Þjóðviljinn - 01.12.1953, Page 4

Þjóðviljinn - 01.12.1953, Page 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. deseraeber 1953 Nú var kvöldvakan sú lang- beztá, sem hún hefur verið um sinn. Kristján „Eldjám er einn meðal okkar alþýðlegustu fræði- manná, og með því á ég við þáð, að honum er mjög sýnt að túlka'fræði sín við alþýðu- hæfí. Erindasafn hans, Gengið á reka, er með vinsælustú og þekktustu bókum þeirrar teg- undar undanfarin ár og erindi hans um drykkjárhorn Eggerts Hannessonar var mjög í sama stíl. Þeir eru margir frásagnar- Verðfr atburðimir sem gerzt hafa með okkar þjóð, og geta orðið allævintýralegir, ef rétti- lega er á haldið. Framburður Kristjáns er einnig mjög góður. Þá er alltaf eitthvað sérlega notalegt að heyra rödd Hall- grlms Jónassonar, og ekki á hún sízt heima á góðri kvöldvöku. Það var gaman að hlusta á draum Hermanns heitins Jónas- sonar. Mál hans og stíll var mjög góður, og um drauma hans verður_ það ekki sagt, að þeir séu ein útgáfa af hindur- vitnadraumum, sem eru sumra manna líf og yndi en öðrum þykir Útt til koma. Þá mun ýmsurri hafa verið hugþekkur fróðleikurinn um Jón Mýrdal, sem var einn af meiri háttar rithöfundum íslendinga nokkra tugi aldarinnar, sem leið, og setningar úr sögu hans, Manna- muni, hafa fes't sig í sess; sem talshættir' í daglegu máli. Þetta var sem sagt bezta kvöldvaka, og ekki spillti Kantötukór Ak- ureyrar með söng sínum, og við- ■auk; dagskrárinnar með um- mælum Guðmundar frá Miðdal um þýzku listsýninguna var einnig góður. Fleira var mjög góðra hluta á dagskrá þessarar viku. Ber þar ekki sízt að nefna lokaer- indi Karls Strand Úr ævintýra- sögu mannsheilans. Svo erfitt og þungt fræðieíni sem hér er úm að ræða, tel ég meðferð þess með ágætum, málið gott, líkingar hnitmiðaðar og lýs- andi, svo að nautn var á að ÞAÐ ER fyrsti desemeber í dag. 35 ár eru liðin, síðan Is- land var viðurkennt sjálfstætt og fullvalda ríki, að vísu und- ir danskri konungsstjórn. Miklum áfanga var náð þenn. an dag fyrir þrjátíu og fimm árum, löng og erfið barátta var að baki, bjartur dagur framundan, og þessi dagur, 1. desemeber, var um langt skeið okkar mesti dagur. Þar kom þó að hann varð að þoka fyr- ir öðrúm heiðursdegi, 17. júní en þann dag árið 1944 var ís- ler.zka lýðveldið stofnað. Nú eru það einkum hátíðáhöld stúdenta sem setja svip sinn á; 1. desember, og þennan 35 ára afmælisdag fullveldisins hafa stúdentar gert að bar- áttudegi fyrir brottflutningi bing erlenda herliðs úr land- inu. Margar merkar og lær- dómsríkar ræður hafa verið haldnar 1. desember á liðnum árum, sumir ræðumemlirnir hafa síðar hviikað frá þeim málstað, sem þeir gerðu að sínum í augnabliks hrifningu dagsins. En ísienzka þjóðin fagnar því, að háskólastúdent- ar hafa gengið fram fyrir skjöldu og myndað breiðfylk- ingu úr andstæðingum her- námsins og óskar þeim til hamingju með starf sitt og baráttu í framtíðinni. hlýða, Karl Strand ætti að hafa sannað Útvarpsráði það, að tök ættu að vera á því að fá út- varpsefni, sem almenningur hefur nautn af á að hlýða, þótt það liggi allfjarri í heimi vís- indanna, ef leúað er fyrir sér á