Þjóðviljinn - 10.10.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.10.1953, Blaðsíða 4
4); — 2?JÖDWILJINN — Laugardagur 10. ökióber 1053 TI30H VILHIáLMSSON: „Hallgrúnskirkiazi" í helfinia Ég ,gekk um Skólavörðuholt- ið. Þar er mikrð braggahverfi. Það hefur verið frá því fyrir löngu ,að útlendir soldátar reistu þetta yfir sig. Það eru ekkf mannabústaðir. Það eru hermannaskýli. Nú eru braggamir orðnir meira en 10 ára gamlir og því ennþá síður mannabústaðir en þeir voru áður. Þ.ama í holtinu bafa líka risið skólar undanfarin ái'. Það eru mikil hús. Komið hefur tii tals ,að einn þeirra verði notað- ur til að geyma ;ólk, sem hefur ekki einu sinni bragga að búa í. Öðru megin skulu ikonurnar vera með börnin, ihinumegin karlar. Ems og í fangabúðum. Það er ekki svo fátt fólk sem nú er á hrakn- ingum og lifir engu fjölskyldu- lífi vegna húsnæðisleysis. Hvað skyldi fólkið hafa brotið af sér að fá ekki að búa í íbúðarhúsi og lifa heimilislífi? Hið vandaða fréttabLað Morgun- blaðið segir okkur stundum að æði þröngt sé um manninn í Rússíá: það komi jafnvel fyrir að margt fólk vistist sam- an í eiiiu herbergi. En fram úr þeirri fyrirmynd hefur glsesi- lega tekizt að geysast hér í borg. Það er vont að búá í lekum Bragga. En hvernig ætli það sé að vera á flækingi úr einum stað í annan með sitt fólk og hafa enga von um húsnæði? Ég gekk um holtið og hugs- að;. þetta. En þá sé ég alltíeinu að einhver vélaferlíki eru farin að bylta- til grjóti og eitthvað mikið stendur til. Hvað skyldi það nú vera? Ætli það standi nú loksins til að byggja hús handa fólkinu sem hefur búið hérna í bröggum í 10 ár? Eða því sem er á hrakhólum og talað var um að láta í skóla- húsið? Ætli Það sé handa þeim sem vólamar hamast við ,að bylta grjóti hér í dag? • Ónei. Ekki laldeiiis. ÍFramkvæmdir eru að nýju hafnar við að byggja enn um stund þann andstyggilega ó- skapnað sem rísa skal til höf- uðs minningu Hallgríms sáluga Péturssonar sem við hefðum ætlað annars betr.a maklegan en í hans nafni sé reist sú gríðarmikla klúðursafmán sem hér er fyrirhuguð. Hafið þið séð teikningarnar af því og líkanið? Og hvemig lízt ykkur á blikuna? Mér finnst það væri ögn kristilegra að hugsa til þess að byggj.a yfir fólkið sem ég var að tala um áðan en reisa enn eina kirkjuna í viðbót við þær sem þegar standa tómar þegar þess er nú líka gætt að íslendingar eru ekki ýkj.a miklir trúmenn svona yfirleitt eða að minnsta kosti ekki á kirkjuélagavísu, enda búa þeir við þesskonar lútersku sem varla getur heitið trúar- brögð. En ef menn vilja endi- lega byggja kirkju þá væri allt betra en það sem nú er í bí- gerð. Sannast sagna finnst mér Hallgríms Pétuíssonar hefði verið veglegar minnzt með því að reisa notalegar sambygging- ar til íbúðar því fólki sem nýt- ur ekki þess munaðar að búa í húsi en verður að hokra að sínu í lekum soldátaskúra- ræksnum, kjallaradýflissum, tjörupappahreysum eða píanó- kössum eins og einn húslaus iistmáiarj varð að hafa héma um árið en kassinn fauk reynd- ar út í hafsauga eina veðra- nóttina um kolsvartan vetur. Ef hörfið væri að því ráði mætti kenna hverfið við Hall- grím skáld og láta fylgja ein- tak af Passíusálmunum hverri íbúð. Þá vær; meiri sómi sýnd- ur minningu skáldsins en með því arkitektónska viðrini sem þeir eru nú að puða við í holtinu; það verður aldrei ann- að en vitni og það alldýrt um menningarieysi valdhafanna en mun þó minna mest á afdánk- aðan pólitíkus norðan úr Iandi sem átti frumkvæði .að þessum ósköpum en er nú á- hrifalaus orðinn um allt nema helzf svona vitleysu. Meðan vélamar urguðu í grjotinu stóðu börnin úr brögg- unum í grenndinni þögul og horfðu á öll þau læti vesaldar- leg og guggin og sugu upp í nefið. Þau eru flest fædd í brögg- um og hafa fæst nokkurn tíma búið í húsi. Skammt frá gína við augum Hnitbjörg og