Þjóðviljinn - 06.11.1953, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 06.11.1953, Qupperneq 7
Föstudagur 6. nóvember 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Sfiórnmáíaáíyktun 9. flokksþlngs Sósialistaflokksins: Göngum hiklaust og djcirft til haráttu fÝrir einingu esllra þeirrce er berjcist vilja i^rir þjéöirelsi @g hags. munum hins vinn Flokksþingið staðfestir þá stefnu, sexn mörkuð var í ávarpi til íslendinga á síðasta flokksþingi. Flokksþingið álítur kosningastefnuskrá flokksins og stefnu hans í þeim málum, sem hann hefur flutt á Alþingi, vera rétta framkvæmd á þeirri stefnu, er þar var mörkuð. Flokksþingið lýsir sig einnig samþykkt þeirri á- lyktun, er síðasti flokksstjórnarfundur samþykkti, og ályktun miðstjórnar út af alþingiskosningunum. Leggur flokksþingið ríka áherzlu á, að haldið sé áfram hiklaust og djarft þeirri baráttu fyrir einingu allra þeirra, er berjast vilja fyrir þjóð- frelsi og fyrir hagsmunum og valdi vinnand; stétta, er ákveðin var í þeirri ályktun. ‘ En með tilliti til þeirra aðstæðna, sem flokk- uriim nú býr við, og verkefna hans á yfirstand- andi skeiði, vill flokksþingið nú á 15 ára afmæli iians leggja höfuð-áherzluna á eftirfarandi aðal- atriði í stefnu hans og að um þau verði sköpuð aiger eining í flokknum í kenningu og fram- kvæmd. I. Mikilvægasta verkefni flokksins nú er að bjarga þjóðinni úr helgreipiun ameríska auðvaidsins. Af- leiðkig hernaðarlegrar, stjórnarfarslegrar; efna- hagslegrar og menningarlegrar yíirdrottnunar amerískrar auðstéttar yfir íslandi til lengdar yrði tortíming þjóðarinnar. Á öllum þessum sviðum stendur nú þegar baráttan við auðvald Ameríku og íslenzka bandamenn þess. Aðferðin til sigurs yfir ameríska auðvaldinu er samstarf við öll þau öfl, sem á cinu eða fleiri sviðum vilja berjast gegn því, frá hvaða sjónarmiði sem þau gera það. Þess vegna álítur flokksþingið allar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til slíks samstarfs og myndunar sem víðtækastrar þjóðfyiki.ngar í þessari baráttu fyliilega réttar, og að enn lengra beri að ganga á braut slíks samstarfs, ef kostur er meiri árangnrs. Flokksþingið álítur þessa stefnu flokksins í sjálfstæðis- og menningarbaráttu þjóðarinnar vera í fuílu samræmi við beztu erfð sósíalistiskrar verklýðshreyfiugar á Islandi. Það var merki réttrar samtengingar á stétta- baráttu verkalýðsins og þjóðfrelsisbaráttunni, þegar Þorsteion Erlingsson og aðrir brautryðjendur sós- íalismans um og eftir aldamótin síðustu tvinnuð sam- an sjálfstæðisbaráttuna gegn dönsku auðvaldi og sósíalistiska verk 1 ýðshreyf'ngu Islands. Það var tákn um afslátt í því forystuhlutverki fyrir þjóð- inni, sem verkalýður Islands hlýtur að setia sér að takast á henaur, er slakað var á í þessum málum. . Það var rétt samtenging stéttabaráttunnar gegn íslenzka auövaldinu og baráttunnar gegn brezka imperíalismanum lijá Kommúnistaflokki Islands, er hann sýndi fram á tök brczks og alþjóðlegs auð- valds á Islandi og hvernig það auðvald notaði þau til þess að velta afle;ðingum heimskreppunnar yfir á lönd þau, er því. voru háð, eins og t.d. Island. Sósialistaflokkurinn hefur frá upphafi haft rétta stefnu í sjálfstæðismálum þjóðarinnar: ætfð einbeitt baráttunni' gegn því erlenda valdi, sem Islandi á hverju skeiði stafaði mest og bráðust hætta af hvort heldur það var þýzki, brezki eða ameríski imperíahsminn. En aldrei síðan verklýðshreyfisig skapaðist á Is- landi, jafnvel aldrei í sögu landsins, hefur þjóðin verið í jafnmikijli hættu stödd og nú. Þess vegna vcrður það að vera fyrsta verkefni verkalýðsins, þeirrar stéttar, sem hlýtur að líta á sig sem íorvstuafl þjóðarinnar, að einbeita kröft- um sínum að því að afla þjóðinni fulls 'frelsis og friöar, tryggja sjálfstæði og friðhe’gi landsins og bjarga