Þjóðviljinn - 11.12.1953, Síða 10

Þjóðviljinn - 11.12.1953, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. desember 1953 Selma Lagerlöj: ÖRLAGAHmNGUUINN 3 sagði hann, eða hvort hún á að standa opin í alla nótt. Eiginkonan hló. — Ég hef líka veriö aö hugsa um þetta, sagöi hún, og ég býst við að allir sem voru við kirkju í dag hafi gert það líka. En þú ætjtir samt ekki aö láta þetta eyöileggja fyrir þér svefnfriöinn. Báröur gladdist yfir rósemi konu sinnar. Honum leiö betur og hann vonaði að nú gæti hann sofnað. En hann var ekki fyrr lagztur út af á ný, en kvíöinn gagntók hann í enn ríkara mæli en áöur. Úr öllum átum, frá öllum bæjum, sá hann skugga læðast, — allir laumuðust þeir út í sama tilgangi, allir héldu þeir í sömu átt, að kirkjugarðinum og opnu gröfinni. Hann reyndi að liggja kyrr til þess aö eiginkonan gæti sofið, en hann hafði höfuðverk og svita sló út um allan líkama hans. Hann neyddist til aö bylta sér og velta á allar hliðar. Eiginkonan missti þolinmæðina og sagöi í hálfkæringi: — Góöi maöur, ég held vissulega að þaö væri betra, að þú færir niður í kirkjugaröinn og athugaðir sjálfur hvaö gröfinni liði, heldur en liggja hér eirðarlaus í rúm- inu og koma ekki blundur á brá. Hún haföi ekki fyrr sleppt orðinu en maöurinn var kominn fram úr rúminu og farinn að klæöa sig\ Honum fannst konan hafa alveg rétt fyrir sér. Þaö var ekki nema hálftíma gangur frá Ólafsbæ aö Brúarkirkju. Eftir klukkutíma væri hann kominn heim aftur og gæti sofiö alla nóttina. En um leið og hann var kominn út úr dyrunum, fór eiginkonan að hugsa um, aö það væri óhugnanlegt að maðurinn færi aleinn út í kirkjugaröinn, og hún spratt á fætur og klæddi sig líka í snatri. Hún náöi manninum í hlíðinni fyrir neöan Ólafsbæ. Báröur hló þegar hann heyröi hana koma. — Ertu komin til aö gæta þess að ég steli ekki hring hershöfðingjans? sagði hann. — Elskan mín góða! sagði konan. Ég veit vel, aö þér dettur ekkert slíkt í hug. Ég kem bara til að hjálpa þér, ef þú rækist á útburö eða helreiðina. Þau gengu rösklega. Nóttin var skollin á, allt var kol- dimmt utan örlítil ljósrönd á vesturhimninum, en þau voru vel kunnug leiöinni. Þau töluöu saman og voru í góöu skapi. Þau voru aðeins á leiö niður í kirkjugarö- inn til þess að aðgæta hvort gröfin væri opin, svo aö Báröur þyrfti ekki aö liggja andvaka þess vegna. — Mér fyndist ótrúlegt, aö þeir á Heiöarbæ væru svo óforsjálir aö múra ekki aftur yfir hringinn, sagöi Báröur. — Við komumst fljótlega aö raun um þaö, sagöi konan. Skyldi þetta ekki vera kirkjugarösmúrinn sem við erum komin aö? Maðurinn nam staðar. Hann undraöist hvað rödd eiginkonunnar var glaöleg. Þaö skyldi þó aldrei vera, að tilgangur hennar með ferðinni væri annar en hans. — Áður en viö förum inn í kirkjugaröinn, sagði Bárö- ur, þá ættum við aö taka ákvörðun um, hvaö viö eigum að gera ef gröfin er opin. — Hvort heldur hún er lokuð eða opin, veit ég ekki hvað við getum annað gert en fara heim aö sofa. — Nei, vitaskuld ekki. Þaö segiröu satt, sagöi Báröur og lagði aftur af staö. — Sennilega er kirkjugarðshliöið ekki opiö á þessum tíma sólarhrings, sagöi hann stuttu síöar. — Nei, sjálfsagt