Þjóðviljinn - 23.01.1954, Side 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 23. janúar 1954
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýSu — SósiaHstaflokkurlnn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurSur GuSmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnaaon.
Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjaml Benedlktsson, Gu8-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi ólafsson,
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
I Ritstjóm, afgreiðsla, auglýstngar, prentamiðja: Skólavörðustig
} 19. — Sími 7600 (3 linur).
AskriftarverB kr. 20 & mánuðl I Reykjavík og n&grennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð.
PrentsmiSja Þjóðviljans h-f.
Eining til nýrrar séknar
Fast að hálfa öld hafa reyikvískir verkamenn verið forystulið
íslenzku verkalýðsstéttarinnar og fremsta vigi þeirra i sókn og
vörn hefur Verkamannafélagið Dagsbrún verið.
Frá þessu forystufélagi vehkalýðsins hafa magnþrungnir
Btraumar samtakamáttarins borizt um allar byggðir landsins, þar
Bem. vinnandi menn hafa lifað og starfað.
Þegar að hefur syTt, og yfirstéttin spennt verkamanninn í harð-
asta fjötra arðráns og kúgunar, hefur glóð baráttuviljans,
bjai'tsýninnar og áræðisins ætíð borizt frá Dagsbrún til aJls
hins kúgaða lýðs, fært honum kjark og traust og þrek til að
verja sig og brjótast áfram til réttar sins.
Þegar aðstæður hafa vænkazt, hefur Dagsbrún tekið foryst-
tma og frumkvæðið að sigursælli baráttu venkalýðs alls landsins.
Sannarlega hefur Dagsbrún borið tiafn sitt með rentu.
1 fertugasta og níunda skiptið ganga Dagsbrúnarmenn í dag
og á morgun til stjórnarkjörs í félagi sínu, eftir að hafa í 12 ár
Bemfleytt notið forystu Sigurðar Guðnasonar verkamaruusins,
eem félagið setti á oddinn til að liefja það að nýju til vegs og
yirðingar.
Saga þessara 12 ára hefur verið saga óslitinnar baráttu fjTÍr
Ibæ-ttum lífskjörum og réttindum verkamanna, oftlega með mikl-
um árangri.
í dag, þegar Sigurður Guðnason lætur af formamisstörfum og
beztu samherjum hans hefur verið stillt til stjómarkjörs, þurfa
Dagsbrúnarmenn ekki aðeins að horfa um öxl, heldur og fram
á við og gera sér fulla grein fyrir verkefnum sínum og tæki-
færum.
Þrátt fyrir öflugt viðnám Dagsbrúnar og annarra verkalýðs-
feamtaka, hefur stórgróðastéttinni tekizt að rýra lífskjörin að
nýju hin síðari ár og sölsa samtímis undir sig ofsalegan gróða.
Og framundan er enn gífurlegri auðsöfnun á fárra manna hend-
ur. Þessi gerspillta stétt hefur boðið verkalýðnum stéttarher
i stað kjarabóta og aukinnar hlutdeildar í gróða sínum. 1 stað
atvinnuöryggis berst auðstéttin með hnúum og hnefum gegn
atvinnuleysistryggingum og heldur atvinnulífi landsmanna í
f jötrum einokunar og markaðsvandræða.
Verkalýðslrreyfing Islands með Dagsbrún í broddi fylkingar
Btendur nú frammi fyrir nýjum og stórum verkefnum, sem
Bnerta allt vinnandi fólk í landinu og þjóðina alla. Viðhorfin
éru þannig orðin, að verkalýðshreyfingin verður að finna til
amáttar síns og réttar til þess að blanda sér af fullum krafti í
rekstur atvinnullfsins og þjóðarbúsins í heild. Þessi réttui’ bygg-
ist ekki einvörðungu á því, að örlög verkamannaheimilanna og
velferð þeirra er bundin þróun atvinnulífsins, heldur engu síður á
jþvi, að það er hin vinnandi hönd, sem skapar öll verðmæti fram-
lekld í þessu landi.
í fyrsta lagi er það brýn nauðsyn verkalýðshreyfingarinnar
að beita áhrifamætti sínum til þess að íslenzk framleiðsla verði
stórlega aukin til sjávar og sveita og að ölhim hömlum á fram-
feiðslugefcu íslendinga verði rutt úr vegi.