menningu þess frá voða. Þetta er í senn þjóðleg og stéttarleg skylda íslenzks verkalýðs, og að hvika frá þeirri stefnu er að bregðast jafnt sjálfstæði þjóðarinnar sem sósíalismanum. Flokksþingið álítur að sérstaklega beri nú sem stendur að einbeita kröftunum að þvi að segja her- námssamningnum upp, losna við ameriska innrás- arherinti af Islandi og losa ísland undan klafa ameríska auðvaldsins. Og þetta 'er hægt; alþjóð- legar aðstæður til þess fara síbatnandi. Hröð þróun ameríska au'ðvaldsins til fasisma og stríðsbrjálæðis gerir það óhjákvæmilegt, að einskis sé látið ófreistað til þess að losa Island úr hrammi þess. Stóraukinn máttur sósíalistisku landanna í heiminiun og vaxandi sjálfstæðishreyfkig fyrrver- andi nýlendna og liálfnýlendna skapar .síbatnandi aðstæður til þess að ríki eins og ísland geti losað sig undan amerískum yf'rráðum. Ört vaxandi mótspyrna alþýðunnar í auðvalds- löndum VesturÆvrópu gegn amerísku yfirdrottn- uninni og uggur sá, sem einnig grípur um sig með- al borgarastétta þessara landa um háskann við að láta amerísku auðhringana' ráða stefnu Vestur- Evrópu, skapa tækifæri til að firra ísland þeirri smán að vera gert að taglhnýtingi ameríska auð- valds'ns á alþjóöavettvaigi, svo sem verið lvefur undir forustu heri.xámsflokkanna. Það getur ráðið þróun?.nni hér næstu áratugi, hvorl nú tekst ao koma í veg fyrír, að ísland verði slitið úr tengslúm við þróun Evrópu eða hvort það verður varanleg amerísk herstöð og hjálenda, enda þótt öðrum Norðurlöndum tækist að forða sér frá því hlutskipti. Sósialistaflokknum tókst með framsýnni pólitík og forystu s.inni i verkalýðssamtökunum að afstýra því, að amerískt a.uðvald fengi hér herstöðvar til 99 ára. Nú ríður á að hindra, að það geti búið um sig á íslandi til frambúðar, þegar tök þess á meginlandi Evrópu eru farin að linast. Flokkurinn verður* að leggja s'g allan fram, að þau tækifæri, sem nú bjóðast, verði notuð. II. Árangursríkasta barátta flokksi.ns hefur verið á sviði hágsmunabaráttu verkalýðsins. Sú gerbreyt- ing á lífskjörum verkalýðsins, sem varð 1942— 1947, er fyrst og fremst hans verk og forystu hans í verkalýðssamtökunum. Og að ekki hefur versnað m meira en raun ber vitni um síðan ameríska yfir- drottaunin hófst,. er að þakka þeirri varnarbaráttu, er flokkurinn skipulagði hjá verkalýðssamtökunum í verkföllunum 1949, 1951 og 1952. Á síðustu ára- tugunum tveimur hefur orðið gerbreyting á afstöðu íslenzks veikalýðs til almennrar hagnýtingar verk- fallsins sem vopns, og sameining verkalýðssamtak- anna í e:tt samband, Alþýðusambandið, áa lögskip- aðs flokkseinræðis eins og Alþýðuflokkurlnn áður hafði, hefur þroskað verkalýð íslands til samhentr- ar faglegrar baráttu. ' . . En dýrkeypt reynsla verkalýðsins sýnir hon- um, a'ð ríkisvaidið í höndum auðmannastéttarinnar og erindreka hennar er langsamlega hættulegasta, stónúrkasta og öruggasta tækið fyrir auðvaldið til arðrá.ns á verkalýðaum. Auðvaldið notar ríkisvaldið til þess að ræna jafnóðum af verkalýðnum mik’ u af ávöxtunum af kaupgjaldsbaráttu hans: með gengislækkunum, tolla-, skatta- og útsvarshækkun- um, skipulögðu húsaleiguokri í skjóli skipulagðs húsnæðisskorts og öðrum álögum, Því fer fjarri, að verkalýðnum sé þetta eins ljóst og skyldi. Það er því brýn þörf á, áð aukin sé enn mjög upplýs- ingastarfsemi flokksins um þetta, e'.ns og reynt var í síðustu Kosningum m. a., og tekin sé upp í öllum verkalýðsfélög’um . upplýsingabarátta uni þetta atriði með það fyrir augum að fylkja verka- lýðnum og samtökum hans eins vel til pólitískrar baráttu gegn yfirráðum auðmanna yfir ríkisvaldinu og til faglegu baráttunnar. Auðmannasfétt Islands hefur aldrei í eins ríkum mæli og nú byggt ar'ðrán sitt og gróða á þvi að ráða yfir rikisvaldinu og nota það t'l einokunar í