ekki, sagöi konan. Viö veröum að klifra vfir múrinn, ef við ætlum aö athuga hvernig hershöföingjanum líður. Aftur varö maöurinn undrandi. Hann heyröi nokkra smásteina hrynja niöur og andartaki síðar sá hann líkama eiginkonunnar bera við ljósu röndina í vestri. Hún var komin upp á múrinn, enda var það hægðar- leikur, því hann var aðeins nokkur fet á hæð', en hún var ptrúlega áköf fyrst hún klifraði upp á undan honum. — Svona! Taktu í höndina á mér og ég skal hjálpa þér upp, sagði hún. Andartaki síðar var múrinn að baki og þau gengu hfjóö og varfærin milli grafþústanna. Svo hrasaði Bárður um moldarköggul og lá viö falli. Ifonum fannst eins og einhver hefði gert bragö fyrir sig. Hann varö svo hræddur að hann fór að titra og hann sagði upphátt, svo aö allir hinir dauðu gætu heyrt, hve heiðarlegur hann var: — Ég vildi ekki vera hér á ferð í illum tilgangi. — Nei, það má nú segja! sagði konan. Þaö segiröu satt. En veiztu, að viö erum að komast aö gröfinni? Hann sá grafhýsin bera viö skuggalegan himininn. Andartaki síðar voru þau komin að gröfinni og hún var opin. Opiö í gólfinu hafði ekki verið múraö aftur. — Þetta finnst mér mikið skeytingarleysi, sagöi maö- urinn. Þetta verður til þess aö leiða alla þá, sem vita hvers konar fjársjóður er geymdur þarna, í geysilega freistni. —Þeir treysta því sjálfsagt, að enginn þori aö á- reita hina dauðu, sagöi konan. — Þaö er ekki árennilegt aö fara niður í svona graf- hvelfingu, sagði maöurinn. AuðvitaÖ er vandalaust aö hoppa niöur, en þaö er enginn barnaleikur aö komast upp úr aftur. — Ég sá, að þeir höföu látiö lítinn stiga niöur í hvelf- inguna í dag, sagöi konan. En þeir hljóta að vera búnir að taka hann upp úr aö minnsta kosti. — Ég ætla að minnsta kosti að athuga það, sagði maðurinn og þreifaði sig áfram aö grafhýsinu. Nei, hvaö heldurðu! hrópaði hann. Nú þykir mér týra. Stiginn er þarna enn. — Þaö er vissulega fyrir neðan allar hellur, samsinnti eiginkonan. En þó finnst mér þaö ekki gera mikið til þótt stiginn standi þarna, því að hann sem býr niöri í djúpinu ætti aö geta haldið vörð um þaö sem hann á sjálfur. — Ég vildi aö ég væri viss um það! sagöi maðurinn. Ef til vill ætti ég til öryggis að flytja stigann burt. Heimatilbuið sælgæti til jólanna Súkkulaðitoppar 200 g súkkulaði er brætt í vatnsbaði ásamt 4 msk. af vatni, 100 g flói’sykri; síðan er 75 g af hökkuðum mö.ndl- inn hrært út í. Þetta er síðan látið í litla óreglulega toppa á pergament- eða smjörpappír og þurrkað þar. Brenndar möndlur Sælgæti er mjög dýrt; það er ekki einu sinni ódýrt að búa það til heima, því að súkkulaði, möndlur, hnetur og þess hátt- ar er allt óhemju dýrt. Þó fær maður mest og bezt fyrir pen- ingana með því að búa sælgæt- ið til heima, og ef nægur tími er til þess er það mjög skemmti legt verk. Súkkulaðikúlur I 125 g af rifnu súkkulaði er blandað 125 g af kakói, 250 g flórsykri, 50 g söxuðum möndl- um eða hnetum og 125 g af hökkuðum rúsínum. Þvínæst er bætt í nægilegri ribssaft til að hægt sé að hnoða þetta. Það er síðan elt í lengjur, skorið niður í smábita, hnoðað í litl- ar kúlur, sem velt er upp úr grófum sykri. Kúlumar eru látnar þoma lítið eitt og geymd ar í blikkdósum ög smjörpappír hafður á milli laganna. 