Þjóðviljinn - 13.10.1953, Side 8
8) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 13. októher 1953
ALFUR UTANGAEÐS
10. DAGUR
Bóndiiin í Bráðaserði
' Jón í Bráðagerði lyftist í sætinu.
Já, aldeilis! Og líklega geturðu orðið afbragðs prestur, þótt
þú sért ekki mikill fyrir manni að sjá. Það var sannarlega heppi-
legt, að við áttum samleið. Það stendur svoleiðis á fyrir okkur í
Vegleysusveit, að okkur vantar prestnefnu i sveitina. Kellíng-
arnar okkar eru alveg. brjálaðar í prest. Þær segjast ekki geta
dáið á meðan sveitin sé- prestlaus. \
Samferðafólkið var farið að fylgjast með viðræðunum af vg.x-
andi áhuga og batnandí skapi, sumir hlógu alltaðþví upphátt.
Konan til hægri handar Jóni hafði snúið frá glugganum.
Mikið eigið þið kallmennirnir bágt þarna i Vegleysusveit, sagði
piiturinn af sk:lníngi. Ég verð að hugsa til ykkar þegar ég
kemst yfír hempu, svo kellíngarnar ykkar verði ekki alltof
langlifar. ■•. ■.•:..
Vélreiðiti hristist af hlátri ferðafólksins, og Jóni faunst pilt-
urinn svara svo skemmtilega fyrir sig, að hann hló á við alla
hina. Seildist síðan eftir hrútskyllinuum góða og fékk sér ær-
lega í nefið. Bauð síðan til hægri og vinstri, en þá var konan
aftur farin að horfa útum gluggann. tPilturkm tók fáein korn
á nrlli fíngranna og saug uppí aðra nösina, hnerraði. Jón
Sagði að það væri afþví hann hefði tekið alltof lítið, en pilt
urinn þáði ek.ki me:ra.
' Drúnginn, sem hafði hvílt yfir ferðafólkinu fyrsta sprettinn,
hafði losnað í böndum og aftarlega í vélreiðinni byrjaði einhver
á lagi. Saungur haf ði ætíð verið uppáhaldsskemmtun Bráðagerðis-
bóndans, enda sjálfur raddmaður mikill, svo hann lét ekki standa
uppá sig að taka undir. Brátt gnötraði vélreiðin af saung, og
voru lögin, sem súnign voru samtímis alltaðþví jafnmörg saung
fólkinu, fóru stundum saman sálmalög, danslög og dýrt kveðn
ar hrínghendur undir fornum stefjum og sumar tvíræðar að
efni, en einginn k;ppti sér uppvið smávegis ósamræmi í þeim
sökum. Jón í Bráðagerði hafði ekki leingi komist í jafn
skemmt;legan félagsskap.
Eftir nokkurn tíma tók að draga úr röddunum og ein og ein
heltist úr lestinni. Ferðafólkið dróst aftur inní sína fyrri kyrrð
utan Jón Jónsson, sem saung hærra en nokkru s;nni fyrr.
Rödd hans efldist að hæð við hvert lag einsog raddbönd manns
ins væru óslítandi, og þegar hann hafði Ikyrjað öll þau ætt-
jarðar og sálmalög, sem hann kunni, söðlaði hann yfir í rímur
og þar var af nógu að taka. Rimur af Olfari sterka, Andra
jarli, GaunguJHrólfi, Líkafrón og Núma kunni hann betur en
prestamir guðspjöllin og viðegandi lög við hina ólíkustu brag-
arhætti.
Þögnin umhverfis hann og tilbreytingarlausar hreyfingar vél-
reiðarinnar orkuðu þó smám saman á hann e'nsog ómótstæðileg
værð, og þegar kom afturí miðjar Númarímur lét hann nægja
að raula fyrir munni sér. Vélreiðin náði þeim tökum á hcnum,
að hann varð ekki að öllu leyti sjálfráðúr að viðbrögðum sínum.
Þegar vagninn hallaðist til hægri hallaðist hann líka til hægri
eða öfugt, en helst vildi hann alltaf hallast t:l hægri. Konan
við hlið hans var svo þægilega, fjaðrandi mjúk viðkomu, og
svo lagði af henni ókennilegan þef, sem kitlaði hann í nefið.
Það var einsog að halla sér í ilmaadi töðubýng að nálgast hana.
Sú syndsamlega ósk var farin að láta á sér kræla í hugskoti
ibóndans, að vélreið'n færi einu sinni eða svo, alveg ,á hliðina,
hægri hliðina. En þótt hann hitti ekki á sjálfa óskastundina,
geigaði laungun hans ekki lángt frá markinu. Vélreiðin tók
alltíeinu svo krappa beygju, að hann fleygðist viðnámslaust til
hægri, næstumþví á kaf í ilmandi töðubýnginn. En þessar hægri
handar hugleiðingar bóndans urðu endasleppar og ekki án sárs-
auka. Hann fékk heljarmikið olnbogaskot í síðuna, svo hann æj-
aði við og beit sig um leið í túnguna í miðjum mansaung úr
Númarímum.
Hvað er þetta maður! Getið þér ekki setið uppréttur í sæt-
inu? sagði konan og eklki útaf eins mjúk í máli og á síðuna.
Ég ætlaði ekkert að gera, kona góð! sagði Jón og kýngdi
sársaukanum. Til þess að gánga úr skugga um, að hann væri ó-
brotinn, þreifaði hann varlega á rifjum sínum og létti stórlega,
þegar hann rak sig ékki á alvarlegar brotalamir.
Það væri hægt að ímynda sér, að þér væruð blindfullur eftir
framkomu yðar að dæma, hreytti konan útúr sér.
Konan leit út fyrir að vera þeirrar tegundar, að best mundi
að bæla n!ður allar hægri handar tilhneigíngar. Aðstæður allar
voru 'líka á þá lund, að Jón lét nægja þá hógværu yfirlýsíngu,
að áfengi hefði hann ekki smakkað í marga mánuði utan svolítið
tár af landa í réttunum.
Svarið, sem hann fékk vár blástur úr nös. Sitmt af sam-
ferðafólkinu hafði hrokkið uppúr móki sínu og vænti þess að
% ÍÞRÚTTIR
RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON
KR vanrt haustmótiS - Sigr-
aSi Val 4:0 - Fram-Vík. 3:0
Síðustu leikir haustmótsins í
meistaraflokki fóru fram á
sunnudag og kepptu fyrst Vík-
ingur og Fram, en sigur fyrir
Viking hefði þýtt það að þetr
hefðu orðið að leika aftur við
KR; til þess kom ekki því
Fram vann 3:0. Til að byrja
með héldu Víkingar uppi held-
ur meiri sókn og sköpuðu sér
tækifæri sem misnotuðust. í
síðari hálfleik voru það Fram-
arár sem höfðu leikinn meira
í sinni hendi og skoruðu 3
mörk. Víkingar virtust ekki
hafa úthald nema í einn hálf-
leik og fór leikur þeirra mjög
út um þúfur. I liði Fram léku
3 ungir menn sem sýndu oft
góðan skilning á knattspyrnu.
Karl Guðmundsson, Haukur og
Magnús voru sterkustu menn
vamarinnar, og sem heild féll
þetta Framlið nokkuð vel sam-
an. Bjarni og Reynir voru
beztu menn Víkings. Gunnlaug-
ur er ekki samur og hann var,
Raunar léku Víkingar lítið á
hann. Sveinbjöm og Axel voru
beztir í vörninni og Ólafur í
markinu verður. ekki sakaður
um mörkin. Lið Víkings . sem
heild bar með sér æfingarleysi
og meðan svo er verður liðið
ekki sigursælt; það missir tök-
in lá leik sínum þegar úthaldið
hrekkur ekki til.
Norðvestan slydda var á en
ágætt keppnisveður. en áhorf-
endum hefur ekki litizt á veð-
ur eða leik, því þeir munu
hafa. verið innan við 100 sem
greiddu aðgangseyri.
KR-VALUR 4:0
Síðari leikurinn var að ýmsu
leyti fjörugur og áhlaup á
báða bóga, en munurinn var
sá að KR-ingar enduðu áhlaup
sín með óverjandi skotum en
framlínu Vals vantaði er að
marki kom hvorttveggja: að
brjótast í gegn og skjóta. Við
það bættist að sendingar þeirra
voru ónákvæmari og minni-
máttar. KR-ingar voru friskari
og fljótari til, og báru þess
vott að þeir hafa æft meðan
mótið stóð yfir og er það meira
en lið Vals getur sagt, og l>er
leikur þeirra öll einkenni þess.
KR-ingar voru því vel að
þessum sigri komnir, og þeir
voru búnir áð vinna mótið áð-
ur en þeir byrjuðu þennan
leik. Þó ekki færi mikið fyrir
listum leikni og skipulags, þá
nægði frísldeikinn og viljinn
til að gera eitthvað til að
bursta Val 4:0.
Annars vería lið að gera sér
það ljóst að lenging keppnis-
tímabilsins að haustinu til er
þýðingarlaus ef þau ætla ekki
að æfa en aðeins keppa um
helgar. Óundirbúnir leikir hvað
æfingar snertir. \*erða alltaf
leiðinlegir fyrir keppenduma og
áhorfendur. Það er nokkurs-
konar misþyrming á góðri 5-
þrótt.
En öll félögin, áð KR und-
anskyldu, hafa gert þetta í
haust, meira og minna. — Dóm-
ari var Hannes Sigurðsson.
2 með 12 rétta
Vegna bess hve úrslit leikj-
anna á síðasta getraunaseðli
fóru mjög samkvæmt því sem
almennt var gert ráð fyrir, reynd-
ust margir seðiar með öilum eða
nær ölium leikjum réttum.
Reyndust 2 seðlar með 12 réttum
og er þetta i Þriðja sinn í haust
að 12 réttir koma fvrir, og sýn-
ir það hve þátttakendur eru
orðnir veT kunnugir þeim félög-
uffl, sem með vikulegum leikjum
leggja þeim til viðfangsefni til
þess að glíma við.
