Þjóðviljinn - 01.12.1953, Síða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1953, Síða 3
Þriðjudagur 1. desemeber 1953 — ÞJÓÐVIUINN — (3 75 ár í dag frá því kveikt var á fyrsta Ijósvitanum hér á landi I dag eEU 104 Ijósvlíar, 3 raáíévitar, 2 Mjóðvitar, ank annarra ljósa við strendnr landsins. I dag eru liðin 75 ár frá því kveikt var á fyrsta vitanum er reistur var á íslandi, f dag eru 104 ljósvitar á ströndum lasidsins og með byggingu þriggja vita í sumár má heita afi Ijóshringn- um kringum Iandið hafi verið, lokað, en þó eru enn mörg og mikil verk óunnin áður en vitakerfið er komið í viðunandi horf. I tilefni þessa afmælis hafði Emil Jóiisson boð inni á heimili sinu í 'gær fyrir fjölda gesta. Fyrsti viti á Islandi var reistur 1378 á Valhnúk á Reykjanesi, en hann var endur- byg’gður á Bæjarfelli 1907, þar sem hann stendur nú. Á þessu fyrstg 30 ára tímabilj höfðu ver- ið reistir 7 vitar, eða sem svar- ar einum vita fjórða hvert ár. Danir höfðu vitabyggingarnar með höndum á þessu t.'mabili, eins og aðrar opinberar íram- kvæmdir á landi hér. En um þetta leyti fluttist stjóísiin ti! landsins, ráðinn var sérstak- ur verkfræðingur til að annast vitamálin og var Thorvald Krabbe fyrsti vitamálastjóri . á íslandi og gegndi hann því starfi um 30 ára skeið. Gerbreyttust þá framkvæmdir við vitabygg- ingai’ þannig að í stað eins vita fjórða hvert ár voru byggðir að meðaltali 4 vitar á ári. .(Eftir að Thorvald Krabbe lét af störf- um ritaði hann ýtarlega um vita- málin í bók sinni Island og dets tekniske Udvikling). Ljóshringnum lokað Á síðustu 15 árum hafa verið byggðir 34 vitar og 18 endur- byggðir. Um viðhorfið í dag fór- ust Emil Jónssyni vitamála- stjóra m. a. svo orð: Nú, þegar 75 ár eru liðin frá því fyrst var kveikt á vita á fs- landi el’ merkum áfanga náð í sögu vitabygginganna. Á g. 1. sumri voru vitar reistir við Skor í Elauðasandshreppi, við Skaftárós í Vestur-Skaftafells- sýslu og á Hrolllaúgseyjum und- an Suðursveit. Þegar kveikt hefur verið á þessum v,tum öllum má heita að hægt verði að sigla í kring- um allt ísland í samfelldu vita- Jjósi, þannig að ávallt siáist til einhvers vita. Á Skaftárósvitan- um hefur þegar verið kveikt, en Ijóstækin { vitana við Skor og á Hrolllaugseyjum eru væntanleg um áramót, og verða þá sett upp við fyrsta tækifæri,’ þannig ' að s.egja má að ljóshringnum kring- um ísland verði lokað á 75 ára afmæli vitalýsingarinnar. Of lít’i ljósmagn og vanlýstav leiðir Við þetta er Þó ýmislegt að at- huga. í fyrsta lagi það, að yfir- Ieitt er ijósmagn þessara strand- siglmgavita okkar tiltö'ulega lítið, þannig að ef veður er ekki heiðskirt er sjónarlengd vitanna ekki nægjanlega mikil til þess að þeir nái saman. í öðru lagi er það, að vitar þessir cni ekki nema hluti af vitakerfi lands- ins, þannig að ýmsar leiðir eru vanlýstar þó að þessum áfanga sé náð. Og í þriðia lagi eru Jjósvitarnir nú orð'ð ekki nema hluti vitaþjónustunnar, þar sem radíóvitarnir hafa nú orðið sí- fellt vaxandi hlutverki að gegna. Viíafjöldiniii nú Á þessu 75 ára afmæ’ vit- annar á Íslandí standa því sak- irnar þannig að nú eru starf- ræktir: Ljósvitar 104 Hafnarvltar og leiðarljós 71 Ljósdufl 17 Radíóvitar 21 Radíómiðunarstöðvar 3 Hljóðvitar 2 Samtals 218 Kostnaíur hefur fjór- faidazt á 10 árum Byggingarkostnaður hefur undanfarin ár numið um 1 mill- jón króna, en