réttum stöðum. — Þá ber mjög að þakka upplestur Hjart- ,ar Halldórssonar um Indián- iana. Það er verulegur fagnað- arauki, þegar maður er yfir- þyrmdur skelfingu og viðbjóði út af fréttunum um fjöldamcrrð Bretanna í Afríku og minnist allra þeirra mörgu þjóða, sem „frömuðir menningarinnar“ hafa upprætt af jörðunni, að fá tilkynningu um nokkrar þús- undir, sem sloppið hafa og lifa í mannlegu félagi, þar sem manndráp eru glæpur, en ekki atvinnuvegur, og halda enn sinn vörð um menninguna, sem aldrei héfur réist tilveru sí'na á púðri og blýi. Þá er íslend- ingum orðið illa brugðið, ef þeir kunna ekki að gleðjast yf- ir þess háttar mannhópum. — Þá eru erindi á borð við erindi Jóns Júlíussonar um Alfred Nóbel mjög ákjósanleg. Skil á manni sem Nóbel þurfa að vera almenningseign, auk þess sem ævi hans er sögulegt efni á að hlýða. Dagur og vegur og Búnaðar- þátturinn voru einnig með bezta móti. Sigurður Egilsson spjallaði viðkunnanlega á víð og dreif og erindi Magnúsar Finnbogasonar um atvinnu og efnahagsþróun Mýrdælinga í seinni tíð mætti vera upphaf erindaflokks, þar sem þróun annarra héraða landsins yrði lýst á jafnlátlausan og skýran Þrjátíu og fimm ára afmæli — Baráttudagur stúdenta — Okrað á almehningi — Tímafrekt að verzla JÓHANNA hefur beðið Bæj- arpóstinn fyrir eftirfarandi bréf: T— ,,Oft hefur verið minnzt á verðmuninn á sams- konar vörum í hinum ýmsu verzlunum, en aldrei hef ég rekizt eins óþyrmilega á þenn ad mun og í gær. Eg var að leita að lakkskóm handa 2 dætrum mínum, annarri tveggja ára, hinni fjögra ára. í tveim verzlunum sem ég kom inn í voru sams konar skór á boðstólum, en hvað haldið þið að verðmunurinn hafi verið mikill? Það munaði f jörutíu ikrónum á stærri skón um og sextíu krónum á þeim minni. Það gekk alveg fram af mér þegar ég heyrði verð- ið á dýrari staðnum og það er alveg dæmalaust að svona okur skuli látið afskiptalaust. Og það er ekkert undarlegt þótt það sé orðið tímafrekara að fara í búðir og verzla en oft áður, því að maður er aldrei öruggur um að ekki sé verið að féfletta mann stór- kostlega, fyrr en maður er búinn að randa búð úr búð og kynna sér verðlag. Oft eru vérstu okurholurnar glæsilega innréttaðar, bjóða upp á smekklegar vörur og lipra af-: greiðslu, og því ekki að undra þótt margur glæpist á að verzla í þeim. En mig langar bara til að hvetja fólk til að vera á verði, þegar það verzl- ar í svona okurholum, og á- reiðanlega er annað eftir því. Einkum er hætt við því þegar mestu jólaannirnar byrja hjá fólki, að það gefi sér ekki tíma til að ganga búð úr búð og bera saman verðlag, en af reynslu minni í gær er mér ljóst, að sá tími sem sparast á því að kaupa liið fyrsta bezta, getur orðið nokkuð dýr. — Með þökk fyrir birtinguna. — Jóhanna.“ hátt. Sá flokkur mætti gjarn- r an heita Búnaðarþáttur, eí nauðsynlegt er að einn þáttur í viku heiti því nafni. Svona frásagnarþættir eiga að geta verið miklu skemmtilegri en samtalsþættirnir, sem oft er verið að koma á, þegár' virðu- legir sveitamenri koma til höf- uðstaðarins. Þættir Halldórs Halldórssdnar eru geysifróðleg- ii', en ekki að sarna skapi skemmtilegir á að hlýða. Gettu nú! er afburðaþunnur þáttur hjá Svejni Ásgeirssyni, eins og hann hefur nú hafið göngu sína, og hreinasta tilræði vi'ð hátt- virta hlýðendur að setja hann á bezta útvarpst’ma sunnudags- ins. Það væri sök sér að hafa hann eítir miðnætti einhvern virkan dag. Dagskrá skólavik- unnar var smekkleg og hlýleg í garð þýðingarmikils starfs. Gamlar minningar á sunnu- dag, og Undir l.iúfum lögum á þriðjudaginn hefur • mörgum verið kærkomin upplyfting, en bamátíminn var lélegur á sunnudaginn. Meðferð Sólveig- ar Eggerz Pétursdóttur á Mjall- hvítarævintýr'nu var mjög ó- smekkleg. Mörg ævintýra eru vissulega nægilega grimm, þótt ekki sé verið af undirstrika grimmd þeirra með grófum leikarabrögðum. Leikritið á laugardaginn var vægast sagt fyrir neðan .allar hellur. Fátt getur aumkunar- verðára á sviði menningarinnar en þegar klénir miðlungsmenn að andlegu atgervi ætla rð gcr- ast djúpvitringar í háfieýgu skáldskaparformi og áhrifa- mesta menntastofnun þjóðar- innar tekur slikt afsprengj ó arma sína til flutnings fyrir þjóðina. Mér ér alveg óskiljan- legt hvemig ágætustu leikarar þjóðarinnar geta fengið sig til að flytia slíkan vanskapning og hér var á ferðinni. — Það er tvímælalaust betur við hæfi Lofts Guðmundssonar að setja Framhald á 11. síðu Gömlu og nýju chnsarnir 1 G.T.-húsinu í kvöld kl. 9 Ingibjörg Þorbergs syngur. Hljómsveit Carls Billich leiJcur. Aögöngumiöar seldir frá kl. 6.30. — Sími 3355 Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur fund með Heiðmerkurlandncmum miðvikudaginn 2. desember ikl. S.30 síðdegis, í Tjarnarcafé, uppi. Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, sýnir nýja skógræktarkvikmynd. Stjórnin. V. Stérkostles verðiækkun á karlmannafötum vegna fæknilegra íramfara Þúsundir karlmanna og unglinga hafa keypt hin vönd- uðu föt, sem kosta aðein3 kr. 890.00 dýrustu tegundirnar, venjulegar stærðir. Kynnist hvers islenzkur iðnaður er megnugur Klæðaverzlun Andrésar Andf essonar ný sending — lækkaö verö. Þakpappi Helgi Magnússon & Co. Hajnarstræti 19. — Sími 3184. n* f/ / Siniomu- kljómsveitm Tónleikar Sinfóniuhljómsveit- arinnar í Þjóðleikhúsmu þriðju- daginn 24. þ.m. hófust með Es- dúr-sinfóníu Mozarts, þeirri hinni sömu sem leikin var á tónleikunum næst á undan. í umsögn um þá tónleika hér í blaðinu var sagt, að unun hefoi verið að hlýða meðferð sveitar- innar á þessari sinfóníu. Að þessu sinni virtist flutningurinn eklci takast eins vel. Sé þetta rétt athugað, mætti ef til vill skýra það fyrir sér með því, að leikendur og stjórnandi hafi ver ið orðnir þreyttir á því verki að sinni, enda var það upp tek- ið á þessa efnisskrá á síðustu stundu í staðinn fyrir annað, sem niður varð að'falla af óvið- ráðanlegum orsökum. En hvað sem um þetta er, þá er hitt víst að Eroica-sinfónían, síðara verk ið á efnisskránni, var ekki með hangandi hendi flutt, hvorki af hálfu stjórnanda né hljómsveit- ar. Það er efamál, hvort sveit- inni hefur í annan tima, það sem af er þessu starfsári, tek- izt öllu betur upp en í þessu of- urmagnaða verki hins mikla meistara. Björn Franzson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.