Þjóðviljinn - 07.10.1953, Side 7

Þjóðviljinn - 07.10.1953, Side 7
Miðvikudagur 7. október 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 VitiS þi8, oS Pöntunardeild KRON selur vörur 10-15% lægra verSi en búSir? Það vakti nokkra athygli á dögunum, -að fundur í Verka- Tnannafélaginu Dagsbrún sam- þykkti að skora á KBON að hefja sölu á vinnufatnaði i pöntunardeld sinni. Þótti það benda til, að pöntunardeddin hefði fundið hljómgrunn meðal a'.þýðu manna í bænum 03 ætti vaxandi vinsældum að fagna. En það var í fyrrave'ur, að KRON hóf starfrækslu pöntim- ardeildar að Hverfisgötu 52 Tíðindamannj blaðsins þótti það þess vegna vera fýsilegt til fróðleiks að inna frétta af ' pöntunardeildinm. Hélt hann á fund Björns Jónssonar félags- málafulltrúa KRON, sem séð hefur um rekstur pöntunar- deildarinnar. Björn tók erind- inu vel og leysti 'greiðlega úr dlium fyrirspurnum. „Rétt er að koma ’ strax að kjarna máisins. Hve mikilj er munurinn á verð; pöntunar- deildarinnar og búðarverði?“ „Ýfirleitt selur pöntunardeild in vörur sínar á 10—15% lægra verði en búðir,“ svarar :Bjöm> „Á fáeinum vöruteg'- iindum er munurinn þó held- ur minni, en á öðrum heldur rneiri. Hérna geturðu séð lista yfir pöntunardeildarverðið og almennt búðarverð.“ Björn tekúr upp verðlista, sem lá á borðinu tyrir framan hann og réttir mér. Ég lít fl.iót- lega yfir verðlistann og hripa upp af handahófi samanburð á verði nokkurra vörutegunda í pöntunardeildinni og búð’tm KRON, m. a. á verði þessara vörutegunda: Búðarverð Pöntunar.v Bunj grænar (pk.) 3,45 3,00 Fiskb. Heklu (1/1) 8,30 7,15 Hveiti Talisman (kg) 3,20 2,90 Rúsínur kg. 11,60 9,80 Sígarettur (Camel) 9,80 9,15 Fyrirkomulag pöntunardeildarinnar „Hvaða vörutegundir er verzl- að með í pöntunardeildinni?" „Allar algengar korrivörur og nýlenduvörur, tóbak og hrein- lætisvöi’ur. Eins og þú sérð á verðhstanum selur pöntunar- deildin alls um 100 vöruteg- undir," ,;Fer afgreiðsla fram alla daga vikurmar Gg hvernig er henni liáttað?“ „Afgreiðsla fer fram þrjá daga i viku: mánudaga, þriðju- daga og fimmtudaga. Vörurnar geta menn annaðhvort sótt í afgr. á Hverfisg. 52 eða fengið þær sendar heim, en þá er 10 kr. heimsendingargjald lagt á pönt- unina. Heimsendingargjaidið er alltaf hið sama hvort sem pönt- unin er stór eða Íítíl. Við send- um um öl’r bæjarlönd Reykja- víkur og Seltjarnarneshrepp og suður í Kópavog. „En hvernig er pöntunum komið á framfæri?“ „Á tvennan hátt. í fyrsta lagi með því að hringja í skrifstofu KRON (sími 1747) eða af- greiðsluna. í öðru lagi með því að fylla út pöntunarseðla, sem liggja frammi í öllum KRON-búðum, og koma þeim á framfæri við afgreiðsluna.“ „Við afgreiðum allar pant- anir fyrir 100 kr. og þar yfir. — Sala uppvigtaðrar vöru er líka bundin nokkrum skilyrð- um. Af hveiti, strásykr; og rúgmjöli seljum við minnst 5 kg. en af annarri uppvigtaðri vöru 2 kg.“ „En eru þessi viðskip1-; ekki bundin við félagsmenn í KRON?“ „Jú. það eru þau eðlilega. ‘ svarar Björn. „Én h-'ns vegnr er inngöngugjald í KRON lágí. — 20 kr. Og inngöngu í KRON fylgjaengar fjárhagslegar kvað- ir.