Þjóðviljinn - 07.10.1953, Síða 8

Þjóðviljinn - 07.10.1953, Síða 8
•— ÞJÓÐVILJINN — Mióvdkudagur 7. október 1953 Alfue utangakðs 5. dagur; 7 ■ \ Mér finnst, góðir hálsar, að við séum komnir útfyrir efnið. Ég neita því þó ekki, að þetta mál einsog öll önnur mál, hefir margar hliðar, en ég legg til, að við höldum okkur við þá hlið málsins; hvað við getum gert til þess að halda únga fólkinu heima í svsþinni. Fer það ekki burt afþví við getum ekki boð- ið því úppá lífsskilyrði, seni því getur hlotnast annarstaðar. Við höfum )ítið haft af þessum nýmóðins framförum að segja, og mér er r.ær áð halda, að þessvegna sé allt ikomið einsog kom- ið er. Við þurfum að fylgjast betur með tímanum, góðir hálsar! Við þurfum að fá veg inní sveitina, bílveg, og við þurfum að fá vélar til þess að létta undir með vinnubrögðio. Ég hefi góðar heimildir fyrir því, að í sumum sveitum eru þeir famir að búa með vélum að mikiu leyti. Svo.þurfum við síma og rafmagn og helst stássstofu á hverjum bæ. Þetta er 'það sem únga fólkið sækist eftir. Þið munið kannski segja, góðir hálsar, að þetta kosti alltsaman penínga. Það er satt og víst, að allar framfar- ir kosta penínga. En þegar á það er litið, að mönnum er borgað stórfé fyrir að leggja í kostnað, þá er það ekki svo kostn- aðarsamt að leggja í kostnað þegar öllu er á botninn hvolft. Þarsem oddvitinn hafði aldrei verið bendlaður við nýúngagirni um skör fram, voru menn ekki viðbúnir því að meðtaka slíkan hoðskap af hans munni, boðskap, sem nánast var í ætt við bylt- íngu. Eftirað mæðin sleit ræðu hans, sátu menn dolfallnir, og þau húkhljóð ein rufu þögnina, sem áttu sér annarstaðar upphaf helduren í raddböndum fundarmanna. Jón í iBráðagerði snýtti sér svo hraustlega, að hrikti í þeim fáu rúðum, sem ennþá voru eftir í gluggum. Þú segir nokkuð, oddyiti góður, sagði hann hressiíega. Þáð er þó ekki svo að skilja, að ég sé yfirmáta trúaður á þennan svo- kallaða vélabúskap, og aldrei fjölgum við mannfólkinu með 'æl- um hvað sem öðru líður. Ég vóna áð minnsta kostí, áð drottinn hlífi okkur við slíkum framíörum. Afturámóti er ekki nema sjálf- sagt að leggja í kostnað ef það getur orð:ð manni að kos.tnaðar- Jausu. Mér hefir líka flogið í hug, hélt oddvitinn áfram, að við reynd- um að fá eitthvað af þessum útlenda vinnukrafti, sem þeir eru farnir að flytja inn þarna fyrir sunnan. Það gæti ráðið bót á bráðustu fólkseklunni. Útlendíngar eru þó aldrei nema menn, endaþótt þeir séu útlendíngar. x Mér líst ékki á þetta með útlendíngana, greip Stjana framí og það var hryllíngur í rödd hennar. Ég gæti ekki á heilli mér tek:ð, ef ég vissi af útlendíngum nálægt mér. Alltaf eru þeir í stríðum og svoleiðis, og drepa enda alsaklaust fólk, þegar þeim býður svo við að horfa. Hvernig hagaði ekki Tyrkinn sér hérna á árunum? Það er ékki við merkilegu siðferði að búast af mönn- um, sem einginn skilur, jafnvel ekki