Þjóðviljinn - 28.11.1953, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 28. nóvember 1953
þlÓOVILHNN
, Ötgefandl: Samelntngarftokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg,
lfl. — Sími 7500 (3 línur).
Áflkriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
amnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Hrakför Vöku
Hernámsliðar í Háskóla íslands sem hlíta forustu
Vöku, félags íhaldsstúdenta, hafa ekki tekið karlmann-
lega þeim úrslitum sem uröu í kosningum til stúdenta-
ráðs fyrir skömmu, er þeir misstu meirihluta í ráðinu
og samstarf tókst milli allra andstæðinga hernámsins
innan æöstu menntastofnunar þjóðarinnar.
Er allur sá gauragangur sem Vökumenn hafa efnt til
í sambandi við ósigur sinn næsta broslegur. ÞaÖ er eins
og þeir „lyöræðissinnuöu" eigi erfitt meö aö sætta sig
við ótvíræöan og lýðræðislegan úrskurð stúdentanna um
að fylgjendur hernámsspillingarinnar skuli víkja en tek-
ið upp að nýju merki djarfrar og þjóðhollrar baráttu af
hálfu stúdenta í mesta. vandamáli þjóðarinnar í dag.
Þannig kröfðust Vökumenn nýlega aö boöaö yröi til al-
menns stúdentafundar í Háskólanum og höfðu þaö mark-
mið að efna til innbyröis sundrungar og illinda út af
hátíðahöldunum 1. desember og útgáfu StúdentablaÖs-
ins á 35 ára afmæli fullveldisins.
Á því er enginn vafi, aö þeir sem stóðu á bak við upp-
hlaup og æsingastarfsemi hernámsmanna í Háskólanum,
stefndu að ákveðnu marki. Hugsjón þeirra var að eyði-
leggja hátíöahöldin 1. des. úr því ekki tókst að setja á
þau soramark hernámsins og hinnar amerísku dýrkunar
sem pabbadrengirnir í Vöku hafa tekið að erföum. í þeim
tilgangi er stúdentum neitaö um helztu samkomuhús
bæjarins til samkomuhalds, og til þess var vantraust á
ritstjórn StúdentablaÖsins og stúdentaráð flutt á hinum
fjölmenna fundi háskólasúdenta 23. þ.m.
En háskólastúdentar veittu Vöku ráöningu. Þrátt fyrir
gegndarlausa smolun íhaldsstúdenta á fundinn og hvers-
konar áróðursbrögð af þeirra hálfu biðu þeir herfilegan
ósigUr fyrir sameinaðri fylkingu hinna þjóðlegu afla
innan Háskólans. Vantraustinu var vísað frá með 253
atkv. gegn 175. Rann Morgunblaöinu hrakför Vöku svo
til rifja að þaö reyndi aö breiða yfir ósigur hennar meö
því aö fullyröa að málstaður hernámsandstæöinga heföi
reynzt slíkur á fundinum, aö allir íhaldsstúdentar hefðu
ekki taliö ástæöu til að greiöa vantraustinu atkvæöi!
Geta hernámsandstæðingar innan Háskóla íslands
vissulega látiö sér vel líka þennan vitnisburö Morgun-
blaðsins. Hitt er jafn víst aö ekki hefur málstaöur Vöku-
manna í annan tíma hlotið ómildari dóm en þegar Morg-
unblaðiö hugðist gera að sárum þeirra með þessum hætti.
Heimiii cg skélar
Það er mikið vafamál hvort nokkurri æskukynslóð á íslandi
hefur borið sambærilegur vandi að höndum og þeirri sem nú
<er að vaxa upp í landinu. Að vísu býr hún við betri efnahags-
leg kjör og aðstöðu í ýmsum greinum en fyrri kynslóðir, en
hæjtturnar sem að henni steðja eru að sama skapi margþætt-
ari’og vandinn meiri að sigla skipi sínu heilu i höfn.
Æskan í dag býr yfir miklum þrótti og starfsmöguleikum.