framleiðslu og viðskiptum. Ríkisvaldið er stórvirk- asta og mikilvægasta tæki auðmannastéttarínn- ar til auðsöfnunar, en þar að auki er svo auð- mannastéttin að reyna að gera það miklu harð- vítugra kúgunartæki í stéttabaráttunni en það hef- ur verið nokkru slnni fyrr á. Islandi. Greinilegast kom þetta fram í t'llögunni um myndun innlendá hers. Flokkurinn fagaar þeim ákvörðunum, sem ýmis verkalýðsfélög hafa þegaj- tekið um beina þátttöku í stjórnmálalegum aðgerðum, svo sem með þátt- töku í andspyrnuhrej’fingunni, og álítur að halda beri áfram á þeirri braut eins hratt og eini.ng verkalýðsfélaganna leyfir, en auðvitað án þess að skert sé nokkru sinni jafnrétti og skoðanafrelsi verkamanna í verkalýðsfélögunum eða skipulags- iegt sjálfstæði Álþýðusambands og verkalýðsfélaga. Það þarf því að efla stórum skilning verkalýðsins á ríkisvaldinu sem arðráns og valdatæ’.ú auðvalds- ins og á nauðsyn þess að sameina verkalýðinn til pólitískrar baráttu um ríkisvaldið, jafnframt því. sem lögð er áherzla á hið mikla gildi verkfallanna og ekki sízt allsherjarverkfalls sem faglegs og pólitísks vopng verkalýðsins. III. Flokksþingið álítur það hafa verið rétta stefnir að reyna að vinna bændur, , smáútvegsme.nn, menntamcnn og aðrar millistéttir til bandalags við verkalýíinn, með því að flokkurinn beiti sér fyrir hagsmunamálum þessara stétta utan þings og irm- an. Það er hinsvegar nau'ðsynlegt, að emi meira sé gert að því að upplýsa þessar stéttir um slíka. baráttu flokksins og um sameiginlega hagsmuni þessara vinnandi millistétta með verkalýðnum í veigamestu þáttum lífsbaráttunnar. Það er nauð- sym'legt, að auk hinnar beinu stjórnmá’abaráttu sé barátta þessara stétta fyrir vexti atvinnulífs og við- skipta studd cftir mætti og heilbrigð samtök á því sviði efld. Sérstaklega er na.uðsynlegt að sýna þess- um stéttum fram á, hvert efnahagslegt öryggi er hægt að skapa þeim með víðtækum viðskiptasamn- ingum v'ð kreppulaus lönd sósíalismans, og skipu- leggja baráttu þeirra fyrir þvi að koma slíkum samniagum á og standa við þá og aulia þá. Flckkurinn þarf yfirleitt að láta enn meir til sín taka um tillögur á svioi atvinnulífsins og halda. þann'g áfram þeirri stefnu sinni, cr hann markaði með nýsköpun atvinnuveganna. Þessa stefnu þarf að kynna þjóðinni rækilega og heyja alh.liða baráttu fyrir því að allt vinnandi fólk fái stöðuga atvinnu við þjóðnýt störf. Flokksþ'ngið telur sjálfsagt ipeð tilliti til þess. hvernig mjög fámen.nur hringur auðtmanna og' stjórnmá’abraskara einokar nú ríkisvaldið xjg .yfir- ráð atvinnulífsins í landinu í samvinnu ríð amerískt hringavald, að einbeita svo baráttu.nni gegn yfir- ráðum þessa hrings, að verkalýðurinn leiti sam- vinnu við alla þá, sem vcrða fyrir barðinu á þessu fámennisvaldi, til þess að knýja fram breytingu á stjómarháttum á Is'andi alþýðu í hag og yfir- drottnun amerísks auðvalds og erindrekum þess til falls. IV. Flokksþingið álítur, að flokknum og verklýðs hreyfingunni sé brýn þorf á þvi að gera slíkt átak um alþýð umenningu og sjálfsuppeldi flokks’ns og alþýðunnar, að flokkurinn og alþýðan verði mik’u hæfari til að leysa sögulegt hlutverk sitt af hendi en hingað til. Visindakenning marxismans þarf að ver&a same'gn flokksmanna. Að því þarf að vinna með öllum>,þeim aðferðum, sem til þess eru liæfar. og bæta þannig úr mikilli vanrækslu, sem verður dýrkeypt ef, ekkert er að gert. En auk hins almenna flokksuppeldis t'l þess a'ð öðlast lífsskoðun marxismans og í nánum tengsl- um við það. verður að leggja megináherzlu á, að flokksmenn tileinki ■ sér hina stórfenglegu erfð menningar og frelsisbaráttu, sem þjóð vor á frá upphafi vega, • og auki gildi hennar- fyrir frelsis- baráttu nútímans með því að beita marxismanura Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.