I öðru lagi er ]»að brýn nauðsyn verltalýðshreyfingarinnar
áð beita áhrifamætti sínum til þess að fslandi verði tryggðir
Öruggir markaáir fyrir alla sína útflutningsframJelðslu.
í þriðja lagi er það brýn nauðsyn verkalýísheyflngarinnar,
áð hún beití öllum áhrifamætti sínum tíl þess að lífskjör verkæ-
lýðsins og alls vinnandi fólks í Iandinu verðl stóriega bætt, fyrst
pg fremst með vemlega auknum jöfnuði í skiptingu þjóðartekn-
anna.
Það er nauðsyn verkamannastéttarinnar. það er þjóðarnauð-
Byn orðin, að verkalýðsstéttin segi endanlega skilið við þann
bugsunarhátt, að hana varði ekki um, hvemig íslenzkir atvinnu-
yegir eru reknir og þjóðarbúið í heild.
Engan vaðar meira um það en verkamannastéttina, hvort at-
vinnutækin eni rekin og hvemig þau er rekin, hvort marka.ðir
eru tyggðir fyrir framleiðsluna og hvernig arðinum er skipt,
*n.a. vegna þess, að íslenzka vekamannastéttin vill ekki vera
beiningamaður erlendra arðræningja í hennar eigin landi.
Þegar Dagsbrúnarmenn ganga nú til stjómarkjörs, gera þeir
það í fullri yitund þess, að félags þeirra bíður það stóra forystu-
hlutverk að skipuleggja íslenzkan verkaJýð í heild til nýrrar
alhliða sóknar fyrir bættum kjörum og betri timrnn, fyrir eflingu
íslenzkrar framleiðslu og öraggum mörkuðum hennar, fyrir
auknu valdi og velmegun verkamannastéttarinnar.
B-Iistinn, listi atvinnurekenda og Alþýðufloikksforystunnar,
hefur aðeins tvö atriði á sinni stefnuskrá. Annað er pöntxmar-
féla.gsstarfsemi, sem verkalýðshreyfingin hefur imnið að ára-
tugum saman með miklum árangri. Hitt er að liða Dag3brún í
deildir og þuirka hana þar með út sem vaid verkalýðsuis.
Andspænis þessari ömurlegu „stefnuskrá" stendur sú bjarta
og sterka stefna Dagsbrúnarmanna, sem að ofan getur.
Um þessa stefnuskrá þurfa allir Dagsbrúnarmenn að fylkja
Bér nú í stjórnarkjörinu.
Um hana þurfa þeir að skapa þá einingu, sem gefur verkalýðn-
fctm valdið til þess að framkvamaa stefnuna.
Og leið einingarinnar er alger sigur A-listans.
Samvizkan slær Hannibal
Hannibal Valdimarsson, for-
maður Alþýðuflokksins, birtir
í gær grein í Alþýðublaðinu,
og hefst hún á forsíðu með
fimm dálka fyrirsögnum en
heldur síðan áfram og er sjö
dálkar á lengd. Greinin öll er
mótuð af þvílikri vaustillingu
að fá hliðstæð dæmi verða
fundin Það er auðséð að mann-
inum líður mjög illa, og það
dylst ekki heldur af hverju
vanlíðanin er sprottin: Óll fyr-
irheit hans þegar hann tók við
forustu Alþýðuflokksins haía
verið srvikin, stefna sú sem
hann lofaði að marka er runn-
in út í sandiim; eftir stendur
gamla reynslan af forustu Al-
þýðuflokksins, samstarf við
ílialdið í veridýúshreyfingunni,
samstarf við stjómarflokkana
á Alþingl Þess sér engin merki
-lengur í stefnu og starfsaðferð-
um Alþýðuflokksforustunnar
að formaöur flokksins heitir
ennþá Hanníbal Valdimarsson
en ekki Stefán Jóhann Stef-
ánsson.