bíða eftir apa- spilinu sem þeir ætla að helga minningu Hallgríms Pétursson- ar sem hefur verið meira elsk- aður á íslandi en aðrir menn. Svona á að launa Passíusálm- ana: með Gudduleikriti síra Jakobs í Þjóðleikhúsinu og af- skræminu í holtinu sem honum skal kennt. Þvílíkt og annað eins! Nei herrar mínir, — meðan þúsundir manna hér í bæ hafa ekki sæmilegt húsnæði þá er annað brýnna en byggja hé- gómlegar risakirkjur utan um dauða trú og tómleikann. Og það kirkju sém verður vafa- laust einn ægilegasti augna- hrellir sem hér hefur risið: Enda er hér úm að ræða að hræra saman misskilningí á sundurléitustui stóltegur.dúm ýmist úr forneskju eða frá nýrri tímum sem engan veginn eiga saman með allskyns auka- 'getum sem orka tvímælis s-vo sem holmenkollenþállamir ut- an á guðshúsi þessu. Fleira mætti telja en það getur hver og einn lathugað sjálfur, svo augljósir gallar eru á þessu fyrirtæki og ætti að vera dauðadæmt ef ekki væri frosið fyrir skilningarvitin 'á þeim sem þessu ráða. Nýlega hafa ýmsir kunnir húsameistanar héðra lýst áliti sínu í tímariti nokkru og nú ættu Hallgríms- kirkjusmiðir að taka sig til og lesa sér til um þær skoðan- ir. En ef þeir taka engum for- tölum og halda þesum fianda áfram, mættum við þá biðjia þá að kenna ósóma sinn við eitthvað annað en Hallgrím sáluga Pétursson. NONNI skrifar: — „Nú get ég ekki leng- ur orða bundizt yfir aug- lýsingunum i hléunum í kvik- myndahúsunum. Það er svo komi'ð að meira en helming- urinn af þessum auglýsingum er’á ensku. Og ég leyfi mér að spyrja: Er verið að aug- lýsa fyrir okkur Islendinga eða er miðað við Amerí- kana? Mér fyndist þó sæmra fyrir auglýsendur að notast við sitt eigið mó'ðurmál, enn- þá heitum við þó íslenzk. Auk þess er engan veginri tryggt að allir kýlkmyndahúsgestir skilji ensku og þá er orðið lítið gagn í þessum auglýs- ingum. Það geta ekki verið mikil útgjöld fyrir auglýsend- ur a'ð láta semja auglýsinga- texta á íslenzku og jafnvel þótt svo væri, ættu þeir að skilja að það er skammarlegt að auglýsa á ensku fyric Is- íendinga. Eg vona að ég þurfi Smjör og piparmyntur — Auglýst á ensku byssur - bunur Börn ekki oftar að sjá slíkar aug- lýof.ngar í bíó, — Vinsamleg- ast. — Nonni.“ ÉG VAR rétt að ljúka við að lesa bréfið frá þessum Nonna, þegar annar Nonni hringdi í mig til að bera upp vandræði sín .... Honum var mikið riiðri fyrir: „Maður er hvergi óhultur; það er bara búið að vopna allt hverfið.“ „Heyrðu, Nönni minn, hefurðu ekkert sofið í nótt?“ — „Víst hef ég sofið, en það eru þessar vatns byssur krakkanna sem eru al- veg að gera útaf við mig. Eg geng ekki svo göturnar hérna í kring að ég þurf*i ekki einhvern tima að hlaupa útá skjön til þess að -forða mér undan þessum bannsettum bunum sem koma úr öllum áttum. Rétt áðan keyrði þó um þverbak, þegar ein bunan lenti beint í mig, og sem ég stóð og þurrkaði mestu bleyt- una af gleraugunum mínum, fékk ég aðra bunu aftan á hálsinn. Nú stend ég hér vlð símann á nærskyrtunni til þess að biðja þig að koma þeirri ósk minni á framfæri y|ið þá foreldra, sem hafa gef- ið bömum sínum þessar ó- Sfepheins Stepl3@aiss®rs®r ..- — ■ 1 Minningarhátíð sú, sem Mál; og menning efndi til s:ðastlið-| inn sunnudag ásamt Söngfélagi verklýðssamtakanna, var virðu- leg og samboðin hinu mikla skáldi. — Jakob Benedikts- son setti samkomuna með stuttu og gagnorðu ávarpi. Sverrir Kristjámsson flutti að- alræðuna, langt erindi og snjallt, rakti helztu atriðin úr æviferli Stefáns. og gerði skýra og minnisstæða grein fyrir skáldskap hans og lífsskoðun- um. Okkar ágæti söngvari' Guðmundur Jónsson fór með nokkur lög íslenzkra tónskálda vi'ð kvæði Stefáns, og hinir snjöllu upplesendur Lárus Pálsson og Þorsteinn Ö. Step- hensen lásu upp úr verkum hans. annar tvö af merkustu kvæðum hans, hinn þátt í lausu máli, sem lýsir Stefáni