Þjóðviljinn - 10.10.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.10.1953, Blaðsíða 8
8) —ÞJÓÐVILJINN' — Laugardagur 10. október 1953 Alfur utangaeðs 8. DAGUR Bóndiim í Bráðaeerði Og hún flýtti sér svo mikið inn, að hún gleymdi sokkaplöggun- um á kálgarðshominu. IV. kafli. f þessitm kafla segir frá því er Jón bóndi hóf ferð sína á vit þess opinbera. Daginn eftir kom' oddvitinn að Bráðagerði og afhenti Jóni •bónda skjal hvar á stóðu skráð þau erindi, er honum var falið að reka fyrir sveit sína. Eftirað hafa kynnt sér efni þess rækilega og af mikilli alvöru, stakk hann því í brjóstvasann á bestu treyjunni sinni og lokaði vasanum með gríðarmikilli öryggis- nælu. Kona hans var búin að gera honum ferðaskóna og um kvöldið lauk hún við að gánga frá nestisbitanum. Leyfði ekki laf plássi í gömlu hhákkt'öskunni, þegar allt var þar komið, og var það þó helsta áhyggjuefni húsfreyju að heimanfaung myndu hrökkva skammt á svo lángri ferð. Helstu fæðutegundirn ar voru tíu glóðarbakaðar flatkökur, vænn smjörkleggi í út- skomum öskjum, þrír sviðakjammar soðnir, þverhandarþykkur tmagáll, reyktur, einnig reykt síða af algeldri tvævetlu, sinn ikeppurinn af hvoru blóðmör og lifrapylsu. Til þæginda var tösk unni stúngið n:ðurí hvítan léreftspoka og voru þar einnig skór og sokkar til vara, vettlíngar og trefill og ar.nar nauðsynlegur útbúnaður til lángrar fjarvistar. Morguninn eftir árla, lagði svo Jón bóndi af stað. Jónsi fylgdi honum á hestum fyrsta áfangann suðuryfir hálsana, en í næstu sveit fyrir sunnan var hægt að komast í véireið, sem ók alla leið til höfuðborgarinnar. Þennan spöl notaði Jón bóndi til þess að minna son sinn á þær skyldur, sem fylgja því að vera trúað fyrir bæ og búi um ófyrirsjáanlegan tíma. Eg vona, að þú gleymir því ekki Jónsi m:nn, að ég legg mikinn vanda á þínar úngu herðar, en þú hefir þá lítið lært af mér, ef þú spjarar þig ekki. Ég spjara mig áreiðanlega-, pabbi, ansaði Jónsi. Hann var far- inn að hlakka til þess að mega liaga verkum sínum einsog honum líkaði best þennan tíma, sem faðir hans yrði fjarverandi. Eg veit þú spjarar þig, þótt þú hafir ekki lánga reynslu að baki enn sem komið er. Þú ert náttúraður fyrir búskap, það máttu eiga, og það leiðir af sjálfu sér, að þú takir við Bráða gerði með öllu t'lheyrandi eftir minn dag. Nú, og uppá vissan máta er það einmitt þín vegna, sem ég gaf koet á mér í þessa ferð. Mín vegna! spurði sonurinn hissa. Einmitt! ansaði faðir hans. Ég sá það í hendi minni, að ég gat notað þessa ferð til þess að litast um eftir kvennmannsnefnu, • sem einhver framtíð væri í, því ekki trúi ég því, að það sé guðs ráðstöfun, að þú verðir síðasti Jóninn í Bráðagerði. En það er ekki uppá margar að hlaupa hér í sveitinni til þeirra hluta. Upp til hópa komnar úr barneign. Þótt ég hafi ekki formerkt, að þú værir farinn að hugsa þér fyrir konuefni, þá geri ég ráð fyrir, að þú hafir allar eðlilegar tilneigíngar í þá átt. Þér væri þá illa úr ætt skotið ef svo væri ekki. Mi — mig er einmitt farið að iánga til þess að gifta mig, pabbi! játaði Jónsi. Og satt að segja leist mér dálítið vel á hana Gunnu hans Dána hérna á árunum. Ég varð alltaf eitthvað svo ekrýtinn þegar ég var nálægt henni. En svo fór hún og síðan veit ég hreint ekki hver það ætti að vera. Hún hefir