Fðzmaðuriim gefur
í skyn
Tilefni greinar Hanníbals eru
atburðir þeir sem gerzt hafa
síðustu daga, undirbúningur
kosninganna í Dagsbrún og
samningar bátasjómanna. f
Dagsbrún var ástandið þannig
að forusta Alþýðuflokksins
treystist ekki til að bjóða
fram, hún haíði ekki eir.u sínni
afl til að búa til lista. Hald-
reipið var þá það sem alkimn-
ast er frá formennskutíð Stef-
áns Jóhanns Stefánssonar, að
leita samstarfs við atvinnurek-
endur, fá Óðinsmenn til þess
að fylla upp í skarðið mikla.
Minntust þá margir þess sem
formaðurinn hafði margsinnis
áður sagt og skrifað um hækj-
nr íhaldsins.
Hanníbal ber nú í Alþýðu-
baðinu að haim hafi ekki
sjálfur farið niður í Holsteiu
og samið við • forsprakka
íhaldsins og hefur iuu það
mörg orð og stór. Ekki
skulu þær yfirlýsingar
dregnar í efa, en þær skipta
engu máli. Hannibal Valdi-
marsson verður ai mínnast
þess að haiui er formaður
flokks og ritstjóri blaðs.
Hann er enginn óábyrgur
einstakiingur heldur ber á-
byrgð á stefnu flokkifns.
Ef sú stefna er í andstöðu
við vilja hans, verður hann
annað tveggja að beygja
sig undir vilja þeirra setn
stefnunni ráða eða gera
uppreisn, láta sverfa tál stáls
innan flokksins og vílcja ef
hann verður í minnihluta.
ic Minntusi þá margir
hækjunnar
En formaður flokksins hefur
valið h:na óábyrgu alstöðu.
líkt og þegar hann sat hjá á
Alþingi. við nefndakosningar!
Hann hefur gefið í skyn í Al-
þýðublaðinu á ótvíræðan hátt
að hann sé andvígur samvirm-
unni við íhaldið, en á sáma
tima heíur blað hans skorað
eindregið á verkameim að
fylkja sér um frambjóðendur
íhaldsins í Dagsbrún. Á sama
tima og Hannibal sór á 8. síðu
í blaði sinu, birtist á forsíðu
áróður til stuðnings við fram-
bjóðendur íhaldsins og sama
dag birti e:nn þeirra mikinn
lofsöng um íhaldið í Morgun-
blaðinu. En ef til vill ræður
. Hanuvbal ekki einu sinni yfir
forsiðunni r blaií sinu, ef til
vill verður hann að skrifa und-
ir nafni þær greinar sem brjóta
í bága við stefnu flokksins og
blaðsirs eins og hún birtist í
raun? En þannig getur í’lokks-
form. ekki hegðað sér, og það
hefur Þjóðviljinn sagt Hanni-
bal undaníarna daga. Hann
getur ekki verið með hvísling-
ar tU Alþýðuflokksmanna í
Dagsbrún um það að hann sé
á móti íhaldssamvinnunni alveg
eins og Þelr, á sama tírna og
blaðið hrópar hástöfum stuðn-
ing sinn við þetta sama íhald.
Annað hvort er hann formaður
flokksihs og’ ber ábyr.gð á
stefnu hans allri, eða hann á
, að hafa þrek lil þess að segja
af sér.
Staðreyadima?
Annað atriðið í grein Hanní-
bals fjaUar um sjómannasamn-
ingana og talar hann þar mik-
ið um „róg og níð kommúnista"
og fer með mörg fleiri sárs-
aukafuU orð. En hér er hvorki
um róg eða níð að ræða, held-
ur staðrejTidir. Það verða eklci
bomar brigður á það að félagi
Hanaibals í samninganefnd-
úmi, Sigríkur Sigríksson, for-
maður sjómannadeildarinnar á
Akranesi, geríl tilraun til að
kljúfa samtök sjómamia og
barðist fyrir mun lægri kjör-
um en fengust fram að lokum.
Hannibal segir nú — þegar
hann minnist á þennan atburð
í fyrsta sinn! — að klofnings-
tllraunin hafi aðeins orðið sam-
tökunum tU styrktar vegna þess
að sjórrvenn hrundu henni á
eftirminnilegasta hátt. Víst
hafa sjómena hreinan skjöld,
en það firrir ekki forustu Al-
þýðuflokksins nokkurri ábyrgð.