guð almáttugur! Stundum höndlaði maður við Fransarana á duggunum liérna úti fyrir í gamla daga, sagði Jón í Bráðagerði, Og það var oft hægt að fá hjá þeim b:skví og brennivín, fyrir lítið, þótt vaðall- in<i í þeim væri ekki líkur neinu kr:stilegu mannamáli. Og þó þeir stæðu hvorki aftur eða framúr hnefa, litu þeir út fyrir að vera ósporlatir, og slíkt kemur sér betur í Vegleysusveit. T.'l þess að fundurinn verði ekki alltof lángur, leyfi ég mcr að koma fram með tillögu, sagði oddvitinn. Ég stíng uppá því, að við leitum til þess opinbera um aðstoð. Uppá vissan máta má segja að það opinbera sé skyldugt að hjálpa uppá sakirnar. Ég legg því til, að við sendum mann suður til þess að tala við það opinbera. Þetta er ekki svo vitlaust hjá þér, oddviti góður, sagði Jón. Erum við e'kki alltaf að borga skatta og skyldur til þess opin- bera? Mér þætti gaman að vita hvað þe'r gera við alla þá pen- ínga. Og hvernig var það með þíngmanninn okkar? Ég man ekki betur en að hann lofaði okkur að minnsta kosti vegi fyrir síðustu kosníngar? Ef hann er búinn að gleyma því er sannarlega kom- inn tími til þess að hressa uppá minnið hans. Ég veit ekki hverj- um það stendur nær af utansveitarmanni, en einmitt honum að gora eitthvað fyrir þessa sveit, því hatan væri ekki þíngmaður Fjarðasýslu núna, ef við hefðum ekki gre'tt honum atkvæði við síðustu kosningar. Að sjálfsögðu ber að snúa sér til þíngmannsins, sagði oddvit- inn. Og það væri ekki úr vegi að láta þess get;ð, að það kynni að &axast eitthvað á at'kvæðin hans í framtíðinni ef Vegleysusveit færi í eyði. — En svo v:ð snúum okkur að efninu, góðir hálsar! Eru ekki allir samþykkir því að senda mann suður? Tillagan hlaut einróma samþykki. Stjana ein gerði þá grein íyrir atkvæði sínu, að sendimanni yrði um leið falið að útvega prest og orgel í ikirkjuna. En þegar að því kom að velja mann í þetta veglega trúnaðar- starf tók aftur að syrta í álinn. Einhverjir stúngu úppá oddvit- RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Frá þúsundasta fundi KRR Það var all söguleg stund er formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur setti þúsundasta fund ráðsins í viðurvist flestra fyrrverandi ráðsmanna og nokkurra annarra. Fyrsta mál fundarins var að formaður Ólafur Jónsson bauð gesti velkomna, og gaf síðan greinargóða skýrslu um funda- hald, starf og fulltrúafjölda frá byrjun ráðsins. Sá sem lengst hefur átt sæti í ráðinu er Er- lendur O. Pétursson eða alls 13 ár ög setið rúmlega 200 fundi. Sá sem flesta fundi hefur setið er Sveinn Zöega eða tæpa 400 og hefur hann verið formaður lengst allra eða um 5 ár. Nú- verandi stjórn skipa: Ölafur Jónsson, formaður, Sveinn Zöega, Haraldur Gíslason, Ólaf- ur Halldórsson og Ari Jónsson. 