“ „Hafa margir notfært íer pöntunardeildarfvrirkomulag- ið?“ ,,Já, það er þegar orðinn all- stór hópur og hann fer va\’ andi.“ Uppkaf og aðdragandi „Það var í fyrravetur, sem pöntunardeildin tók til st'arfa? “ „Pöntonardeildin hóf scarf- semi sína 26. febrúar. Á aðai- fundi KRON 1952 var sam- þykkt tillaga til stjornar nnar um að setja á stofn pönfunar- deild.“ „Hver var aðc'ragandi þess að ákveðið var að koma henni á fót?“ „Pöntunardei’d er gr.ma:l lið- ur í starfsemi KRON, — raun- ar sá elzti,“ svarar Bjdrn. „Í þessari samþykkt að jllunaer- ins 1952 var komizt svo að orði. að æskilegt væri, „að félagið tækj upp að nyju afgreiðslu stærri vörupantana með af- slætti, eins og fyrr va_- gert um langt skeið.“ Nokkru siðar skipaði stjórnin f mm nrsanna nefnd til að atriuga málið. Samdi hún greiriargerð og und- irbjó stofnun pön'unardei'.dar- innar.“ „Hafði ekki líka sk apazt í landínu með gengisfellmgunni 1950 og þverrandi kaupmævti launa i kjölfar hennar áscand, sem gerði pöntunardeild sér- staklega æskilega?" „Vissulega. Það sést bezt á þeim mörgu litlu pöntunar- félögum, sem sjálfkrafa risu upp víðs vegar um bæinn.“ „Ég tók eftir því, þegar þú minntist á samþykkt aðalfund- arins 1952, að komizt var svo að orði, að tekin yrði upp ,,að nýju afgreiðsla stærri pantana”. Varð KRON ekki einmitt til upp úr slikum pöntunarfélög- um?“ ,.Að nokkru leyti. KRON var stofnað við samruna Pöntunar- félags verkamanna.' og Kaup- fé'ags Reykjavíkur og félaga í Hafnarfirði og Keflavík. Pöntunarfé'ag verkamanna var myndað sem samband þeirra pöntunarfélaga, sem störfuðu í 'bæmim“. 1 Brot úr gamalli sögu „Hvenær var hið fyrsta þess- ara gömlu pöntunarfélaga stofn- að?“ „Skerjafjarðar pöntunarfé- .lagið, sem mun hafa verið hið fyrsta þeirra, var stofnað í Álþýðuflokksforust ufilboS sésíalista fyr Eftir alþingiskosningarnar. í sumar sendiSósíalistaflokkurinn 'Alþýðuflokknum bréf og stakk upp á því að flokkarnir tækju upp viðræður sín á milli unv samvinnu í þágu íslenzkrar al- þýðu. Lengi vel var bréfi þessú ekki svarað af hálfu Alþýðu- ílokksins. En eftir að Þjóðviljinn hafði margspurt um einhver viðbrögð lýsti Hannibal Valdi- marsson formaður flokksins loks yfir því í Alþýðublaðinu 21. ágúst s.l. að tilboð Sósíalista- flokksins yrði „vandlega athugað og helzt ekki afgreitt af flokksforustunni einni saman án nokkurs sam- ráðs við íiokksfólk almennt. Nú er það alkunna, aö félagslíf er dauft að sumrinu um háanna- tímann. Það er því svo að segja útilokað að ná saman félags- fundum fyrr en nokkuð kemur fram í september. Þá fyrst er þess að vænta, að hægt sé að taka þetta stórmál til umræðu og afgreiðsiu í flokksfélögun- um.“ í liessu húsi starfar hin nýstofnaða pönt- unardeild Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. október .1933 eða fyrir réttum tuttugu árum. Pöntunarstjóri þess v.ar Sigurvin Özzurarson. Ef þig langar til að fá upp- lýsingar um þá hluti, væri betra fyrir þig að ræða við aðra, sem voru þeim nákomnir. En forystumönnum félaga þess- ara varð brátt ijóst, ,að til lengdar var ekki unnt að reka þau í tómstundavinnu eins og gert var. Fóru þá að koma fram raddir um sameiningu þeirara.