Þjóðviljinn - 20.10.1953, Page 10
10) — ÞJÓÐViLJINN — Þriðjudagur 20. október 1953
Viiligœsir
Falleg mynstur geta gert lcraftaverk í stofu. Hér eru mislit
gltiggatjaldaefni í skemmtilegum mynstrum. En gætið þess að
þau fari vel við veggfóðrið. Gluggatjöld og veggfóður verða að
fara vel saman
Innkaup til nýja heimilisins
Þegar maður byrjar að saína
munum fyrir nýtt heimili, er
nauðsynlegt að hugsa sig vel
nm. Ef maður, á hluti fyrir þarf'
maður að gaeta þeSs að nýju
munimir fari vel við þá •gömlu.
Ef um húsgögn er að ræða, má
ekki eingöngu líta á efniviðinn
og línumar. Þau þurla að vera
hentug líka. Margt rmgt fólk
kaupir húsgögn, sem þeim þykja
falleg, en gleyma að athuga það,
■að þau húsgögn sem þeim þykja
hentug, geta orðið býsna óhentug
þegar smáböm eru komin á
heimilið. Það er skynsamlegt að
kaupa húsgögn sem bola að
börn leiki sér í stofunum. Hvaða
■g’eði hefur maður af giæsilegum
stofum, sem þo’a varla að ver-
íð sé í þeim? Margar ungar
mæður þurfa daglega að gæta
þess að börnin snerti ekki á-
kveðin húsgögn eða eitthvert
gólfteppi. Þær andvarpa og
verða að viðut'kerna að húsgögn-
in voru keypt áður en bömin
fæddust og því ekki miðuð við
böm. Um leið segja mæðurnar,
að það hafí verið auðveit að
hirða hlutina , meðan hjónin
voru aðeins tvö ein. Og þannig
er þetta svo oft; nýgiftu hjónin
kaupa húsgögn sem miðuð eru
við þarfir fullorðinna, en gleyma
því að miða þau við lítil börn.
Og ef þið óskið þess að eignast
börn, og þess óska f’.estir, þá
minnist bamanna þegar þið velj-
ið húsgögn á nýja heimilið.
Ef pyngjan leyfir ekki hús-
gagnakaup í stórum stíl og stof-
urnar . virðast dál'tið tómlegar
fyrst í stað, er hægt að fyilá
þær upp með grænum plöntum,
sem gera stofumar vist’.eg'ar. Ef
lögð er áherzla á fallegt vegg-
fóður og litskrúðug gluggatjöld,
getur það gert kraftaverk i stof-
um, sem eru fáíæklegar að hús-
gögnum.
Og litirnir skipta miklu máli.
Það er nauðsynlegt að hafa með-
ferðis sýnishorn af veggfóðri og
gluggatjö’dum þegar húsgögn
Framhald á 8. síðu.
Flanaðu ekki að neinu þegar þú kaupir stól
Stólbakið á að vera sniðió
eftir baklnu
Ef einhver er svo sæll og
heppinn að geta látið ósk sína
fum að eignast hægindastól ræt-
ast — þá má sá hinn sami vissu-
ilega ekki kaupa fyrsta stólinn
sem hann sér — og dettur nokki'-
um það í hug?
Munið það, að fyrst og fremst
á að vera gott aðsitjá j stólnum.
jÞað er því nauðsynlegt að reyna
Aðgættu hvort armarnir hvíla
handleggina vel
hann, aðgæta, hvort- hann er
þægilegur, hvort bakið gefur góð-
an stuðning og armarnir eru á
réttum stað. Það borgar sig að
skoða stólinn vel og reyna hann,-
þótt kaupmaðurinn reki á eftir,
því að þessi kaup eiga að koma
manni að -gagni langt inn i fram-
tíðina.
eftir MARTHA OSTENSO.
komu sér saman um að bíða þangað til uppsker-
unni væri lokið. /
Hún þrýsti sér að honum enn eitiu sinni, lá um
stund við hlið hans og naut þessa friðár og
öryggis. Svo smeygði hún sér undir gaddavír-
inn og settist upp á bindivélina. Svenn stökk á
bak og veifaði til hennar þangað til hún var
ikomn langt niður á akurinn.
TUTTUGASTI KAFLI
1.
