Þjóðviljinn

Date
  • previous monthJanuary 1954next month
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Þjóðviljinn - 21.01.1954, Page 10

Þjóðviljinn - 21.01.1954, Page 10
m i- ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagrur 21. janúar ÍÖS# Selma Lagerlöf: r; Örlagahringurlnn 32. dagux og hún haföi öll horfiö niður í jörðina. Greinin hlaut að hafa komizt alla leið niður í gröfina. Jungfrú Spaak hafði aldrei á ævi sinni hugsað jafn- skýrt. Henni varð ljóst að rotturnar hlutu að hafa rutt sér braut niður í gröfina. Ef til vill hafði verið sprunga í hleðslunni eða nokkrir múrsteinar höfðu hrunið úr henni. Hún lagðist niður, reif burt torfu, víkkaði opíð og rak handlegginn niður í gatið. Hún komst fyrirhafnarlaust niður holuna, en eklci inn að múrnum. Handleggur- inn var ekki nógu langur. Þá tók hún í skyndi sundur böggulinn og tók húfuna fram. Hún festi hana á endann á greininni og rak hana hægt niður í holuna. Brátt var hún horfin. Hún rak greinina hægt og varlega lengra og lengra niður. En þegar greinin var næstum komin öll niður í gatið, fann hún að hún var þrifin snögglega úr hönd hennar. Hún livarf með snöggum rykk niður í gatið. vísu gat verið, að greinin hefði aðeins dottið sjálf- krafa, en hún var þess fullviss, aö hún hefði verið þrifin af henni. Og nú varð hún loksins hrædd. Hún tók allt sem í bögglinum var, tróð því niður í gatið, lagfærði mold og torf eins vel og hún gat og hljóp burtu. Hún gekk «kki, heldur hljóp alla leiðina heim á Heiðarbæ. Þegar hún kom inn í húsagarðinn stóðu bæði barón- inn og fríherrafrúin á tröppunum. Þau komu bæði til móts við hana. — Hvar hefur jungfrúin verið? spurðu þau hana' Við stöndum hér og bíðum eftir henni. — Er Adrian barón dáinn? spurði jungfrú Spaak. — Nei, hann er ekki dáinn, sagði baróninn, en fyrst viljum við vita hvar jungfrú Spaak hefur verið! Jungfrúin var svo móð að hún gat varla talað, en hún skýrði frá hlutverkinu, sem Marit hafði falið henni og sagði, að henni hefði að minnsta kosti tekizt að koma einni flíkinni niður í garðinn gegnum rottuholu. — Þetta er mjög merkilegt, jungfrú Spaak, sagði baróninn, því að Adrian líður miklu betur. Hann vakn aði af dáinu fyrir skammri stundu og fyi’stu orð hans voru: Nú er hershöjöinginn búinn aö Já hringinn. — Hjarta hans slær nú aftur eðlilega, sagði frí- herrafrúin, og hann langar til að tala við jungfrúna. Hann segir, að jungfrúin hafi bjargað lífi hans. Þau létu jungfrúna fara eina inn til Adrians. Hann sat í rúminu og breiddi út faðminn, þegar hann sá hana. — Ég veit það, ég veit það, hrópaði hann. Hershofð- inginn er búinn að fá hringinn og það er jungfrúnni að þakka. Jungfni Spaak hló og grét, meðan hún lá í faðmi hans og hann kyssti hana á ennið. — Ég þakka jungfrúnni lífgjöfina, sagði hann. Ég væri stirðnað lík á þessari stundu, ef jungfrúin hefði ekki veitt aðstoð sína. Það er aldrei hægt að þakka slíkt til fulls. Ungi maðurinn hafði heilsað jungfrú Spaak með svo mikilli hrifningu, að hún lá alltof lengi kyrr í faðmi hans. Hann flýtti sér að bæta við: — Og það er ekki ég einn sem þakkar jungfrúnni, — hún hérna gerir það líka. Hann sýndi henni nisti sem hann bar um hálsinn. Jungfrú Spaak sá óljóst að þaö var smámynd af ungri stúlku. — Jungfrúin er hin fyrsta auk foreldranna sem fær að vita það, sagði hann. Þegar hún kemur að Heiðarbæ eftir nokkrar vikur, getur hún þakkað jungfrúnni enn betur en ég get gert. Og jungfrú Spaak hneigði sig fyrir baróninum unga í þakklætisskyni fyrir traustið. Hana hefði langað til að segja við hann, að hún ætlaði sér ekki að verða á Heiðarbæ til að taka á móti unnustu hans. En hún áttaði sig í tíma. Fátæk stúlka verður að gæta þess að fyrir- gera ekki góðri atvinnu. Endir Tryggingastofmiit xíkisins Útborgun 9,30—3 é.h. Laugardaga 9.30—12 Clreiðslur fjölskyldubóta Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að í janúar- mánuði verða einungis greiddar innstæður frá fyrra ári og bætur fyrir fjögur böm, eða fleiri, í sömu fjölskyldu. Greiðslur