Þjóðviljinn - 20.12.1953, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. desember 1953
Selma Lagerlö}:
Örlagahringurixm
11
11. dagux
1 mér fannst hann vera fyrir aftan mig, og ég spratt á
fætur. Ég sá auðvita'ö ekkert, en ég var svo viss um
að ég hefð'i heyrt til hans, að ég vildi ekki setjast aftur
að borðum, heldur hef ég setið aleinn síðan og íhugað
málið. Og mig hefur langað til aö heyra álit hins náð-
uga bróður á þessu máli. Var þetta faðir minn sem gaf
frá sér þjáningarstunu vegna hins horfna fjársjóðs? Ef
ég gæti trúað aö hann saknaði hans enn, myndi ég
þegar 1 stað láta hefja leit, svo að hann fyndi ekki
lengur til hins djúpa sársauka sem andvarpið bar vott
um.
— Þetta er í annaö skipti 1 dag sem ég hef þurft aö
svara því, hvort hinn látni hershöföingi sakni enn
hins glataða hrings og vilji endurheimta hann, sagði
prófasturinn. Ég ætla því fyrst með leyfi bróöur að
segja sögu mína, og síðan skulum við bera saman ráð
okkar.
Og prófasturinn hóf frásögn sína og honum varð
nú ljóst, að hann hefði ekki þurft að óttast, að liðs-
foringinn væri áhugalaus um hagsmunamál föður
síns. Prófastinum hafði ekki dottið í hug, aö eitthvað
af eðli Loðbrókarsonanna fyrirfinnst í hverjum manni,
hversu rólyndur sem hann er. Og þaö má með sanni^-
segja að flestir grísir rymja, þegar þeir heyra um rangs-
leitni við' gamla göltinn. Hann sá að æðarnar þrútn-
uðu í enni liðsforingjans; hann kreppti hnefann svo
aö hnúarnir hvítnuðu. Ógurleg reiði gagntók hann.
Auðvitað sagði prófasturinn söguna með eigin orðum.
Hann skýrði frá því, að reiði guðs hefði lostið söku-
dólgana og vildi á engan hátt viðurkenna að hinn látni
hefði átt þar hlut að máli.
1 En liösforinginn skildi allt sem hann heyrði á annan'
veg. Honum varð nú ljóst að faðir hans hafði ekki haft
frið í gröf sinni, vegna þess að hringnum var rænt af
■ vísifingri hans. Hann fann til ótta og samvizkubits,
vegna þess að hann hafði látiö þetta mál sér 1 léttu
rúmi liggja fram að þessu. Það var eins og hann hefði
verið stunginn í hjartastað.
Prófasturinn tók eftir geðshræringu hans og hann
þorði varla að minnast á að hringnum hefði verið rænt
frá honum aftur, en það var eins og liðsforinginn fyndi
til biturrar ánægju yfir því.
— Það er gott að einn af þjófahyskinu er enn á
lífi og hefur tamið sér háttu þess, sagði Löwensköld
liðsforingi. Hershöfðinginn hefur veitt foreldrunum
þungar búsifjar. Nú er rööin komin að mér.
Prófasturinn tók eftir hörku og miskunnarleysi í
rödd hans. Hann fylltist meiri og meiri kvíða. Hann
óttaðist, að liðsforinginn kyrkti Engilbert í greip sinni
eða berði hann til bana.
— Ég leit á það sem skyldu mína að flytja bróður
Löwensköld boðskap hins látna, sagði prófasturinn, en
ég vona að bróðir flani ekki að neinu. Ég hef nú í
hyggju að skýra lénsmanninum frá málavöxtum í
sambandi við ránið frá sjálfum mér.
— Bróðir hefur það eins og hann vill, sagði liðsfor-
' inginn. En raunar er það óþarfa fyrirhöfn, því að
þetta mál ætla ég að leiða til lykta á eigin spýtur.
Von bráðar varð prófastinum ljóst að hann hafði
ekki meira að gera á Heiðarbæ. Hann reiö þaðan eins
fljótt og honum var unnt til þess að reyna að koma boð-
' um til lénsmannsins fyrir náttmál.
En Löwensköld liðsforingi kallaði fólk sitt saman,
skýrði því frá því sem gerát hafði og spurði hverjir vildu
fara með honum næsta morgun til að grípa þjófinn.
Enginn færðist undan að gera honum og hinum látna
hershöfðingja þennan greiða, og því sem eftir lifði
kvöldsins var varið til að tína fram alls konar vopn,
■ stutt spjót og langar lensur, lurka og ljái.
VI.