Ekki getur stjórnin á flokkn-
um verið slík að einstakir trún-
aðarmenn geti hlaupið upp í
stórátöfcum [með kloflnmigstU-
raunir í þágu atvinnurekenda;
þeir hljóta þó .að hafa haft
eitthvert samráð sírl á milli
Alþýðuflokksmennimir 1 samn-
inganefndinni! Eða vill formað-
ur flokksins ef til vill halda
þvi fram að gHuidroðinu og
ráðleysið sé svo algert að í
Alþýðufloklcnum geti hver mað-
ur gert þai sem honum sýnist?
Og það er -að minnsta kosti
mjög emkennileg tilviljun að
framkoma formannsins sjálfs
er i fyllsta samræmi við gerð-
ir Sigríks Sigr’kssonar. Hann
bauð í Alþýðublaðinu 5 aura
lækkun á kröfum sjómanna á
sama tíma og útgerðarmenn
höfðu aðeins boðið 5 aura
hækkun, og samkvæmt öllum
venjum í samningum er með
þessu verið að gefa í skyn
vilja til að mæiast á miðri leið.
Hanníbal segir nú að það hafi
ekki verið ætlun sín, en jafn-
vel þótt orð hans séu tekin
trúanleg um {>að, verður í'ram-
koma hans að minnsta kosti
stórskaðlegur flumbrugangur
og óáagot sem ekki samir
manni sem í 20 ár segist hafa
starfað innan verklýðshrej’f-
ingarinnar.
^ Um hvað hafa á-
tökin verið?
Hanníbal hefur stór orð um
„dáðleysi og svik“ sósíalista
í verklýðshreyfinguimi, en
hann varast að nefna nokkur
dsemi máli sínu til sönnunar.
Og það er mjög skiljanlegt. Á
rúmu ári hefur tvivegis skorizt
í odda milli sameiningarmanna
og Harmibais í sambandi við
stórfelldar vinnudeilur. I bæói
skiptin stöfuðu átökin af því
að HanrébaL cg hans menu
voru reiðubúnir til að semja
af verkalýðnura, sættast á
lægri kjör en fáanæg voru. Ef
málavextir hefðu verið öfugir,
hefðu þessi stórvrtu ummæli
verið skiljanleg, en nú hitta
orðin þann sem notar þau. í
desemberverkföllumun miklu
tókst sameinlngarmöimiun að
knýja fram verulega kaup-
hækkun eftir að blað Hanni-
bals var búið að lýsa yfir því
að samningar hefðu tekizt um
mun. lakari kjör. Og í sjó-
mannadeilmmi nú tókst eiu-
ingarmönnum að fá fiskverðið
upp í kr 1.22 þrátt fyrir fram-
ferðl samninganefndarmannsins
Sigríks Sigrikssonar og tilboð
Hanníbals sjálfs í Alþýðublað-
inu, sem eklci varð skilið öðru
Wsi en sem beint áframhald
af atburðunum á Akranesi.
Um þetta hefur Þjóðviljinn
rætt, og þetta eru staðreyndir,
en ekki marklaus kokhreysti
eins og ummæli Hannibals.
^ Samvizkan slær
fast
Sársaukahróp Hanníbals í Al-
þýðublaðinu í gær eru van-
líðunarmerki. Hann hefur
svona hátt vegna þess að sam-
vizkan slær hann. Hann ætlaði
,að berjast gegn íhaldinu en
‘gengur nú erinda þess og hon-
um líður illa. Hann var á
móti þjónustunni við atvinnu-
rekendur í Dagsbrún, en hef-
ur látið hrekja sig til stuðn-
ings v:ð þá. Úr engu þessu
verður bætt með hávaða og
hrópum, heldur magnast að-
eins sú eyðandi kennd sem
inni fyrir býr. Og Hanníbal
mun sanna það á morgun, að
Alþýðuflokksverkamennimir í
Dagsbrún, sem áttu sinn ríka
þátt í því að skipt var um
forusui í AlþýðufVokVcnum, hafa
ekki skipt um skoðun. Þeir
viljn e'ningu gegn átvinnurek-
ena.im og þeir munu starfa í
samræmi við' það, bæði í
Dagsbrún og Aiþýðuflokknum.