Þjóðviljinn - 01.12.1953, Side 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Þrii'Sjudagur 1. desemeber 1953
'IJJPTJR UTANGARÐS 52. DAGUR
Bóndinn í Bráðagerði
en í þriðja lagi heyrðust fáeinar raddir-um, að það væri ekki
nema sjálfságt að selja, jafnvel sjálfa sig, ef nógu mikið væri í
boði. Þetta þótti Jóni lítilmannleg ummæli, og væri sú ráðníng ein
hæfileg þeim, sem ælu slikan hugsunarhátt, að hýða opinber-
lega, hvort þeir hétu þíngmecm, ráðherrar eður eitthvað annað.
Skyldi hann glaður leggja til hrísið án þess að taka gjalcl fyrir.
Þegar umræðurnar tóku að gerast hávæ-rar um skör fram,
skarst þjónustan í leikinn og mæltist til, að menn sönnuðu ætt-
jarðarást sína þarsem hennar væri meiri þörf helduren á
þessum stað. Létu flestir sér fljótlega segjast við þau tilmæh.
Jón bað hana blessaða að kippa sér ekki uppvið það, þótt
mönnum hitnaði ofurlitið í liamsi, því það væri þó alltaf mann-
dómsmerki. Skapleysíngjar væru aftur á móti sú auvirðilegasta
manntegund, sem fyrirfyndist og ætti raunar eingan rétt á sér.
Bað hana síðan um molakaffi til þess að mýkja kverkarnar.
Það sem eftir var dagsins, gekk Jón erinda sinní af sömu
eljusemi og fyrr, en einsog fyrri daginn gilti það einu hvað hann
heimsótti marga kontóra, aldrei hitti hann á þann rétta. Þeir,
sem hann hitti að máli, töldu sig umboðslausá til þess að greiða
framúr málum hans, slíkt væri ekki á færi annarra en forstjóra
í tignarstöðum. En jafnvel venjulegir forstjórar voru ekki við-
látnir og enn síður þeir, sem voru komnir ofar í metorðastig-
enn. Oftastriær var viðkvæðið á þá lund, að hann skyldi koma á
morgun, eða hinn daginn, eftir viku eða mánuð, eftilvill gæd
hann þá hitt réttan forstjóra ef lánið væri með.
Er hann kom í þriðja skipti á einn og sama kontórinn þenna
dag, var ekki laust við að koma hans vekti pískur og augnagot-
ur. Og viti menn! Alltíeinu spratt þar upp sprelllifandi for-
stjóri með svip og fasi, sem ekki er á annarra færi að tileinka
sér. Kvað hann sér það innan handar að greiða úr vandamálum
bóndans. Taldi allar málalcingingar aukaatriði. Galdurinn væri sá
einn, að skrifa nafn sitt á nógu marga pappira. Kom hann mcð
álitlegan hlaða og lagði fyrir framan Jón. Var lesníng sú er á
blöðunum stóð hæfilega torskilin til þess að Jón, efaðist ekki
um gildi þeirra. Skrifaði hann nafn sitt svo mörgum sinnum, að
hann gat vart valdið penna, er hann var kominn til botns í
fakjalalirúgunni. Fullvissaði forstjórinn hann um, að nú væri
Vegleysusveit borgið i bráð og leingd. Kvaddi Jón hann ham-
íngjusamur yfir því að hafa loks komið erindum sínum í góð-
ar hendur.
En jafnskjótt og hurðin féll að stöfum á hæla Jóns ,hreiu
kóntórfólkið uppyfir sig af kátínu, en einginn hló hærra eri
sjálfur forstjórinn.
Lék ég kannski ekki laglega á hann? æpti hann á milli hlát-
urskviðanna. Hann hefði trúað því( þótt ég hefði sagt honum
að ég væri páfinn. Svona á maðijr að fara að þvi að losna við
þessa sveitadurga*. Ljúgi maður nógu miklu trúa þeir hverju
orði. ‘ *
Kontórstúlkurnar skríktu. og. sögðu að hann væri agalega
sniðugur. Báðu kallmennina í öllum almáttugs bænum að opna
alla glugga til þess að hleypa fjóslyktinni ýt, sem fylgdi gestin-
um. Það væri bara ekki hægt að draga andann.