Mark Jordan var lcominn í verzlun Jóhannes-
sonar, þegar Caleb kom þangað.
Hross Antons Klovacz voru bundin við
grannvöxnu birkitrén hjá kirkjunni, og í vagn-
inum var langur kassi smíðaður úr ösp. í kass-
anum lá lík Antons Klovacz.
Mark var að reykja pípu og hallaði sér upp að
búðarborðinu þegar Caleb kom inn. Caleb gaut
til hans augunum, gekk síðan til nokkurra
manna sem stóðu í lióp og biðu eftir hinum
meðlimum safnaðarstjórnarinnar.
Skömmu seinna rölti hann yfir til Marks og
nam staðar fyrir framan hann með tvo fingur
í vestisvasanum, þar sem hann geymdi lykilinn
að skattholinu. Hinni hendinni strauk hann
hugsandi yfir hökuna.
,,Og þú ætlar þá að sletta þér fram í þetta
líka,“ sagði hann brosandi og lyfti brúnum.
Mark gat stillt sig. „Eftir því sem mér er
unnt,“ sagði liann og augu hans voru hörkuleg.
Hann var feginn því að sonur Klovacz beið hjá
vagninum.
„Hm — vitas’.culd — vitaskuld," sagði Caleb
hugsandi. Hann andvarpaði þungan og hélt síð-
an áfram. „En þú hlýtur að skilja að þetta er
erfitt viðureignar fyrir okkur í safnaðarstjórn-
inni. Við berum alla ábyrgð og getum ekki skot-
izt undan henni. Eg fyrir mitt leyti vil gera
allt sem unnt er, jafnvel þótt um heiðingja sé
að ræða. En þú sem borgarbúi ættir að vita að
það má ekki spjalla helgi kirkjunnar. Eg reyni
hvað ég get, en þú skilur hvern’g allt er í pott—
inn búið.“ Aftur lyfti hann brúnum og baðaði
út höndunum til að tákna, að hann væri von-
lítill um árangur þessa máls.
Mark nísti tönnum. Yfirlæti mannsins var ó-
þolandi. „Talaðu varlega um trúarbrögð Antons
Klovacz, Caleb Gare,“ sagði hann rólegri röddu.
„Taktu ákvörðun afdráttarlaust á annan hvora
veginn. Og mundu það, að jafnvel núna fer
Anton Klovacz eklci bóciarveg að ykkur.“
Caleb Gare varð scuggalegur á svip.
„Þú um það, ungi maður — þú um það. En
þótt þú þykist vera alvitur, get ég frætt þig á
því, að það má vera að Anton Klovacz e;igi eftir
að fara bónarveg að mér. Landið lians er ekki
langt frá mínu —“
Mark rétti úr sér^og ioks náði reiðin yfir-
höndinni. „Svo að þdð er landið- sem þú ágim-
ist? Þú getur sparáð þér það. Þú færð ekki
skika af landi Aatons Klovacz ef no’ckurt rétt-
læti er til.“
Mennirnir sem stóðu í horninu horfðu í átt-
ina til þeirra. Flestir voru þeir rólegir bændur,
sem hefðu hiklaust samþykkt að Anton Klov^cz
yrði grafinn í kirkjugarðinurn. En þeir voru
orðnir vanir þvi að hlíta leiðsögu Calebs í einu
og öllu. Nú var eins og margir þeirra fögnuðu
því að Mark Jordan stóð uppi í hár’nu á Caleb.
Caleb einblíndi á Mark og teygði fram höfuð-
ið. Hann lyfti hendinni og lét smella í fingrun-
um fyrir framan nefið á Mark.
„Komdu þér héðan áður en ég hita þér i
liamsi. Áður en ég fletti ofanaf þér —• l>ér og
kennslukonugálunni já —“
Eldsnöggt rétti Mark fram handlegginn.
Hann greip hægri hendinni um liálsinn.á Caleb .
.og lyfti honum. Um leið greip hann vinstri hend
inni í jakkalöfin og fleýgði honum i áttina til
09
69. dagur
agndofa bændanna, þar sem hann slengdist í
gólfið og baðaði út öllmn öngum.
Mark stóð yfir honum náfölur af reiði.
„Taktu þetta aftur eða ég brýt hvert bein í
skrokknum á þér,“ hrópaði hann.
