Þjóðviljinn - 20.12.1953, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1953, Síða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN—- Sunuudagur 20. desember 1953 AÐGÁT SKAL HÖFÐ Þórunn Elfa Magnúsdóttir: T>ísa Mjöll. Þœtti r úr lífi lista- konu. — Bókaútgáfan Tíbrá, Reykjavík 1963. — 250 síður. Saga Þórunnar Elfu Magn- lisdóttur af listakonunni Dísu Mjöll er sviðsett með sama ihætti og margar kvikmyndir um skeið: fyrst gerist aðal- atburðurinn, síðan er horfi'ð til baka aftur í tímann og ör- lög rakin fram til þessa at- 1 burðar, þvínæst haldið áfram þar sem frá var horfið í upp- > hafi og því lýst hvernig hnút- ar leysast og sköp ráðast. Sagan heitir eftir aðalper- sónunni sem er fyrst ung stúlka, þvínæst gift kona og móðir, fráskilin, gift öðru sinni, síðan sjúklingur eftir sjálfsmorðstilraun — en bak- 'ýið þetta allt, fyrst og síðast, er hún listakona: málari. Listin er aðalatriði lífs henn- ar, hitt aukaatriði að því leyti að sál hennar fær ekki full- nægju nema í listsköpun. Fað- ir hennar hefur dáið frá henoi ungri, hún elst upp und- ir handarjaðri strangrar og skilningsíítillar móður, gerist ástmey kennara síns í mál- aralistinni eina nótt í uppreisn gegn heimili sínu og umhverfi. Síðan líður langur tími, þar á meðal við nám erlendis og er aðeins stöku sinnum vikið að þeim árum í frásögninni sem á eftir fer. Næst hittum við hana í átökum við eiginmann- inn, fátækan mann og ráða- lítinn. I því hjónabandi veit- ■&st henni lítil færi til listsköp- ■unar, enda leysir hún það Jmeð jafnmikilli hörku og hún Jhafði bundið það auðmjúk. -Ríkur maður kvænist henni. íl því hjónabandi veitist henni jallt — nema þetta brot af tskilningi sem hún þarfnast; ',auk þess leiðist henni veizlu- 'hö:d, og húsmóðurstörf sem 'önnur kona annast raunar jjfyrir hana af prýði. Á þeirri 'konu er þó sá galli að hún tnn manni Dísu Mjallar í leyn- m og hatar um leið konu 'lhans. Eitt kvöld kemur list- jmálarina mikli í heimsókn: ,hinn forni kennari og ástmað- .ur Dísu Mjallar eina nótt. 'jHann dæmir verk hennar fá- nýt- Þá freistar hún þess að .stytta sér aldur, enda ekki ' lein báran stök. Og hefst sag- ' an á sjúkrahúsi meðal lækna ‘og hjúkrunarkvenna er þau ' jhafa gert þar að sárum lista- konunnar. Er henni tekur að batna rekur hún fyrri ævi jsína fyrir geðlækni. Þegar hún -hefur síðan hlotið fullan bata -af sári sínu hverfur hún aft- L Jur heim til mannsins — óg I gerir ráð fyrir nýju lífi, þar ísem sameinist list og móður- I ,-önn. ■ Á venjulegan borgaralegan 1 mælikvarða er Dísa Mjöll und- ’arlegur kvenmaður, enda er ■hún oft látin kenna þess. Auð- ■vitað verður hún ekki skiiin nema út frá meginafli lífs síns, listhvötinni, sköpunar- rþörfinni. Þórunn Elfa skrifar •sögu sína frá þessu sjónar- Jmiði, og hún gerir það bæði Jaf samúð og sálfræðilegri j mærfæmi. Og hún lýsir per- * sónunni svo ýtarlega, leggur sig svo í framkróka um að varpa á hana Ijósi frá ýms- um hliðum, að hún stendur manni Ijóslifaadi fyrir hug- skotssjónum. Og þessi duttl- ungafulla kona er sjálfri sér samkvæm alla tíð, þegar skyggnzt er undir ytra borð- ið. Viðbrögð