Þjóðviljinn - 13.10.1953, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. október 1953
Enn um kartöflumál
liaaktunarráðunautur Roykja-
víkurbæjar hr. E. B. Malmquist
ilætur Þjóðviljann í dag ilytja -
mér iathugasemdir sínar við fá-
ein orð, sem t>að blað flutti
fyrir, fáum dögum samkvæmt
ósk minni.
í grein minni hafði það álit
komið fram að ráðunauturinn
væri manna líklegástur til Þess
að hrinda því áfram að Reykja-
víkurbær komi þeim mönnum
til aðstoðar, sem eru í vanda
staddir með geymslu á kartöfl-
um sínum. Mér var sem fleirum
áður kunnur áhugi hans á garð-
ræktarmálum og taldi víst að
eins -væri um það er laut að
varðveizlu verðmætanna er upp
úr jörðinni væri tekin.
Mér til undrunar tekur hann
lítið undir þetta, en talar um
■hvað hafi verið markmið Græn-
metisverzlunar ríkisins. Um það
er hreinn óþarfi að deila. iMark-
mið hennar og hlutverk er til-
greint og ákveðið með lögum
um verzlun með kartöflur o. fi.
frá 1943. Þessi lög eru okkur
ibáðum og öllum innan handar að
lesa og þarf þá ekki að gera á-
•greining út af því hvað í þeim
standi. iHitt’ verður alltaf álita-
mál hvað einn eða annar telur
að hefði átt að vera þar. En
hvað sem um það er, ber >að
fara-eftir ákvæðum þeirra.
iFrásögn ráðunautsins, um jarð-
húsin við Elliðaár kann að vera
jrétt. £>ó vil ég benda á, að þau
rúma hvorki 18000 né 20000
tunnur, heldur í allra mesta lagi
14 þúsund tunnur. Ráðunautn-
um finnst að hagnaði af inn-
flútningi. á kartöílum undanfar-
in ár hafi mátt verja til kart-
öflugeymslna. Sá hagnaður hefur
verið sorglega lítili, fyrst og
fremst af þeim ástæðum, að
sjáifsagt hefir þótt að halda
ver®nu svo lágu sem unnt var
og stundum orðið að bera uppi
halla af verzlun með innlendar
kartöflur og geymslu þeirra.
Þetta vita þeir vel sem fylgst
hafa með verðlagningu kart-
ailanna á undanfömum árum.
Ráðunauturinn gerir sér dátt
út af innfiutningí á kartöflum í
ágúst. >að má að vísu t-ala um
þana mánuð í því sambandi.
Skip sem þessi litla sending var
með tafðist verulega og óvænt
sem nam sex dögum, og lenti
því koma skipsins á 2. eða 3.
ágúst í stað 27. eða 28. júlí.
Það er ekkert nýstárlegt við það
að inn séu fluttar kartöflur á
þessum tíma. Það hefir verið tal
ið nokkurn veginn sjálfsagt að
um það leyti séu til kartöflur
með ekki hærra verði en í mán-
uðunum á- undan og þarf ekki
að rekja ástæður til þess nánar
hér.
Að endingu vil ég svo endur-
taka það álit mitt, að miklu
máli skipti fyrir marga að ráðu-
nauturinn vildi >beita sínum
miklu áhrifum til þess að
Reykjavíkurbær komi til móts
við fólkið í bænum sem vantar
geymslur, og útvegaði sem ör-
uggastan stað fyrir hluta af
hinní miklu uppskeru þessa sum-
ars. Fordæmi um það eru til
frá Akureýrarbæ. Hann hefir
tekið að sér að geyma kartöflur
fyrir bæjarbúa í verulegum
mælí, og er Það gott til eftir-
breytni.
6. okt, 1953.
Jón Jvarsson
UMFR fær finnsk-
an þjóðdansa-
kennara
Klukkan 9 í kvöld hefjast í
fimleiltasal Miðbæjarbarnaskól-
ans þjóðdansaæfingar á vegum
Ungmennafélags Reykjavíkur og
verður keEnarinn finnskur, nng-
frú Sirkka Viiitanen.
Ungfrú Viitanen kom hingað
til lands með siðustu ferð Gull-
foss og mun starfa hér við þjóð-
dansakennslu á vegum UMFR
um þriggja mánaða skeið í vetúr.
Finnska ungmennasambandið
hefur greitt mjög fyrir komu
Viitanen, en eins og kunnugt er
kom flokkur frá sambandinu
hingað til lands árið 1951 og
sýndi þjóðdansa víða um land
við góðan orðstír. Er talið að
alis hafi þá milli 5 og 10 þús. ís-
lendingar séð þessar þjóðdansa-
Framhald á 11. síðu
Erindi Jón Magnússonar Frá
útlöndum vax það bezta sem
ég hef heyrt árum saman á
þeim vettvangi. . Hann setti
mjög skýrlega fram viðureign
indversku fangagæzlunefndar-
ánnar við brjálæði Suður-Kór-
eustjórnarinnar. Að vísu sagði
hann ekkert annað en það, sem
áður hafði komið á víð og dreif
í fréttum Útvarpsins, en hann
tók það skýrlega saman og þótt
öll sú saga sé Syngman-Ree og
Bandaríkjunum til mikillar
skammar, þá vottaði hvergi
fyrir viðleitni hjá Jóni til að
halla réttu máli. —1 Þá var
einnig ánægjulegt að hlýða á
smásögu Friðjóns Stefánssonar.
Nú finnst manni til um, ef
maður heyrir yngrí höfunda
þjóðarinnar lesa verk sín með
mannlegri rödd, blátt áfram
með látlausu og skýru tungu-
taki. Þá sér maður einnig á-
stæðu til að fagna því, þegar
maður verður var við þann
þjóðlega hæfileika að finna
söguleg efni í hversdagslegum
hlutum daglegs lífs. Friðjón er
svo mikið skáld, að hann getur
gert söguiegan ekki stórbrotn-
ari atburð en þann, að kona
fer á dansleik, eftir að hún
hefur ekki litið þar inn í tíu
ár vegna banda við börn og
heimili. — Mál Hákonar
Bjamasonar Á víðavangi var
þæði skemmtilegt og fróðlegt-
sem fyrr. Maður veit, að það
er satt, svo - lygilegt. sem það -
er, að nú er verið að upp-
götva í. íslenzkunl byggðum
hektarabreiður af mt'ra eni
mannhæðarháúm kjöiirjím.j
sem enginn hafði hugmynd n:
að væri til hér á landi fyrir
nokkrum árum. Ég panta skýr-
íngu á þvþ hvernig þvílíkir
hutir 1 geta gerzt. — Raust
Brodda er tígulegur haustboði
í útvarpinu. Hann velur aldrei
til flutnings annað en það sem
vert er að lesa og skýrari upp-
lesari verður ekki ákosinn. —
Af öðru góðu efni Útvarpsíns
ber að nefna tónleikana á
sunnudagskvöldið, þar sem
Söngfélag verkalýðssamtakanna
x Reykjavík ílutti „Martíus“,
mótettu fyrir blandaðan kór
og einsöng eftir Sigursvein
D. Kristinsson, og hefði að
vísu átt að nefna þá fyrst.
En því get ég verið fá-
orður þar um, að Ðæjarpóstur
Þjóðviljans hefur þegar sagt,
það sem ég hefði viljað sagt
hafa um hlutverk þulsins í
þeim flutningi, og Björn Franz-
son hefur skrifað um þátt tón-
skáldsins og kórsins. Verður
séint nógsamlega dáð, „hverju
hrein hugsjón og eldlegur á-
hugi fær áorkað,“ eins og Bjöm
kemst að orði. Þá efa ég ekki
að margur hafi notið unaðar
við helgitónleika ■ Páls ísólfs-
sonar á mánudagskvöldið.
Það endurtekur sig enn, að
uppiesur.um okkar tekst slysa-
lega >að yelja efni við sitt hæfi.
Steingerður Guðmundsdóttir
ætti ekki að velja Einar Ben.,
henni mundu aðrir henta bet-
nr. Lestur Brynjólfs Sveins-
sonar á útvarpssögunni er af-
leitur, en hugsað gæti ég, að
það væri sama hvaða efni hann
veldi sér. Tungutakið er að
vísu sæmilega skýrt, en • tónn-
inn ómögulegur. — Ekki hef ég
•geíað hlustað svo á söguna, að
ég geti gert mér grein fyrir
henni eða hverju framhaldi
byrjunin spái. — Stríðsyfirlýs-
ing Júlíusar bæjarfógeta á
hendur brezka heimsveldinu
missti marks, en hefði getað
notið sín betur annars staðar
en í þætti um daginn og veg-
inn. — Hneykslanlegasta at-
riði dagskrárinnar var erindi
sem átti að vera kynning á
starfi ungmennafélaga á Norð-
urlöndum, en var lítið annað
en tilkynning um sálsýki: á all-
háu stigi, öðmm þræði 14 ára
gömulFinnagaldurspiataog hins
vegar bragðlítil heimatrúboðs-
vella. Sigurður í Iþróttaþáettii
er beðinn að segja „fleira“,: én
ekki „fl>eirra“, „sitja“, en ekki
„sida“.
Annað hvort er ég alveg
hættur að þekkia Islendinga
nútiðarinnar eða leikrit 'laug-
ardagsins er frámunalega illa-
valið fyrir þá, sem mest munu
•sitja við útvarpstæki heimilis
síns á laugardagskvöldin. " Ég
held ekki, að almenningur hafi
eins mikla ástríðu til sjiiklegra
hluta og sumir virðast álíta: —
Ester Kláusdóttir las kvæði
Jóhannesar smekklega, skýrt og
látlaust. Kvæðin hafði . hún
valið vel við sitt hæfi, sums,
staðar var viðvaningsháttur i
raddbeitingu, en á öðrum stöð-
um. sýndi hún greinilega, að .af
henni má mikils vænta sein
upplesara með einbeittari þjálf-
un. G. Ren.
LOTSKEPPM 1 BRIDGE
Þing Bridgesambands íslands
var nýlega haídið. Aðalmál þess
voru breytingar á skipulagi
landsliðskeppninnar. — Forseti
sambandsins, Lárus Fjeldsted,
hrm., sem verið hefur forseti
þess frá stofinun, þ. 4. april
1948, baðst eindregið undan
endurkosningu. Þakkaði þing-
heimur honum góð og ósérhlíf-
in störf hans í þágu bridge-
iþróttarinnar á íslandi frá önd-
verðu, enda er Lárus einn af
frumherjum þessarar íþróttar
hérlendis og á sinn góða þátt
í því hversu. ágætur íþrótta-
andi er í bridgeinum á íslandi.
Forseti var kjörinn Brynjólf-
ur Stefánsson forstjóri. Með-
stjórnendur Rannveig Þor-
steinsdóttir hdl. Zóphónias Pét-
ursson, fulltrúi, Björn Svein-
björnsson fulltrúi, ÓLi Örn Ól-
afsson verzl., Karl Friðriks-
son verhiij, og Sigurður Krist-
jánsson sparisjóðsstjóri.
Hin nýja Sambandsstjóm
hefur nú haldið nokkra fúndi
og hefur nú verið ákveðið að
halda landskeppni í bridge
bæði fyrir sveitir og pör. Þátt-
tökurétt eiga allir sambands*
meðlimir án tillits til flokka-
skiptinga í hinum einstöku fé-
lögum. Verða því allir þeir,
sem ætla sér að verða með í
þessari keppni a'ð gefa sig
fram við stjórn félags, er þeir
ætla að keppa hjá, fyrir 10.
Framhald á 11. síðu.
Ógleymanleg dagstund — Burt með „leikhús-
hattana"! — Ölvun við akstur.
ÞAÐ VAR ánægjulegt að sjá
hópinn, sem kom út úr Þjóð-
leikhúsinu um sexleytið á
sunnudaginn var. Það var
hrifn'ngarsvipur á hverju and-
liti, enda hafði þetta fólk feng-
ið að njóta ógleymanlegrar
listar stund úr degi. Það er
mi'k'ð gefandi fyrir að fá að
lifa slíka dagsstund, hrífast og
gleyma stund cg stað. Háiir
ungu Sovétlistainenn héldu á-
heyrandum hugföngaum og
enn sannaðist það, að enginn
verður fyrir vonbrigðum, sem
heyrir og sér það sem lista-
fólk úr Sovétríkjimum ber á
borð fyrir okkur. Ég ætla ekki
að- fara að lýsa dagskránni
nánar, það verður sjálfsagt
gert af mér færari mönnum,
en viðtökurnar sem listamesm-
irnir fengu, báru þess ljósan
vott að þeir náðu til hjarta á-
heyranda.