betur en flest. sem eftir hann ligg- ur af því tagi, mannúð hans og mannviti, trú hans á rétt- lætið og sigur hins' sanna. Þetta hefði nú að vísu eitt ; saman mátt teljast sæmileg j efnisskrá, en var þó í raun- inni ekki nema svo sem helm- ingur hennar. Sigursveinn D. Kristinsson hafði samið mót- ettu fyrir blandaðan kór og tenórsóló, tileinkaða 100 ára afmæli skáldsins. Að texta hafði hann valið sér „Martíus", eitt af fegurstu og stórfeng- legustu Ijóðum þess, sannkall- aðan lofgerðaróð til sós'alism- ans og hinnar sósíalísku þjóð- félagsbyltmgar. Söngfélag verk- ! lýðssamtakanna flutti tónverk- ið undir stjórn höfundar. Þess var ekki að vænta að þessi kór gæti annað fullkomnum flutn- ingi, en áð ölhim aðstæðum at- huguðum verður ekki annað sagt en að tónskáldið hafi unn- ið sannkallað afrek með því að semja þetta verk, æfa það og skila því á þann hátt sem raun varð á, og er þetta fagurt dæmi þess, hverju hrein hug- sjón og eldlegur áhugi fær á- orkað. Björn Franzson. Bamamúsíkskólinn færir út kvíarnar í vetur % í fyrravetar tók til starfa hér í bænum skóli, þar sem börns um voru kennd undirsöðuatriði í tónlist, Barnamúsikskólinn. Skóli þessi mun starfa í vetur með líkn sjiiði og í fyrra. Skólastjórinn, dr. Edelstein, ræddi við blaðamenn nýlega og skýrði þeim írá árangri kennsl- unnar í fyrra og væntanlegum ‘áformum. Góður árangur Kennslan í skólanum hefur farið fram í leikjum, söng og spili á blokkflautur og slag- hljóðfæri, og er aðalmarkmiðið með henni að þjálfa bömin í tónvísi og nótnalestri. Bkóla- gjaldi hefur verið stillt mjög í hóf t.il þess að sem flest börn gætu orðið aðnjótandi kennsl- unnar. f fyrravetur sóttu kennslu í skólanum .að staðaldri allan vet- urinn tæp 100 börn og af þeim lukku byssur, að þeir banni þeim að minnsta kosti að 'beina bunum sínum að bráð- sakiausu fólki. Helzt þyrfti áð taka allar þessar órans byssur úr umferð.“ — Þannig hljóðaðl ræða Nonna og víst er vandlæting hans skiljanleg. Það er hart að þurfa að ganga í regnkápu í sólskini vegna hættu á vatnsbunum úr öllum áttum og auk þess eru byssur óskemmtileg leikfömg og ó- holl, hvort sem þær heita vatnsbyssur, loftbyssur eða baunabyssur ALLTAF FYLLIST maður ein- hverri skemmtilegri nota- kennd, þegar fyrsti snjórínn fellur. Það stendur rétt á sama þótt hann sé ekki ann- að en hv,ít rigning sem litar göturnar ' andartak, áður en hún verður að óþrifalegum polliun. I húsagörðunum end- ist snjóririn lengur, stundum náðu 'úrn 70 mjög góðum árangri að sö.gn skólastjórans. Færir út kvíarnar f vetur b^ggst skólinn færa nokkuð út kvíarnar. Munu framhaldsnemendur, börn sem sóttu skólann í fyrra, fá sam- kennslu 2 tíma í viku en auk þess geta þau valið um kennslu á eitt sérstakt hljóðfæri 1 tíma í viku hverri. Þessi hljóðfæri eru píanó, blokkflauta og nýtt hljóðfæri, sem kallað hefur ver- ið gígja. Gígjan er fimm strengja hljóðfæri ekki ólíkt gítar að ytri gerð en strokin með boga eins og fiðla eða selló. Það mun vera tiltölulega Framhald á 11. síðu. svo lengi að krakkarnir geta komlið sér upp snjóboltum áð- ur en hann bráðnar. Og það er hvíað og skrækt, hlaupið og veizt, hlégi'ð og daiisað, því að snjórinn leysir alla lífsorku banianna úr læðingi, Og hann gefur fyrirlieit um snjóhús, snjókerlingar, snjó- kast, og stærri krakkana dre>Tri|ir um sleða- og skíða- ferðir. Og allra minnstu krakkarnir hafa aldrei fyrr séð snjó. Þau sitja í þessari hvítu bleytu, þreifa á henni, horfa á hana bráðna í heitum Iófa sínum, taka upp hv.ítu kornin, sem eru svo lík pfp- armyntum að sjá, stinga þeim upp í sig og uppgötva að þau verða a'ð vatni í munninum, Og allt í einu er þeim orðið kalt á höndum, þau brölta á fætur, ganga gleiðstíg og vaggandli heim á leið og kalla: „Mamma kalt, dnjói kalt.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.