hennar eru hverju sinni eðlileg, er maður hefur einusinni sætt sig við lunderni hennar: maður trú- ir alltaf á athafnir hennar, jáfnvel þegar þær brjóta einna skarpast í bág við borgaraleg- ar vanahugmyndir! Þetta er meginstýrkur sögunnar, sem auk þess er föst í byggingu. Það hefur aðallega vakað fyr- ir skáldkonunni að gera sál- fræðilega sanna sögu. Hverj- um lesanda bókarinnar hlýtur áð koma til hugar ein ástæða fyrir því að höfundur hefur valið sér slíka persónu að viðfangsefni. Hitt skiptir' þó meira máli að sagan vekur at- hygli á því hve konunni ai- mennt ber að vera manninum undirgefin, að mati okkar hér um slóðir; hve persónulegum hugðarefnum hensiar er oft og tíðum sýnd lítil viröing; hve skylda hennar að opin- beru mati hlýtur oft að stang- ast við innstu óskir hennar, hvort sem þær eru af listræn- um toga eða ékki. Að þessu leyti er saga Dísu Mjallar einnig kvenfrelsisbók, ef nota má svo þvælt orð; en fyrst og fremst er boðskapur sög- unnar þessi: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Eg hygg að hún hafi uppeldisgildi á borð við margt heimspekiritið, til jafcis við marga sálfræðilega greinargerð. En prédikunin er of þrálát og linnulaus. Maður verðm’ stúndum þíeyttur. Mannlýsingar flestar eru skýrar og híutdrægnislausar. Og það skyldi enginn halda að Dísa Mjöll sé neinn engill, enda yrði þá lítið úr trú okk- ar á hana. Sagan er of löng. Það er mikið um samtöl og rökstreitu —■ hvortveggja að jaf.naði of viðamikið og ýtarlegt. Dísu Mjöll er að mínu viti of létt um mál. Morguninn eftir nótt- ina með málaranum lætur hún til dæmis vaða á súðum, þver- öfugt við það sem manni finnst náttúrlegt. Þá sé ég okjíi að nein nauður reki til á'S bianda ástum læknanna og hjúkrunarkvennanna inn í söguna- _Ekki er ég heldur trú- aður á niðurlagið: að Dísa Mjöll finni þá hamingju heima er hún væntir sér. Þar hefur lítið breytzt, tiema ráðs- konan er farin. Að vísu er Dísa Mjöll með barni — en hún á þó ekki að fórna list- inni fyrir heimilisstörf ? Málið á sögunni er fyrst og fremst mikið og skrúðugt, e.n líka jiokkuð blæbrigðarikt. Það snertir því sérlega illa' að orðið lækair er svo oft skakkt beygt að það getur varla ver- ið tilvifjun né prentvilla. Þórunn Elfa hefur vaxið af sögu sinni. Hún ætti þó að geta komizt lengra. — B- B. SKÁK Ritstjóri:; Guðmundur Arnlaugsson Þegar báSir geía hlegiS ... ,,Sá hlær bezt sem siðast hlær“ segir máltæki, er skákmönnum þykir oftar sannast en flest önnur. Þegar lokasigurinn er unninn, er oft eins og aðrar sveiflur taflsins verði lítils virði og vilji gleymast. Þó kemur fyrir að skákir teflast svo fjörugt. að keppendur séu svo jafnvigir og sviptingarnar skemmtilegar, að lokasigurinn hverfi í skuggann. Svo er um skákina, er hér fer á eftir og mér var léð af þeim, sem tapaði henni. Hún var tefld í síðustu umferð haustmótsins. Ingvar Ásmundsson — Eggert Gilfer 1 e2—e4 e7—e6 2 d2—d4 d7—d5 3 Rbl—d2 c7—c5 4 e4xd6 e6xdö 5 d4xc5 Bf8xc5 6 Rd2—b3 Bc5—b6 7 Rgl—f3 Rg8—f6 8 Bfl—b5f Rb8—c6 9 Ddl—e2 Rf6—e4 10 Bcl—g5 — — Skemmtilegur leikur, hvítur lætur peð, en vinnur tíma og bætir stöðu sína. 10 -----Bb6xf2f 11 De2xf2 Re4xg5t En ekki 11. —Rxf2 12. Bxd8 Rxhl 13. Bh4 og svartur missir tvo menn fyrir hrók í stað þess að vinna skiptamun. 