En hættan sem yfir henni vofir liggur fyrst og fremst í þeirri
upplausn sem afsiðunaráhrif amerisks hernáms og sorpkvik-
mynda leiða af sér. Æskan þarf því á leiðbeiningum og skyn-
samlegu aðhaldi að halda og sá stuðningur þarf að koma frá
samfélaginu í heild. En enginn aðilji getur hér unnið þarfara
og mikilsverðara starf en heimilin og skólarnir. Veltur á meiru
en flesta grunar að milli þessara^tveggja stofnana takist náið
og giftudrjúgt samstarf ungu kynslóðinni til blessunar og
iicilla. ? T 1'
1 Sú kynning sem efnt hefur verið til að undanförnu milli skól-
anna hér í Rvík og foreldra skólabarna er áreiðanlega spor í
rétta átt. I þrjá daga hefur foreldrum barnanna gefizt kostur á
að heimsækja skólana og kynnast starfi þeirra. Hafa foreldrar
átt þess kost að vera viðstaddir kennslustundir, hlýða á fyrir-
lestra um skólastarf og uppeldismál og kynnast skólastarfinu af
kvikmyndum. Reyndist áhugi almennur fyrir þessari nýjung og
þúsundir manna heimsóttu skólana þá þrjá daga sem skóla-
vikan stóð yfir.
Þessa starfsemi þarf að efla og veita henni meira svigrúm en
fært þótti að þessu sinni. Fátt er nauðsynlegra eins og nú háttar
en náið og gagnkvæmt samstarf milli heimilanna og skólanna.
Vaxandi ýfingar með Bret-
íandi og Bandaríkjunum
Keppnin um útflutningsmarkciSi og hrá-
efnalindir fer sifellt harSnandi
Tl/laður er nefndur Allen J.
Ellender, öldungadeildar-
maður á Bandaríkjaþingi frá
fylkinu Lousiana. Við þing-
lausnir í sumar var hann skip-
aður ,,einstaklingsundimefnd‘‘
fyrir fjárveitinganefnd öld-
ungadeildarinnar og falið að
kynna sér hvemig bandarískri
fjárhagsaðstoð hefur verið
varið í Afriku og Ástralíu.
Elleader axlaði sín skinn og
fór til Afríku. Þar þeyttist
hann fram og aftur 40.000
kílómetra leið og kom við i
21 landi, sem flest eru nýlend-
ur Evrópuríkja. Við heimkom-
una til Washington lá Ellend-
er það þyngst á hjarta að
skýra löndum sínum frá upp-
götvun, sém hann hafði gert í
ferðalaginu. Hann kvaðst
hafa orðið þess visari að Bret
ar væru að grafa undan
Bandaríkjunum í Afríku. Sem
dæmi nefndi hann að Bretar
breiddu livarvetna út þaan á-
róður að Bandaríkin séu of
ung og óþroskuð til að ger-
ast forysturíki í heiminum.
„Það mætti segja mér að þeir
hafi augastað á sjálfum sér
í heimsforystuhlutverkið“,
sagði Ellender, Hann bætti
við að söga New York Times
8. nóvember: „Það kom flatt
upp á mig að ég skyldi kom-
ast að raun um að bandamemr
okkar eru að grafa undan
okkur í sínum eigia Afrlku-
nýlendum og annarsstaðar1'.
Fleiri en Ellender hafa orð-
ið þess vísari að sam-
skipti hinna engilsaxnesku
bræðraþjóða verða því óbróð-
urlegri sem lengra líður. Hið
áhrifamikla og útbreidda
bandaríska vikurit Time fórri-
aði 16. nóv. heilum 2 síðum af
dýrmætu ríimi sínu til að ræða
sambúð Bandaríkjamaana og
OBreta undir fyrlrsögninni:
„Bandamenn troða skóinn
hvorir niður af öðrum cn ó-
vinurinn nýtnr góðs af“. Upp-
haf greinarimar er á þessa
leið: „Sambúð Bandaríkjanna
og Bretlands er nú verri en
flestir Bandaríkjamenn gem
sér grein fyrir. Viðhorf og
stefnur þessara bandamanna
varðandi tugi viðfangsefna,
sem nú eru rædd í utanríkis-
ráðuneytum heimsins og í söl-
um SÞ, eru ekki aðeins mis-
munandi heldur rekast bein-
línis á. Fjölda margir af dipló-
mötum Breta verja meiri tima
til að grafá undan „aðstöðu
Bandaríkjanna en að reisa
sameiginlegar var úr gegn
kommúnismanum. Og margur
bandarískur diplómat, sem er
önnum kaíinn við að grafa
undan Bretum í staðinn, hef-
ur meiri áhyggjur út af þeim
en af RúsSum. Báðar þjóðir
beita hvor gegn annarri stjórn
málaorku, sem hægt væri að
beina gegn sameiginlegum ó-
vini“.
*
Síðan rekur Time ýmis við-
fangsefni heimsmálanna.
þar sem Bretar og Banda-
ríkjamenn eru á öndverðum
meiði. Afstaða þeirra til bylt-
ingarinnar í Kína og hlutleys-
isstefnu Asíuríkjanna undir
forystu Nehrus er gerólík. 1
Erlend
binda brezka heimsveldið
og samveldið saman. Sérstak-
lega hefur það vakið mikla
gremju í Bretlandi, að
Bandarikin lrafa tekið upp
hernaðarsamvinnu, sem Bret-
land er útilokað frá, við sam-
veldislöndin Ástralíu, Nýja
Sjáland og Kanada.
tíðindi
Mið-Austurlcndum „sýður og
bullar viðureignin milli Bret-
lands og Bandaríkjanna dag-
inn út og daginn inn“. Meira
að segja varðandi Vestur-Ev-
rópu, og þá sérstaklega Þýzka
land, er verulegur stefnumuu-
ur. En þegar leita skal or-
sakaana til þessarar úlfúðar
bræðraþjóða og bandamanna
slær úti fyrir Time. Hags-
munaárekstrar og viðskipta-
samkeppni eru alltof hvers-
dagslegar ástæður að dómi
blaðsins. Það ræðir í löngu
máli og óljósn mismunandi
reynslu, stjóttjn ájaskaí anir
og þekkingu Ba^uaríkjámanna
og Breta og finnur þar orsak-
ir alls ófamaðar í samskiptum
þjóðanna.
)retar draga ekki heldur dul
á ósamkomulagið við
Bandaríkin en þeir eru ekki
alveg eins háspekilegir cg
Time þegar skýra á fyrir-
brigðið. íhaldsþingmenni.rnir
Powell og Amery og borgara-
blöð eins og Times og Daily
Exprcss hafa ekki farið dult
með það álit að Paadaríkja-
menn séu allstaðar að þröngva
sér inn á liagsmunasvið Breta,
bola þeim burt af mörkuðum
og sölsa undir sig liráefnalind-
ir þeirra. Powell komst svo
að orði á þingi imi daginn í
umræðum um liásætisræðu
Elísabetar drottningar, að
stefna Bcndaríkjastjórnar
hefði í áratug látlaust miðað
að því að slíta í sundur r.g
eyðileggja þau bönd, sem
[eimstjTjöldin síðari veikti
heimsaðstöðu Breta hvar-
vetna. Láns- og leigulögL-i um
ókeypis vopnasendingar frá
Ban<jaríkjunum voru e’:ki sett
fyrr en Bretar voru búnir að
selja mestallar eignir sínar í
Ameríku fjTÍr dollara til að
geta keypt vopn, matvæli og
hráefni. Nú hafa Bandaríkja-
menn að miklu leyti lagt und-
ir sig fyrri markaði Breta í
Suður-Arneríku og Kanada. I
Miðausturlcadunum er banda-
rískt olíuauorr.agn gcrsamlega
c''lið ofjarl hinu brezka, sem
þar var lengi næstum eitt um
hituna. Bandariskt fjármagn
r þrengir sér hvarvetna inn til
aa ná tökum á hráefnaauðlegð
Á'fríku. Ráðstöfun Bretlands-
stiórnar að stofna nýtt sam-
veldislaad í Mið-Afríku af
Rhodesíunum og Nyasalandi
er ek’.d sízt gerð til að skapa
mótvægi gegn Suður-Afríku,
joar sem bandarískt fiármagn
er ein sterkasta stoðin undir
veldi Bretahatarans Malans.
Framtíðarfyrirætlanir banda-
ríska hringavaldsins eru
opinskátt settar fram í grein
í kaupsýslutímaritinu Busin-
ess Week. Þar er því lýst jdir
að framsýair, bandarískir
kaupsýslumenn geri ráð fyrir
því að verða búnir að leggja
undir sig viðskiptalega fyrir
1975 kjarnann af mörkuðum
og hráefnalindum brezka
heimsveldisins. „Á næstu 25
árum mun vesturhvel jarðar,
Miðausturlönd, Afríka og
Ástralía verða gerð að megin-
markaði bandarísks atvinnu-
Framhald á 11. síðu.
Frá endurreisnarstarfinu í Norður-Kóreu. Járnbrautar-
verkamenn gera við járnbrautarbrú nærri Keson.