Þjóðviljinn - 15.10.1953, Qupperneq 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 15. október '1953
Tvær milljóniir Sé«
ISEIIISi
Skákmehtarlnn Alafortsev lýsir fyrstu kynn■
um sínum af Islenzkum skákmönnum
Sovétskákmeistarinn Alatortsev segist hafa þau fyrstu
kynni af íslenzkum skákmönnum aö þeir séu bæðii vel.að
sér og snarpir í viðureign, úthaldsgóðir og láti sig ekki
fyrr ien í fulla hnefana. Og í kvöld halda kynnin áfram
með því að 10 meistaraflokksmenn tefla viö hann með
klukku í Þórskaffi, cg hefst viðureignin kl. 8.
Eins og kunnugt er er einn
frémsti skákmaður Sovétríkj-
anna, Alatortsev, í hópi gest-
anna sem hér dveljast í boði
IUÍR. Alatortsev er verkfræð-
ingur að menritun, nam vatns-
virkjunarfræði við háskólann
i Leníngrad á sama tíma og
Botvinnik nam þar rafmagns-
verkfræði. Verkfræðiprófi sínu
lauk hann 1932, en ári áður
komst hann í Ineistaraflokk
Sovétríkjanna, þá 22 ára að
aldri. Síðan hefur .hann 9 sinn-
um tekið þátt í meista.rakeppni
í Sovétríkjunum, síðast 1951,
en þá varð hann 7. í röðinni.
Hann hefur bæði verið Moskvu-
og Leníngradmeistari. Hann
hefur leikið við ýmsa kunnustu
skákmeistara heims, m. a.
Lasker, Capablanca, Euwe,
Reshevskí, Fine og fleiri, og
beið lægri blut fyrir Lasker
einum. Eftir styrjöldina hefur
hann verið blaðamaður við
kvöldblað í Moskvu og stjórnað
þar skákdálki. Jáfnfra'mt býr
hann sig undir að taka háskóla-
próf í skákfræðum. Alatortsev
er giftur og á fimm ára dótt-
iirt hann segir að áhugamál sín
í frístundum séu ferðalög og
veiðar, einkum fiskveiðar.
Þjóðviljinn bað Alatortsev
að segja frá fyrstu kynnum
sínum af íslenzkum skákmönn-
um, en bann tefldi sem kunn-
ugt ,er fjölskák við 30 menn á
mánudagskvöld og hlaut þá
191/2, vinning gegn 1014. Hon-
um sagðist þannig frá:
— Ég bjóst við að eiga að
keppa við óvalinn hóp þeirra
sem gæfu sig fram, en keppi-
nautarnir reyndust ’ vera mjög
vel hæfir, enda munu sumir
þeirra hafa verið úr meistara-
flokki. Mér var það mikil
ánægja að leika við svona
góða taflmenn. Keppnin stóð
að vísu í 7 klukkustundir, en
slfkar standa venjulega aðeins
í 2—3. Var mér það þó nokk-
ur huggun þegar mér'var sagt
að dr. Euwe hefði verið klukku-
s.tund lentrur í hliðstæðri
keppni og hefði orðið að vera
að framundir morgun!
Ég sá' að menn af öllum aldri
hafa ánæ^iu af skák, jafnt
unglingar og þeir sem grá-
hærðir eru. Einnig sá ég að
samvinnan er ágæt, menn
hjálpa hver öðrum eftir bezta
amegni, en það er ráðið til að
trygg.ia sem beztan árangur.
Eg vil gefa íslenzkum skák-
mönnum það ráð að beita
þeirri aðferð sem mest i hverri
slikri keppni.
Þegar ég kvnnist sterkustu
skákmönnum fslands enn bet-
«r vonast ég til að fá bann
efnivið í hendurnar að ég geti
sagt sem mest frá íslenzk 1
skáklífi ,í blöðum okkar og
tímaritum. Og nú þegar veit
ég svo mikið að ég mun geta'
farið lofsyrðum um íslenzka
skákmenn. Ég vænti þess að
hér verði lögð sem allra ríkust
áherzla á að þroska æskulýð-
inn. Árangur Friðriks Ólafs-
sonar sýnir að íslenzkir skák-
menn eru á góðum vegi með
að verða hlutgengir meðai
fremstu manna á alþjóðamót-
um, og miklu máli skiptir að
íslenzkir skákmenn hafi sem
virkast samband við skákmenn
annarra þjóða. Eins og ég
sagði áðan virðist samhjálp is-
lénzkra skákmanna vera mjög
góð, þeir grúfa sig ekki einir
hver í sínu horni eins og sums
staðar tíðkast, og það er ein-
mitt fyrsta skilyrðið fyrir góð-
um árangri ásamt sem almenn-
astri og viðtækastri þátttöku.
f Sovétríkjunum eru 2 milljón-
ir félagsbundinna skákmanna,
og það er sú fjöldaþátttaka
sem veldur forustu Sovétríkj-
■anna í skák.
