Þjóðviljinn - 20.12.1953, Síða 7
Suntiiiðagur 20. 4eseöi.bgr. 19ö3 — ÞJÓÐVILJINN
I Lcningrad er gejand ein
dagbóH s<'in mér veröur oft
hugsað til. Þessa dágbok
skrifaði lítil stúlka sem hefur
heitið Katja, það var á þeirri
tíð er þjóðverjar Hiilers sátu
um borgina, — og skal hér
ekki dirfst að lýsa þeim skelf-
íngirm. Dagbókin er skrifuð á
stílabók úr ódýrum pappír. .
Einn góðan veðurdag hætta
allar minnisgreinar úr skólan-
um og bókin breytist í skilríki
um leníngradumsátina. I þessu
skilríki finst hvergi lýsíngar-
orð; það samanstendur mest-
an part af mannanöfnum. Nú
eru liðin nokkur ár síðati ég
fletti blöðum í þessari bók og
ég er búinn að glejma nöfmm-
um. En ég sé ennþá glögt í
hug mér þessar blaðsíður með .
stórum klunnalegum skrifstöf-
um lítillar fíngerðrar telpu.
Þetta er í rauninni nokkurs-
kotiar sálnaregistur þar sem
hver ættíngi hlýtur heila blað-
síðu handa sér einum — að
viðbættri stuttri athugasemd.
Athugasefndimar breytast
ekki eftir blaðsíðum, sama
umsögn fylgir hverju nafni,
aðeins með nokkurra daga
millibili, stundum fáeinna
vikna.
Ef ég man rétt er þetta hin
fyrsta:
Amma ■— dó í dag.
Nokkru síðar: í dag dó
frændi minn.
Skömmu seinna: Frænka
mín dó í dag.
Og enn nökkrum dögum síð-
ar: í dag dó systir mín.
Og þannig heldur dagbók
iitlu stúlkunnar áfram, eitt
mannslát á blaðsíðu, eri eyða á
niilli:
Nú er harrn pabbi minn líka
dáinn.
Annan dag: ■ Litli bróðir er
dáinn. Og enn kemur einn dag-
ur: Hún mamma mín dó í
morgun. Og síðan standa þessi
orð: Eftir er ég ein, Katja.
Þar lýkur þeirri bók; það
var einginn eftir í fjölskyld-
unni til að halda henni áfram
þegar þar kom að Katjg sjálf
var ekki leingur.
Það er næstum sama hvern
maður hittir í Ráðstjórnarríkj-
um: sérhver maður- hefur í síð-
asta stríði átt á bak að sjá ein-
hverjum af nánustu skyld-
mennum sínum. Sú fjölskylda
er ekki til í Ráðstjórnarríkj-
um sem Hitler hafi skilið eft-
ir án ástvinamissis, án harm-
leiks. Konan scm var að starfa
fyrir mig- í gær átti á bak að
sjá milli tíu og tuttugu aánum
skyldmennum sínum í stríð-
inu; hitlersmenn leiddu cinnig
út móður hennar, úkraínska
kcnu, og skutu liana.
Það þarf alveg sérstakan
barnaskap til, og í raunkmi
mjög óevrópiska tegund af
heimsku, að ímynda sér að
hægf sé að telja fólki trú um
að þjóðir Ráðstjórnarríkja
æski annars en friðar, enda
trúir því eiiiginn maður í
Evrópu, né læst trúa, nema
fyrir borgun, að rússar hafi í
hyggju að hefja stríð gegn
bandamömium. sinum úr
heimsstyrjöldinni.