Var annar vinningurinn 1277
kr. en hinn 118Q. Ennfremur voru
20 raðir með 11 réttum, en
vinningar voru annars:
1. vinningur: 979 kr. fyrir 12
rétta (2).
2. vinningur: 58 kr. fyrir 11
rétta (20)
3. vinningur: 11 kr. fyrir 10
rétta (102).
Frá sambands-
ráðsfundi U.MF.Í.
Sambandsráð Ungmennafá-
lags íslands, þ.e. stjórn þess og
formenn héraðssambandanna,
héldu fund í Reykjavík 3. og
4. október sl. Meðal samþykkta
fundarins voru þessar:
1. íþróttamál
a) Ungmennasambandi Eyja-
fjarðar falið að athuga mögu-
leika á þvl að landsmót UMFl
1955 verði haldið á Akureyri
og það taki að sér undirbún-
ing þess.
b) Gerðar voru tillögur um
íþróttagreinar á landsmótinu
og verða þær birtar í næsta
hefti Skinfaxa.
c) Samþýkkt áskorun tií
allra mngmennafélaga að skipa
innan sinna vébanda æfinga-
stjóra vegna íþróttaiðkana og
að héraðssamböndin útvegi sér
héraðsíþróttakennara, annað-
hvort til stöðugrar kennslú eða
þá til leiðbeiningar fyrir æf-
ingastjóra.
d) Skorað á Alþingi, það sem
nú situr, að hækka framlag
sitt til íþróttasjóðs í kr, 1)4
millj.
1 jk y
e) Samþykkt að hvetja ung-
mennafélög landsins til að taka
virkan þátt í starfsemi ísl. get-
rauna og veita þeim brautar-
gengi, svo þær geti sem fýrst
veitt íþróttalífi þjóðarinnar
fjárhagslegan stuðning. Bend-
ir fundurinn á þá leið að hvert
ungmennafélag kjósi sérstaka
nefnd eða umboðsmann, sem
hafi forustu í þessum málum á
viðkomandi félagssvæðum.
Hví átti KSl ekkt aðild að
nefndarskipun þeirri er end-
urskodar mótalyrirkomulag?
VALUR VANN
B-MÓT 3. FLOKKS
Á sunnudagsmorgun fór fram
úrslitaleikur í 3. fl. B og vann
Valur Fram 4:0 og þar með
mótið.
FYRIRSPUEN UM
KNATTSPYRNULEIK
Undanfarin haust hefur far-
ið fram keppni milli Austur-
bæjar og Vesturbæjar í III. fl.
og líka hefur fylgt keppni þess-
ari til viðbótar konfektkassar
til sigurvegara. Á leikurinn að
farast fyrir í ár og 11 III. fi.
menn að missa af -konfekt-
kassa ?
Frá því hefur verið skýrt
hér að á 1000. fundi KRR hafi
verið skipuð nefnd til að end-
urskoða mótafyrirkomulag. —
Var slíkrar endurskoðunar full
þörf, en það einkennilegasta
við starf það sem henni er
ætlað að leysa er það að hún
á einnig að taka til athugunar
landsmót. — Strangt til tekið
virðist að það hefði verið eðli-
legra að samstarf hefði orðið
milli stjóraar KSÍ og KRR að
finna lausn á þessu máli, því
endanlega er ekki hægt að
ganga frá skipulagi landsmóta
nema í samráði eða með sam-
þykki þings KSÍ. Eigi að síð-
ur er nauðsynlegt að taka
landsmótin og skipulag þeirra
til rækilegrar endurskoðunar,
og þá með það fyrir augum
að fá félög með i skipulagða
keppni sem ekkert eða lítið
hafa látið á sér bæra í lands-
mótum. Vafalaust hefur stjórn
KSí gert sér Ijóst að þessi mál
eru í > slæmu ásigkomulagi og
standa iþróttinni -fyrir þrifum.
Raunar liefur ekkert heyrzt frá
stjórninni um þetta, og má
vera að henni sé þetta ekki
ljóst.
Að sjálfsögðu hlýtur KRR
að leggja tillögur sínar um
landsmót fyrir þing KSl, en
með því að blanda KSÍ í málið
strax hefði sparast timi, og
það komið undirbúið bæði á
aðalfund KRR og þing KSÍ.
Þó málið hafi ekki furið
rétt af stað skulum við vona
að þv.í reiði vel af og lausn
verði liægt að fá á þessum
vetri, ekki til eins tímabilö,
heldur a.m.k. þriggja, án þess
að því verði breytt í grund-
vallaratriðum. Jafnframt skuí-
um við vona að gildandi sam-
þykktir verði haldnar og við
fáum leikjum og mótum svo
niðurraðað að við vitum að
hverju við göngum næsta vor
um leiki, tíma og velli. Þessu
máli má ekki flýta um of, en
tími sá er nefndinni er ætlaður
er of stuttur. 1 '