Einnig hef ég orðið var við
það að fslendingar hafa góðan
sigurvilja. fslendingar - haía
Alatortsev.
orðið að leggja mikið á sig til
að vinna bug á óblíðri náttúru,
og þessi barátta hefur án efa
haft áhrif á hvern einstakling
og þjálfað sigurvilja hans.
Þannig skýri ég það hversu
ágætir skákmenn fslendingar
eru, því án sigurvilja er ekki
hægt að ná nokkrum árangri
í skák.
Einnig vil ég skjóta b”' að
íslenzkum skákmönnum rð V-
kvenfólkið með í leikinn, þ_:.l
myndi fegra iþrottina. í Sov-
étríkjunum eru 6 konur i meist
araflokki, þar af fimm alþjóða-
meistarar.
Hver er höíundurinn? —
Hvað dvelur
FORVITINN SKRIFAR: „Við
erum öll að sálast úr forvdtni
hér á lie'niilinu vegoa nýju
sögunnar í Þjóðviljanum. Á
hverjum, - öegi reynum við að
sjá einhver höfundarekikennl
og sjáum þau ævinlega, en
hver eignar þau sínum höfundi
og það gengur erfiðlega að
komast að niðurstöðu. Það
hefur aldrei komið fyrir að all-
ir væru samrnála og aldrei er
sami höfuadurinn nefndur tvo
daga í föð. Ég sendi þér að
gamni mínu lista yfir nokkra
þá höfunda, sem stungið, hefui
verið upp á í mín eyru. Ég
leyfi mér að 'beina þeirri fyrir-
spurn til ritstjóranna, hvort
höfundurinn sé einhver á þess-
um lista. L'stinn er svohljóð-
andi: Ólafur Jóhann, Halldór
Kiljan, Halldór Stefánsson,
Þórbergur Þórðarson, Jónas
Árnason, Gunnar Benedikts-
son, Jóhanmes úr Kötlum, Thor
Vilhjálmsson og ég held að
erki fleiri hafi verið til nefnd-
ir. Auk þess hefur sú tilgáta
komið fram, að sagan sé samin
á ritstjórnarskrifstofu blaðs-
tns.
Vi.ija nú ekki ritstjórarnir gera
svo vel og segja okkur hvort
höfundurinn oé einhver þess-
ara átta manna? Við bíðuro
áneð eftirvæsitingu eftir ein-
hverri svölun á forvitni okkar.
¥er8a þær að kynnast hver annarrl
Mj^ssitkov préfessor^ forMsaéiir
nefiidarmitar, ávarpsar ráðstefmi MfK
Kæru vinir.
Leyíið mér. fyrir hönd sendi-
nefndarinnar að flytja ykkur
innilegustu kveðiur okkar og
allra sovétþjóðanna. Okkur er
það sönn ánægja að heilsa hér
í kvöld 1 sonum og dætrum
hinnar gáfuðu íslenzku þjóðar,
sem þegar í dögun, evrópskrar
menningar skóp stórkostleg
listaverk.
Sendinefndaskipti milli Sov-
étríkjanna og Islands hafa nú
á síðari árum orðið að fastri
venju, Einmitt núna, er okkur
sovétfulltrúunum hlotnast sú
ánægja að vera viðstaddir setn-
ingu þessarar ráðstefnu MÍR,
dvelur í ættlandi okkar hinn
virðulegi formaður félags ykk-
ar, einn af beztu rithöfundum
samtíðarinnar, Halldór Kiljan
Laxness. Og mér þykir ánægju-
legt iað geta sagt ykkur frá því,
að hann fær að sjá skáldsögu
sína „Sjálfstætt fólk“ í rúss-
■neskri þýðingu í gluggum
bókabúða í Moskvu, Leníngrad
og öðrum borgum Sovétríkj-
anna. Nú er að vísu svo, að
ibúar Sovétríkjanna vilja
heldur hafa bækur góðra rit-
höfunda í bókahillum sínum
en í gluggum og hillum bóka-
búða. Þess vegna má búast við
Mjasnikov
formaður sovétsendinefndarinnar
því, að Halldóri Laxness veit-
ist erfitt að fá keypta bók *ína
í búðum við brottför sína Það-
an..
Við erum eannfærð um, að
sönnum vináttutengslum verð-
ur aldrei komið á -neð þjóðum
ef þær ógna hver annarri með
faltbyssum og sprengjuflugvél-
um. Til þess að þjóðir geti
bundizt vináttuböndum verða
þær að kynnast hver annarri.
skiptast á skoðunum, kannskh
þrátta í bróðerni, efla viðskipti
sín á millí, kynnast söngvum
og sögum hver annarrar.
fbúar " Sovétríkjanna eru
þeirrar skoðunar, að sérhver
þjóð, stór eða smá, skapi sína
sérstöku þjóðlegu meaningu.