reksturskostnaður er orðinn um 3 milljónir króna á ári. Kostnaður samtals nemur því nú orðið um 4 milljónir kr. á ári. Kostnaðurinn hefur aukizt mjög í krónutali s'ðasta ára- tuginn, vegna minnkandi verð- gildis peninga. Þó ekki meira en svo að hann er nú um það bil fjórfaldur á við það sem hann var fyrir 10 árum. Vita- gjaldið, .sem ætlað er að standa undir vitarekstrinum, hefur hins vegar hækkað miklu minna, og hefur ekki nema um það bil tvöfaldazt frá því sem það var fyrir styriöldina. Heildar- kostnaður við vitabyggingar, og allan rekstur vitanna, frá önd- verðu og fr.am til ársins 1943, nam um 10 milljónum króna, og vitagjaldið samtals fram að þeim tíma 9-8 millj. kr. eða mjög svipaðri upphæð. Nú hefur þetta breytzt svo að heildarkostnaður- inn í árslok 1952 nerna samtals 33.7 millj. kr. en vitagjaldið sam- tals á sama tíma 17.1 millj. kr. eða aðeins rúmum helmingi kostnaðar. Mismunurinn hefur verið lagður fram úr ríkissjóði. Verkefni framundan. Þó að tekizt hafi nú að ná all- merkum áfangá í þi’ó'un vita’ýs- ingarinnar hér við land, er margt enn ógert, eins og vikið er að í upphafi þessa máis. Ljósmagn vitanna Þarf að auka, sérstaklega strandsigling- arvitanna margra. Flestir eru þeir þannig bvggðir nú að þeir eru meira og minna sjálfvirkir, og því ódýrir í gæzlu og rekstr: yfirleitt. Með auknu ljósmagni kemur aukin gæzla og þar af lei&andi dýrari rekstur. Ljós- magnið er yfirleitt ekki unnt að auka neitt að ráði nema með nýjum tækjum, !sem krefjast ^stöðugrár gæzlu. J. sambandi .við aukningu Ijósmagnsins kemur þó eir.n(g til greina raflýsing vit- anna, bar sem til rafmagns næst frá bæiameti eða orkuveitum, en það er, enn sem komið er, á tiiíölulega fáum stöðum. Vitunum þarf enn að f jö ga mikið Enda þótt vitarnir séu orðnir eins margir og getið er hér að ofan er brýn börf • fyrir nýja vita á fjöldamörgum stöðum. Siglingaleiðir ýmsar eru van- íýstar, og hættuleg sker og grynningar ólýst með öllu. Verð- ur því enn að halda áfram á sömu braut og hingað til unz úr þessu verður bsett. Hjá vltam áask ri f st of unr i liggja umsóknh’ í tugatali um nýja vita og ljósdufl, og verða þær umsóknir teknar fyrir til úrlausnar þegar fjárhagsástæður leyfa. Enn er líka þörf að endur- byggja nokkra af gömlu vitun- um, sem ekki hefur verið átt neitt við hingað til, en þelm íækkar nú óðum. Ný vitakei’fi Siðnstu árin hafa rutt sér til rúms þriú langdræg radíóvita- kerfi, Loran, Becea og Consol radíóvitamir, sem hver hefur til síns ágætis nokkuð, en sameigin- legt fyrir þá alla er að gefa nákvæmar staðarákvarðanir fyr- ir mjög stórt- svæði. Þróunin á þessu sviði hefur verið mjög ör h'n síðustu ár, og engin ákvörðun tekin um að . hverju kerfinu yrði horfið, ef til kæmi, að reisa s’íkar stöðvar á íslandi, umfram Loranstöðlna, sem reist var í stríðinu hér á Reynisfjalli. En eitt af stæ.rstu verkefnunum sem fyrir liggja er að ganga úr skugga um það mál. MIKIÐ fjölmenni var á. sýn- ingu Þorvalds Skúlasonar í Listvinasalnum við • Freyjugötu á sunnudagiiui. þegar hún var opnuð. Er að vona, að svo verði alla daga sýningarinnar, því að það mun samhljóða álit þeirra sem hana liafa séð, að þetta sé ein merkasta sýning, sem Þorvaldur hefur haldið. Fyrsta daginn seldust fimm mMverk. Eggert Stefánsson við skrifborðið Ævisaga Eggerts Stefánssonar — þriðja bindi „Lífið og ég" kemui úi í dag í dag kemur