12 Rf3xg5 Dd8xg5 13 0—0 0—0 14 Hal^el Bc8—e6 15 Rb3—c5 a7—a6 16 Rc5xa6! Dg5—e7! Sést þá báðum yfir 16. —Hxa6 17. Bxa6 bxa6 með tvo menn fyrir hrókinn? Nei, báðir sjá að þá mundi hvítur vinna mann með 18. Hxe6. Peðið er leppur hróksins og getur þvi ekki drepið. 17 Ra6—e5---------- Að valda peðið fyrst (a2—a3) væri allt of smásálarleg taflmennska, enda mundi hún kosta tvo menn fyrir hrók, því að nú er e6 valdað! 17-----------Ha8xa2 ABCDEFGH Staðan eftir 17. leik svarts. 18 Rc5xb7! ? ?------- Tilgangurinn er ljómandi fallegur: 18. — Dxb7 19. Hxe6! Dxb5 20. Dxf7t!! og mátar í öðrum leik. En hér fylgir böggull skammrifi. í einhverri gamalli skákbók er ráðiegging, sem rifjaðisb upp fyrir mér, þegar ég skoðaði þessa skák: „Gættu alltaf að því áðux' en þú fórnar, hvort andstæðingur þinn á ekki betra úrræði en að þiggja manninn strax". Þessu ráði býst ég ekki við að Ingvar gleymi fyrst um sinn! Að sumu leyti er eftirsjá að leiknum, því að hvítur stendur ágætlega og gæti haldið áfram með Bd3 t.d. með nýjum hótunum (Rxe6 og Bxh7t). En. á hinn bóginn er gaman að sjá, hvernig Gilfer bregzt við fórnina. 18 — — Re6—a7! 19 Bb5—dS Ha8—c8! Auðvitað ekki Dxb7, Hxe6. En nú kemst riddarinn ekki heim yfir c5. 20 Bd3—f5------------ Hvítur reynir eins og hann getur.. 20 -----Ha2—a6! ..en allt kemur fyrir ekki. Svart- ur mátti ekki leika 20. —Dxb7 vegna 21. Hxe6! fxe6 22. Bxe6 og mátar. 21 Hel—al Hafixal 22 Hflxal Be6xf5! Nú er mjótt á munum: 23. Dxf5 Dxb7 24. Hxa7 strandar á þvi að drottningin drepur hrókinn með 'skák! 23 Halxa7 Hc8xc2! Dxf5 strandar á De3t 24 Ha7—a8ý Bf5—c8 25 Df2—g3 Hc2—clt 26 Kgl—f2 De7xb7 Loksins féll riddarinn, hvitur ex’ nú kominn í geigvænlega tima- þröng og skákin allavega töpuð. 27 Ha8—b8 Hcl—c2f og svax-tur vann- ;-x=s^=j. til rt nn —- íslenzkir tónar svara Jóni -— Von iim stakan Lisitsí- an seinna — Brandur ritar um vínarbrauð — Dýrt að drýgja hveiti með teiknibólum í TILEFNr af bréf þvj er Jón ritaði Bæjarpóstinum fyrir nokkru hefur honum íoi'izt svarbréf frá íslenzkum Tónum. Jón kvartaði yfir því að hafa orðið að kaupa plötualbúm, þeg- ar hann aetlaði aðeins að fá eina plötu o-g var óánægður ■með það. En bréfið frá íslenzk- um Tónum er á þessa leið: „Kæri Jón. Okkur þykir leitt, að þú skyldir ekki geta fengið plötu Pavel Lisitsians staka, en svo stóð á, að við höfðum fengið svo margar áskoranir um að gefa út jólaalbúm, hentugt til tækifærisgjafa, að við sáum okkur ekki fært að skorast und- an því. Þessu albúmi hefur verið mjög vel tekið, enda mjög vand- að til þess, plöturnar vel upp- teknar, enda hefur Ríkisútvarp- ið annast upptökuna, söngvar- arnir hver öðrum betri, enda lögð mikil áherzla á, frá hendi íslenzki'a Tóna að aðeins það bezta yrði í albúminu og al- búmið sjálft mjög smekklegt að frágangi. Aðeins örfáir hafa kvartað um, að geta ekki fengið plöt- urnar stakar, en þeim örfáu til huggunar getum við frætt þá um, ■ að ný sending af plöt- unum kemur á markaðinn í ■byrjun