víst hald:ð að það væri eitthvað betra eða fínna að eiga króana sína með þeim þarna fyrir sunnan, helduren Jóni ýngra í Bráðagerði, sagði Jón eldri. Já, það er stundum erfitt að skilja kvenfólkið, Jón litli! En það er ‘ékki svo að skilja, að það hafi neitt uppá sig hvað kvenmaðurnn heitir, heldur hitt, að hún hafi allar eðlilegar tilhneigíngar til þess, sem hún er eköpuð til. Hafðu það einsog þér sýnist, pabbi! sagði scnurinn. Þú hefir betra vit á þessu helduren ég. Við sjáum t;l, Jónsi litli! En þú þarft ekki að halda, að ég reiði hvaða glænæpu sem er heim í Bráðagerði. Ekki aldeilis. Feðgarnir létu hestana skokka þegar uppá hálsinn kom. Það ihafði verið frostglæra um r.óttina og það sindraði á frostperlur við læki og dýjaveitur. Það lá þunn héluslæða á sölnuðu mýr- gresinu, og lýngið í holtunum var ósköp fölt í framan eftir nótt- ina. Fáeinar kindur voru á vegi þeirra og litu þá trortryggum sugum. Það hefir stundum verið kvikara hér í hálsunum á þessum tíma ársins, sagði Jón eldri. Það er liörmulegt til þess að vita livemig sauðfjáreignin hefir geingið saman hér í Vegleysusveit á eiðustu árum. Ég efast þó um, að það finnist annarstaðar jafn- gott sauðland og í þessari blessuðu sveit. Þú ættir að stugga við þessum fáu skjátum, þegar iþú ferð til baka. Það er vissara að 4 ÍÞRÓTT m RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Keppa Bandarikpmeiin og Evrópybiiar í frjálsum íþróttum á næsta sumrí? Dan Ferris, ritari bandaríslia íþróttasambandsins, liefur ný- lega viðurkennt, að viöræður hafi farið fram um keppni í frjáls- mn íþróttum milli Evrópumanna og Bandaríkjamanna á næsta suniri. Hann hefur jafnframt skýrt frá því, að rætt hafi verið um fjórar borgir í sambandi við væntanlegan keppnisstað, en borgirnar eru Berlín, Glasgow, Helsingfors og Róm. Gert er ráð fyrir að t\eir keppendur verði í hverri íþróttagrein úr hvoru liði og stig reiknuð eins og í venjulegum landskeppnum. Ef keppni sem þessi hefði farið fram fyrir nokkrum ár- um má telja víst að Banda- ríkjamenn hefðu sigrað með allmiklum yfirburðum. En nú hafa möguleikar Evrópumanna til sigurs aukizt verulega eink- um vegna hinna miklu fram- fara í frjálsum íþróttum í Sov- étríkjunum síðustu árin. Sænska íþróttablaðið telur a'ð Bandaríkjamenn muni þó vinna öruggan sigur einnig á næsta ári, en dagblaðið Ny dag bendir þá á frjálsíþróttakeppni Bandaríkjanna og Norðurlanda 1949, en hún var mjög jöfn og tvísýn og lauk með naum- um sigri Bandaríkjamanna, Bandaríkjamenn vinna hlaupin. I spretthlaupunum hafa Bandaríkjamenn enn sem fyrr nokkra yfirburði. Þó eru nú komnir fram í Evrópu nokkrir efnilegir spretthlauparar, sér- stakl. á 100 metrum. Má þar til nefna Þjóðverjana Fiitter- er og Schröder, sem báðirhafa hlaupið 100 m á 10,4 sek. á þessu ári. í 400 m hlaupinu er einnig •búizt við sigri Bandaríkja- manna, en þó verða Þjóðverj- in Haas og Rússinm Ignatéff skæðir keppinautar. I 800 m Zatopek hlaupi er AVhitfield, sigurveg- arinn frá Olympíuleikunum í London og Helsingfors, enn helzta tromp Bandaríkjamanna. Spurning er aðeins hvort hann verður i fullkominni þjálfun á næsta ári, og ekki mega memi vanmeta getu evrópskra garpa . eins og Nor'ðmannsins Boysen og Þjóðverjans Jungwirth. I 1500 metrum eru Banda- ríkjamenn með Santee, sem er