Það voru ekki færri en fimmtán manna, sem fylgdu
liðsforingjanum þegar hann lagði af stað í þjófaleit
klukkan fjögur næsta morgun. Og allir voru þeir mjög
■ vígreifir. Þeir voru að berjast fyrir réttlætismáli og hers-
höfðinginn stóð með þeim. Fyrst hinn látni hafði fylgt
málinu svona vel eftir fram að þessu, hlaut hann að"
leiða það til happasælla lykta.
Hin raunverulega auðn tók ekki við fyrr en mílu veg-
ar frá Heiðarbæ. Fyrst í stað gengu þeir eftir breiðum
dalbotni, sem ýmist var ræktaður eöa byggður smákof-
um. Hér og þar á hæðunum risu allstór þorp. Eitt
þeirra var Óláfsbær, þar sem Báröur Báröarson hafði
átt heima, þangað til hershöfðinginn brenndi ofanaf
honum bæinn.
Fyrir handan þetta svæöi breiddist skógurinn yfir
jörðina eins og þykk, óendanleg ábreiöa. En samt var
ekki loku skotið fyrir mannlegan mátt. Inni í skóginum
voru þröngar götur, sem lágu til selja eða að kolagryfj-
um.
Það var eins og liðsforinginn og menn hans fengju á i
sig annan svip, þegar þeir komu inn í skóginn. Þeir höföu
fyrr verið þarna á veiðum og veiðimannaeðlið kom upp
í þeim. Þeir fóru að líta rannsakandi inn í kjarrið,
göngulag þeirra breyttist, varð létt og mjúkt.
— Við skulum koma okkur saman um eitt, piltar,
sagði liðsforinginn. Enginn ykkar á að saurga sig á aö
fást við þennan þjóf, heldur eigið þið að láta mig um
hann. Sjáiö bara um að hann komist ekki undan.
En þessari skipun hefði sjálfsagt ekki verið hlýtt.,
Allir þessir menn sem daginn áður höfðu unnið að frið-
samlegum störfum, búskap og heyvinnu, brunnu nú
í skinninu eftir að fá aö gefa Engilbert, þjófnum þeim
arna, verðskuldaða ráðningu.
Nú voru þeir komnir svo langt inn í skóginn, að risa-
fururnar, sem höfðu vaxiö þar síðan í fornöld, voru
orðnar svo þéttar að þær mýnduðu óslitið þak yfir höfð-
um þeirra, allur undirgróður var horfinn og aðeins mosi
þakti jarðveginn, og þá sáu þeir þrjá menn koma á móti
sér, sem báru á milli sín börur sem fjórði maðurinn
hvíldi á.
TTHT
OC CAMPfd
1‘essi atburður sem hér er greint
frá mun hafa ger/.t einhverntíma
fyrr á öldum í Flórens.
Enskur lieisliöföingi var á gangi
á einu torgi borgarinnar, er tveir
munkar af reglu hins heilaga
Frans urðu á vegi hans. Munk-
jirnir hcilsuðu hershöfðingjanum
kurteisiega og sögðu:
Friður sé með yður.
Hann sneri sér að þeim og sagði
fyrstur:
Drottinn svipti yður öllum ölm-
usugjöfum. .
Munkarnir urðu forviða og spurðu
alira auðmjúkast livernig þeir
hefðu móðgað liann.
Hersliöfðinginn lireytti út úr sér:
í*ér óskið þess að ég sé sviptur
mínu daglega brauði, og ég óska
yður þess sama. — »>....
* * *-
Enskt blað tilkynnti andlát
prests nokkurs með þessum orð-
um:
Séra K. yfirgaf þennan táradal I
morgun og hélt til himna.
Seint um kvöld barst ritstjóra
b’.aðsins svoiátandi forgangshrað-
skeyti.
Séra K. ókominn ennþá. Er orð-
inn mjög kvíðandi um hann. —-
Sankti Pétur.
* * *
Frúin: Nú hafið þér brotið meira
þennan mánuð en þér væruð fær
um að borga með mánaðarkaup-
inu yðar. Hvað er nú hægt að
gera til að koma í veg fyrii-
þetta:
Vinnukonan: Ja, satt að segja sé.
ég engin önnur ráð en kaupið
mitt verði hækkað.
Ánœgjustundir í eldhúsi
Heimilisþættinum hefur borizt
bók er nefnist ,,Ánægjustundir í
eldhúsinu". Bók þessi er mat-
reiðslubók handa börnum, leið-
beiningar um eldamennsku og
bakstur, ljósar og greinilegar
matar- og kökuuppskriftir, skýrð-
ar með myndum. Bók þessi verð-
ur áreiðanlega vinsæl einkum
meðal hálfstálpaðra telpna, sem
dreymir um að fá að spreyta sig
í eldhúsinu, en trúlega eru marg-
ar mæður alltof tregar til að
veita þeim leyfi til þess. Bókin
er 80 bls. að stærð, þýdd af frú
Rannveigu Löve. Bókaútgáfan
Bernskan geíur bókina út.
