér hægt því að kvöldið var dá- samlega fagurt. Þau voru .komin upp á dálitla hæð fyrir norðan mýrarnar og horfðu niður á kyrra vatnsflákama, sem voru eins og rauðar og gullnar rákir. I mýrinni sá Linda litfögur brönugrös og veikburða burkna sem virtust kikna undan Ijósinu. Mark horfði í austurátt. „Einmana reiðmaður“, sagði lianm. Linda leit í sömu átt. „Já, það er indíánahest- urinn — ég hugsa að þetta sé maðurinn sem borðaði kvöldverð hjá okkur fyrir skemmstu sagði hún og reyndi að greina manninn á hest- inum.. „Ég held að Elín hafi einu sinni verið ástfangin af honum“. Svo hjúpaði kvöldroðinn macn og hest gulln- um ljóma og þeir urðu eitt. ÞRETTÁNDI KAFLI 1. Nú kom fyrirtaks sláttuveður, þurrkur og örlítill vindblær. Himinninn var skafheiður dag eftir dag. Caleb vonaði að veðrið héldist aðeins þangað til búið væri að 'koma heyinu í sæti. Fréttir um skógarelda bárust að norðaci og í Yellow Post voru allir með hrakspár. En Indíán amir höfðu alltaf illspár á reiðum höndum. Það skipti engu máli. Kornið spratt hægt á þessum slóðum og það þurfti á meiri vætu að halda og það kæmi meiri væta — það var ó- hjákvæmilegt. Caleb barði í loftið klukkan fimm morguninn sem slátturinn átti að hefjast. Amelía var að kvelkja upp frammi í eldhúsinu. Hún var með bakverk eftir bogrið í garðinum daginn áður, þegar hún hafði tekið upp mikið magn af grænmeti til að sjóða niður til vetrarins. Henni varð þungt um hjartað þegar hún hugsaði um Elínu sem hafði hjálpað til í garðinum. Elín þyrfti að raka í dag. „Það er ekki orðið of seint að ráða kaupa- mann, Caleb“, sagði hún. Caleb fór í stígvélin og stappaði í gólfið um leið, Það var merki um það að börnin ættu að flýta sér. Þegar hann var búinn að reima að sér stígvélin fór hann að vaskinum til að þvo sér. „Þú ættir að varast að koma svona grillum inn í þau“, sagði hann loks. ,Hver er það sem þarf að borga kaupamanni? Að vísu gætum við ef til vill fengið Mark Jordan fyrir ekki neitt. Ha ha, ha! Það er gaman að þér Amelía — það er gaman að þér“. Amelía steikti egg og saltaði flesk og hitaði upp hafragrautimi sem hún hafði eldað kvöldið áður. Hún lagði rauðköflóttan dúk á borðið og raðaði skörðóttum diskum og gömlum og beygl- GLtMS OC CAMWj Gestur: I».jónn, ég er þyrstur. Þjónn: Skal koma með vatn undlr eins. Gestur: Ég sagðist vera þyrstur en ekki skít- ugur. Jens kemur helm með snotran skrúfblýant, og spyr hvort hann megi eiga hann úr því hann hafi fundið hann. Ertn nu viss um að eigandinn hafi alveg tapað honum? Já. svarar Jens lltli, ég sá hann vera að lelta að honum. Aksel Schiötz, hinn kunni danski söngvari, hafði nýlokið söngskemmtun á Jótlandi. Eftir skemmtunina hitti hann aldraða konu fyrir ut- an hljómleikasalinn. Hún vék sér að honum og mælti: Þér hafið vissulega snotra rödd. Þér ættuð að læra að syngja.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.