Þjóðir þær sem byggja Ráð-
stjórnarríki hafa á síðustu
fjörutíu árum orðið að heyja
fjórar stórstyrjaldir, og þar af
var þrem snúið á hendur þeim
af herskáum stjórnmálamömi-
um Vesturevrópu, en eina
háðu þær gegn óvinum sínum
imianlajnds. Fyrst var heims-
Halldór Kiljan Laxness:
Friður í Austurvegi
Hugl eiðingar
stríðið fjTi'a, síðan innau-
landsstyrjöldin sem afturhald-
ið hóf gegn hinu únga lýðveldi
árin eftir byltinguna; þá tók
við innrásarstríð stórveldanna,
Bretlands, Þýzkalands, Jap-
ans, Bandaríkja og Frakt-
lands, sem öll sórust í fóst-
bræðralag við hræ lceisaraveld-
isins og upphaldsmenn hræs-
ins, hvítliðana, og börðust við
rússneska alþýðu á fjórtán
mgstöðvum eftir byltínguna í
þeim tilgángi að þraungva
auðvaldinu aftur uppá hana;
og loks heimsstyrjöldin síðari,
sem morðíngi Vesture\TÓpu
háði aðallega til austurs, og
gerði að átökum þar sem bar-
ist var til þrautar um líf og
dauða Ráðstjómarríkja.
Sé litið á þessar staðreynd-
ir, þá er sannarlega ekki und-
ur þó fólk i Ráðstjórnarríkj-
um, hvort heldur stjómmála-
menn þa.rlendir eða venjuleg-
ir landsbúar, ljúki sjaldaa svb
munni sundur einkalega eða
opinberlega, að friðarhugsun
og friðarstarf sé ekki upphaf
og endi á ræðu þeirra. Og ekki
torskilið, að hvar sem maður
ferðast um óraviðáttu þessa
lands, blasi alstaðar sama orð-
ið viC, frammeð þjóðvegnm og
jámbrautum, á sérhverju
meiriháttar húsi, svo og yfir
dyrum venjulegra íbúðarhúsa,
og í sérhverri skrúðgöngu er
það borið hæst spjalda: mirú
mír, krafan um frið í heimin-
um. Friðarvonin liggur ekki
aðeins að baki öllum hinum
tæknilegu storvirkjum sem
unnin eru í landinu, heldur er
nauðsyn friðarins inntakið í
öllum opinberum ræðum,
blaðagreinum og bókum sem
/Samdar eru í þessu landi; frið'-
»arhugsjónin er sá gruadvöllur
sem þjóðlífið alt rís á.
' Til eru þau lönd þar sem á
síðustu árum hefur mátt lesa'
með stuttu millibili ritsmíðár
eftir fræga stjórnmálamenn,
eða ræður, þar sem þessir ein-
kennilegu menn telja upp þær
stórborgir í Ráðstjórnarríkj-
um sem nauðsyn beri tii að
jafna við jörðu með kjarnorku
í væntaplegri lángþráðn
heimsstyrjöld núhaer þrjú. Úr
sömu átt hafa verið útgefnar
staðfestar skýrslur um það er
30.000 austurlenzk smáböm
voru brend áineð lcjamprku á
fáeinum sekúndum um það bil
sem síðustu heimsstyrjöld var
raunverulega lokið. Til þess
dags hafði Heródés v'crið
frægastur barnamorðíngi í
Austurlöndum, en nú bliknaði
hana gagnvart kristnum
mönnum.
Ég skjl vel að fólki sem ann
börnum einsóg ráðstjórnar-
fólk gerir, gángi erfiðlega að
skilja ríkisleiðtoga og aðra
„ábyrga“ aðilja erlendis, sem
aldrei þreytast á að leika sér
í augsýn heimsins að hug-
myndinni um fjölmorð á sak-
lausu fólki og komabörn-
um, og lýsa yfir þvi með
hrifníngu í röddinni að kjam-
orkuspreingja amrikumanna
sé hin eina huggun evrópu-
manna og von. Þegar maður
hlustar á jafn furðulega höf-
uðóra hafða eftir frægustu
merkisbei’um evrópskra
Halldór Kiljan Laxness
stjórnmála, og fylgist með
öllum þeim tilbrigðum sem
þessu efni eru léö í þeim
blaðakosti sem þykist vera
leiðarljós vestrænna manna,
þá er ekki nema eðlilegt að
maður álykti sem svo, að
eingin ráðstöfun geti verið
öllu meir aíkallandi nú á
tímum en skipulagníng al-
þjóðasamtaka til áð vernda
komabörn fyrir stjómmála-
mönnum. Það er í san.nleika
merkilegt tímabil sem vér
höfum lifað á, þar sem ekki
hefur iþiurft annað en að
nógu voldugur stjórnmálahálf-
viti slægi hofmannlega út
hendinni og segði: í dag skul-
um við bren.na upp þrjátíu
þúsund kornabörn, — og ekki
hefur liann slept orðinu fyren
verkið er urtnið.
