Þjóðviljinn - 23.01.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 23.01.1954, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 23. janúar 1954 l Selma Lagerlöf: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 2. Nei, enginn skyldi geta sagt, a'ð Karl-Artur fengi háar ‘ einkunnir vegna þess aö hann var sonui' Ekenstedt of- • urstafrúar, sem hélt svo fínar veizlur. Ofurstafrúin kunni sig. Á lokaprófinu úr skólanum í KarLstað fékk Karl- Artur ágætiseinkunn alveg eins og' Eiríkur Gústaf Gejer á sínum tíma. Og að táka stúdentspróf í Upp- sölum það var leikur fyiir hann engu síður en Gejer. Ofurstafrúin hafði oft og mörgum sinnum séð prófessor Gejer og haft hann til borðs, og vissulega var hann gáfaður og sérkennilegur, en ekki gat hún varizt þeirri hugsun, að ekki væri Karl-Artur síðui' gáfaður, og sjálf- : sagt yrði hann einhvem tíma frægur prófessor og ætti það eftir að Óskar krónprins, Játa landshöfðingi, Silv- erstolpe ofurstafrú og fleira frægt fólk í Uppsölum hlust- aði á fyrirlestra hans. Haustið 1826 kom Karl-Artur til Uppsala. Og allt það skólaár eins og síðari skólaár hans við háskólann, skrif- aði hann heim einu sinni í viku. En ekki eitt einasta bréf frá honum var eyðiiagt, því að ofurstafrúin geymdi þau. Hún las þau sjálf hvað eftir annað, og í sunnu- dagssamkvæmunum þegar ættingjamir hittust var hún vön að lesa upp síðasta bréf hans. Þaö var henni óhætt. Hún hafði fulla ástæðu til aö vera hreykin af þessum bréfum. ‘ Ofurstafrúin hafði hugboð um að ættingjanir gerðu ráð fyrir að Karl-Artur yiði ekki eins mikili fyrirmynd- • arpiltur þegar hann ætti að standa á eigin fótum. Þess vegna var þaö sigur fyrir hana að lesa upp lýsingar á því þegar Karl-Artur leigði sér ódýr herbergi með hús- gögnum, þegar hann keypti smjör og ost á torginu tii að geta lifað á skrínukosti, þegar hann fór á fætur • klukkan fimm á hverjum morgni og vann tólf tíma á hverjum degi. Og svo skrifaði hann svo undurfallegt mál og lýsti fjálglega aðdáim sinni á móðurinni. Ofursta fróin tók enga borgun fyrir að sitja og lesa upp fyrir Sjöborg dómprófast, sem var kvæntur konu af Eken- • stedtættinni, fyrir Ekenstedt bæjarfulltrúa, sem var föðurbróðir ofurstans, og Stakesysturnar, sem bjuggu í ’ stóra, hornhúsinu á torginu, aö Karl-Artur, sem nú var kominn út í heiminn, áieit enn að móðir hans hefði getað orðið fræg skáldkona, ef hún hefði ekki talið þaö ' skyldu sína að lifa einungis fyrir mann og börn. Nei, hún tók enga borgun fyrir það, — gerði það fúslega fyrir ekki neitt. Þótt hún væri vön alis konar lofi og aðdáun, gat hún aldrei lesiö þessi orð upp án þess að fá tár í augun. En hrifnust var þó ofurstafrúin þegar leið að jólum og Kaxl-Artur skriíaöi, að hann væri ekki búinn með allt þaö fé sem faðirhm hefði sent honum þegar hann fór til Uppsala og hann kæmi heim með helminginn af því aftur. Þá urðu bæði dómprófasturinn og bæjar- fulltrúinn yfir sig hissa, og sú Stakesystrin sem lengri 1 var sagði að þetta væri algert einsdæmi og kæmi semii- lega aldrei fyrir framar. Öll fjölskyldan var sammála um að Karl-Artur væri engum öðnun líkur. Vissulega var tómlegt hjá ofurstafrúnni, þegar Karl- Artur var viö skólann megnið af árinu, en bréfin voru henni til svo mikillar gleði, að hún gat varla á betra kosið.