Þjóðviljinn - 25.11.1953, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 25.11.1953, Qupperneq 2
'Mmm 2) — ÞÍÓÐYIMníM í—'Miðvikudágur -25. Sðvemtíer 1953 - Er Ugluspegill hvarf á braut notaði hann tækifærið og kastaði skinni dauða hundsins inn i krána. — Gerðu svo vel. sagði hann glettnis'ega, ha’tu þessu skinni, þú getur notað það til að bæta það gamla ef o'tthvað skyldi koma fyrir það. 1 hrifningu s'nni og fögnuði hugðist nú sú gamla kyssa hundkvikindið, en Ugluspegill ieyfði það alls ekki. Þú mátt ekki fara að gæla við hundinn fyrr en saumarnir í skinni hans eru a.veg grónir, en það eru þe:r ekki ennþá. Láttu mig nú heldur hafa þessi tíu gyllini min, bætti hann svo við. — Ég sagði eitt gyllini, svaraði sú gamla. — Eitt fyr r uppskurðinn, níu fyrir endurlífgunina, svaraði Uglu- spegill. — Og hún varð að gjöra svo vel og punga út með það. 201. dagur. . d: Scnrpcll A 1 dag er miðvikudagurinn 25. ^ nóvember. 330. dagur áfsins. Hollfáð af hæðum Guðmundur fer af þingi vestur í Saurbæ að heyja féránsdóma á Staðarlióli eftir Odd. Þaðan fer hann á Breiðabólstað að finna Ingimund fóstra sinn, og er þar á kynnivist. Hann fer þaðan og kerifur í Hvamm að beiða Sturlu, mág Sirin, að Ieita eftir skógar- Jnanrii: sxnum. En. þaS var þar tíðinda, að Sturla lá í banasótt og lifði tvær nætur þaðan frá, er Guðmundur kom þangað. Og bíður hann, þar til Sturia var grafinn. Og þá var farlð það traust, er þar var von. En kapp hans Var eigi 'farið. Og ieitaðtst hann þá xrm hug sér, hvert liann skyldi leita til fram- göngú síns máls, þess er honum yrði’ eigi að svívirðu, er hann hafði mann sektan, enda legði hann eigi á sig þá ábyrgð, að hann týndi í því vígslum sínum og kennimannsskap. Og gefur sá honum ráðið, er honum veitti, er aimáttugur guð er, og snýr hon- um því í skap að heita á almáttk- an guð, og heitir hann því að gefa það fé allt guði, er hann tekur á sektum Odds, og yrði sætzt á það mál svo, að honum yrði eigi að sáluháska. — (Sturiunga) Dagskrá Alþingis Sameínað Alþingi miðvikudaginn 25. nóv. kl. 1.30 nrðdegis. 1. Fyrirspurnir: a. Bireiðakostr,- aður ríkisins og opinberra stofn- ana. — b. Vinnudeilan í des- ember 1952. 2,.Uppsögn varnarsamnings, þá'tii. 3. Fjáraukalög 1961, frv. 4. Endurskoðun varnarsamnings, þáltill.. 5. Bátagjaldeyrir, þáltill. 6. .Strandferðir og flóai'átar, þáltiil. 7. Bx-úarstæði á Hornafjarðarfljót- um, þáltill. 8. Pyrhólaós, þátil. 9. Ríkisútgáfa námsbóka, báUiil. 10. Miiliþinganefnd i heilbrigðis- málum, þáltill. Kæturlæknir er í Læknavarðstofunni Austur- bæjarskólanum. Sími 5030. Xætrirvarzla í Eaugavegsapóteki. Sími 1618. 1 Kl. 8:00 Morgunút- varp. 10:10 Veður- fregnir. 12:10 Há- degisútvarp. 15:30 \ Miðdegisútvarp. — 16:30 Véðurfregnir. 18:00 íslenzkukerinsla I. fl. 13:25 Veðurfregriir. 18:30 Þýzkukennsla II. fl. 18:55 Tómstundaþáttur barna og ungT'nga. 19:10 Þing- fréttir. 19 25 Ópei'úög (pl.) 19:35 Auglýsingar. 20':00 Fréttir. 20:00 Upplestur: ’Um ' Indiána; bókar- kafli eftir Pér Höst (Hjörtur Halldórsson menntaskólakennari þýðir og ÍéS); 20:45 Islenzk tónlist: Lög eftir Árna Halldórsson (pþ) 21:05 Islenzk ‘málþróun (Halldór HalldórssoivJ.'dósent). 21:20 Tón- leikar (pl.)jx, Prelúd'a, kóral og. fúga fyrir ' planó eftjr César Franck. 2135 Vettvangur kvenna Samtalsþáttur: Frú Guðný Helga- dóttir talar við Harald Guðmunds- son forstjóra Tryggingastofnunár ríkisins um almannatrygginga’.ög- in. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Útvarpssagan. 22:35 Dans- og dæguriög: Billy May og hljóm- sveit hans leika Cpl.) Bókmenntagetr aun. Þið munuð flest hafa þekkt er- indið í gær. Það er úr Áföngum Jóns Helgasonar. Þetta erindi er aftur á móti helzt viðráðaniegt þeim sem eru vel að sér i Sturl- ungu: Lágu lymskudrjúgir lundrökkum Guðmundi hjörva éls á halsi herðendr of skapferði. Nú hafa randviðir reyndan rikmennit veldr brennu, æsirunn of annat eggþeys en kjarkleysi. Sigurður Eiriksson, verkamaður, Sólvallagötu 56, varð sextugur 20. þ. m. Laugardaginn 14. þ. m. voru gefin saman í hjóna- band af séra Jóni Guðnasyni ungfrú Valgerður Jóns- dóttir, frá Skál- holtsvík í Hrúta- firði, og Kjartan Jóhannsson, Öldugötu 4. —- Ennfremur ung- frú Hiidur Jónsdóttir og Guð- björn Jónsspn, Hábraut 4 Kópa- vogi. — Brúðirnar eru systur. Espexaxitlstafélagið Auroi'o heldur fund í kvöid kl. 9 í Eddu- húsinu. Húnvétningafélaglð heldur skemmtifund í Tjarnar- kaffi annaö kvöld kl. 9. Húsið verður opnað kl. 8.30. Skemtiat- riði: Ávarp, söngui', ieikþáttui, dans. Menningar- og friðarsamtök ísienzkra kvenna halda fund í kvöld kl. 8,30 í Aðai- stræti 12 (uppi). Frú Aðaibjörg Sigurðardóttir flytur erindi á fundinum. — Félagskonur fjöl- mennið og takið gesti með ykkur. LVR Er það furða þótt hann væri orðinn kvnd- ugur með allt þetta sam- safn í heilabúinu. Liiðrasveit verkalýðsins. Æf'ng í kvöld kl. 8.30. Nú er nýtt hefti af LAND- NEMANUM komið út, hið fjöl- breyttasta og læsilegasta að vanda. 1 þessu hefti er m.a. við- tal við Jenna Jónsson, sem af- greiðir benzín og semur dægur- lög. Álfheiður segir frá v'náttu- fundi með Nigeríumönnum í Búkarest. Guðm. Magnússon: 3, 'heimpþing ^skunnar., Jón B. Norð- dal: Lausp húsnæðisvandámálsins.‘ Þá er kvæði eftir ’Ktistján'’fra Djúpalæk, Sitt af hverju. kvik- myndadálkur, Fylkingarfréttir og sitt hvað fle:ra. Landneminn er blað íslenzks æskufólks! Kaupið Landnemann og lesið. Spá er spaks geta Bjárni amtmaðúr hafði oftar en einu sinni sagt, að þegar hann frétti fyrst lát Kláusar síns, ef liann lifði hann, mimdi sér þykja svo mikið fyrir, að hann mundi aldrei verða samur maður við þann, sem segði sér það. En um sumarið eftlr að Biarni hafði þetta síðast á orði, varð Kláus bráðkvaddur við heyskap út í engi. Nú vildi engiim segja amt- manni látið, en böndin bárust að skrifaramim, sem var við hey- skap með vlnnufólkinu. Þegar skrifarinn kom heim, var hann daufur og þegjandi. Bjarni geng- ur á hann og vill vita hvað að honum gangi. Hinn varð fár við og svaraði engu. Þá var líkt og Bjarni rankaði við og segir: „Ekki vænti ég, að þú segir mér Kláus minn dauðan? — Ég varð þá fyrstur til að gizka á það“. — (Sagnaþættir Fjallkonunnar). é ' Laugardaginn 14. firði, og Gunnar Parmesson Reykjavík. Einu sinni sem oftar var séra Eggert staddur í Þorlákshöfn. Það var sunnudagur, og mælt- ist þá einhver til þess við hann, að hann læsi húslestur- inn fyrir fólkið. 1 hverju lesið þið hérna? spurði prestur. Það er alltaf lesin Péturs- postilla. Já, lesið þið Pésa! Hann er alveg ómögulegur. Hann er svo langur, minnst hálftímaverk, hvernig sem þrælað er á hon- um! Nei, hann les ég aldrei. Það ér nóg að lesa eitthvað svona í tíu mínútur, annars verður það bara tómt bull, eins ■ s ö'g' þáð er hjá Pésa. — Nei, ég < i '£MáIh!'6!,6!kkert.i - (Austantórur) Krossgáta nr. 235 Eimskip. Brúarfoss kom til Antwerpen 21. 11. frá Rotterdam, fór þaðan í gær til Reykjavíkur. Dettifoss kom til Ventspils 22. 11. frá Len- íngrad, fer þaðan t:l Ilotka og Reykjavikur. Goðafoss fór frá Reykjavík 20. 11. til Huli, Ham- borgar, Rotterdam og Antwerpen. Gullfoss fór frá Reykjavík í gær til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Keflavík . 19. 11. til New York. Reykjafoss fer frá Keflavík í gærkvöld til Ak- ureyrar og Siglufjarðar. Selfoss fór frá Raufarhöfn 23. 11. til Oslo og Gautaborgar. Trölafoss fór frá Reykjavík 20. 11. til New York. Tungufoss fór frá Kristjan- sand í gær til Sigufjarðar og Ak'ureyrar. Röskva kom til Reykjavikur 22. 11. frá Hull. Vatnajökull kom til Antwerpen 22. 11. frá Hamborg, fór þaðan í gær til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hek’a er á Austfjörðum á norður- leið. Esja fer frá Reykjavík kl. 9 í fyrramálið vestur um land í hringferð. Herðubreið kom til Reykjavíkur í gærkvöld frá Aust- fjörðum. Skjaldbreið er í Reykja- vík. Þyrill verður vænta.nlega í Hvalfirði í dag. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vest- mannaeyja. Skipadeild S.í.S. Hvassafell fer væntanlega frá Hels’ngfors í dag til Reykjavíkur. Arnarfeil átti að fara frá Genova í gær áleiðis til Valencia. Jökul- fell fór frá Reykjavík i gær áleið- is til New York. Disarfell fór frá Reykjavík í dag til: Þingeyrar, Skagastrandar, Djúpavogs, Drangs nes, Hólmavfkur, Hvarnmstanga, Sauðárkróks, Ólafsfjarðar, Akur- eyrar, Dalvíkur, Húsavikur, Seyð- isfjarðar, Norðfjarðar, Eskifjarð- ar, Reyðarf jarðar. Biáfell lestar á Húsavík. IITVAKPSSKAKIN: 1. borð 13. leikur Akureyringa er Rd7—e5 2. borð 14. leikur Akureyringa er Rc6—d4 Lárétt: 1 fletta blöðum 4 naut- grip 5 ná í 7 mál 9 gamall sk:p- stjóri 10 eldfæri 11 eins 13 kyrrð 15 ræði 16 ljósgjafa . Lóðrétt: 1 býli 2 skel 3 forsetning 4 kvenfólk 6 óskar 7 gangur 8 hrós 12 fauti 14 ármynni 15 tímabil. Lausn á nr. 234. Lárétt: 1 Hermína 7 VL 8 ólar 9 öls 11 ofn 12 EB 14 na 15 afar 17 ás 18 nót 20 rigning Lóðrétt. 1 hvöt 2 ell 3 mó 4 ILO 5 nafn 6 arnar 10 sef 13 bann 15 asi 16 rói 17 ár 19 tn. Ritsafn Jóns Trausta Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Sími 4169.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.