Þjóðviljinn - 25.11.1953, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.11.1953, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 25. nóvember 1953 18. er SAKAMÁXASAGA eftir HORACE MCCOY hrossnm Því ekki oð lifga upp á eldhúsiS? í>að er ekki nóg með að eld- húsið sé það herbergi í húsinu, þar sem húsmóðirin vinnuír mikinn hluta verka sinna, held- xir er það einnig matstaður hjá rnörgum fjölskyldum og ef rúm- íð leyfir, leika bömin sér þar iðulega, og það er því ekki úr yegi að lífga það dálítið upp. 'Ef einhver þarf að láta mála eldhúsið sitt, ætti hann að forð- ast hina hefðbundnu eldhúslitir falátt og grátt, sem eru svo al- gengir. Gult eldhús minnir á sól og sumar jafnvel um há- yeturinn og alhvítt eldhús er einnig skemmtilegt og engan vegirui eins óhentugt og margir íutla. Hvítt eldhús með blámál- aðan vegg bakvið matborðið lít- ur einnig vel út. En smámunirnir geta einnig gert sitt til. Látið á myndina, jþar sem húsmóðirin hefur mál- að trégaffla og sleifar í sterk- um. litum og fest þá á skáp- hurðimar. Grátt eldhús má lífga upp með því að mála ein- faldar myndir á skáphurðimar; það þarf ekki mikinn listamann til. Líka má hengja myndir á vegginn. Þá þarf að velja ó- dýrar en litfagrar litprentanir og ramma’ þær þannig inn að glerið falli þétt áð myndinni; þá endast þær lengi þótt í eld- húsi sé. Grænar plöntur geta líka verið til skrauts og þær vaxa ágætlega í eldhúsi. Ef ekki er rúm fyrir raun- Veruiegan borðkrók, er ef til yill hægt að fá að láni hug- myndina, sem sýnd er á mynd- inni. Þar er mjór „matbar“ sem þrjár manneskjur geta foorðað við og er ekki rúm- frekur. Hægt er að ýta stól- unum alveg undir borðið. Yfir foorðinu er tafla, þar sem hægt er að festa minnisblöð eða sér- Jega góðar; mataruppskriftir. — Líka má fésta upp barnateikn- ingar ef vill. Éf börfain borða þaraa að staðaldri, finnst þeim áreiðanlega skemmtilegast þeg- afi beztu teikningarnar þeirra eru hengdar upp. Notið veggpiássið Ef eldhúsið þitt er lítið og þú tefst daglega í eldhússtörf- unum við að leita að hlutum sem þú notar á hverjum degi, þá ættirðu að íhuga, hvort þú getur ekki komið hlutunum bet- ur fyrir og raðað þeim niður á nýjan hátt. Eitt af því sem stundum bætir úr skák, er að hengja ýmislegt á veggina, og það þurfa a.uðvitað helzt að vera þeir hlutir sem notaðir eru daglega eða fara illa í skúffu. Kökukeflið er í síð- ara flokknum; að vísu er það aðeins notað þegar bakað er, en það er lika alltaf að flækj- ast fyrir manni, þegar maður leitar að einhverju öðru. Maður leitar ekki svo að þejlara eða rif járni að kökukeflið velti ekki ævinlega upp í hendurnar á man.ni, Þess vegna getur það verið hentugt að hengja köku- keflið upp á vegg. jafnvel dá- lítið afsíöis í eldhúsinu. Og svo eru það hlutimir, sem dag- lega eru notaðir: pottlok og skaftpottar. Hér á myndinni er jotta hengt unp á skemmti- legan hátt, krókar eru festir á Framhald á 11. siðu nokkur skref áfram og hneigði sig klunna- lega. Það leyndi sér ekki að þetta var stór stund í lífi hennar. „Þið sem eruð hér tíðir gestir hafið séð hana áður“, sagði Rocky. „Hún er dómari í veð- hlaupinu á hverju kvöldi — við gætum ekki haldið veðhlaup án hennar. Hvernig lízt yður á maraþondansinn, frú Layden?“ spurði hann,' beygði sig í hnjánum og flutti hljóðnemann til, svo að hún gæti talað í hann. „Bölvanlega", hvíslaði Gloría. „Það er ekki hægt að draga hana á danskeppcii, fíflið þitt —“ „Prýðilega", sagði jfrii Layden. Hún var svo taugaóstyrk að hún gat varla talað. „Hvaða pari hafið þér mestar mætur á, frú Layden?“ „Á nr. 22 — Robert Syverten og Gloríu Beatty‘“. „Eftirlætispar hennar er nr. 22( herrar mínir og frúr, í fötum sem Jónatan Bjór, sem fitar ekki, hefur lagt þeim til. — Óskið þér þeim sigurs, frú Layden?“ „Já, og ef ég væri yngri, væri ég sjálf þátt- takandi í þessari keppni“. „Það var og. Þakka yður kærlega fyrir, frú Layden. Jæja — mér er ánægja að því að mega afhenda yður aðgangskort, frú Layden — sem gjöf frá stjórninni. Þér getið komið hvenær sem er yður að kostnaðarlausu —“ Frú Layden tók við kortinu. Hún var svo yfirkomin af þakklæti og geðshræringu að hún brosti og grét í senn og kinkaði kolli um leið. „Þá held ég þetta sé stór stund“, sagði Gloría. „Þegiðu“, sagði ég. „Jæja — eru dómaramir tilbúnir?" spurði Rocky og rétti úr sér. „Allt er tilbúið", sagðj Rollo og leiddi frú Layden að stól síninn hjá hinum dómurunum. „Herrar mínir og frúr“, tilkynnti Rocky. „Flest þekkið þið reglumar í veðhlaupinu, — en vegna þeirra sem eru hérna í fyrsta skipti, ætla ég að skýra keppnina lauslega, svo að þeir geri sér ljóst hvað um er að vera. Krakk- arnir hlaupa kringum brautina í fimmtán mín- útur, strákarnir á hælum og tám, stelpumar hlaupa eða hoppa eftir því sem þeim sýnist. Ef e!tthvert þeirra þarf af einhverri ástæðu að bregða sér frá — inn í miðjan hringinn, þar sem dýnurnar em, verður félaginn að hlaupa tvo hringi í stað eins á meðan. Er þetta ekki augljóst ?“ „Byrjið", hrópaði einhver út í sal. „Eru hjúkrunarkonurnar og aðstoðarmenn- irnir á síniun stað ? Er læknirinn til taíks ? Gott ekki lógað? og vel —“ Hann rétti Rollo byssuna. „Viljið þér hleypa af, ungfrú Delme_r?“ spurði Rocky í liljóðnemann. „Herrar mínir og frúr ungfrú Delmer er fræg Hollywoodskáldkona —“ Rollo rétti ungfrú Delmer byssuna. „A’lir viðbúnir", hrópaði Rocky. „Er hljóm- sveitin til reiðu ? Jæja, ungfrú Delmer -—“ Hún hleypti af og við vorum komin af stað. Vio G’.oría fórum okkur að engu óðslega. Við gerðum ekkert til að troða okkur fremst. Við höfðam sett okkur að halda jöfnum hraða. I kvöld vom engin sérstök verðlaun í boði. Og þótt svo hefði verið hefði það >engu breytt. Áhorfendur klöppuðu og stöppuðu niður í von um að eiithvað æsandi Ikæmi fyrir, en aldrei þessu vant gerðist ekkert markvert. Aðeins ein stúlka, Ryby Bates, fór inn í hringinn ör- stutta stund. Og í fyrsta skipti í langan tíma féll engitan í gólfið að lokinni keppni. En það var dálítið sem skaut mér skelk í bringu. Gloría hafði togað fastar og lengur í beltið mitt en nokkru sinni fyrr. Síðustu fimm mínúturnar var eins og hún væri alveg þreklaus. Ég hafði hugboð um að við hefðum naumlega sloppið við að falla úr. Og það hafði munað litlu. Seinna um kvöldið sagði frú Layden mér, að hún hefði talað við dómarann okkar. Við höfð- um aðeins hlaupið tveim hringjum meira en þau sem síðust urðu, Ég varð skelkað- ur. Ég ákvað að öreyta um aðferð og taka á öllu sem ég átti til hér eftir. Þau sem töpuðu vom Basil Gerard og Geneva. Tomblin, par nr. 16. Um leið voru þau úr leik. Ég vissi að Geneva var fegia að vera laus við þettc. Nú gat hún gifzt skipstjóranum, sem hún hafði kynnzt fyrstu vikuna sem keppnin stóð yfi>.\ Geneva Ikom aftur inn, meðan við vorum að borða. Hún var í göngubúningi og hélt á lítilli tösku. „Herrar mínir og frúr —“ sagði Rocky í hljóCnemann. „Þarna er hugrakka stúlkan sem dæmdist úr leik í kvöld. Er liún ekki snotur. Klöppum henni lof í lófa —“ Á’iorfendur klöppuðu og Geneva hneigði sig til bcggja handa meðan hún gekk að pallinum. „Þetta er hinn sanni íþróttaandi, herrar mínir og frúr — hún og félagi hennar töpuðu eftir harða baráttu, en hún brosir — Og á ég að segja ykkur leyndarmál, herrar mínir og frúr —“ hann beygði sig nær hljóðnemanum og livíslaði hátt:, „Hún er ástfar.gin — hún ætlar að fara að gifta sig. Já, ég held nú það. Mara- Ixindansinn. er gróðurreitur ástarinnar, því áð Geneva ætlar að giftast manni, sem hún liitti ! CjLVHS OC CAMW4 9 Sá með tannpínuna: Dragið þér tennur kvala- laust? Tannlæknirinn: Nei, ekki alltaf, i gær var ég til dæmis rétt búinn að snúa mig úr úlfl’ðnum. Ibúðin er góð að öðru leyti en því að nágrann- arnir geta heyrt ailt sem við segjum. Eigum við þá ekki að setja teppi á veggina, eða e''tthvað ánnað sem deyfir hljóðið? En hvernig eigum við þá að heyra til þeirra? Á baðströndinni: Mamma, má ég synda? Nei, væni miim, það er alltof djúpt? En pabbi er að synda. I>að er aimað' mál, haim er líftryggður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.