Þjóðviljinn - 11.12.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.12.1953, Blaðsíða 7
„ÍSLENDINGAJl verða að gera sitt til að heimsfriður haldist", varð fyrirsögnki á útvarpsræðu Bjama Bene- diktssonar dómsmálaráðherra ’þegar hún birtist í Morgun- blaðinu 21. nóv. sl. Og undir lok ræðunnar kemst ráðhe-r- ann meðal annars svo að orði í „Sameiginleg trú á frelsi og inannréttindi tengir okltur við okkar voldugu nágranna“. Fyrirsögain hefði átt að vera: íslendingar verða að gera sitt til að heimsstyrjöld brjótist út. Og síðari tilvitn- unin hefði mátt hljóða svo: Sameiginleg trú á’arðrán og yfirtroðslur tengir okkur við okkar voldugu nágranna. — Þetta hefur sem sé verið sannleikurinn í íslenzkri utan- ríkisstefnu nú um skeið. Það þarf furðulega þolgóða ósvífni til að halda þvi fram mánuð eftir mánuð og ár eftir ár að vígbúnaðaræði ameríska einokunarauövaldsins sé frið- arstefna í þágu frelsis og mannráttinda — þvert ofan f allar þær sannanir fyrir hinu gagnstæða sem úr er að moða. Allur heimurinn veit þó að hversu lítið spor sem hið vinnandi mannkyn knýr fram til áð draga úr kalda stríðinu kveður jafnharðan við óp bandarísku dollarakónganna um friðarhættu — ,.peace scare“ og verðhrunið hefst þegar á kauphöllum þeirra. Þegar Bandaríkjastjórn neydd- ist til að taka upp umræður um vopnahlé í Kóreu á dög- unum töluðu blöð vestra um „hið nýja. neyðarástand“. Sannleikurinn er auðsær — og hann er kess;: Amerísku auðjöfrarnir óttast eltkert í veröldinni meira en frið og það af þeirri einfölnu ástæðu að jafnskjótt sem linað verð- ur á vígbúnaðaræðinu er allt einokonarkerfi þeirra í bráð- uni voða. Og svo eigum VI® ÍSLEND- INGAK að gera OKKAR til að þetta brjálaða ástand hald- ist! Nei. góð'r háls'ar •— það sem Islendingar VERÖA AÐ GERA er að gera upp sakim- ar við það vald sem nú ógn- ar þeim sjálfum ög öllum heimi á -sama, hátt og þýzki nazismin.n gerði fyrir nokkr- um árum síðan. Aidrei hefur nokkur stiófh Bandaríkjanna verið þvílíkur samsærishringur a” ðkýfinga og heraaðarsinna og sú er nú situr að vö'dum. Það er svo sem ekkert lev.ndarmál, heldur stefnúskrá sem lýst er yfir daglega, beint og óþeint, í blöeum og" .útvsrpi alls auð- valdsheimsins að forusiuhlut- verk þessarar stjórnar sé að ganga nili bols og höfu'ðs á ekki aðeiiis öllum alþýöuríkj- um heims, heldur og hverjum þeim flokki eða einstak’ingi sem þykir hafa ..óamerískar skoðanir“. Þetta er sá heims- friður sem okkur er boðið upp á að’ vinna að. * STJÓRNMÁLAÁST ANDINIJ í Bandarikjuaum svipar nú rð ýmsu leyti mjög til ástands- ins í Þýzka'andi á árunum fyrir valdatöku nazismans, enda falla þétt saman hug- sjónir repúblikanastjórnarin.n- ar og hins gamla foringjaliðs Hitlers úr hópi náðaðra stríðs- Föstudagur 11. desember 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7,. Dollaravaldið er ekki fii viðtals nema einekmtarsfelna þess sé lögS fil gmndvallar íramfíðar- sldpan heimsins glæpamanna. Hliðstæðurnár blasa meira að segja við í einstökum persónum. Hers- höfðinginn von Hindenburg forseti Þýzkalands — hers- höfíinginn Eisenhower for- seti Bandaríkjanna. Og ævin- týramennir.nir í framsýn: Hitl- er og McCharthy. Hin gífurlega þróun tækni og iðnáðar hefur getið af sér sajnskonar auðhringamyndun í báðum löndunum, nema livað sú ameríska cr orðin margfait stórkostlegri en hin þýzka var. Þvílík auðsöfnun á örfáar hendur á engan sinn líka í veraldarsögunni. Meg- inhluti þessarar auðsöfnupar er til orðinn fyrir vígbúnað og styrjaldarrekstur. enda er hún nú orðin svo háð ófriðar- ástandi að hún getur ekki með nokkru móti lengur án þess verið. Til þe'ss að full- nægja kröfum auðhringan.na um síaukinn hámarksgróða nægja nú hvorki meira né minaa en heimsyfirráð. Eín dæmin sanna að þesskonar heimsvaldastefna getur ekki neitt annað' af sér leitt en óslitinn styrjaldarfasisma. ■— Gegn slíkri stefnu þóttust Bandaríkin s.iálf vera áö berj- ast í síðari heimsstyrjöld- inni. Nú gera.þau öli þau öfl að nánustu samherjum sínum sem barizt var á móti þá. Fasistastjórair SuSwrkóreu, Fortnósu, Spánar, Grikklands, Tyrklauds, ýmissa Sufíuram- eríkttríkja og sífíast en ekki sízt Vesturþýzkalands eru yndi og augasteinar amerískr- a- utahr'kismálastefnu í dag. Ásamt okkur Islendin’gum e:ga nú þessir grimmustu for- rífía"ar auðvaldsspillingarinn- ar í heáminum að oere, sitt til að heimsfriður haldist!! Dýrasta perlan er þó Bonn- stjórnin þýzka. Um eöli hean- ar og tilgang ætti dæmið um Benthack. einii af hershöfð- ingjum Hitlers, að nægja. Á- kærður fyrir stríðsglæpi rnælti hami svo fyrir rétti eftir ára- móti.n síöustn: ..SAMBANDS- LÝÐVELDIÐ ER ARFTAKl „ÞRIDJA RÍKISINS“ og héf- ur tekið á sig skyldur þess — þar á meðal fyrirskipanir foringjans. Það verður því að sjá þeim aðilum fyrir vernd sem bera ábyrgð á eindregn- um fyrirmælum hans“. Auð- vitað var þessi háttsetti stríðs- glæpamaður sýknaður! Adenauer kanzlari var held- ur ekki fyrr búinn að ná meirihluta í vesturþýzka rík- isþinginu en hann hóf ský- lausar hótanir um áð landa- mærum Austurþýzkalands skyldi fyrr en siðar breytt með vopnavaldi en eigi samn- ingum. Það er ei.nn fegursti draumur ameríska dollara- valdsins að gera hinar fyrri morðsveitir nazista að uppi- stöðunni í fyrirhuguðum ,.Ev- rópuher“ —.• en sá, her-..á að verðá varðhundásveit þess gegn hverskonar frelsishrær- ingum í vesturhluta Norður- álfu og síðan, ef tækifæri gefst, oddfylking árásarinnar í austurveg. I ★ FRIÐARBOÐSKAPUR amer- iska nýfasismans er í raun- inni mjög einfaldur og gagn- sær. Bandaríkjastjórn er reiðu búin til að draga úr kalda striðinu og semja um heims- vandamálin ef vissum skilyrð- um verður fullnægt. Þessi ■ skilyrði eru svo sem ekki neitt ósanngjörn: Ráðstjórn- arrikin, Kínverska alþýðulýð- veldið og’ alþýðuríkin í austur- liluta Evrópu skulu leggja niður hið sósiíalíska hagkerfi sitt, sem og allar landvarnir sínar. A.nnars né meira er ekki af þeim krafizt. Þeirra er að ve'ja eða. hafna. Allir mega sjá hvert slík heimsmálastefna hlýtur að leiða. - Þetta er hnefahögg framan í sjálft þróunarlög- málið. Þetta er uppgjöf gagn- vart friísamlegri tilveru tvennskonar hagkerfa sam- tímis og jafnframt gjaldþrota- yfirlýsing kapítalismans. Þetta er, ekki samni.ngstilboð, held- ur úrslitakostir. Þetta er alls- herjar stVíðsyfir’ýsing kapí- ta’ismans gegn sósíalismea- um, enda hefur kalda stríðið aldrei verið nnhao en sálfvæði- legt. forspil slíkrar styrjaldar. Þannig standa stríðsæsínga- men.n dollaravaldsins með at- ómsprengjuaa reidda yfir höfði mannkvnsins, en boð- skap heimsfriðár. á vpr.unum. Og „íslendingar verða að gera sitt til“ að boðskapurinn nái tilgangi sínum! Árangur þessarar baráttu fyrir ,,heimsfriði“ ameríska einokunarauðvaldsins er þiegar orðinn allglæsilegur. Það eru fleiri en aumingja íslending- ar.nir sem hafa flatmagað fyr- ir dollaranum, enda þótt meiri r.iauður hafi rekið flesta aðra til. Bandaríkin hafa þegar kom- ið sér upp flughernaðarstöðv- um í 49 LÖNDUM IlEIMS — og það mörgum í sunmm þeirra. Þá hafa beir um það hil TVÆR MILLJÓNIR HER- MANNA og þjónustuliðs í 27 þjóðlöiulum utan landamæra Bandaríkjanua. Hvað væri nú sagt ef bless- aðir Rússar.nir okkar hefðu teki’ð upp á svona „landvörn- um“ og raðað herstöðvum sín- um hringinn í kringum Banda- ríkin? Mennirnir sem e.ndi- lega þurftu að flýta sér burt af Borgundarhólmi áður en Hriflujónas gat haldið ræðuna sína. Mennirnir sem ekki hafa hleypt af einu einasta skoti uta.n sinna landamæra síðan stríði lauk, Mennirnir sem lagt hafa ai.lt kappið á endur- reisn lands síns og stórkost- lega sósíalíska nýsköpun. Já — hvað mundi Morgublaðið þá segja? En allt á þetta hernáms- brask doliaravaldsins sínar miklu orsakir. Upp úr a.nnarri heimsstyrjöldkmi gerðust, sem sé þau iskyggi’egu tíðindi að einn tugur þiéáa í Austur- evrópu og fjölmennasta þjóð veraldar í Austurasíu vörpuðu af sér oki þess fasisma sem barizt liafði verið gegn í styrj- öldinni og tóku unp tímabæra samfélagsliætti að dæmi sov- étþjóðaana. Árangrinum af þicssu tiltæki hefur formað- ur framkvæmdanefndar Mat- væla- og landbúnaðarstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna (FAO) lýst á þessa lund: „Það er ómótmælanleg stað- reynd að í löndum þessum er hafið tiltölulegt blómaskeið. Vinnandi íbúar þeirra, jafnt í borg sem sveit, hafa nú yf- ir að ráða nægum forða hinna þýðingarmestu nauðsynja til þess að gcta liiað mannsæm- andi lífi“. Þetta er hræðilegur vitnis- burður í augum þeirra sem stunda þá atvinnu að stela árlega milljörðum dollara af bló’ðugu striti vinnandi fólks, , Svona skal það þó aldrei fara í löndunum f jörutíu og níu! ★ SVO 9EM kunnugt er voru Sameinuðu þjóðirnar stofnað- ar af þeim ríkjum sem barizt höfðu sameiginlega gegn ógn- um og heimsvaldastefnu naz- ismans til' þess að koma í veg: fyrir að slíkur veraldarvoði endurtæki sig. E,n ameríska. stríðsgróðavaldið var ekki lengi að koma samstarfsboð- skap Rossevelts við hinn sósí- alíska heim fyrir kattarnef aði honum látnum. Upp var tekins. þveröfug afstað'a sem þegar klauf hina mikilvægu heims- stofnua í tvær meginfylking- ar. Síðan hefur viðleit.ni Bandaríkjastjórnar til að geræ stofnunina áð verkfæri heims- valdastefnu sinnar orðið æ> berari. Hún hefur meðal ann- ars komið í veg fyrir acS fjórtáa þjóðríki sem sum hafa; beðið þess í meira en sjö ár fengju þar inntöku. Auk þess’ ' hefur hún afneitað me'ð ölh* rétti lcínversku alþýðustjórn- arinnay. til setu þar, enda þótt.; Kína eigi fast sæti í Örygg- isráði, en hefur þess í stað haldið veradarhendi yfir full- trúa sjóræningjans á For- mósu. Þá hefur hún einnig: uppi tilburði um að afnema) neitunarvaldið í Öryggisráði. en þáð mundi tvímælalaust leiða af sér upplausn stofn- unari.nnar. Frægust er þó ráðsmennsksr; Bandaríkjastjórnar yfir Sam- einuðu þjóðunum í sambandt við Kóreustyrjöldina — er* hún lét handbendi sitt þar eystra, Sy.ngmaa Rhee, hefjaí þar borgarastyrjöld og knúði. síðan Öryggisráð, þvert ofam i lög þess, til íhlutunar urp; styrjöldina. Síðan var húis rekin undir yfirstjóm banda- rísku heimsvaldastefnuanar í þrjú ár af hinum djöfulleg- asta bölmóði — eða þar til al- menningsálitið í heiminum neyddi hana til að fallast á. vopnahlé. Þrátt fyrir óhrekjandi gagn- rök var lengst af reynt acS ljúga því að ma.nnkyninu að Norðurkórear hefðu hafið borgarastyrjöld þessa, encla þótt það út af fyrir sig veitti' auovitað engan rétt til íhlut- unar iim kóresk innanlands- mál. Nú hafa árásarseggirnir gefizt algerlega upp við þessa lygi. Að kvöltli hins 19. okí. sl. kom sendiherra Suðurkóreu, Lim Bon Gi, fram í sjónvarpr. Bandaríkjanna, þar sem hanre var að tala á blaðamanna- fundi æskulýðs, og upplýstl þá meðl annars þegar hanni var að skýra frá gangi mál- anna austur þar: „Við hóíunn styrjöldina í Kóreu til þess. að sameina landið“. Hann , lýsti því ennfremur' yfir að stjórn Syngmans Rhee mundi ekki undir nein- um kringumstæðum fallast á, frjá’sar kosningar, heldur væri markmið hennar að hef ja. sij TTþiItlina að nýju, enda/ hefði Bandaríkjastjóra skuld- bundið sig skriflega til að- ildar að slíkum aðgerðum eC fyrirhuguð stjórnmíý.aráð- stef.na hefái ekki lokið störf-* um eftir 90 daga. I þrjú ár náði milljar'ða)*, Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.