bótanna hefjast þ. 22. og standa til 29. þ.m. Bætumar verða greiddar daglega frá kl. 9.30 til 3, (opið einnig milli 12—1) nema laugar- daga frá 9.30—12, í húsnæði Tryggingastofnunar- innar að Laugaveg 114. Pabbl, sagði Nonni litH við íöðuT sinn: ég g-et nokkuð sem þú getui; ekkL Og hvað er það, væni minn? Stækkað. * * * Pabbinn við son sinn sem kominn. er hcim úr stórborginni í jólafrít Nú verðurðu að fara að reyna a3 spara dálítið. þú ert nokkuð dýr í rekstri. Sonurinn: Ég skal reyna að kaupa eins lítið af bókum og mér er mögulegt, * * * Alltaf dettur mér Jón í hug ef ég sé þig. Við Jón erum þó ekki hið minnsta líkir. Jú, þið eigið eitt sameiginlegt — Jón skuldar mér 100 krónur. * « * Mér virðist þú sért hættur að hafa áhyggjur. Hvað má valda þvi? Erfiðleikar mínlr eru orðnir raun- verulegri en þeir voru áður. Taska og húfa Beinir saumar Allar konur njóta þess að eignast fallega sokka, en það er ekki nóg að sokkarnir séu fal- legir, — til þess áð þeir njóti sín á fæti.nutn þurfa saúmamir að vera bekiir. Það er alls ekki sama hvemig farið er í sokk, það þarf að fara rétt í fram- leistinn, svo að saumurinn komi upp með miðjum hælnum, ann. ars skekkist sokkurinn alltaf á fætinum. Þetta vandamál þekkist ekki þegar notaðir eru saumlausir sokkar, en þeir hafa aidrei náð verulegri útbreiðslu. Beinn saumur aftan á fallegum sokk lætur fótinn sýnast grennri og fallegri í laginti og þess vegna ættum rið allar að gæta 'þess að fara rétt í sokk ana. Ekki er rétt að skipta á plöntum á vetuma nema sér- staklega standi á og áburður er aðeins gefinn mjög stórum plöntum sem staðna ekki alger- lega í vextinum á veturna. Hér er sýnd samstæða úr mjúku, gráu skinni, sem fer vel við gráa vetrarfrakkann. Nú er notað skinn á þykka frakka, en ekki einungis á þyimri og stiið- meiri kápur eins og áður. Bæði hattur og kápa eru öll gerð úr skinni og það er fremur sjald- gæft. Yfirleitt er loðna skinnið notað með öðru efni, svo sem apas’tínni, rúskinni eða flaueli. Húfur og töskur sem gerð em eingcngu úr skinni verða oft dálítið klunnaleg, og í flestum tilfellum er nægilegt að skreyta SparifejóllSim 1 með skinni. Og það er líka miklu þægilegra, ef maður ætlar sjálf- ur að búa það til. Hægt er að sauma skinnrenning á heklaða húfu eða ekreyta flókatösku með s'.nnni. Oft er önnur hliðin á töskunum úr skinni og til- valið er að sauma skinn fram- an á töskuna sem orðin er ljót að framan. En gætið þess, að það þarf meira skinn í tösku en maður heldur, aftur á móti er hægt að ekreýla með mjög litlu. Nú eru allar búðir yfirfullar af fallegum kjólefnum, það er bara sá gallinn á að góðu efn- in eru dýr. En cf til vill hafa einhverjar ykkar fengið kjól- efni í jólagjöf og þá þarf ekki að kosta upp á annað en saumaskap, ef þið eruð ekki svo lánsamar að geta saumað sjálfar. Kjóilinn á myndinni er einmitt tilvalinn til að fai’a í á átthagafélagsmót eða árs- hátíð, en venjulega er meira en nóg af slíkum skemmtunum á þorra og góu liér í Reykja- vík. Pilsið er vítt með lokufalli að framan og aftan, en rið pils eru mjög mikið notuð á sam- kvæmis- og kvöldkjólum enda eru nýju tízkuefnin mjög falleg í víð pils. Þetta hálsmál. er einnig mjög í tízku. Það er að vísu með laufaskurði á mynd- inni, vegna mynstursins á efn- inu, en annars er það engin prýði. Undir höndimum og aft- ur fyrir bak er kjóllinn brydd- áður svörtu, breiðu flauels- bandi, sem tekið er saman með slaufu að aftan. Þennan kjól gætu flestar okkar saumað heima, ef við fengjum hairn sniðinn, og það munar mikhi á útgjöldum. 7

x

Þjóðviljinn

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
57
Assigiiaat ilaat:
16489
Saqqummersinneqarpoq:
1936-1992
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.01.1992
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Ilassut:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue: 16. tölublað (21.01.1954)
https://timarit.is/issue/214867

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

16. tölublað (21.01.1954)

Actions: