Þjóðviljinn - 20.12.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.12.1953, Blaðsíða 6
ig) ÞJÓÐVILiJINN*W-- Sunnú'dáguí 20. desembeí* ÍSÖS' - þJÓOVILJINN | Útgefandi: Sameiningarnokkur alþýðu — Sósiaiistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Préttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. ; Ajigiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðjá: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 Hnur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 aflnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prenjtsmiðja I'jóðviljans h £. •Ji) Lærdómsríkur kaupskapur Frá bandaríska hernámsliðinu til íslenzkra agenta þess liggja gullnir þræöir. Þótt flíkað sé annarlegu „hugsjóna“- lijali í ræðum eru raunveruleg tengsl tryggð á mun á- þreifanlegri hátt og segja til sín 1 fjárhirzlum þeirra sem þarfastir eru í þjónustunni. Ágætt dæmi um þetta eru síðustu viðskipti Vilhjálms Þórs við hína erlendu vini sína. Hernámsliðið þarf að láta gera hús. Það leitar tilboða og fær þau. Önnur tilboðin eru tvöfalt hærri en hin, og bjóða þau þó mun verri hús. Það virðist því eins^tt hvor kosturinn verður valinn — en þaö er eitt sem skilujr. Dýrari tilboðin eru komin frá fyrirtæki Vilhjálms Þór$ og í þeim felast mjög drjúgur milliliðagróði til þess. Ekki er vitaö hvernig samningar fóru fram, en nið- urstööur urðu þær að Bandaríkjamenn tóku dýra tilboð- inu um lélegu húsin — og tryggðu fyrirtaSki Vilhjálms ágóðahlutann. En það voru fleiri aðilar að þessum kaupskap. Tilboö Vilhjálms fól í sér að inn skyldi fíutt erlent vinnuafl, vatn, grjót og sandur í stórum stíl, og ríkisstjórn ís- lands þufti að leggja blessun sína yfir þau nýstárlegu viðskipti. Þetta stóð í henni — þar til Framsóknar- maðurinn Kristinn Guðmundsson var gerður utanrík- isráðherra. Þá varð það eitt fyrsta verk hans að sam- þykkja þennan innflutning og lýsa yfir fullu fylgi við hann. Honum var fyllilega Ijóst til hvers var af honum ætlazt í ráöherrastóli. Það hefur orðið fátt um varnir í Tímanum fyrir þennan kynlega kaupskap. Þó segir blaðið í gær aö einkennilegt sé að Þjóðviljinn hafi nú allt í einu fengið slíkan áhuga á því að Bandaríkjamenn geri hagkvæm kaup á húsum. Þjóðviljinn hefur ekki snefil af áhuga á því og óskar þess heitast að öll þeirra hús hér á landi sökkvi norður og niður sem allra fyrst. En þaö er fróðlegt fyrir almenn- ing að kynnast kaupskap þeim sem hernáminu fylgir. Þar er að leita skýringanna á hernáminu sjálfu og af- stöðu þeirra flokka sem að því standa. Gróðabrallsmenn- irnir meta svívirðu íslands til ágóöahlutar, flokkar þeirra aðstoða við kaupskapinn og hernámsliðið '1 stendur við sinn hlut — meöan það er að koma sér sem tryggilegast fynr. NýBOKum CHAPLIN N ankamir verða lokaðir laugardaginn 2. janúar 1954, en auk þess verða sparisjóösdeildir þeirra lokaöar fimmtudaginn 31. desember n.k. Athygli viðskiptamanná er vakin á því að víxl- ar, sem falla í gjalddaga 30. des. veröa afsagðir 31. des., séu þeir eigi greiddir fyrir kl. 12 á hádegi þann dag. Landsb&pJ(s Islaztás Úívegsbanki íslamls h.S. Búnaðarbanki Islands Iðnaðaibanki Islands hi. SUNDHðLLEN verður fyrst um sinn opin fyrir bæjarbúa almennt, því að sund skólanemenda og íþróttafélaga fellur niður fram yfir hátíðar. V—............................................. ■. . mesta kvibmyndasuill- ing, sem nú er uppi. Hún lýsir fátækt hans í œsku, hinni œfintýralegu leiö hans til heimsfrœgö- ar, hinum óviöjafn- anlegu hæfileikum hans í leiklistinni, - cg endurteknum ást- aræfintýrum. Bókin cr með mörg- um myndum úr kvik- myndum Chaplins. Magnús Kjartansson' ritstjóri hefur þýtt bók- ina. Lesiö bókina um CHAPLIN áður en kvikmyndin verður r.vnd hér. en hún veröur jólamyndin í ár í Trípólíbíó. Bókaútgáfan Heimskringla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.