Því blómlegri og frumlegri sem
hún er, því betur sem hún tjá-
ir hugðarefni þjóðarinnar, því
dýrmætari skeri leggur hún af
mörkum til heimsmennmgar-
innar. Þess vegna hlýtur hvcr
þjóð að láta sér annt um nð
efla þjóðlega menningu sina.
Hinn snjalli rússneski rithöf-
undur Bjelínskí sagði eitt sinn:
„Ástin á föðurlandinu er í þtí
fólgin að menn helgi alla krafta
sína baráttunni fyrir því, að
háleitustu hugsjónir mannk.yús-
ins roegi sigra í ættlandi hvers
manns“. íbúar Sovétríkjanna
erit einlægir föðurlandsvinir og
þess vegna s-tarfa þeir án af'-
láts að sigri þessara húgsjóna.
Okkur virðist sem áhugamál
og vonir íbúa Sovétríkjajma
séu í mörgum efnum þau sömu
og áhugamál alþýðu manna um
allan heim, þau sömu og áhuga-
,mál og vónir íslenzku þjóðar-
inttar. Við viljum alveg eins
cg þið að í bqrgunum rísi upp
meira af fallegum og þægikg-
um húsum, að verksmiðjurnar
fratnleiði meira ,af neyzluvarn-
Hvað segja ritstjórarnir?
heiia vatnið?
Loks langar mig að geta þess
að okkur finnst sagatt
skemmt'leg fram að þessu r.g
við bíðum með óþreyju eftir
hverju blaði. Sumir sem aldrei
fyrr hafa lesið framhaldssög-
ur eru nú allt í einu orCnir
ákafastir allra. — Forvitinn“.
ÞANNIG HLJÓÐAR bréf For-
vitins og nú verður gaman að
vita hvernig ritstjórarsiir
bregðast við. Þeim er að sjálf-
sögðu he'milt að svara nér
í Bæjarpóstinum í eins löngu
máli og þá I,ystir. Samt er
Bæjarpósturinn ekki bjartsýnn
á- árangurinn. Það hefur verið
legið í þeim vísu mönnum lang-
tímum saman og geetgið að
þeim með góðu og illu. Fram
að þessu hafa þeir haldið sínu
striki, þagað eins og steinar og
þeir fást ekki einu sinni til að
segja nei við því að einhver
ákveð’nn maður sé höfundur-
inn. Þeir halda því fram, að ef
þeir neiti, verði smám samati
hægt með útilpkunaraðferðnmi
að hafa upp á rétta mannin-
um. En við bíðum og sjáum
hvað setur.
S SKRIFAR: „Mig langar til
að biðja Bæjarpóstinn fyrir
þá fyrirspurn til borgarstjóra
eða l jaryfirvaldanna, hve-
nær við sem búum í ibæjar-
húsuaum við Bergþórugötu og
Barónsstíg, eigum von á að
fá hitaveituna inn til okkar.
Það eru húsin nr. 18 — 20 —
40—43—45 við Bergþórugötu
og Barónsstíg 30 sem um er að
ræða. Þessi hús eru öll á hita-
veitusvæðinu, en árum saman
höfum við, beðið eftir því að
hitaveitan væri lögð inn til
okkar. Það er fyrir löngu búið
að leggja heimtaugina og mér
skilst að gert sé ráð fyrir
■þessum framkvæmdum á fjár-
hagsáætlun bæjarins, en það
stoðar lít;ð þegar ekkert er
aðhafst að öðru leyti. Það er
verið að teygja liitaveituna í
Framhald á 11. siðu.
ingi, að uppskeran sé rnikil og
góð að vísindamennirnir leit-
ist við að auka þekkingu
manna á náttúrunni, að meiri
rækt sé lögð við andlega menn-
ingu. Við v'iljum ekki frekar
en þið, að sól hverfi af himni
í skotmekki og' púðurreyk, að
sprengiflugvélar og vélbyssur
kveði niður söngva urigra
manna og stúlkna, við viljum
að friðurinn, hamingjan og
gleðin megi' ríkja ein, að fólk-
ið megi vinna, elska og syngja
óáreitt.
Þess vegna færum við ráð-
stefnu ykkar innilegustu kveðju
okkar, — ráðstefnu sgm haldin
er til eflingar vináttutengsl-
anna milli íslands og Ráðstjórn-
arríkjanna. Við erum sanníærð
um, að því betur sem þið k.vnn-
izt sannleikanum um Ráðstjórn-
arríkin, því betur muni gagh-
kvæmur skilningur glæðast.
Við óskum ykkur af heilum
huga 'góðs árangurs í göfugu
og fórnfúsu starfi ykkar.