Þjóðviljinn - 02.02.1954, Page 7

Þjóðviljinn - 02.02.1954, Page 7
•it ■:»gtgrggiaLfjvi u æt*-; ■ ----- - Þriðjudagur 2. febrúar 1054 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: eftir Ludvig Holberg Leikstjóri: LárusPálsson Fyrir tvö hundruð árum lézt mikill andlegur forystumaður suður í Kaupinhöfn, sjötugur að aldri og saddur lífdaga. Andlát hans vakti ekki mikla athygli og iítinn trega, hinn látni fyrirmað- ur var einmana og ókvæntur alla æfi og eignaðist fáa vini, enda skapstór og óvægiim í orð- um, og ól aldur sinn í fram- andi landi. Ludvig Holberg var Norðmaður, fæddur og uppal- inn í Björgvin sem þá var merk- ust verzlunarborg á Norður- löndum og alþjóðlegust i snið- um, hann varð snemma mun- aðarlaus og lagði ungur út í heiminn með tvær hendur tóm- ar, ferðaðist oft og víða um lielztu lönd álfunnar og kynnt- ist hámenningu sinnar tíðar. Hann varð kennari við Hafnar- háskóla, samdi mikil og merk rit um sagnfrœði og heimspeki, átti oftlega stríðum andbyr að mæta, en varð þó auðugur og víðfrægur og þáði aðalstign úr hendi konungs. En það er skáld- skapur hins djúpvitra baróns sem Iengst mun halda á lofti nafni hans, háðkviður og gleði- leikir, en Ludvig Holberg er réttnefndur faðir danskra bók- mennta og sá er skóp leikhúsið danska; leiksaga Dana er tengd nafni hans allt fram á þennan dag. Þjóðir hans minnast hans með mikilli virðingu og einlægu þakklæti, fáum eiga þær meira upp að inna. Ludvig Holberg var mikill brautryðjandi og fyrstur nú- tímamaður í andlegu lífi Norð- urlanda, hann gerðist lærimeist- ari sinna þjóða, flutti þeim hið bezta úr menningu Evrópu. Hann var ekki frelsissinni í eig- inlegum skilningi, heldur sann- ur fulltrúi hins upplýsta ein- veldis en allra manna skarp skyggnastur á bresti sjálfs sín og samborgara sinna, gaKldur leiftrandi skopgáfu og hafði hláturinn að vopni. Margt var honum á móti skapi; hégiljur og hjátrú, lærdóms- hroki og steinrunnin vanafesta, tilgerð og smásmygli — öll yfir- borðsmennska, hégómi og heimska. Skopleikir hans voru ekki til þéss eins ætlaðir að koma fólki til að hlæja, sjálfur taldi hann það eðli sitt „að segja sannleikann á gamansam- an hátt“, og hann „tætti sundur lesti og ódyggðir og skemmti mönnum um leið“. Þó að sjónar- mið nútímans og Holb. geti ekki alltaf farið saman, eru mann- legir breyzkleikar samir við sig, og enn njótum við gleðileikja hans í ríkum mæli. En enginn horfir á þá lengur til þess að draga af þeim siðferðilega lær- dóma, heldur blátt áfram vegna þess að þeir eru ágæt listaverk þegar bezt lætur og leikrænir með afbrigðum, mannlýsingarn- ar sterkar og lifandi, orðsvörin markviss og djörf, kímnin gróskumikil og heillandi. Og þó Leónarö (Jón Aðils) eru verk þessi samin á svo skömmum tíma að furðu sætir, það tók Holberg ekki nema einn mánuð að jafnaði að semja leik- rit auk annarra starfa. Frumlegt leikskáld var Hol- berg ekki í þröngsýnum skiln- ingi okkar daga, hann sótti oft- lega efnivið og persónur til ann- árra höfunda, til rómversluj skáldanna Plátusar og Terentí- usar, í grímuleikina ítölsku, til Moliéres hins franska meistara. Sumar persónur hans voru þó nýjar af nálinni, og á meðal þeirra helztu æðikollurinn og konan hviklynda, sem í§Jenzkir leikhúsgestir fá að kyhnast á ártið skáldsins; og Hölberg lét þess getið með talsverðum drýg^ indum að hann vissj. ekki til þess að neinn hefði áður lýst slíku fólki. Og ef alls er gætt var Holberg frumlegt skáld, allt sem hann snerti á ber svipmót hans sjálfs, persónur og orðsvör gædd auðugri ímyndun hans og lifandi ratmsæi, heilbrigðu viti og ómótstæöilegri kímni; og lifa góðu lífi enn í dag. Einhver kann að spyrja hvort okkur íslendingum beri skylda til að heiðra minningu Ilolbergs, hins dansk-norska skálds. Jú, við eigum honum líka skuld að gjalda. Fýmstu tilraunir Islend- inga til leikræns skálaskapar, veikburða og fálmandi, bera í ýmsu merki hans, og á nítjándu öld var Holbcrg vinsælast allra leikskálda hér á landi. Leikir hans voru fluttir á dönsku og siðan íslenzku, og til cru þýð- ingar fcoa stælingar á átján þeirra að minnsta kosti og ærið margar af sumum. En íslenzk leiklist varð ekki til fyrr en á tuttugustu öld og hefur litla som enga rækt lagt við sjónleiki Holbergs, og hafa þó ýmsir af helztu lei’turum okkar numið í borg hans og kjmnzt verkum hans af eigin raun, á meðal þeirra Haraldur Björnsson og Lárus Pálsson; hér skortir ekki góð skilyrði, frjóan jarðveg. 11olbergssv ningum leikliúsanna Ixíggja ber að fagna, það er bæði rétt og skylt að gera skopleiki hins aldna meistara að almenn- ingseign að nýju. II. Þjóðleikhúsið sýndi ,n®iðikoIl- inn" á ártíð skáldsins í ágætri þýðingu Jakobs Bencdilctssonar magisters, ærslamikinn skopleik þrunginn gleði og gáska, verk sem jafnan hei'ur notið mikiila vinsælda. „Æðikollurinn" er flestum leikum Holbergs full- komnari um alla skipan, gæddur sterkri dramatískri stígandi, mikilli tilbreytingu og fjöri, og röklegur og skýr frá upphafi til enda. Holberg átti Moliére mik- ið að þakka, og uppistöðuna I „Æðikollinn'1 sótti hann í „í- myndunarvciki“ meistarans — efnaður sérvitringur ætlar að gifta dóttur sína nauðugaómak- legu lítilmenni, en þjónustu- stúlkan bragðvísa leikur á hann og voltir um koll öllum íyrir- ætlunum hans. En æðikollurinn er næsta ólíkur Argan hinum ímyndunarveika, hann heitir Vielgeschrei, það er sá sem æp- ir hátt og mikinn, og er hald- inn þeirri firru að hann sé sí- íellt önnum kafinn þó að hann Æðikollu rin n Vielgeschrei hafi ekkert að gera í raun og veru hann hefur ekki færri en fjóra skrifara í þjónustu sinni og ann sér vart svefns r.é matar, en kemur þó aldrei neinu til leiðar. Lýsing þessa skringi- manns er hin kostulegasta þótt ékki geti hún djúpstæð kallazt eða auðug að tilbrigðum, og all- ur er leikurinn ríkur að bráð- fyndnum hugmyndum og snjöll- um athugunum; og þar gefast Ilolberg næg tækifæri til að skopast að smásmygli, frekju og innantómum hrok:l hinna lærðu manna samtímans, en á því þreyttist skáldið aldrei. Nei, það þarf engum að leio^st sem horf ir á „Æðikollinn“ ef ailt er með felldu. Og hér er aUt með felldu — áhorfendur skemmta sér for- kunnarvel, hlátur og lófaklapp kveða við í salnum. Sýning þessi er litrík og lifandi heild og leik-. húsinu t.il sóma, enda er Lárusi Pálssj'ni manna bezt til þess treystandi að skilja Holberg og gæða verk hans sönnu 'lífi, og auðsætt að hartn hefur margt og mikið kennt hinum yngri leikendum sem lítt eru kunnir verkum skálds- ins. Lárus Pálsson gengur (Haraldur Björnsson) rétta leið að mínu viti, sýnir „Æðikollinn" sem ósvikinn grínleik, þar sem gleði, ærsl og gáski ráða rikjum án þess mann- lýsingum sé í nokkru gleymt; það væri bjarnargreiði við minningu skáldsins að ætla sér að skrýða sjónleik þennan virðu legum hátíðaklæðum. Leikstjór- inn notar flest tækifæri til þess að skapa hreyfingu og líf og skemmtileg tilbrigði á sríöinu, og þarf ekki annað en minna á hið ágæta upphaf leiksins eða alla hegðun skrifaranna og' skiíti æðikollsins við rakarann og Krókaref; vera nrá að ein- hverjum þyki nóg um ærslin á stöku stað. í fyrstu þáttunuin tveimur skortir áreiðardega ekkert á sanna leikgleði, en síð- asti þátturinn er varla eins bráðfjörugur og skemmtilegur og hinir. Búningar Lárusar Ing- ólfssonar eru ágætir að vanda og stofa æðikollsins gerð af smekkvísi, vistleg og græn og hvít á lit, en mætti vera rík- mannlegri og rúmbetri; ánægju- legt er að sjá hvernig leikstjór- inn notar stofustigann til að auka á tilbreytinguna í leikn- um. Sjálían æðikollinn lpikur Karaldur Björnsson og er sann- arlega réttur maður á réttum stað. Haiui lýsir Vielgeschrei af ríkum skilningi og nærfærni, bæði sem manngerð og sérstæð- um einstaklingi og er sjálfum sér samkvæmur allt til loka. Hann er verulega skringllegur sem vera ber, en furðanlega mannlegur um léið, góðmennska hans dvlst ekki þrátt fyrir áll- an afkáraskap hans og fávizku. Hann æðir um stofuna móður og blaðskeUandi, æpir, baðar út öllum öngum og stjórnar skrif- aragerpunum eins og hcrforingi ódælum málaliðum; og frá- munalegu minnisleysi hans, barnaskap og trúgimi lýsir Haraldur eins skýrt og á verour ' Framhald á ÍL ðUhk Krókarefur Vielgeschrei og Permilla (Rúrik Haraldsson, Haraldur Björnsson og Herdís Þorvaldsdóttir)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.