325 mót og 2020 leildr. Antiað málið var sögulegt. Þar sem Haraldur Gíslason lagði fram skrá ,yfir alla þá sem keppt höfðu fyrir KRR í úrvalsliðum og við hvaða lið og hve marga leiki, og fylgdu víða með myndir af viðkomandi öiönnum. Afhenti hann ráðinu þetta að gjöf. og er þetta skémmtileg og söguleg skrá. Hefur Haraldur lagt mikla vinnu í að safna þessu, en skrásetningar leikja voru ná- kvæmar til að byrja með. Var gerður góður rómur að bók þessari. Haraldur las líka upp skrá yfir þá leiki sem úrvalslið K.R. R. hafa íkeppt hér við erlend lið og er sú skrá ótrúlega hag- stæð þegar tekið er tillit til að hijngað hafa komið góð lið, á okkar mælikvarða. Kepptir hafa verið 42 leikir, 18 unnizt, 4 jafntefli en tapað 20. Sett 92 mörk og fengið 96. Erlendis hafa leikir liða KRR farið þann- ig að 12 hafa verið leiknir, 4 unnizt, 1 jafntefli og 7 tapaðir, Sett 22 mörk en fengið 47. Taldi Ilaraldur að leiknir hafi verið til þessa dags um 2020 leikir í 325 mótum allra flokka. Ný mótafyrirkomulags- nefnd. Þriðja mótið á fundinum var tillaga um skipun nefndar til að gera tillögur um fyrirkcmu- lag móta. Hafði Sveinn Zöega framsögu í málinu og taldi þörf breytinga. Benti hann á nokk- ur atriði, sem skýrðu tilgang til- lögunnar nánar. I nefndina voru kosnir þeir Sigurgeir Guðmannsson, Guð- mundur Ingimundarson og Einar Jónsson. Hér á íþróttasíðunni hefur oft verið bent á-að fyrirkomu- lag mótanna og skipulagsléysi sé til stórskaða okkar ágætu í- þrótt. Það ber því að fagna þessari tillögu og vona að tak- ast mogi að Ikoma þessurn mál- um í forsvaranlegt horf. Þessi nefnd er ekki sú fyrsta sem skipuð hefur verið ém tregða hefur verið á öllum breytingum og jafnvei þó þær hafi verið samþykktar hafa þær stundum ekki verið framkvæmdar. Hin almenna óánægja með skipan þessara mála er orðin svo mikii að vonandi fæst sú lausn sem allir raunverulega bíða eftir. Fyrstu árin rifjuð upp. Eftir fu.nd ráðsins var gest- um boðið til veitkiga. Voru þar fluttar margar ræður og skemmtilegar, frásagnir um fyrstu starfsárin. Höfðu þeir Ben. G. Waage, Pétur Sigurðs- son og Erlendur Ó. Pétursson. frá mörgu skemmtilegu að segja. Auk þeirra töluðu Einar Björnsson, Magnús Guðbrands- son, Sigurjón Jónsson fyrir KSÍ og Gísli Halldórsson fyrir iBR. Þess má geta að KRR er 35 ára á næsta ári og gefst þá tækifæri til að rifja upp staif- semi þess fi’ekar en hér er gerfc. Firniakeppnin 1953 Méðins hvitir ehkert mtsrh íengið Svokallaðri firmakeppni er nú að vera lokið, aðeins einn le:k- ur eftir sem enga þýðiagu hef- ur fyrir úrslit keppninnar. Héð- inn hefur verið sigursælast, unn ið alla leiki sína og ekki fengið neitt mark á sig. Að vísu stend- ur Héðinn vel að vígi með vai úr svo stórum og fríðum hópi sem þar vinnur og því spurning hvort þeir eigi ékki að senda sveit í B-riðil líka. Er svo komið að Héðinsmenn hafa unnið til eignar bikarinn og nú vantar bikar til að keppa um næstu ár. Er þess að vænta að eHthyert gott, fýrirtæki gefi grip til að keppa um, og satt að segja væri Héðni jafntrúandi