febrúar, og mun hiuti af þeirri sendingu verða seldur án albúms (þ. e. stakar plötur). Þar sem þú kvartar undan, að hafa látið úti 95 krónur til ,að kaupa allt albúmið viljum við geta þess, að við hefðum haft mun meiri ágóða af plöt- unum hefðum við selt þær stakai', en við vildum fyrst og fremst -gefa viðskiptavinum okkar kost á smekklegri jóla- gjöf, enda hefur komið í ljós að það hefur verið vel þegið af flestum. Erlendis, bæði vestan og aust- an hafs er mjög algengt að gefa út slák albúm, og eru þau yfir- leitt til hægðarauka fyrir kaup- endur er vilja tryggja sér gott safn af plötum, enda yfirleitt valdar úrvals plötur í albúmið. Eins og er með hæggengar plötur, þar sem á eru 8 eða 10 lög, Þar er venjulegast blandað saman beztu söngvurum er syngja hjá viðkomandi fyrir- fæki á plötuna. Þar sem lítur út fyrir að þú haldir að albúmið seljist mest vegna söngs Lisitsíans, viljum við taka fram, .að meira er spurt um plötur Guðrúnar Á. Símon- ar og Þuríðar Pálsdóttur en um plötur Pavels Lisitsians, enda eru þetta okkar söng- konur og okkur hjartfólgnastar. Annað mál er, að það er ís- lenzkum Tónum bæði heiður og ánægja að geta kynnt söng Pavel Lisitsíans fyrir Islending- um, á plötum og þakkar þá aðstoð er MÍR veitti við upp- tökuna, en eins og kunnugt er kom Lisitsían hingað á veg- um MÍR. íslenzkir Tónar telja það hlutverk sitt að láta innlenda og erlenda söngvara kynna ís- lenzka tónlist hérlendis og er- lendis og er því mikill fengur að fá söng Lisitsíans inn á plöt- ur. Við vonum að þú njótir albúms- 1 ins með sama húg og það var gefið út, og óskurrt þér og öllum viðskiptavinum okkár gleðilegra jóla og fai'sæls komandi árs.“ OG SVO KEMUR BRÉÍF frá Brandi, sem hefur orðið fyrir svo illri reynslu af' vinarbrauð- um, að hann þoi'ir aldrei að láta þau upp í sig framar. Hann skrifar: „Þegar hveitibi'auðin hækk- uðu um dagihn, stóðu vinar- brauðin í stað eins og þú hlýtur að vita Bæjarpóstur minn. Og þótt vínai'braúðin séu ekkert sérstakt hnossgæti eru þau mikið keypt og m. a. er ég vanur að sporðrenna einu sliku á dag að m'nnsta kosti. En nú verður breyting á því. Eg ef- ast um að ég þori nokkurntíma framar að sétja upp í mig vín- arbrauð. Fyrir nokkrum dögum var konan mín eitthvað að dedúa við skápana í eldhúsinu og hún kvartaði yfir því að hún hefði gleymt að kaupa teiknibólur. Eg hlustaði á hana með öðru eyranu meðan ég stakk upp í mig vinarbrauðs- bita, sem orðið haíði eftir á kökudiski. En andartaki síðar sagði ég: „Hér kemur ein teikni bóla handa þér,“ og rétti henni hlut sem mér hafði ekki tekizt að vinna á í vínarbrauðinu. Út úr þessu bakkelsi kom sem sé' teiknibóla, gð vísu ekki sérlega ásjáleg, en í fyrsta flokks standi og vel nothæf. Þótt verð á vín— arbrauðum hafi staðið í stað þrátt fyrir hækkun á öðru brauði, finnst mér tæplega af- sakanlegt að drýgja hveitið með teiknibólum, bæði hlýtur það að vera dýrt og neytendur verða óþægilega varir við þær í brauðinu. Bakarar hljóta að geta fundið eitthvað meinlaus- •ara til að láta í hveitið. Með / beztu kveðjum. — Brandur.“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.