RÉTT I ÞESSU hringdi vin-
kona IBæjarpóstsins, sem hafði
horft og hlustað á Sovétlista-
rrrennina. Húa var auðvitað í
sjöunda hmni af hrifningu, en.
dálítið skyggði þó á hrifningu
hennar i bókstaflegum skiln-
ingi. Hún var svo óheppin að
lenda fyrir aftan konu í leik-
húsitiu, sem hafði dubbað sig
upp með heilmikinn leikhús-
hatt og hatturinn var svo fyr-
irferðarmikill að hann eyði-
lagði að miklu leyti útsýnið
fyrir vinkonu okkar. Hún var
sár og gröm og sagði m.a.:
„Ef þetta hefði verið í bíó
hefði ég ekki hikað við að
biðja 'konuna að taka ofan
hattinn. en þarna var allt svo
hátíðlegt, að ég þorði það
ekki fyrir mitt litla líf. Og
þama mátti ég sitja og teygja
mig allan tímann og sá þo
aldrei nema helminginn af svið
inu. Mér finnst ófyrirgefanlegt
tillitsleysi við náungann að
koma með flennistóran hatt í
leikhús og sitja með hann á
höfðinu allan tímann, jafnvel
þótt hatturinn sé e.t.v. keypt-
ur í París“.
Bæjarpósturinn er alveg sam-
mála þessu. Það ætti að banna
kvenfólki að hafa hatta við
slík tækifæri, ekki einungis í
leikhúsum, heldur einnig i
kvikmyndahúsum. Eaigum karl
manni dettur í hug að sitja
með hattinn á höfðinu inni í
leikhúsi eða bíó og því skyldi
kvenfólkið vera rétthærra að
þessu ieyti?
ROSKINN SKRIFAR: „Undan-
farið hefur verið mikið um
alls konai- slvsfarir og óliöpp.
Á skömmum tíma hafa orðið
mörg banaslys. Unglingur veð-
ur um niðurí miðbæ með byssu
og þykist vera kaldur karl.
Það leynir sér ekki að hann
liefur stmdað samvizkusam-
lega amerískar kvikmyndir,
þar sem hetjan gengur um
með byssu í vasanum og tekur
og gerir alit sem henni sýnist.
Það er hreinasta mildi að ung-
lingur þessi skyldi ekki verða
mannsbani. Auðvitað var á-
fengið með í spilinu lika, og
ölvaðir menn með vopn eru
hættulegir samborgunmum.
En það eru til fléiri vopn en
byssur og því um líkt. Hvað
finnst ykkur til dæmis um það,
þegar ölvaður maður hefur
bil að vopni? Það er því miður
tékið alltof vægt á því þegar
ölvaðir menn aka bíl, en það er
þó engu hættuminna en þegar
ölvaður maður gengur um með
bj’ssu. Ef vel \*æri ætti að
svipta hvem þann mann sem
uppvís verður að ölvun við
akstur ökulevfi um langan
tíma, hvort sem slys verður af
gáleysi hans eða ekki. Lögregl-
an þarf að hafa betra eftirlit
með því, hvort menn við stýri
liafa neytt áfengis, hún þarf
að gera me'ra að því að stöðva
bíla til þess eins að ganga úr
skugga um að bílstjórinn sé ó-
drukkkm. Ég endurtek það, að
ölvaður maður við stýri er
engu hættiuninni en fullur
unglingur með byssu, og þótt
ökumaðurinn hafi ef til vil!
ekki fyrirmyndina úr amerisk-
um kviikmyndum, þá getur
hann hvenær sem er valdið
slysi, bæði á sjálfum sér og
samborgurum sínum. Og þeg-
ar óhappið er skeð, stoða refs-
ingar lítið; þær geta ekki bætt
úr örkumlum eða vakið fólk
til lífsins aftur. Nei, það þarf
að koma í veg fyrir slys’n áður
en þau verða. Nóg er um slys-
farir samt af öðrum orsökum,
þótt ökumenn stuðli ekki bein-
línis að þeim með gáleysi og
ölvun við akstur. — Roskinn.“