til að gefa b’kar eins og að vinna bikar. Þessi viðleitni starfsmanna- hópa að halda uppi íþróttastarf- semi er mjög virðingarverð og margir fá þar útrás fyr'.r íknattspyrnuþrá sína sem ekki kæmust að í kinattspyrnufélög- unum eða voru ekki nógu góðir, en enginn er of góður til að leika sér og ekki er lífsnauðsyn að spyrja alltaf um hæfni. Þó áhugamenn þess’r hafi mætt miklum skilningi og hjálp- semi vallarstjórans Bald- urs Jónssonar sem þeir meta og þakka, þá eru það vallarskil- yrðin sem standa stöðugum æf- ingum fyr'r þrifum en bak við leiki og keppni verður að vera æfing. Það mál verður að leysa ef þessi góði vilji á að ná t'l- gangj sínum. Framkvæmd keppni þessarar hefur að mjög miklu leyti hvílt á Lárusi Hallbjörnssyni, en dómarastarf hafa annast Sverr- ir Kærnested og Hörður Ósk- arsson. Hér fara á eftir úrslit í báð- um riðlum A og B. A-riðill Héðinn, Esso, EgiH Vilhjálms- sen, Landssmiðjan, Hreyfill og B. P. Þar sem þrjú siðast töldu lið- in skárust úr leik á síðustu stundu urðu þátttakendur í riðl- inum aðeins þrír, því miður og’ urðu úrslit þess;: Héðinn - Egíll Vilhjálms. 4:0 Esso - Egill Vilhjálms. 5:1 Héðinn - Esso 4:0. L L' J T S F St Háðinn ........ 220080 4 Esso ........ 2101552 E.Vilhj. . . '...2 0 0 219 0 Þegar keppni þessi hófst fyrir 3 árum gaf B.P. fagran bikar til að keppa um og hefur nú lið Vélsmiðjunnar Héð:ns unnið hann í 3. sinn og til fullrar eign ar. B-riðill. Rétt til þátttöku í þessum riðli eiga öll fyrirtæki í Rvík, sem tilkynna þátttöku og greiða Frarr>Sqld á 11. síðu. Enska m Urslit 4. október 1953: Arsenal 3 — Preston 2 Blaekpool 2 — Manch. City 0 Bolton 2 — Tottenham 0 Chelsea 2 — Sunderland 2 Huddersfield 4 — Aston Villa 0- Liverpool 2 — Sheffield Wedn 2 Manch. Utd 1 — Burnley 2 Newcastle 0 — Charltcn 2 Portsmouth 1 — Cardiff 1 Sheff.eld Utd 3 — Wolves 3 W. B. A. 2 — Middlesbro 1 Birmingham 3 —Leeds 1 I. deild WBA .... 12 9 2 1 33-14 20 Huddersf. 12 8 2 2 28-13 18. Wolves 12 7 3 2 34-20 17 Charlton . . 12 8 0 4 33-18 16 Aston Villa 11 7 0 4 19-13 14' Burnley . . 12 7 0 5 25-24 14. Blackpool 11 5 3 3 22-17 13 Bolton- .... 11 5 3 3 18-15 13 Tottenham 12 6 1 5 20-19 13 Cardiff 12 4 5 3 12-14 13 Preston . . 12 5 1 6 28-18 11 Sheffield W. 13 5 1 7 21-29 11 Manch.Utd 12 2 6 4 16-19 10' Newcastle- 12 3 4 5 21-27 10 Sheff.Utd 11 4 2 5 19-25 10 Portsmouth 12 3 3 6 27-32 9 Arsenal . . 12 3 3 6 16-22 9 Manch.City 12 3 3 6 13-22 9 1 Sunderland 11 3 2 6 27-31 8 Chelsea 12 3 2 7 19-30 8 ’ Liverpool 12 2 4 6 19-31 8 Middlesbro 12 2 2 8 17-35 6 ' Bolton - Manch. C'ty 1 Burnley-Portsmouth 1 Charlton-Blackpool x Liverpool-Aston Villa (1) 2 Manch.Utd-Sunderland x (2) Middlesbro-Sheffield U 2 Newcastle-Wolves 2 Preston-Cardiff 1 (2) Sheffield Wedn-<Chelsea 1 Tottenham-Arsenal x (2) W.B.A.-Huddersfield 1 Fulham-Derby x 2 KERFI 32 RAÐIR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.