Þa'ð er þvælt án afiáts um
vestur og austur og hið óbrú-
anlega djúp sem sé staðfest
þar á milli. Má ég sem vest-
urevrópumaður minna á að
éi.nnig rneðal vor vesturevr-
ópumanna sjálfra ríkir marg-
háttaður mismunur á öllum
hugsanlsgum sviðum. Meðal
vesturevrópumanna eru meira
að segja uppi svo gersamlega
andstæðar siðgæðishugmyadir
að þar virðist ekki brú á
mi’li. Það eru til bæði góðir
og vondir vesturevrópumenn.
Ætti c.g að ncfna lakasta
vesturevrópumar.n söguílnar,
þá er það Hitler; snjallræði
hans var der Drang nach
Östen: drepa eins mikio af
austurevrópumönnum og hægt
væri, en skifta síöan löndum
þeirra og eignum milli þýskra
júnkara, grósséra og vop.na-
framleiðenda- Ef einhvern-
tíma ætti að setja þýskum
vesalíngum stein í afbötunar-
skyni, þeim sem sýngjandi og
húrrandi lögðu upp i reisu til
Rússlands á brynvögnum sín-
um að upphafi fimta áratug-
ar þessarar aldar, þá væri
sanngjamt að klappa á stein-
inn þessi orð: þeir liggja hér
af því þeir trúðu lakasta vest-
urevrópumanni sem uppi hef-
ur verið.
Napóleon og Hitler, þessir
tveir samriddarar þrátt fyrir
húndrað og tuttugu ára ald-
ursmun, sendu út stríðsmeim
sína áð falla með smán og
leggjast frægðariausir hlið við
hlið í mold Rússlands. Þeir
voru í hernaðarhugmyndun
sínum afspríngi hinna þraúagu
en reglubund.nu evrópisku
staðhátta þar sem skipulag
og útbúnaður er höfuðatriði
í stríði og frioi, — menn
smárra fjarlægða og sléttra
vega, haldnir þeirri villu að
hægt væri að sigrast á fjar-
lægðum austurvegar með nógu
góðu skipu’agi og nógu mikl-
um útbúnaði. Þá óraði ekki
einusinni fyrir þeim torfær-
um endalausra viðerna sem
við taka á hinu mikla megin-
landi jarðar eftir að vestur-
útjöðrum s^eppir; þeii- héldu
að skipulagður og vel búinn
her mundi nægja til að sigr-
ast á mannliafi hins austlæga
meginlands, jai’ðbundnu í orðs-
ins fylsta skilníngi, fólki sem
þess náttúra er átthagatrygð
og eðlislögmál þess einn fyrir
alla og allir fyrir einn. Þar
kprmiT- að lokum að hinar fuli-
komnu hernaðarvélar 'em'
hættar að vinna, hversu geyst
sem þær hafa fárið af stað-
Ég sá hæðina fyrir austan.
Krasnódar þar sem þjóðverj-
ar komust leingst til austurs.
Þeir komust nákvæmlegíj.
þóngað og síðan ekki leingra,
Jafnvel hinn best útbúni óg
snildarlegast skipulagði vest-
urlandaher, þó hann hafi lagjt
á stað sýngjandi af monti,
með gylta hnappa og gljá-
fægð vopn, einn góðan veður-
dag stendur hann uppi húngr-
aður, kalinn og vegalaus, vél-
amar bilaðar, morðtólin
sta.nda á sér, montið búið;
og út úr skógunum koma' á.
móti þeim skeggjaðir bændiír
og digrar sveitakonur með
lurka éða heyforka- Jafnvei
áður en her sveitamanna og-
iðnaðarverkamanna, rauði lier-
inn, varð til, var Rússland ó-
sigrandi.