“ Þeðar hér var komið reis Björn upp úr sæti sínu og nær í Afmælisrit KRON 1947 og sýnir þar tilvitnun í 1. tölu- blað Pöntunarfélagsblaðsins. Þar segir um tiidrögin að stofn- un Pöntunarfélags verkamanna: „En þessir kjörnu fullti-úar (þ e. þeir, sem annast áttu um innkaupin) komust brátt að raun um það, er þeir fóru að rannsaka möguleikana á hinum sameiginlegu innkaupum. að ó- kleift mundi reynast að reka þessa starfsemi, nema með þvi að kaupa verzlunarbréf og hafa opna söiubúð. Heildsalar og verksmiðjueigendur sáu sér þeg- ar voða búinn, þar sem pönt- unarfélögin voru og neituðu þeim um vörur, og innflutnings- og gjaldeyrisnefnd neitaði þeim um innflutnings- og gja'd- eyrisleyfi, nema því aðeins að þau keyptu verzlunarbréf og ihefðu opua söluhúð. Heldur en að gefast upp, ákváðu fulltrú- arnir að ráðast í þetta, en leggja samt aðaláherz’una á pöntun- arstarfsemina. Svo var Pöntun- arfélag verkamanna stofnað 11. nóv. 1934 með 22 formlegum stofnendum." r Hve lengi annaðist Pöntunar- félag verkamanna og síðan KRON pöntunarstarfsemi?“ „I einni eða annarri mynd allt fram til 1950,“ svarar Björn. -Síðustu árin var það þó ,aðeins í þeirri mynd, að gefinn var 5% afsláttur á meiriháttar heimpöntunum“. \ Aþreifanleg dærni „Segja mætti þannig að pönt- unardeildin hefði verið endur- reist í fyrravetur fremur en stofnuð þá.“ „Kom.á'st . mætti þannig að orði“. „Er það eitthvað fleira, sem ■ þú vildir taka fram í samband við Pöntunardeild KRON?“ ,,Á eitt atriði viidi ég leggja áherzlu,“ sagði Björn Jónsson að lokum. „Þar sem KRON hefur ekki séð sér fært að borga út arð síðan 1948, þ. e. fyrir 1947, heldur hefur ein- ungis verið lagt við stofnsjóð félagsmanna, — vildi stjórn fé- lagsins og framkvæmdastjórii með einhverju móti gera mönn- um áþreifan’ega kosti sam- vinnuskipulagsins . umfram einkarekstur 'í vörudreifingu. Það hefur nú verið gert með því að setja á fót pöntunar- deild, sem se’ur allar algengar koi:n- og nýlenduvörur á 10— 15% lægra verði en vörur þessav eru seldar á í búðum.“ Þetta var loforð Hannibals Valdimarssoriar 21. ágúst í sum- ; r. En nú er september liðinn og komið fram í október án þess að flokksmönnum Alþýðu- flokksins hafi verið gefið nokk- urt tækifæri til að ræða þetta stórmál. Þó hefur þegar verið haldinn fundur í Alþýðuflokks- félagi Reykjavíkur. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur 'fvrir sitt leyti tekið af- stöðu með nefndakosningunum á þingi og Jýst yfir þvi að hann . vilji áfram þjóna stjórnarflokk- unum og lifa á miskunn þeirra og náðarbrauði. En óbreyttir flokksmenn hafa ekki fengið að segja orð, og eiga þeir þó að taka ákvörðun um stefnu flokks- ins, eins og Hannibal Valdi- mars lofaði í haust. Og því er mönnum spurn: Hvenær verður tilboð sósíalista lagt fyrir Al- þýðuflokkinn? Þorir forustan ef til vill ekki að spyrja ó- breytta flokksmenn ráða?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.