- Þegar hann hafði hlustaö á fyrirlestur hjá hinu mikla, nýrómantíska skáldi Atterbóm, lýsti hann skáld- ' lega og af afarmikilli hrifningu heimspelti hans og skáldskap. Og þegar slíkt bréf hafði borizt gat ofursta- frúin setið tímunum saman og látið sig dreyma um • alla þá dýrð sem Karl-Artur átti í vændum. Henni datt ekki annað í hug en hann yröi eins frægur og prófess- or Gejer. Ef til vill 3n*ði hann jafnmerkur maður og Karl von Linné. Því skyldi hann ekki verða heimsfrægur líka? Þvx skyldi hann ekki geta orðið stórskáld? Þvi skyldi hann ekki geta orðið Tegnér annar? Æjó, enginn verður eins mikillar sælu aönjótandi og sá sem dvelur í heimi dagdrauma. í hverju jóla- og sumarleyfi kom Karl-Artur heim til Karlstað og í hvert skipti sem ofurstafrúin sá hann, fannst henni hann hafa orðið karlmannlegri og feg- urri. En aö öðru leyti var haim ekki vitund breyttur. Hann dáðist jafnmikið að henni, virti föðux shxn jafn-1’ mikið og var jafn kátur og fjörugur við systur sínar. Stundum varð ofurstafníin dálítið óþolinmóð, vegna þess aö hann var um kyrrt í Uppsölum og las ár eftir ár, án þess að nokkuð gerðist. En allir skýrðu þaö fyrir henni, að vegna þess að Karl-Artur ætiaði sér aö taka stórmerk embættispróf, þá tæki það langan tíma fyrir hann að Ijúka prófi. Hún hugsaöi mikiö um hve erfitt væri að taka próf og fá einkunnir í öilmn þeim gi'ein-,, um sem kenndar voru við háskólann, bæði í stjörnu- fi’æði, hebi'esku og stæröfræði. Minna mátti ekki gagn gera. Ofurstafrúnni þótti þetta erfitt próf og fleiri voru henni sammála, en það var ekki hægt að breyta því, aöeins vegna Kai'ls-Artúrs. Haustið 1829, hiö sjöunda námsár Karls-Artúrs í Upp- sölum skrifaði hann móður sinni, henni til mikillar gleðí, aö hann hefði látiö inmita sig til prófs í latnesk- imi stíl. Það var ekki séi'lega erfitt próf, skrifaði hann, en þaö var mikilvægt, því að maöur þurfti að hafa góða einkunn í latneskum stíl, áður en maður gekk upp til lokaprófs. Karl-Ai'túr gerði ekki mikið veður út af þessum stíl. Hann sagði aðeins að það væri ágætt að ijúka honum af. Hann hafði aldrei átt neitt vantalað við latínuna, fi'emm' en rnargir aðrir góðir menn, og hann taldi sig hafa æmar ástæður til að vona hið bezta. í sarna bréfi minntist hann á það, að þetta væri í síöasta sinni í bili, sem hann skrifaði elskulegnm for- eldi'um sínum. Strax og hann hefði fengiö að vita úr- slit prófsins, ætlaði hann að leggja af staö heimleiðis.'' Og hinn síðasta dag nóvembermánaöar gerði hann ráð fyrir því að geta faðmað foreldra sína og systur aö sér. CjtfJLf OC CAMWa BarniS: Hvað er tómstníid, mamma? Mamma: I>að er ankatiml J>eg:ar mamma getur gert elttlivað annaS, bamlö mitt. * * Hann: Hva5 hefur þú yfirleitt gert fyrir náunga þinn? Hún: Ég giftist þér þó. * * * Elglnkonan: Ilvemig líkar þér kartöflusalatið, væni niinn? Eigiimiaðurinn: Agætiega — keyptirðu það sjálf, góða mín? * * * 1 nótt spurði ég bónda minn tím- unum saman hvar hann hefði eig- inlega verið. Og hvað fékkstu út úr honum? Loðfeld. * * * Konan þín er mjög mælsk. Ég liiustaði á hana alla nótthia. Ég verð stimdum að gera það. * * * Hvernig k.vnntist þú konunni Jiinni .upphaflega? Ég kynntist henni ekki fyrr en við vorum gift. * * * Spænslcur málsháttur: Sá sem fer fyrir dómstólana út af kindinni sinni missir venjulega kúna. * * * Strætisvagn er staður þar sem þvilík þröng er að jafnvei karl- mennirnir geta ekki alllir fengið sæti. elmilisJftátÉnr 1 Um þorskalifnr og þorskahrogn Við birtum hér í nóvember ráðleggingar um matreiðslu á þorskalifur og hrognum, og höfum verið beðln um að birta þær aftur nú, þegar iifur og hrogn eru á mark- aðinum. ¥ Það er erfitt að sjóða Jx>rska- lifur, nema lyktin finnist um allt hús. Norskur niðursuðu- fræðingur gefur okkur hér nokkur heilræði — sem eiga einnig að koma í veg fyrir að lýsisbragð verði af lifrinni: Þorsklifrina á helzt að taka úr fiski sem slægður er lifandi, og hún má ekki hafa legið leng- ur en sólarhring. Það á að skola hana í sjóð- heitu vatni, áður en hún er sett yfir eld í kringlóttri nið- ursuðudós, t. d. undan fiski- bollum, grænum baunum. Dós- ina má aðeins nota einu sinni. Yfir þorskalifrina er lagður sundurskorinn laukur, epla- sneíðar (þegar epli fást) og teskeið af sykri. Lifrin er soðin í eins litlu vatni og hægt er og í stundarfjórðung. Vatnið á næstum að vera gufað upp þegar lifrin er soðin. Með þessu móti verður ekkert lýsisbragð af lifrinni og engin lykt verð- ur af suðunni. Böm hafa mæt- ur á lifur sem soðin er á þenn- an hátt. Og hún er mjög góð ofaná brauð. Auk lauks og epla nota margir piparkom og lárviðar- lauf í suðuvatnið með lifrinni. Soðna lifur þarf að borða inn- an sólarhrings til þess að kom- Hekluð eftir eigiit hcfði Þegar talað er um, að eitt- hvað sé gert eftir eigin höfði er það vænjulega hugsað í ó- eiginlegri merkingu, en í þetta skipti er hægt að taka það alveg bókstaflega. Þessi litla heklaða húfa er hekluð eftir eigin höfði og ekki farið eftir neinni uppskrift. Það er miklu hægara en maður heldur. Byrjað er í miðjunni og svo er heklað í hring með fasta- pinnum og aukið er hæfilega mikið út til þess, að stykkið sé í fyrstu alveg flatt eins og pottaleppur. Þegar stykkið er orðið 10 cm í þvermál er dregið úr útaukningunum, svo að smám saman komi húfulag í stykkið. Og þegar hér er komið er hægt að byrja að „nota höfuðið á sér“ við að mæla, Bezt er að setja húfuna á höfuðið við þriðju eða fjórðu hverja umferð og þá er liægt að íylgjast með hvort mátulega rr.ikið er aukið út. Þegar liúfan er orðin í laginu eins og venju- legur sléttur hjálmur er hætt að auka út og heklað áfram. Þessu er haldið áfram, þar til húfan nær orðið niður að augabrúnum þegar hún er sett upp. Svo er gamið slitið frá, Frarofcald á. 11. aíöu ast hjá lýsisbragðiftnij. Þess vegna er ekki hægt að gera góða lifrarkæfu úr þorskalifur. CrejTHÍð tómar niðursuðudósir til að sjóða lifur í. > Þorskhrogn er því. nðeins hægt að .nota- að þau séu ó- frjóvguð, þ.e.a.s. laus við.glæru kornin. Á þau þarf einnig helzt að strá teskeið af sykri og lauksneiðum. Kaflar hér og kaflar þar ! ----------------------- Köflótt pils, köflóttar töskur, köflóttir hanzkar, kaflar á höttum og hálsklútum. Fleira getur víst ekki orðið köflótt. Á rayndinni sést flókahattur með köflóttri bryddingu sem er í stil við hálsklútinn. Hægt er að nota þessa hugmynd ef mað- ur á gamlan flókahatt, sem börðin.eru orðin ljót á. — Smá- köflótt efm er fallegast í brydd ingu á hatt og ef maniú finnst köflótt brydding of áberandi er í staðinn hægt að búa til köflótt hattband. Höfuðklúturinn ómissandi er auðvitað líka hafður köflóttur, Hér er þó dálítil einlit hetta sem klúturinn er festur fram- an á. Köflótti hálsklútm krn er saumaður fastur á hettuna og bundinn undir hökuna. Þetta er ágæt hugmynd; þetta er bæði hlýtt og auðvelt að búa til. V\|J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.