125 g möndlur eru þurrkað- að og soðna’r á pönnu ásamt 125 g sykri og % dl vatni og hrært í í sífellu. Þegar allt er þurrt er straumurinn minnkað- ur. Áfram er hrært í þessu þangað til massinn er aftur orð inn fljótandi og möndlurnar gljáandi; þá er þeim hellt á smurða plötu og skildar að meðan þær eru heitar. - í, MaEsipankoníekf Tilbúinn marsipanmassi er hnoðaður upp með Ý1-V2 kg af flórsykri og ögn af vatni. Úr þessu eru búnir til toppar, kúl- ur, sneiðar, ávextir osfrv. sem liægt er að bæta með hökkuð- íin hnetum, möndlum, bragð- efnrm, súkkulaði ofl. Enn- freniur er hægt að taka steina úr sveskjum og döðlum, setja marsipan inn í þær í staðinn og velta þeim upp úr grófum sykri. Kókóskúlur % dl smjör brætt í % dl heitri mjólk. 175 g flórsykur, 250 g kókósmjöl og 35 g kakó hrært út í. Þegar þetta er orðið kalt er það hnoðað í litlar kúlur sem velt er upp úr kókósmjöli. Oeivimarsipan 30 g smjör og 60 g hveiti eru bökuð upp og jöfnuð með 1 dl rjóma. Jafningurinn er lát- inn sjóða vel, síðan er hann kældur og ea. 500 g flórsykur hnoðað upp í. Möndludropar OC CAMWsl f‘;ið var morgunverðartímí lieima hjá hinum stórgáfaða prófessor, er imnið hafði mes.t- alla nóttina í tilraunastofu sinni. Elskan mín, sagði liann við konu sína, óskaðu mér til liam- ingju. Eg' hef uppgötvaö eitr- aðri gastegund en áður liefur þekkzt — og ég ætla að láta. liana heita í höfuðið á þér. * * * Jón og Páll hittast á íörnum vegi. Það er myndarstrákur sem þú. átt þarna, segir Jón. Hvað heit- ir hann? Habbakúk Móses Hanníbal Nap- óleon, svaraði faðirinn. Það kom á Jón, en þó gat hann. stunið upp: Hefurðu hugsað þér að gera. hann að hershöfðingja? Nei, svaraði pabbinn, hann á að' verða atvinnuboxari. En af hverju hefurðu þá látið' hann heita þessum nöfnurn? Ja, það er til þess að vera viss um að hann fái almennilega æf- ingu strax á skóiaárunum. ■x- * * Kænn maöur fer dult með þekk- ingu sína, en hjarta heimsldngj- ans fer hátt með flónsku sína. settir í eftir smekk. Þetta er notaö á sama hátt og marsi- panmassi. Hnetukaramellur 175 g sykur, 2 dl rjómi, 2 dl síróp og 25 g smjör er soðið saman í ca. klultkustund og stöðugt hrært í. Síðan er bætt í 50-100 g af hökkuðum hnet- um. Deiginu hellt á smurða plötu, dreift í hæfilega þykkt og skorið sundur í litla fern- inga þegar það er orðið mátu- lega stinnt. Skóburstunar- skápur Dálítiíl skápur sem hefur að geyma allt sem við kemur skó- burstun er ef til vill óþarfur, og þó getur verið mjög þægi- legt fyrir stórar fjölskyldur að hafa umráð yfir slíkum skáp, þar sem hægt er að ganga að öllu vísu. Á myndinni er þægi- legur skápur með hillum undir smáhlutina. Neðst í honum er dálítil fjöl sem hægt er að draga út og stíga á, þegar mað- ur þarf að bursta skóna sína í skyndi. Það er ágæt hugmynd, einkum er hún hentug, þar sem allir í fjölskyldunni bursta skóna sína sjálfir, og ef þeir gera það ekki, ætti húsmóðirin að reyna að kippa því í lag hið bráðasta. Hvers vegna á hús- móðiri.n ein að bursta alla skóna ? Það er m jög ósann- gjarnt.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.