Um svipað leyti og bókin barst
Heimiiisþættinum, fékk Bæjar-
pósturinn sent bréf og af því að
bréfið fjallar að nokkru leyti
um áðumefnda bók, gerðist
Heimilisþátturinn svo djarfur að
taka bréf þetta traustataki og
fer það hér á eftir:
,,Það var fyrir nokkrum dög
um, að ég gekk í bæinn til’ að
leita í búðunum að heppilegum
jólagjöfum handa fólkinu mínu.
Aðaliega voru það samt börn n
sem þurfti að hugsa um.
•
Nógu var úr að velja, ekki vant
aði það, og verðið eftir því
Og fólkið keypti og keypti. Ég
var komin inn í verzlun þar sem
se'.dir voru ýmsir smáhlutir, flest
amer skar vörur. Ég stóð við
hliðina á tveimur konum, þær
voru vel klæddar og vel snyrt-
ar, sem sagt lýta'.ausar. Ég heyrði
á samtali þeirra að þær voru
að kaupa jólagjafir handa dætr-
um sínum 10 ára gömlum. ,,Aga-
lega er þetta iekkert" sagði önn
ur, ..ég kaupi: þetta handa Stellu“.
Hún hélt á snyrtivörukassa.
„Hún getur haft þetta á snyrti-
borðinu sínu.“ Ég hugsaði, snyrti-
vörukassi handa 10 ára telpu
sem á snyrtiborð og ég sé telpuna
í huganum. Sjálfsagt mátti ekki
sjást blettur eða hrukka á henn
neinsstaðar og hún gekk hægt
og hljóðlega um eins og fullorðin
og þreytt manneskja.
Næst kom ég inn í bókabúð og
þar rakst ég á litla bók og hún
er nú aðal orsökin til þessara
hugleiðinga minna. Bókin heitir
„Ánægjustundir I eldhúsinu“
Ég fletti bókinni og sá, að hún
var ætluð börnum, mat-ar- og
kökuuppskriftir sem mjög auð-
velt var að vinna úr ásamt
skýringum og formálsorðum til
foreldra. Við að skoða þessa bók
rifjaðist upp fyrir mér atvik frá
æskudögunum.
Ég var 12 ára gömul, þetta var
rétt fyrir jólin, mamma hafði
veikzt og lá í rúminu og hún
hafði áhyggjur út af jólaundir-
búningnum. Enginn var til að
hjálpa nema ég því systkini mín
voru mikið yngri, auk þess var
ég í skólanum mikinn hluta
dagsins. „Ég get vel bakað fyrir
þjg mamma“ sagði ég og beið
með eftirvæntingu eftir því, að
hún segði já. Það hlyti að vera
dásamlega gaman að mega baka.
,.Þú getur ekki bakað“ var syar
ið“. En ég fékk vilja minn fram
oð lokum. Og svo bar ég allt
bökunarefni inn að rúminu til
mömmu svo hún gæti haft eftir
lit með öllu og þar hnoðaði ég
og hrærði. Þetta tókst allt sæmi-
lega nema hvað hálfmánarnir
urðu dálítið Ijósari en þeir áttu
að verða af því ég gleymdi að
bæta kolum á eldinn. Gaman
hefði nú verið að eiga svona bók
þá. Sannarlega ætlaði ég að geía
henni dóttur minni svona bók og
lofa henni að spreyta sig fyrir
jólin. .,,Ég ætti nú ekki annað
eftir, en kaupa svona bók handa
henni Stellu“, heyri ég sagt við
hliðina á mér. „Það yrði nú
meira sullið“. Ég íeit upp og sjál
Það var sama konan og hafði í
næstu búð verið að kaupa snyrti-
vörukassa handa 10 ára .dóttur
sinni. Grunur minn hafði verið
réttur og ég sárvorkenndi barn-
inu. Kannske ætti hún vinkonu,
sem fengi að taka þátt í jóla-
bakstrinum og „sulla“ í eldhús-
inu, en stæði sjálf álengdar af
því hún mátti ekki óhreinka sig.
Þetta er nú orðið nokkuð iangt
mál, en ég vildi koma þessum
hugsunum mínum á framfæri,
þó þæ.r væru nokkuð sundurlaus-
ar. Og vona ég að sem flestar
mæður lesi þetta og skilji hvað
ég á við. — Edda“.
----------------------------
Armstólar
frá kr. 650.00
Svefnsófar
}yrirligg}andi
Húsgagnabólstrunin
Einholti 2