Ég hef verið kunnugur ,ráð- ‘
stjómarfólki frá því í æskú'. ‘
nokkrir meðal kærustu pffl-'
sónulegra vina minna búá1 'í'
Ráðstjórnarrikjum; á ferðúm‘:’d:
mínum í landi þessu hef óg
samaeytt fólki af öllu tagiy.:
og mér hefur lærst áð þykja. .
vænt um það. I mínum auguni. .
er þetta fólk lifandi dæmi
hins friðsama ma.nnkyns, vin-
gjamlegt, hjálpfúst, glaðlegt.
og þolinmótt, grund^llar- ~
hugsun þess samvinna óg"
bróðurþel. En ég veit líka að
ef ráðist er á þetta ljúfa og’
friðsama fólk, þá á það í fór-
um sínum þrek og seiglu sem.
ekkert vopn fær unnið. Viðl
höfum sé'ð hvemig þLað hefur
orðið banabiti vestræ.nna ó-
þrifagemsa, einsog Napólens
og Hitlers, að herja í austur-
veg.
Góður vesturevrópumaður
er að mínum dómi sá sem leit-
ast við að efla góða sambú&
milli austurs og vesturs, auka
gagnkvæman skilníng, sam-1.
vinnu og menníngarleg sam-
skifti milli heimshlutanna.
Hitt er duglaus vesturevrópu- .
máður sem ekki vill gera sitt.,
til að ef’a vináttu og skilníng-,
milli vesturs og austurs.
Andrés Guðbiörn Sigurðsson
Andrés heitian var fæddur í
Hrísakoti við Reykjavík, sonur
merkishjónanna Guðríðar Þor-
valdsdóttur og Sigurðar Guð-
mundssonalr, sem lengst bjuggu
á Vegamótum á Seitjarname'si
Andrés ólst upp í foreldrahús-
um og voru miklir kærleikar
með honum, foreldrum hans og
sýstkinum. Hann fór snemma
ao stunda sjó og þótti frá
fyrstu tíð hinn bezti verkmað-
ur, bæii á sjó og iandi. Hann
var vinsæll maður af öllum,
soin honum kynntust, enda
skapið létt og hugurinn heiöur.
Vildi haan og einnig gera hvers
manns bé.n. Engan hefi ég hitt
fyrir, sem lagði honum - annað
en gott orð. Fvrir ári síðar
varð hann siðlausu þjóðfélag'
að bráð, sem háföi hrundi?
honum út- á hættubraut með
sölu áfeagra drykkja. Ásam4
tveim öðrum mönrium bergðí
ha.nn á drykk, serh rayndist
banadrykkur hcas. Hann er
sárt tregaður 'áf ölliirn þeim
sem honum höfðu kynnst á; lífs-
leiðinni, en þyngst er þó áfall-
ið Jóni bróður hans, s5m a’ð
foreldrum þeirra látnum hafði
hlynnt að honum eftir. megni-
Fyrir munn þessa bróður gerði
Jósep skáld Húnfjörð þetta
kveðjuljóð.
Víða lífs á vegamótum
vonablómin kuldinn sló.
Vinir deyja, deyja frændúr,
dauðinn mörgum þrautir bjó.
Hniginn ert þú. heli *sleginn
hjartakæri bróðir minn.
Inn í dular dýrðarheima
Drottinn leiddi anda þinn.
Fáðir kær og mikil móðir
mæta þér með bros á vör
og mæ’a. svo í dýrð hjá Drottnij
Dauði er lífsins sigurför.
Góður sonur, guðs á vegum
gekkst þú jafnan hverja stund.
FaSirvor þér var í huga
við þinn hinnsta æviblund.
Nú er ekki neitt áð óttast,
nú eru mikil þáttaskil.
Heilög gyðja himinborin,
hér er engin freisting ti1.
Lausnarans við leiðarmerki
’éftar yarpar þinni önd.
A’faðir þig yfir blessar,
éillf dis þér réttir liond.
Bróðir minn, þig kveð ég kæri,
kveð þig nú i hinnsta sinn.
Fagrar bænir fyr og síðar
fylaria þér i himininn.
Dáð ég þakka og drenglund þinaa
dagfar þitt og bróðurþel.
Gleðji þig um eilífð alla
alkærleikans himinhvel. í.