ágætur hlaupari, en af Evrópu- mönnum nægir að geta Bretans Bannister og Finnans Denis Johansson. Tvöfaldur sigur Zatopeks & Co. I 5 km og 10 km. hlaupun- um vinna Evrópumenn a'ð lik- indum tvöfalda sigra með mönnum eins og Zatopek, Pirie, Kovacs og Kúts. Styttra grindahlaupið vinna Bandaríkjamenn og fá jafnvei tvo fyrstu menn, en 400 m grindahlaupið vinnur Rússinn Lituéff og mögulegt að félagi hans Julin komist í annað sæti. I hindrunarhlaupi er rétt að reikna með heimsmethafanum Rintenpaá frá Finnlandi sem sigurvegara. Aðrir Evrópu- menn sém til greina koma eru; m.a. Kasantseff (Sovét) og Júgóslavinn Segedin. Ef Banda ríkjamenn tefla fram sigurveg- aranum frá Olympíuleikunum síðustu, Ashenfelter, verða úr- slitin þó tvísýn. Stökk og köst. Bandaríkjamenn vinna senni- lega tvöfaldan sigur í hástökki Framhald á 11. síðu 350 þúsund kr. halliáOL Erik von Frenkel, formaður finnsku olympíunefndarinnar, hefur skýrt frá.því að halli við framkvæmd Olympiuleikanna í Helsingfors í fyrra hafi orðið um 350 þús. ísl. króna, en bú- izt hafði verið við að hallinn yrði nokkúð meiri. Frenkel heldur því fram að reikningamir sý.ni að lítið land geti tekið að sér að sjá um OL. Hann álítur að raun- verulega hafi orðið mikill hagn- a'ður af leikjunum. Gat hauu þess í því sambandi að spor- vagnar hefðu haft mikinn hagn- að meðan á leikjunum stóð. Auk þess risu upp mörg r.ý mannvirki og margt annað hefði veríð greitt með tekjum í samhandi við leikina. „Helsing- fors lifði ekki aðeins leikina af, heldur framkvæmdi þá sóma- samlega. Framkvæmd þeirra hefur verið mjög góð auglýs- ing fyrir Finnland og sýnt heiminum að það er frjálst lýðræðisríki í fullum vexti,“ eins og forsetinn orðaði það. Olympiumeistari verSur sennilega al siinga gaddaskónum imdir siól Josy Saithel írá Luxembourg þjáisi af illkynjuöu íóiarmeini Allar líkur benda nú til að olympíumeistarinn í 1500 metra hlaupi, Josy Barthel frá Luxembourg, verði að hætta iðkun. íþrótta fyrir fullt og allt. Hann fór fyrir nokkni til Bandaríkj- anna, en áður en hann 'lagði af stað skýrði hann blaðamönnum frá ástæðum þess að hann hefur keppt mjög lítið í sumar. Það er almennt vitað, að Bartel þjáir fótarmein, en ýms- ar sögur ganga um hvemig. það er tilkomið. Sumir telja að hinn þýzki þjálfari Barth- els, Woldemar Gerschler, hafi lagt of mikið að honum á æf- ingum, en aðrir að meiðslin séu að mestu uppgerð og í- mytidun. Barthel segir sjálfur svo frá: — Já, það eru til menn sem halda ■ því fram að þetta sé tóm ímyndun, en hvernig sem. því er nú varið get ég ómögu- lega losnað við hana. Þetta byrjaði 1. maí í vor, á fyrsta degi keppnistímabils- ins, en þá tók ég þátt í tveim léttiun hlaupum. Um kvöldið fékk ég mikla sársaukaverki í hásinina, en þar sem ég taldi ekki að neitt alvarlegt væri á ferð, tók ég þátt í hlaupi í Belgiu nokkrum dögum seinna óg þá versnaði mér. Enn hljóp ég nokkrum sinnum, þó að læknir hafí bannað mér að taka þátt í keppni, og ekki batnaði mér við það. Eg hef ekkert keppt síðan 31. maí í vor, en fengið nudd og Ijósalækningar án þess a'ð það hafi borið neinn sýnileg- an árangur. Eg hef gadda- skóna með mér til Bandaríkj- anna, og það kemur síðar. í ljós hvort nokkur þörf verður fyrir þá þar. J-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.