út hin tölusetta útgáfa af „Lífið og ég þriðja bindi sjálfsævisögu Eggerts Stefánssonar söngvara, — en hann er einmitt 63 ára í dag. Undanfarin ár hefur Eggert Stefánsson söngvari unnið að ritun -ævisögu sin.nar og í gær ræddi hann við blaðamenn í tilefni'af útkomu þriðja bmd- isins. Þegar það hefst er kom- ið sögu Eggerts fram á árið 1920 og hefst frásögnin í New York og segir m-a. frá tcmlist- arlífi við Metropólitanóperuna á þeim árum. Ennfremúr er kafli um hugmyndir Wilsons forseta Bandaríkjanna um upp- eldi stjórnmálamanna. Hófst þegar Eva stóð nabin í Eden Auðvitað eru sumir þessir kaflar rómantískir, sagði F.gg- ert. Rómantíkin er elzti lista- skóli veraldar. Ha.nn hófst ekki með Rousseau, heldur þegar Eva og Adam stóðu nakin í aldingarðinum Eden. Fyrstu íslenzku hljómleikarnir í útvarp í París og London Næst segir svo í bókinni frá hljómleikum í París og fyrstu íslenzku hljómleikunum í út- varp í heimsborgunum París og London, en Eggert Stefánsson var einmitt brautryðjandi á því sviði að kynna heiminum íslenzka tónlist. Ennfremur segir frá tónlistarlífi í London og íslenzkum listamönnum, Jóni Sveinssyni (Nonna), Kjarval og mörgum fleiri. Blöðin og listin Þá vikur sögunni heim til íslands og segir frá hljómleik- um í Reykjavík 1926 og söng- ferðalagi um Island árið eftir- Kemur þá að þeim kafla er Eggert segir að blöðin hafi skrifað fyrir sig, en sá kafli sýnir vel viðhorf íslenzkra blaða. til listar á þeim tíma og bað Eggert fyrir þakkir til bláðánna, bæði hér í bæ og úti á landi. Alþingishátíða rá rið Bóki.n nær aftur til ársins 1930, og verfia því vinir Egg- ortg að láta sér nægja að hlakka til þangað til hann seg- ir þeim á prenti frá alþingis- hátíðarárinu, og öllu sem sið- an hefur gerzt. Menningartengsl Islands og Italíu Eggert kvaðst hafa reynt að kynna ítölum íslenzka menn- ingu, bæði með söng og er- indaflutningi; og jafnframt Is- lendingum ítalska mesmingu. Það hefur borið árangur. Leit- ið til Italíu. ítalia er alltaf á toppnum í listum, sökum gam- als menningararfs og hins and- lega frelsis, sagði Eggert. Hersteinn Pálsson ritstjóri hefur búið bókina undir prent- un og lesið prófarkir. Það er sem fyrr segir • hin tölusetta útgáfa sem kemur út í dag, en ótölusett útgáfa er væntan- leg fyrir aðfangadaginn. sýning Höskslds Bjömssonar í'Hveragexði Hveragerði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í gær.opnaði Höskuldur Björns son mál.ari sýningu á verkum sínum í vinnusal sínum hér í Hveragerði. Eru á sýningunni nær 70 málverk, stærri og smærri, bæðí í olíu- og vatns- litum. Ennfremur eru nokkrar teikningar. Mun sýningin verða op:n að minnsta kosti fram í næstu viku. Seisiagangyr á af- greiöslu mála víttur Einar Olgeirsson vítti bað í gær á fundi r.eðri deildar Al- þingis live lengi heilbrigðis- og' félagsmá anefnd hefði legið á frumvarpi lians um húsnæðis- málin. Bað hann forseta deildariimar að taka málið á dagskrá, ef ncfndin liefði ekki skilað áliti innan viku. Bíllinn valt á hliðina I gær lenti áætlnnárbíll til Hafnarfjarðar út af veginum skammt fyrir néðan kirkjugarð- inn í Fossvogi. Gekk á með hvössum vindhviðum og sleipt var á veginum, og mun það hafa valdið. Enginn farþega.nna meiddist, og ekki mun bíllinn hafa slcemmzt svo teljandi væri. Og kunnum vér ekki þessa sögu lengri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.