Haldiði að ég verði ekki fyrirtaks forstjóri? spurði sá, sem
Ieikið hafði forstjóra. Ég hefði getað látið hann skrifa undir allt,
scm eftir var í ruslakörfunni, ef ég hefði nenat að hánga yfir
Iionum. Svo er best áð koma þessu drrisii aftur á sinn stað. Og
þessi sjálfskipaði forstjóri þreif pappírshlaðann og dembdi
honum í ruslakörfuna, þarsem hann hafði grafið hann upp
skömmu áður.
Kontórfólkið hafði átt svo annríkt við að gamna sér við ein-
fcldni sveitamannsins, að enginn hafði veitt því athygli, að
dymar höfðu opnast næstum því jafnskjótt og þær höfðu lok-
ast á hæla Jóns. Það var nánast tilviljun, að einhverjum varð
litið til dyranna, og þar stóð þá einginn aimar en Jón í Bráða-
gerði í eigin persónu. Eingkin gat vitað með vissu, hvað mikið
hann hafði heyrt og séð af eftirmála þeim, sem þarna hafði
farið fram í tilefni af komu hans,. en svipur bóndans gaf ótví-
rætt til kyema, að hann hafði séð og hcyrt nægilega mikið ci!
þess að leiða hana i allan sannleika. Við þessa ótímabæru aft-
urkomu hans slumaði hastarlega í kontórfólkinu, sérílagi varð
forstjórinn sjálfskipaði lángleitari en hann átti vanda til.
Þegar Jón gekk inná gólfið, varð kontórfólkinu það á ósjálf-
rátt að hörfa undan, því það er aldrei að vita hvað sveitamanni,
sem finnst virðíngu sinni misboðið, getur dottið í hug. Ótti
kontói’fólksins var þó með öllu ástæðulaus, því afturkoma
hans átti sér ekki þann tilgáng að jafna viðskiptin með því að
láta hendur skipta, heldur þann ekrn að sækja vettlínga sína
er hann hafði gleymt. Að því erindi loknu stikaði hann rakleitt
til dyra, þarsem hann sneri sér við áðuren hurð skildi á mil-.i
RÓTTIR
RITSTJÓRl. FRlMANN HELGASON
4,Ungyerjar iéku sér kríngum
Breta og voru iangtum betri"
Þannig hljóðar fyrirsögn á
grein er George Chandler
fréttamaður U.P. skrifar um
leikinn og er á þessa leið:
Ungverska knattspyrnulands-
liðið, sigurvegararnir frá Hels-
ingfors 1952, vann Englana á
Wembleyleikvanginum á mið-
vikudaginn með hvorki meira
né minna en 6:3 og sáu þar
með fyrir fyrsta tapi Englands
á heimavelli síðustu 90 ár. Ung-
verjar höfðu fullkomlega yfir-
höndina -— sérstaklega í fyrri
hálfleik sem endaði 4:2. Mikill
áhugi var fyrir leiknum og
kom hann m.a. fram í því að
aðgöngumiðar að leiknum kom-
GROSICS
ust í geipiverð á „svörtum“-
Dýrustu sætin komust í tifallt
verð og ódýrari sæti nokkuð
minna. Billy Wrigth vann hlut-
kestið en það hafði cngin á-
hrif á leikinn.
Leikurinn byrjaði vægast
sagt svo að undrum sætU, því
Ungverjarnir tóku forustuna
áður en minúta var liðin af
leik. Nandor Hidegkuti lék
gegnum óviðbúna vörn Breta
og skaut af 10 m færi. Þessi
óvænta forysta Ungverja kom
eins og kalt steypibað bæði yfir
hina brezku keppendur og 100
þús. áhorfendur, sem sátu um-
hverfis völlinn. Englendingum
Leiðrétting.
I frásögninni af aðalfundi
Vals féll niður nafn Braga
Kristjánssonar en hann var
kosinn í fulltrúaráð félagsins-
Þess má líka geta að tala full-
trúaráðsins er 17. Eru 16 þeirra
kosnir á aðalfundi, þannig að
8 eru kosnir árlega til tveggja
ára en formaður félagsins er
sjálfkjörinn.
tókst ekki að ná tökum á leikn
um, sem fór fram á vallar-
helmingi þeirra og stuttu síðar'
er Hidegkuti í færi og skorar[
en er rangstæður. Á 14. mínútu j
heppnast Bretum loks að j
finna smugu- Mortensen sendir
knöttinn yfir til vinstri til
Jack Sewell, sem skaut í net-
þakið án möguleika fyrir Gros-
ics að verja- Því næst kom lang-
ur timi sem hvert áhlaup Ung-
verja kom af öðru og allur
hálfleikurinn yfirleitt einkennd-
ist af samleik framherjan.na
sem sífellt sköpuðu tækifæri.
Á 21. mínútu var þáð Hideg-
kuti einn sem skorar. Það fór
nú að koma betur og betur i
Ijós að erfiðleikarnir höféu á-
hrif á leikgleði Breta, sem ekki
gátu fundið jákvæðan leik hjá
framlínu sinni, jafnframt þvi
sem vörnin var ekki vandanum
vaxin.
Ungverjarnir juku markatöl-
una á 24. min. eftir samleik
milli hægri útherja Budai og
Puskas, sem skaut fast og ó-
verjandi í hægra hornið. Fimm
minútum síðar hallaði enn á
verri lilið fyrir Breta er hlið-
arframvörðurinn Bozsik gerði
fjóða markið úr aukaspyrnu.
en það átti Mcrrick að verja en
Wrigth skyggði á hann.
Á 39. min- tókst heimaiiðinu
að gera annað mark og var það
Mortensen, sem náði valdi yfir
sendingu frá Robb og skoraði
með vinstrifótarskoti.
Áhrif hálfleiksins voru þau
að Ungverjar höfðu algjöra
yfirhönd og það sama var um
síðari hálfleik. Við bar ac
knötturinn fór milli átta Ung-
verja sem greinilega sýndu að
af hinum oljTnpísku meisturum ;
er mikið að læra og það í[.
sjálfu heimalandi knattspyrn-
unnar. —
Hægri' f ramvörður Bozsik
fylgdi með framherjunum í
sókninni og á 7. mín í síðar',
hálfleik eykur hann markatöl-
una í 5:2 með skoti af 20 m
færi og 5 mín. síöar skorar
Hidegkuti af stúttu færi eftir
sendingu frá Czitor. Síðastr.
mark Breta gerði Ramsey úr
vítispyrnu eti hún var dæmd á
markmann Ungverja á 14 mín.
Framlína Breta gerði æðis-
gengnar tilraunir til að jafna
hlut sinn en allt strandaði á
varnarmúr Ungverja- Undir lok
in varð leikurinn jafnari en
Ungverjar gengu af vellinum
sem áberandi betra lið.
Ungverjamir sýndu frábæran
KOCSIS
leik og voru óþekkjanlegir frá
Búdapest og nú er það fullvíst
aö þeir tóku það rólega (gegn
Svíum) og var það beinlinis
gert til að villa sýn.
Fyrst og fremst var það
hraðinn, sem réði úrslitum í
leiknum. Þeir voru íangtum
leiknari en Bretarnir, og það
sem meira var að hin óviðjafn-
anlega leikni þeirra var fram-
kvæmd moð hraða í jákvæori
knattspymu. Beztir voru Kos-
sis, Hidegkuti, Puskas og Boz-
sik — og fyrirliíinn sem var
frábær foringi og duglegur
stjórnandi.
Allir Bretamir eru sammála.
um það að þetta hafi verið sú
bezta knattspyrna sem sézt hef
ur í Englandi og á Wembley.
Hvað liggur í slikri umsögn
segir sig sjálft, það gefur rétta.
innsýn í leik meistaranna.
STAN MORTENSEN
, Þannig fórust liinum brezka
fréttamanni orð, og víst er um
það að meira hefur verið um
leik þennan rætt og ritað en
nokkum annan leik, og eins er
víst að oftar verður í leik þenn-
an vitnað en aðra leiki um,
langa framtíð.