Bændurnir þokuðu sér frá og Caleb reyndi að
jafna sig. Hann reis á fætur og dustaði vand-
lega löfin á sparijakkanum, sem hann hafði far-
ið í í tilefni dagsins.
„Eg held ég hafi ekki sagt neitt sem ég get
tekið aftur,“ sagði hann og brosti blíðlega. „Eg
held að litla kennslu&onan sé of góð handa
hverjum sem er. Ha, ha.“ Meðan Mark stóð fyrir
framan hann titrandi af reiði, tók Caleb upp
silfurúrið sitt.
„Það er kominn tími til að hefja fund’nn,
vinir mínir,“ sagði hann. „Eru allir komnir. Þá
skulum við flytja okkur yfir í kirikjuna.“
Bændurnír stóðu og horfðu hver á annan.
Mark gekk til dyranna. Hann leit um öxl.
„Fundurinn er óþarfur. Anton Klovacz hvilir
ekki í friði í þeirri mold sem Caleb Gare holar
honum niður í,“ sagði hann um leið og hann
gekk út.
Caleb horfði á eftir honum og það glitti í ill-
girnisleg augun undir þungum brúnum. „Hm.
Þú átt eftir að iðrast þessa, drengur minn. Þú
átt eftir að iðrast þessa,“ tautaði hann fyrir
npinni sér.
Bændurair voru hver öðrum vandræðalegri.
Þegar Mark kom að vagninum sat Klovacz
snáðdnn enn í sætinu.
„Við skulum koma til trúboðsstöðvarinnar,
drengur minn,“ sagði hann vingjarnlega. „Þar
er meira rúm.“
Og þeir óku tveir tuttugu núlna vegalengd
til kaþólsku trúboðsstöðvarinnar. Það var léleg-
ur vegur, fáfarinn og illa hirtur. Hann lá að
xniklu leyti gegnum skóglendi og í loftinu var
þungur ilmur af þurru trjálaufi. Rauðir berja-
iklasar héngu á runnunum meðfram veginum og'
greinar eplatrjánna svignuðu undir roðandi á-
vöxtum. Það var logn nema öðru hverju hreyfði
örlítill vindblær trjálaufin á veginum fyrir fram
an þá. Aldrei fyrr hafði Mark fundið til því
líkrar einmanakenndar. Drengurinn sat þegjandi
við hlið hans alla leiðina, leit öðru hverju um
öxl á k’stuna í vagninum.
Kistan skrölti við vagngólfið með tilbreyting-
arlausu hljóðfalli alla leiðina til trúboðsstöðv-
arinnar. Sólin hækkaði á lofti, hitinn flæddi
yfir þá; hestarnir voru orðnir löðursveittir og
Mark og drengurinn sáu, að það var kominn
tími til að taka dálitla hvíld.
Síðdegls óku þeir gegnum mýrlendi, flatt og
vaxið fífu. Klovacz drengurinn sat þögull við
hlið Marks. Öðru hverju lagfærði hann strig-
ann sem skýldi kistunni. Einu sinni sáu þeir
risastóran hauk svífa n'ður jrfir mýrarnar,
flögrandi yfir sléttunni, stefna síðan upp í há-
loftin aftur. Hann hvarf sjónum þeirra og hélt
á litlu dýri í klónum. Klovacz drengurinn sá
þetta en hann sagði ekkert. Það kom varla
undmnarsvipur á andlit hans við þessá uad-
arlegu sjón.
GIWJ OG CAMMM
Tveir kleppsmenn voru aíS grafa holu. Er þeim
þótti hún nófru djúp tóku þeir aó róta mold-
inni aftur niður í hana, eins og ]>elm hafði
verlð sagt. En svo fór að þeir kómu ekki allri
nioidinni niður. I>eir brutu heilann lengi iim
þetta viðfangsefni, unz annar sagði:
Við verður að grafa holuna dýpri.
Fangelsisprestur við fanga sem er að ljúka af-
plánun: Jæja, bróðir minn, festu þér nú vel í
minni það sem ég hef verið að segja þér að
undanförnu, og breyttu þannig. að þú komir
hingað aldrei framar.
Fangmn mjög snortinn: Sá sem hefur heyrt
yður prédika mun vissn’.gga leitast við ah
haga lifi sihu þannig að liann þurfi ékki að
koma hingað aftur. ,